Sjúkleikinn á bak við ICEsave.

 

Ég var að hlusta á 2 unga menn ræða við Boga Ágústsson um góðan bata hetjunnar ungu frá Pakistan sem Talibanar skutu því hún bloggaði um sína þrá að njóta menntunar, og að allar stúlkur hlytu menntun eins og vilji þeirra stæði til.

Sjálfsagður hlutur í okkar heimi, en til eru afkimar myrkurs og fáfræði þar sem slíkt er ekki liðið.

"Það er dauðasök að vilja mennta stúlkur" sagði Bogi Ágústsson.

Líklegast hefur sjúkleiki þeirrar hugmyndafræði sem knýr ofsamúslima áfram verið betur orðaður.

 

Fyrir nokkrum dögum leit ég á gamla færslu um af hverju ég taldi það svo mikilvægt að ICEsave færi í dóm, og ég vil rifja upp þau orð mín. 

 
"Héðan af er aðeins ein lausn á þessari deilu og hún er sú að dómtaka málið og fá réttarhöld aldarinnar, um hvað má gera þjóðum og hvað má ekki. Þessi réttarhöld aldarinnar munu snúast um sjálfan tilverurétt þjóðríkja og um sjálf grunnréttindi manneskjunnar, að hún geti byggt upp sitt líf og tilveru án þess að eiga á hættu að allt í einu komi innheimtumaður og tekur eigur hennar með þeim orðum að hún hafi verið í ábyrgð fyrir banka í fjarlægu landi. Ábyrgð sem manneskjan var aldrei spurð um, og hafði aldrei neitt um að segja.".
 

Þessi ábyrgð gat verið ótakmörkuð og til að greiða hana gat þurft að loka sjúkrahúsum, skólum og svelta fólk eins og núna er gert í Grikklandi, Spáni og Portúgal vegna svipaðar innheimtum.

Samt var hinn venjulegi maður aldrei spurður þegar hann var settur í þessa ábyrgð, og gat ekki haft nokkrar forsendur til að vita það því þeir sem með völdin fóru, vissu það ekki heldur.

 

Samt átti að innheimta þetta ef illa færi, og er verið að innheimta núna á neyðarsvæðum Evrópu.

Og enginn spyr, hvaða réttur býr þar að baki??  

Nýtur hinn venjulegi maður engrar mannréttinda, eru þau aðeins fyrir skrýtið fólk, eða fólk í fjarlægum löndum??

 

Á þessum forsendum fannst mér ICEsave réttarhöldin réttarhöld aldarinnar.

En mér fannst skrýtið að hvað fáir tóku undir það sjónarmið.  

Hjá flestum var þetta aðeins túlkun á reglum, ég spurði; Má þetta???

 

Núna þegar dómur er fallinn, þá var sigurinn unnin á lagatæknilegum atriðum,  lögin gerðu ekki ráð fyrir slíkri ábyrgð, sem var augljóst mál.

En dómurinn tók ekki á dýpri rökum málsins, að undir engum kringumstæðum mætti gera saklaust fólk ábyrgt fyrir gjörðum annarra.  Ekki frekar en ef það er framið morð í einu hverfi bæjarins, og allir vita hver morðinginn er, en hann er ekki ákærður, heldur allir íbúar hverfisins, og dæmdir.  

Svona var gert í seinna stríði þegar íbúar heilla þorpa voru aflífaðir vegna andspyrnu fárra.

Svona var gert í Srebrinica svo við tökum nærtækt dæmi úr nútímanum.

 

Siðmenningin fordæmir slíkt athæfi kúgunarvalds, en þegar fjármagn á í hlut, þá nýtur fólk engra réttinda.  Meir að segja búfé hefur meiri réttindi en saklaus almenningur sem fær reikninginn af fjármálabraski eignamanna.

Og  með fullri virðingu fyrir Talbönum, þá er þetta atferli miklu sjúklegra en nokkurn tímann óhæfuverk þeirra sem eiga rætur sínar að rekja til myrkursins fyrir siðmenninguna.

Því við erum að tala um athæfi innan siðmenningarinnar.

Þegar fólk á að vita betur.

Kveðja að austan.


mbl.is London og Haag beri kostnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 1652
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1472
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband