30.1.2013 | 11:28
Það þarf ekki að setja hið augljósa í stjórnarskrá.
"Aldrei má skuldbinda íslenska ríkið með neinum hætti vegna skulda einstaklinga eða einkafyrirtækja".
Aðeins villimenn reyna að láta saklausa borga fyrir seka.
Hafi villimenn til þess vægi, þá virða þeir ekki stjórnarskrá.
Það var ekkert í stjórnarskrá Weimarlýðveldisins sem leyfði óhæfuverk þýskra stjórnvalda á fjórða áratugnum, þetta voru aðeins villimenn sem stjórnuðu.
Það er okkar að verjast villimennskunni, orð á blaði gera það ekki fyrir okkur.
Siðmenning byggist á siðferði, að fólk þekki rétta hegðun.
Á Íslandi varð rof milli siðaðrar hegðunar og þess fólks sem styður ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir.
ICEsave er óhæfa sem slík, að styðja hana án annarlega hagsmuna er siðrof, siðrof líkt og varð í Þýskalandi á fjórða áratugnum. Þá glotti fólk þegar heilir samfélagshópar voru ofsóttir, rændir og kúgaðir. Þá glotti fólk þegar villimennirnir sögðust ætla að gera það ríkt með því að ráðasta á nágrannaríki þess, þrælka íbúa þeirra.
Nema siðrofið í Þýskalandi beindist alltaf af einhverjum öðrum. Gyðingum, slövum, sígaunum.
Stuðningsmenn ICEsave vildu hins vegar níðast á sinni eigin þjóð, loka spítölum, skólum, hungurvæða bótakerfið. Í þeim skilningi er hegðun þeirra án fordæmis í nútímasögu mannsins.
Þýskir ráðamenn eru til dæmis að pína Grikki í dag, eyða innviðum samfélagsins, loka skólum, loka spítölum, hungurvæða bótakerfið. En þeir myndu aldrei gera slíkt hið sama við sína eigin þjóð.
Það er sérstaða ICEsave málsins.
Þetta hefur aldrei verið gert áður.
Engin stjórnarskrá getur varið þjóð gagnvart slíku óeðli.
Aðeins fólkið sem þekkir muninn á réttu og röngu.
Og það fólk er ekki sett í stjórnarskrá.
Kveðja að austan.
Opnað fyrir nýtt Icesave og tímasprengja tengd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 18
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 2037
- Frá upphafi: 1412736
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 1790
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.