Hugleiðing um Ábyrgð

 

Hver er ábyrgð fólks sem miskunnarlaust leggur líf almennings í rúst með kaldrifjuðu samstarfi við yfirböðla hins venjulega manns, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Og hver er ábyrgð fólks, sem á einni nóttu gleymdi öllu sem það hafði sagt frá upphafi síns pólitíska ferils, og tók upp tungutak Nýfrjálshyggju og mannhaturs????

Og sveik um leið hugsjónir sínar og lífsskoðanir.

 

Og ef maður kafar ennþá dýpra í hugtakið ábyrgð og spyr sig um ábyrgð þeirra sem leggja skuldahelsi auðmanna á komandi kynslóðir, hvað svar fær maður þá?

Hver verður þeirra dómur þegar þeir standa naktir fyrir hinum æðsta dómi, hvernig munu þeir geta varið gjörðir sínar??

 

Jakobína Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur og ötull baráttumaður Andstöðunnar, skrifaði grein í Morgunblaðið 19. nóvember 2008.   Þar fjallaði hún meðal annars um ábyrgð, og spurði hver gæti sett lög sem kvæðu á um ábyrgð barna hennar á viðskiptum breska og hollenskra sparifjáreiganda við banka í heimalandi þeirra???  Hver er ábyrgð þeirra sem slíkt gera????

Hvernig er hægt að finna saklausan aðila, sem gat ekki haft nein áhrif á þessi viðskipti, og láta hann bera tjónið af frjálsum og óþvinguðum viðskipum þessara aðila???

En grein Jakobínu er tær snilld, og hana ættu allir að lesa, og spyrja síðan stuðningsmenn Samfylkingarinnar og VinstriGrænna, sem til dæmis komu úr röðum uppeldisstétta, hvernig getið þið gert saklausum börnum þetta????  Hvað þarf siðleysið að vera yfirgengilegt, til þess að þið rumskið og segið "Við gerum ekki svona"?

En gefum Jakobína orðið, feitletranirnar eru mínar.

 

Annað orð sem ég vil ræða hér og hefur fengið undarlega merkingu í munni ráðamanna er orðið ábyrgð. Merking orðsins verður ekki til í einangrun heldur verður merking þess til við gefnar forsendur.

Sá sem ber ábyrgð þarf að hafa vald, valkosti og upplýsingar eða aðgang að þeim fyrirbærum sem gefa tilefni til ábyrgðar.

Hollendingurinn sem lagði inn fjármuni á reikninga Icesave gerði það með það í huga að fá góða ávöxtun. Hafi vextirnir verið hærri en stýrivextir í Hollandi þýðir það að Hollendingurinn var að fá greitt fyrir að taka áhættu.

Þegar Hollendingurinn ákveður að eiga viðskipti við Icesave hefur hann vald, valkosti og getur leitað sér upplýsinga um öryggi fjárfestingarinnar og regluverkið í kringum Icesave-reikninga. Bæjarfélög í Hollandi eru að sýsla með almannafé og ábyrgð þeirra liggur m.a. í því að velja þeim trygga geymslu og ávöxtun. Þessi rök gilda einnig um Landsbankann, Fjármálaeftirlitið og ríkisstjórnina. Þessir aðilar hafa vald, valkosti og upplýsingar.

En hvað með börnin mín, hafa þau völd, valkosti og upplýsingar í þessu samhengi? Vissu þau að Hollendingurinn var að fara að gera vonda fjárfestingu og höfðu þau þann valkost eða vald til þess að stöðva hann? Nei. Af hverju bera þau þá ábyrgð? Hvers vegna eru þau bótaskyld?

Hvert sækir þessi furðulega hugmynd um ábyrgð barna minna lögmæti sitt? Jú, stjórnvöld hafa ákveðið að taka þetta fyrirbæri, þ.e.a.s. börnin mín og Hollendinginn sem vildi góða ávöxtun, og troða þeim inn í regluverk. Þetta regluverk skapar „réttlæti“ sem engin fordæmi eru fyrir.

Hvað þýðir þetta fyrir börnin okkar? Geta atburðir verið að gerast hvar sem er í heiminum og þau dregin til ábyrgðar með því að spyrða þau við atburðinn í regluverki?

Með því að gefa þessari framkvæmd réttmæti er verið að skapa samfélag meðal þjóðanna þar sem einstaklingar eru rúnir allri vernd. Sakleysið er svívirt.

 

Sjálf mennskan er í húfi og allt það fólk sem styður þessa svívirðu, hefur gefið frá sér hluta af mennsku sinni.  Og þar með látið frá sér sina dýrmætustu eign. 

Og kannski er sú afmennska stærsti glæpur ICEsave málsins.  Svo margt gott  fólk hefur kastað sér fyrir björg æruleysisins við að ganga erinda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gegn þjóð okkar.

Einfaldara hefði verið að biðja Óbermin að yfirgefa landið.

Það þurftu bara að segja "bless, sjáumst aldrei aftur".

Og staðið eftir sem heilar manneskjur.

Kveðja að austan.

 

(Pistill frá 29.1109, á við þegar menn frýja sig ábyrgð)

 

 

 

 


mbl.is Stærstu mistökin að leyfa Icesave-málinu að verða til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta Ómar.

Jón Garðar (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 15:41

2 identicon

Takk fyrir þetta Ómar.

Jóhanna (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 20
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 2660
  • Frá upphafi: 1412718

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2322
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband