Ályktun um gjaldþrot þjóðarinnar.

 

Eftir ICEsave reynir ESB að koma gjaldþrota  landi bakdyramegin inní sambandið.

En upptaka alþjóðlegrar myntar er bein leið til að gera landið gjaldþrota.

Um það hefur sagan dæmt, og það rífst enginn við söguna.  

Nema þeir sem hafa annarlega hagsmuni að gæta.

 

Það gerðist ekkert í efnahagsmálum Grikkja, Portúgala, Spánverja, Íra, annað en að enn ein fjármálabólan sprakk.  

Það lokuðust ekki markaðir, það geysa engin átök, engar náttúruhamfarir, en samt er allt á heljarþröm í þessum löndum. 

Nú þegar neyðarástand í Grikklandi, stutt í að slíkt verði í hinum löndunum.

 

Hver er skýring þess, jú alþjóðlegur gjaldmiðill.  

Fjármunir streyma úr landi, langt um fram það sem streymir inn.

Samdrætti í kaupgetu gagnvart öðrum hagsvæðum er ekki hægt að mæta á annan hátt nema með samdrætti í innlendri eftirspurn í stað þess að mæta henni í samdrætti í eftirspurn eftir erlendum vöru og þjónustu.  

Sem er grundvallarmunur og skilur á milli feigs og ófeigs.

 

Verði erlendur gjaldmiðill tekinn upp einhliða þá er tekur það aðeins nokkrar mínútur fyrir þjóðin að verða gjaldþrota.

Eitthvað sem ESB hugnast mjög.

Og tótindátar þess koma upp um sig með orðalagi sínu, alþekktri blekkingu ICEsave deilunnar, að láta eins og raunveruleikinn sé ekki til.

"Nú, fimm árum eftir að gjaldeyrishöft voru sett á „til bráðabirgða“ og engin trúverðug lausn hefur verið sett fram um afnám þeirra,".

Það hafa komi fram trúverðugar lausnir, minna á tillögur Lilju Mósesdóttur, eða þingmanns flokksins, Tryggva Þórs Herbertssonar.  

 

Það býr eitthvað að baki.

Og vel er gáð fyrir aftan bak, þá má sjá glitta í öflin sem fóðruðu Steingrím á ICEsave svikum sínum.

 

Öflin sem tengjast vogunarsjóðunum.

Og óttast það helst að geta ekki rænt hér öllu sem ekki er naglfast.

 

Og slíkt er ekki kennt við Sjálfstæði og sjálfstæða þjóða.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Króna í höftum ekki framtíðargjaldmiðill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt ályktað hjá þér, Ómar.

Það er eitt svolítið magnað með okkar vanþróuðu íslensku stjórnmál. Þeir aðilar sem minnast á hin stóru vandamál hverju sinni og reyna að ræða málefnalega um mögulegar lausnir eru oftar en ekki taldir vera mestu vitleysingarnir. Stjórnmálafólk sem er fast í skotgrafa- og sálfræðihernaði til að styðja við málstað sinn er oftar en ekki talið vera hæfasta fólkið. Hér er eitthvað virkilega mikið að. Klárt fólk, sem gefur sig út fyrir að vera hlutlaust í stjórnmálum, tekur sumt hvert ekki einu sinni eftir þessu.

Stjórnmálafólk sem öskrar "burt með höftin" ætti að íhuga nokkur atriði fyrst. 1) Af hverju höftin eru hér? Ef til vill má rekja það til of mikils frelsis til að byrja með, frelsis fjármálamarkaðar og fullkomlega frjáls frelsis fjármagnshreyfinga. 2) Er gefið að slíkt frelsi sé gott fyrir þjóðarhag? 3) Er hægt að afnema höftin áður en gengið verður frá nauðasamningum banka? 4) Er hægt að ganga frá nauðasamningum banka án þess að skapa hér fjármálalegan óstöðugleika? 5) Ef ekki, má e.t.v. rekja það til þeirra vinnubragða sem voru við lýði við endurreisn fjármálakerfisins? 5) Stækkar snjóhengan á meðan ekkert er gert? 6) Verður erfiðara að ráða við vandann eftir því sem menn ýta honum lengra á undan sér? 7) Er hættulegt eða hættulaust að vogunarsjóðir munu eiga nánast allt fjármálakerfið á sama tíma og engin höft væru við lýði? 8)

Sumt stjórnmálafólk veit svörin við mörgum af þessum spurningum. Hvernig væri nú að fara að láta í sér heyra og það hátt? Þó að flokksforystan vilji að öllum líkindum ekki ræða þessi mál, þá vill íslenskur almenningur það. Virðið það áður en það verður of seint fyrir ykkur að hafa einhvers konar áhrif á framtíð Íslands.

Flowell (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 16:47

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Fyrirgefðu hvað ég kem seint inn Flowell.

En ég vil þakka þér kærlega fyrir þitt góða innslag.

Það er langt síðan að ég hef séð kjarna svona stórs máls settan fram á jafn glöggan hátt í jafn stuttu máli.

Svo að þú ert kominn í fjölmiðil lífsins Flowell, bráðabirgðaritstjóri hans ætlar að peista þetta innslag þar.

Það þýðir ekki að væla, það þarf að fara gera eitthvað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2013 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 2042
  • Frá upphafi: 1412741

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1795
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband