31.1.2013 | 18:04
Forgangsmálin á hreinu á Alþingi.
Nýbúið að dæma ríkisstjórnina sem handbendi fjárkúgara og þar með ljóst að hún er sek um alvarlegasta glæp sem íslensk stjórnvöld geta gert sig sek um, að starfa með erlendu valdi við að leggja undir sig eigur íslensku þjóðarinnar, að þá er spurt, "Heyrðu, hvernig er þetta með flóttamennina???"
Neyðarköll heimilanna eru farin að nemast í mælitækjum sem mæla hljóðin frá Mikla hvelli, og þá er sagt, "Ísland er orðið stökkpallur flóttamanna".
Gjöreyðing efnahagslífsins blasir við þegar vogunarsjóðirnir taka yfir íslensku bankanna, og þá er spurt, "hvernig ætlar ríkisvaldið að bregðast við því vandmáli??", það er þetta með stökkpallinn.
Hvað segir þetta um fjórflokkinn???
Hvað segir þetta um fólkið sem situr á Alþingi??
Jú, þetta segir að aðeins tilviljun ein réði að Steingrímur var gerandi í ICEsave.
Skítverkið féll á hann.
Það hefðu getað verið hinir stikkfríu og Steingrímur þá fengið að halda sínar æsingarræður í friði.
Svona eru örlögin grimm við manninn sem kunni það best að vera á móti, að þau settu hann í skítverkin sem hinir hefðbundnu valdaflokkar töldu sig of fína til að sinna.
Og situr núna skítugur upp fyrir haus, með Svarta Pétur á hendi og skilur ekkert í að hinir fínu glotta að honum, tilbúnir til að fá völdin á ný eftir kosningar.
Ef þessi greining mín væri ekki rétt, þá væri þessi fyrirsögn ekki háð.
Heldur staðfesting þess að forgangsmálin væru á hreinu á Alþingi.
Að Alþingi axlaði ábyrgð sína á ICEsave sýknu EFTA dómsins.
Spurningin er þá enn og aftur.
Af hverju stendur Ólafur ekki sína vakt???
Eiga vinstrimenn eitthvað inni hjá honum??
Fyrir allt skítkastið og lítilsvirðinguna???
Ólafur er ekki í þægilegri stöðu.
Það er meira en að segja það að rjúfa þing.
Allir auðmiðlarnir munu hakka hann í sig.
Hann verður skotmark vogunarsjóðanna, jafnvel í bókstaflegri merkingu. Þetta eru sálarlaus illmenni. Víla sér í engu að kaupa sér völd og áhrif til að blóðþrælka þjóðir. Og hika ekki í eina mínútu að verja fjárfestingu sína í þingmönnum og ráðherrum.
En það er ekkert val.
Ekki ef þú ert forseti Íslands og berð æðstu skyldu að vernda lýðræðið og sjálfstæði landsins.
Gerist ekkert næstu daga, taki Alþingi ekki á smánarbletti sínum að framkvæmdarvaldið lúti stjórn dæmdra handbendi erlendra fjárkúgara, þá ber honum að rjúfa Alþingi.
Jafnvel þó það verði hans síðasta embættisverk.
Þannig er það bara.
Kveðja að austan.
Segir margt hafa verið gert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 5
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 1657
- Frá upphafi: 1412771
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1476
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er vonandi næsta verk hjá forseta vorum að rjúfa þing... því þessi stjórn er búin að drulla margoft uppá hnakka...
Það er ekkert skrítið að flóttamennirnir séu að flýja land... mikið er víst að ekki vilja þeir setjast hér að á meðan ástandið er svona.
Ólafur Ingi Brandsson, 31.1.2013 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.