Þegar þingmenn bregðast skyldu sinni.

 

Þá axla þeir ábyrgð, sömu ábyrgð og þeir sem brugðust land og þjóð.

Þingmenn, sem sitja í dag í sama húsi og þau Steingrímur Joð og Jóhanna Sigurðardóttir, bera ábyrgð á lögbrotum þeirra.

Það er bannað að gera þjóð sína gjaldþrota, að svipta hana efnahagslegu sjálfstæði í þágu erlends valds.  Það er bannað eins og að stela, eins og að myrða, eins og að nauðga.

Og ef Steingrímur og Jóhanna komast upp með þessi lögbrot sín, þá er ljóst að það gilda ekki lög í landinu.

Þá gildir geðþótti, þar sem valdið gengur ofar lögum.

 

Það er endalok lýðræðis á Íslandi.

Valdið getur leyft sér allt.

 

Það er ekki rök í málinu að það sér pólitískt mat að vantraust sé ekki samþykkt.

Menn leggja ekkert pólitískt mat á stjórnarskrá Íslands, lög landsins eða réttarfar.

Menn virða stjórnarskrá Íslands, menn virða lög landsins, og menn lúta réttarríkinu.

 

Sérhver þingmaður sem sér og skilur lögbrot ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, leggur fram vantraust með rökstuddar tilvísanir í þau lög sem hún hefur brotið.

Sérhver þingmaður ber ábyrgð á sinni eigin samvisku og skyldum sínum gagnvart landi og þjóð.

Hann ber ekki ábyrgð á öðrum þingmönnum.  Þeir gera það sem þeir telja réttast.

Hindri aðrir þingmenn framgang réttvísinnar, þá bera þeir þá ábyrgð sem lög kveða á um.  Sem kallast samsekt.

 

Alþingi Íslendinga getur ekki látið eins og ekkert hafi gerst í ICEsave málinu.

Það liggur fyrir dómur um sekt ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir í því máli.  Hún gekk erinda erlends valds en var ekki að framfylgja þjóðréttarlegum skuldbindingum þjóðarinnar eins og að haldið var fram þegar ICEsave kom upp.

Hún vísar í einhverjar hótanir alþjóða samfélagsins, sem út af fyrir sig er mjög alvarlegt, án þess að geta á nokkurn hátt sýnt fram á þær hótanir.  Og hún getur hvergi sýnt fram á nein viðbrögð við þeim hótunum, viðbrögð sem reglur alþjóðasamfélagsins gera ráð fyrir þegar ríkjum er hótað eða beitt yfirgangi.  

Alþjóðasamfélagið lærði af yfirgangi nasismans á fjórða áratug síðustu aldar og setti reglur þar um.  Í þeim reglum stendur hvergi að ríki eigi að borga fjárkúgun annarra ríkja þegjandi og hljóðalaust.

 

Mér vitanlega hefur ríkisstjórnin ekki notað aðrar afsakanir fyrir gjörðum sínum.

En það er Landsdóms að meta.

 

Núna reynir á þjóðina að krefjast þess að það gildi ein lög í landinu.

Að samverkamenn breta verði teknir og dæmdir.

Það gengur ekki að fólk sé þúsundum saman hrakið af heimilum sínum því ekkert er hægt að gera því lögin eru svona og svona.

Og síðan sleppi það fólk sem hrekur náungann út á gaddinn við ákærur þegar það sveik land og þjóð.  Og ætlaði að stela hundruð milljarða af landsmönnum.

 

Við erum ekki þjóð lengur ef við látum þetta viðgangast.

Þá er eins gott að hunskast strax með skottið á milli fótanna til Brussel og biðja um landsstjóra.

Því við þorum ekki að vera þjóð. 

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Ekkert vantraust frá Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Það er náttúrulega að bera í bakkafullann lækinn að reyna að koma þér í skilning um ákveðin atriði Ómar en ég reyni samt einu sinni enn.

Jóhanna eða ríkisstjórnin braut engin lög.  Það var hárrétt ákvörðun að reyna að semja um málið og Icesave 3 samningurinn var góður.  En bíddu það er búið að dæma Íslandi í vil í málinu, gerði ríkisstjórnin, þingmennirnir 40 sem sögðu já og 40% þeirra sem kusu ekki mistök.  Svarið er NEI.  Það gat svo sannarlega brugðið til beggja vona með dóminn og það var tekin gríðarleg áhætta með að fara þessa leið.  Ég held það væri nú ekki hátt á þér risið þessa dagana Ómar hefði dómurinn farið á versta veg - en ekki hefði ég krafið þig eða nokkurn annan um afsökunarbeiðni því þið eins og allir Íslendingar í þessu máli vildu hag þjóðarinnar sem bestan og tölduð ykkar leið rétta- jafnvel þó  hún hefði kostað þjóðargjaldþrot.   Á alveg sama hátt voru þingmennirnir sem sögðu já og 40prósentin sem sögðu já að kjósa samkvæmt sinni bestu sannfæringu, þeir töldu skynsamlegast að semja um málið og lái þeim hver sem vill.

Svo er eitt alveg órætt í þessu máli en fer nú vonandi að komast í umræðuna ef menn ætla enn að vera við sama heygarðshornið og heimta 40% þjóðarinnar í gálga.  Hvað heldur þú Ómar að þetta nei hafi KOSTAÐ þjóðina ?  Það liggur fyrir að lánshæfismatið væri betra hefði niðurstaðan orðið Já á sínum tíma.   Gerir þú þér einhvera grein fyrir því hvað þetta hörmulega lánshæfismat þýðir?  Erfiðara að fá hagstæð lán erlendis frá, vextir á þau hærr með tilheyrandi kostnaði fyrir ríki, sveitarfélög og fyrirtæki.  Erfitt eða útilokað að endurfjármagna lán með betri kjörum.  Þetta hefur haft áhrif á gengi krónunnar, gjaldeyrishöftin og lífskjör í landinu.  Er kannski kominn tími til að reikna út hvort Neiið sé þegar uppi er staðið dýrara en Icesave 3 samningurinn hefið verið ?    

En Ómar þú velur þrátt fyrir allt að hamast eins og óður hundur í ríkisstjórninni, þeirri sömu stjórn og undirbjó Icesave málsvörnina það vel að sigur hlaust.   Hef ekki enn séð þig þakka fyrir það.

Óskar, 31.1.2013 kl. 10:38

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Óskar, þú átt örugglega við sama læk og þú varst að reyna að fylla í ICESave vörn þinni, fyrir breta, fyrir skjaldborg heimilanna, að heimilin væri látin borga, og alla hina óhæfuna sem þú hefur tekið að þér að bera vatn í???

Ég nenni hvorki að munnhöggvast við þig eða þá sem halda því staðfastlega fram í þágu pólitískra skoðana sinna að Auswitch hafi verið sumarleyfisbúðir með vinnulegu ívafi og rökstyðja það með tilvísun í kjörorð búðanna, Arbeit macht frei, þar sem frei vísaði í sumarleyfi og arbeit í vinnuívafið.

Þó eru þeir ekki alveg eins bilaðir því þeim hefði aldrei dottið í hug að vörn fælist í að gefast upp fyrir öllum kröfum óvinarins.  Og að þér skuli detta það í hug Óskar að koma hingað inn og tala um "stjórn sem undirbjó Icesave málsvörnina" þegar sú meinta málsvörn var að vera afturreka með 2 nauðungarsamninga í þjóðaratkvæðagreiðslum.  Það er ekki einu sinni hægt að spyrja þig hvort þú kunnir annan.

En það þarf ákveðna dómgreind fyrir svona rök, sömu dómgreindina sem telur að í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir sitji 40% þjóðarinnar og að refsing fyrir landráð sé vist í gálga.  

Og af hverju notar þú orðið þjóðargjaldþrot yfir leiðir réttarríkisins, af hverju bætur þú ekki virkilega í og segir að sólin hefði bara hreinlega ekki komið upp, þekkt rök Azteka fyrir blóðfórnum sínum.  Kanntu ekki söguna, þekkir þú ekki rök blóðfórnenda??

Hins vegar get ég huggað þig við að ég hefði ekki grátið pólitískan dóm, þá fyrst hefði verið gaman í stríðinu við vogunarsjóðina, ESB afhjúpað sig sem alræðiskerfi sem væri ógn við siðmenninguna.  Líkt og það síðasta sem kennt var við aðra B-borg.  En rangur dómur hefði ekki kostað þjóðina krónu eins og marg oft er búið að sýna framá og Árni Páll útskýrði svo vel í ágætu viðtali við hann eftir að hann gekk til liðs við þjóðina, og var rekinn úr ríkisstjórn fyrir vikið.

En hvorki þessi orð mín eða vatnsburður þinn Óskar, hafa ekkert að segja með innihald þess sem ég var að segja.  

Það gilda lög í landinu, og eftir þeim á að fara.

Ef þú ert ósáttur við það Óskar, þá skaltu tala við þá sem sömdu lögin.  Ég held að þú finnir þá flesta í kirkjugarðinum við Suðurgötu.

Lát huggast, þegar kemur að þér mun ég ekki leggja til gálga.  

Þú ert alltof skemmtilegur til þess.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2013 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 53
  • Sl. sólarhring: 615
  • Sl. viku: 5637
  • Frá upphafi: 1399576

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 4808
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband