Hvernig þekkir maður glæpamenn þegar þeir ganga ekki með grímur???

 

Jú, maður les lögin, athugar hvort atferli þeirra varðar við lög.

Áttum okkur fyrst á staðreyndum ICEsave málsins.  

 

Krafa breta um að íslenska ríkið ábyrgist kröfur á hendur Tryggingasjóð innlána byggist á tilvísun þeirra í EES samninginn og tilskipun ESB nr 94-19 um innlástryggingar.  Í EES samningnum er ekki minnst á þessa ábyrgðarskyldu, en þar eru skýr ákvæði sem mæla gegn ríkisábyrgð.  Með öðrum orðum þá er krafa breta ólögleg samkvæmt EES samningnum.  Vissulega eru undantekningar, en þær þurfa þá að uppfylla ákveðin skilyrði, og vera sett af því ríki sem ætlar að veita ríkisábyrgð.  Hvergi er gert ráð fyrir því í EES samningnum að annað ríkið geti sett einhliða ríkisábyrgð fyrir viðkomandi ríki, líkt og bretar eru að fara fram á.  

Tilvísun breta í EES samninginn er því öfugmæli, EES samningurinn bannar háttsemi þeirra.

Tilskipun ESB um innlánstryggingar, er eins og orðið hljómar, fjallar um tryggingakerfi fjármagnað af fjármálastofnunum sem aðild eiga að tryggingarkerfinu.  Ekkert er minnst á hvað gerist ef tryggingakerfið kemst í þrot, minnst er á lántökur, og er líklegast þá miðað við að um skammtímafjárvöntun er að ræða.  En það er ekkert minnst á hvað gerist við kerfishrun.  Þó er skýrt tekið fram að aðildarríki séu ekki ábyrg gegn tjóni tryggingataka, ef þau hafa uppfyllt það skilyrði að stofna tryggingasjóð eftir ákvæðum tilskipunarinnar.  Einnig má hafa í huga að í almennum tryggingum er alltaf varnaðarákvæði að ef  allsherjartjónverður  vegna til dæmis náttúruhamfara eða styrjalda, að þá gildir tryggingin ekki, enda vandséð hver á þá að hafa fjármuni til að greiða út.

En það er alltaf þetta stóra EF og einhver er ósáttur við að ekki sé ríkisábyrgð á íslenska tryggingasjóðnum, þá gerir hann kröfu á íslenska ríkið, og reynir að fá þeim lögum hnekkt og íslenska ríkið gangi í ábyrgð.  Og það er dómsstóla að skera úr um þessa kröfu.

Það er dómsstóla að skera úr um ágreining sem viðkemur lögmæti laga.  

Falli dómur á íslenska ríkið, þá er lítið við því að gera, þá þarf að semja, og miða þá við alþjóðalög og reglur, sem og auðvita íslensk lög sem ná um gjaldþrot og svo framvegis.

 

Hefðu bretar virt þetta lögbundna ferli réttarríkisins, þá væru þeir ekki sekir um glæp, fengju þeir dóm, þá væru þeir með lögvarða kröfu á hendur íslenskum stjórnvöldum, væri kröfu þeirra hnekkt, þá næði málið ekki lengra.

En bretar fóru ekki með kröfuna fyrir dómsstóla, þeir hafa aldrei gert það.  Þetta er staðreynd sem enginn deilir um.  Það sem slíkt er ekki ólöglegt, að banka upp á og biðja um pening eða réttara sagt krefjast penings, færa rök fyrir sínu máli, og reyna að ná samningum

En þá leið fóru bretar ekki, þeir beittu strax þvingunum, þeir settu landið á hryðjuverkalista, beittu áhrifum sínum til að stöðva flæði gjaldeyris til landsins, og þeim þvingunum afléttu þeir ekki fyrr en íslensk stjórnvöld skrifuðu undir samkomulag við AGS þar sem íslensk stjórnvöld lofuðu að ná lausn í ICEsave deilunni.  Síðan hafa breta verið margstaðnir að því að beita áhrifum sínum innan AGS og ESB til að þrýsta á að íslensk stjórnvöld samþykktu kröfu sína, ásamt því að ljúga til um lögmæti hennar á alþjóða vettvangi.  

Allt þetta, að þvinga, að hóta, að skemma, að ljúga til um lögmæti eða háttsemi, allt þetta varðar við lög.  Bæði bresk lög og íslensk, ásamt lögum allra annarra þjóða heims.

Þess vegna er háttsemi breta glæpur, og þjóðaratkvæðið 9. apríl, þjóðaratkvæði um glæp.

 

Framferði breskra stjórnvalda er glæpsamlegt samkvæmt breskum lögum, og á að kærast í Bretlandi.  Þar segja lögin þetta um kúgun (extortion).

 

"Extortion, outwresting, and/or exaction is a criminal offense which occurs when a person unlawfully obtains either money, property or services from a person(s), entity, or institution, through coercion (þvingun). Refraining from doing harm is sometimes euphemistically called protection. Extortion is commonly practiced by organized crime groups. The actual obtainment of money or property is not required to commit the offense"

 

Það er bannað að hafa verðmæti af öðrum á ólögmætan hátt með þvingun.   Og ótal ótal dómar þar um hafa verið felldir á Englandi, enda var þetta aðal fjármögnunaraðferð IRA á meðan samtökin áttu i stríði við bresk stjórnvöld.

Lagatextinn er það skýr að jafnvel velgreindur Samfylkingarmaður getur ekki hártogað hann.

 

Ég skrifaði grein í gær á bloggi mínu um að stuðningsmenn bresku fjárkúgunarinnar væru glæpamenn því lögin eru þannig að sá sem aðstoðar við glæp, eða tekur þátt í honum, að hann er glæpamaður samkvæmt laganna hljóðan.  Augljóst mál, en skrýtið, það urðu einhverjir sárir.  Það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir að lög gildi í landinu, og banni ýmsa hegðun, þar á meðal opinberan stuðning við fjárkúgun.

Til að eyða þeirri umræðu þá vil ég vitna beint í lögin í trausti þess að fólkið sem skrifar opinberlega um stuðning sinn við glæp, að það sé líka læst, ekki bara skrifandi.

 

Þetta segir í almennum hegningarlögum um hlutdeild.

 

"22. gr. Hver sá maður, sem með liðsinni í orði eða verki, fortölum, hvatningum eða á annan hátt á þátt í því, að brot samkvæmt lögum þessum er framið, skal sæta þeirri refsingu, sem við brotinu er lögð."

 

Að liðsinna glæpamanni með orðum eða í verki, með fortölum, hvatningu, það er glæpur líka.  Flóknara er það ekki.

Eina spurning er hvort fólk sé hrekklaust í stuðningi sínum við glæpinn, er það dómsstóla að meta það.  En þá erum við með brot á 253. grein hegningarlaganna sem bannar að plata fólk í þá vegu, þeir sem ljúga mest í fjölmiðlum um ICEsave mættu alveg hafa það bak við eyrað.

 

"253. gr. Hafi maður notað sér bágindi annars manns, einfeldni hans, fákunnáttu eða það, að hann var honum háður, til þess að afla sér með löggerningi hagsmuna eða áskilja sér þá, þannig að bersýnilegur munur sé á hagsmunum þessum og endurgjaldi því, sem fyrir þá koma eða skyldi koma, eða hagsmunir þessir skyldu veittir án endurgjalds, þá varðar það …1) fangelsi allt að 2 árum."

 

Já, lygi til að blekkja fólk við stuðning við glæp, er líka refsiverð.

 

Þjóðfélagið okkar féll vegna þess að lygi og blekkingar tröllriðu almennri umræðu.  Núna er ljóst að margt af því sem var sagt var sagt til að auðvelda bankaránsmönnum og öðrum fjárglæfra mönnum að ræna hvort sem það var fyrirtæki sín eða almenning.

Sömu menn og aðstoðuðu fjárræningja við þá iðju, hafa ráðið sig í málaliðamennsku hjá bretum, og innlendum leppum þeirra.  Og fjölmiðlamennirnir eru allflestir þeir sömu.  En líklegast sleppir þetta lið vegna þess að ekki var um einn skilgreindan glæp að ræða og því erfitt að hanka menn fyrir eitthvað ákveðið, það er jú erfitt að ákæra fyrir rán á samfélagi eða eitthvað svoleiðis.

 

Þessir menn halda að þeir geti leikið sama leikinn, logið og blekkt fyrir pening (störf, bitlinga o.s.frv.) og komist upp með það.  En þeir átta sig ekki á að núna er glæpurinn einn, hann er vel skilgreindur, og engin lagavafi leikur um tilurð hans.

Og allt atferli þeirra varðar við lög.

Sem og atferli þeirra sem styðja ICEsave fjárkúgunina opinberlega, en þar er um hópsefjun að ræða, sem varla yrði refsað fyrir.

En ICEsave glæpamennirnir komast ekki upp með fjárkúgun sína eða aðstoð við hana, ef ríkisábyrgðin verður samþykkt.  Þá er glæpurinn fullframinn, og hjól réttlætisins taka við að malla.

 

Þess vegna má segja að Já sinnar eru þeir einu sem eiga eitthvað undir þjóðaratkvæðinu um glæp.  Verði það samþykkt, þá verður ríkisábyrgðin kærð, og hið glæpsamlega atferli líka.  Og þar sem lögin eru skýr, þá munu dómsstólar ógilda ríkisábyrgðina og sekir ráðmann látnir sæta ábyrgð.  

Falli lögin þá er aðeins um tilraun um glæp að ræða, og enginn mun sjálfsagt nenna að lögsækja tilraunamennina, þeirra refsing verður skömmin.

Þetta er líklegast skýring þess að stjórnmálamenn okkar hafa lítið sést í umræðunni síðustu daga.  Það mætti halda að það hafi verðið ASÍ sem samdi við bretana, aðrir opna varla munninn.

Þeir vita eins og er að þeir eiga mest undir því að ICEsave verði fellt.

 

En ég ætla samt ekki að leggja til af skepnuskap mínum að þjóðin segi Já, þá væri ég um leið orðinn hlutdeildarmaður í stærstu fjárkúgun seinni tíma.

Og margt er ég, en ekki fjárkúgari og glæpamaður.

 

En það er ofsalega gaman að stríða glæpamönnunum á glæpnum.

Kveðja að austan.

 

Ps.  Þessi grein var skrifuð fyrir seinni þjóðaratkvæðagreiðsluna, og minnir á að krafa breta var alltaf ólögvarin eins og Bjarni Ben sagði réttilega um hana.

Það er líka lögbrot að semja við fjárkúgara, þó ég nenni ekki að fletta uppá því. Ef svo væri ekki þá væru fjárkúgarar fjölmenn stétt, og hétu ekki lögfræðingar.

En ég er að rifja upp þessa grein til að minna á að það hefur verið bent á þetta allt áður, en stjórnvöld skelltu skollaeyrum við, og þar með uppskera þau eins og þau sáðu.

Og við megum ekki neita þeim um þá uppskeru.

Kveðja frá byltingu lífsins.

 

 


mbl.is „Ósönn og ósmekkleg ummæli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 1655
  • Frá upphafi: 1412769

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1475
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband