Ögmundur vitnar gegn Jóhönnu og Steingrími.

 

En þessi vitnahöld eiga ekki að fara fram í sölum Alþingis, málið er fólki þar of skylt.

Landsdómur er það tæki sem réttarfar okkar hefur til að takast á við þau lögbrot sem Jóhanna og Steingrímur gerðu sig sek um.

 

Alþingi á ekki og getur ekki lengur fjallað um ICEsave málið og eftirstöðvar þess.   Það á að setja ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur af, og boða síðan til kosninga. 

Forseti Íslands á að skipa utanþingstjórn vammlaus fólks, sem á engum stigum málsins studdi fjárkúgun breta, og þessi utanþingsstjórn á aðeins að gera tvennt, fá  sitjandi Alþingis til að skipa Landsdóm, og undirbúa kosningar. 

 

Það er augljóst mál að Ísland er ekki sjálfstætt ríki ef handbendi erlends valds hafi með hótunum og ógnunum komið í gegnum Alþingi samningi sem byggðist í engu á lögum og reglum sem vitnað var í, og kvað á um afsal á dómsvaldi, um afsal á stjórn ríkisfjármála, og um beinar peningagreiðslur úr ríkissjóð af þeirri stærðargráðu að öll þjónusta ríkisins hefði verið í skötulíki á eftir.

Og fylla svo skál ósvífinnar að setja inní samninginn að ef íslenska ríkið lenti í fjárhagserfiðleikum, þá mættu hin erlendu fjárkúgararíki ganga að eigum þjóðarinnar.

Bara þetta eina atriði er aðför að sjálfstæði þjóðarinnar, aðför sem erlend ríki hafa hingað til þurft að nota vopnavald til að ná fram.  En náðu með íslenskum taglhnýtingum sínum.

 

Ef Alþingi gerir þetta ekki, þá á forseti Íslands að gera þetta.  Það er ögurstund, ríkisstjórnin hefur verið uppvís að glæp, alvarlegasta glæp sem hægt er að fremja gegn íslenska ríkinu og íslenskri þjóð, og hún má ekki komast upp með glæp sinn og láta eins og ekkert hafi gerst.

Þá er íslenska lýðveldið búið, þá er Ólafur Ragnar Grímsson maðurinn sem batt enda á lýðveldið Ísland, og fer í sögubækur á sama stalli og Gissur Þorvaldsson á sínum tíma.

 

Stjórnarskráin er skýr, lög landsins eru skýr.

Og enginn á að komast upp með að brjóta hvorutveggja.

 

Það gilda lög í landinu.

Kveðja að austan.


mbl.is Þrýstingur réð för - ekki tilviljun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rétt hjá þér. Hins vegar ætti ekki að taka mikið mark á hræsnaranum Ögmundi. Hann er valdasjúkasti ráðherrann í stjórninni. Hann hætti sem heilbrigðisráðherra á sínum tíma til að kúga undir sig (e. blackmail) Dómsmálaráðuneytið og Samgöngumálaráðuneytið. Hann notaði Icesave-málið sem afsökun til að skara eld að eigin köku og hélt að enginn myndi sjá í gegnum þessa blekkingu hjá honum. Því að hvað gerðist þegar hann var búinn að þvinga fram vilja sinn og orðinn einn valdamesti ráðherrann? Jú, hann samþykkti IceSaveIII, enda var það hluti af kænskubragði hans sem heppnaðist svona vel. Og nú þykist hann vera einhver vinur þjóðarinnar. Sveiattan!

Ég er alveg búinn að fá upp í kok af Ögmundi. Ég er viss um að þegar sminkið er þurrkað af enninu á honum, þá komi hornin í ljós.

Pétur (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 12:53

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Má allt vera rétt, þekki það ekki.

Og hvorki síða mín eða salir Alþingis eða aðrir umræðuvettvangir eru réttir staðir til að ræða þessi mál.

Ég bendi á lögin, krefst þess að þau virki.  

Síðan verður þetta rætt í Landsdómi, hver er trúverðugur og hver ekki.  En fyrst og síðast fær þjóðin bæði að vita hvað gerðist í raun, sem og skilaboðin eru skýr.

Glæpir borga sig ekki. 

Jafnvel þó maður láti kjósa sig í ríkisstjórn fyrst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2013 kl. 13:00

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Skv þessum "yfirlýsingum" Ömma Blanka er betra að láta eins og þrautpínd hóra og ekki einu sinni amta þegar að ESb treður krumlunni upp í rassgatið.... svo lengi sem það verldue ekki stjórnarslitum og falli af jötunni og/eða frá kjöt-kötlunum.

Ömmi staðfestir með ofangreindu algert vanhæfi sitjandi stjórnar til að fara með hag þjóðar framar egin.

Svoleiðis fólk eigum við að sjá til að komist ALDREI aftur á þing eða í opinber störf.

Óskar Guðmundsson, 31.1.2013 kl. 13:32

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, Óskar, nú er ég ekki sammála þér.

Ögmundur afhjúpar þjóðina ef hún lætur kjurt liggja.

Og það eru heilir þrír sammála mér núna þegar þetta er skrifað.

Sem er jafn fjölda hinna dyggu sem eftir eru með Steingrími í VinstriGrænum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2013 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 606
  • Sl. sólarhring: 744
  • Sl. viku: 6190
  • Frá upphafi: 1400129

Annað

  • Innlit í dag: 550
  • Innlit sl. viku: 5314
  • Gestir í dag: 523
  • IP-tölur í dag: 514

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband