29.1.2013 | 09:04
Fölsk söguskýring.
Ekki ætla ég að draga úr alvöru málsins þegar íslensk stjórnvöld sættu fordæmalausri árás fjármálaafla haustið 2008.
Ég dreg orð Geirs Harde í efa þegar hann lýsir þeim þrýstingi sem ríkistjórn Íslands sætti af hálfu glæpalýðs sem gisti þá æðstu embætti Evrópusambandsins og beittu fyrir sig bresku og hollensku stjórnvöldum.
Við þurfum ekki annað en að skoða rústir Grikklands til að skilja að mikill illvilji og ómennska réði ríkjum í Brussel, og ræður enn.
Aðeins lítilmenni ráðast á smáþjóðir þegar þær standa höllum fæti vegna hamfara, vitna í Michael Hudsons; "undir stjórn manna sem dytti aldrei í hug að leggja slíkar byrðar á eigin þegna. Um leið og þessar þjóðir lækka skatta og auka á fjarlagahallann reyna þær að kúga peninga út úr smærri og veikburða þjóðum".
En réttlæting Geirs er röng. Honum bar skylda til að verja þjóð sína með öllum tiltækum ráðum réttarsamfélagsins, aðeins ósigur gat bundið endi á það ferli, ekki fyrirfram uppgjöf. Og þetta veit Geir, og í stað þess að játa, og segja að sér þyki það leitt, þá reynir hann hina alþekktu leið stjórnmálamannsins, að hagræða sannleikanum.
"Hvers vegna var ekki farið með málið fyrir dóm á þessum tíma? Við gátum ekki gert það. Þeir, sem gerðu kröfur á okkur, hefðu þurft að eiga frumkvæðið að því".
Hver vitiborinn maður veit að þegar ráðist er á hann með kúgun og ofbeldi, þá er það ekki sjálfdæmi ofbeldismannsins sem ákveður hvort hann verði látinn sæta ábyrgð gjörða sinna.
Það er lög og réttur sem ákveða það.
Alþjóðasamfélagið lærði af síðasta yfirgangi alræðisins. Í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna má lesa þessa klausu.
" Article 39. The Security Council shall determine the existence of any threat to the peace, breach of the peace, or act of aggression and shall make recommendations, or decide what measures shall be taken in accordance with Articles 41 and 42, to maintain or restore international peace and security.[6]"".
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er til að taka á þeirri hegðun sem Geir lýsir.
Í stofnsáttamála Nató er líka klausa sem segir að árás á eitt aðildarríki er árás á öll. Ísland er stofnaðili Nató, íslensk stjórnvöld gátu krafist neyðarfundar þar sem Geir hefði haldið ræðu um þann raunveruleika sem við blasti íslenskum stjórnvöldum, jafnvel með þeim orðum sem hann notar í dag í viðtölum við fjölmiðlamenn.
Hann gat vitnað í bresk lög sem banna skýrt fjárkúgun, hann gat vitnað í EES samninginn, hann gat vitnað í lög og reglur Evrópusambandsins.
Hann gat gert allt nema gefist upp.
Því eins og Margrét Tatcher sagði þá er ein uppgjöf aðeins ávísun á nýja kúgun. Og hún neitaði að láta undan kúgurum þess tíma, hryðjuverkamönnum sem rændu flugvélum, fengu lausnargjald og héldu svo áfram og rændu þeirri næstu, og þeirri næstu. Eða alveg þar til Margrét sagði Nei. Síðan hefur enginn kúgari rænt flugvél.
Geir ber það fyrir sig að í EES samningnum er ekki gert ráð fyrir þeirri uppákomu að ESB ríki fari með ofríki og lögleysu á hendur EFTA þjóð. Eins og það glæpur eigi að viðgangast ef nákvæm útfærsla á honum er ekki tilgreind í lagatexta.
Mátti kúgari til dæmis dreifa blásýru í neðanjarðarlestarkerfi Tokyo borgar vegna þess að engum hafði dottið í hug að orða kúgun hans í lagatexta???
Svarið er auðvita Nei, og sama svar gilti gagnvart kúgun breta og ESB, Nei.
Ef þessir aðilar hefðu beitt áhrifum sínum í þá veru að EFTA dómur hefði ekki þorað að koma saman, vegna formgalla, þá var málið sjálfdautt. Krafa án fullnustu dóms er alltaf fjárkúgun.
Og samkvæmt breskum lögum voru bresk stjórnvöld sek um glæp. Og það átti að lögsækja þau.
Málið er að menn verjast alræði.
Þegar hinn siðaði maður skyldi það loks í sept 1939, þá hafði hann þegar næstum tapað styrjöldinni við illskuöflin því svo margir höfðu gefist upp fyrir kúgun og hótunum, kúgarinn fitnaði, siðmenningin tapaði.
Látum ekki þá sögu endurtaka sig.
Reynum aldrei að réttlæta uppgjöf fyrir kúgun og ofbeldi.
Gefist menn upp þá er það vegna þess að menn gáfust upp, ekki vegna þess að þeir þurftu þess.
Munum það,.
Gleymum því aldrei.
Kveðja að austan.
Vildi fara með málið fyrir dóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 61
- Sl. sólarhring: 605
- Sl. viku: 5645
- Frá upphafi: 1399584
Annað
- Innlit í dag: 52
- Innlit sl. viku: 4816
- Gestir í dag: 51
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir þetta með þér. Eins og Geir og Steingrímur tala þá þurftum við greinilega leyfi Breta og Hollendinga til að fara með málið fyrir dómstóla! Hvurslags endemisbull og rökleysa er það eiginlega? Til þessara manna (og fleiri) segi ég: ef þú ætlar þér að fara fyrir heilu landi og þjóð vertu viss um að þú hafir kjarkinn til þess!
Jón Flón (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 09:33
Kjarklausir stjórnmálamenn og baráttulaus þjóð.
Lokasetning þín er lýsandi um aðgerðarleysið "Gefist menn upp þá er það vegna þess að menn gáfust upp, ekki vegna þess að þeir þurftu þess"
Við vitum öll hvað þarf að gera, en við höfum ekki gert neitt.
Og þá er ég ekki að tala um eina skiptið sem þjóðin gerði eitthvað og hafði sigur.
Eggert Guðmundsson, 29.1.2013 kl. 10:56
Ísland gat ekki kært sjálft sig fyrir vanefndir. Það hefðu Bretar og Hollendingar þurft að gera. Mál sem Ísland hefði getað háð gegn þeim hefði verið af allt öðrum toga, nefnilega vegna fjárkúgunar og margs konar ofbeldis. Það þurfti því að reyna að ná samningum. Það þurfti hins vegar ekki að ganga að neinu sem var óaðgengilegt. Það eru vondar eftirá skýringar að halda því fram að hægt hefði verið að lemja í borðið 2008. Aðgerðir Gordon Browns sýndu að Ísland var kjörið viðfangsefni fyrir þá stjórnmálamenn sem vildu sýna dirfskulega takta til heimabrúks. Brezkir ráðamenn hafa sennilega ekki einu sinni leitt hugann að Íslandi eða íslenzkum aðstæðum þegar þeir settu á okkur hryðujuverkalögin. Málið snerist um að sýna hve snöfurmannlegir brezkir jafnaðarmenn væru.
Skúli Víkingsson, 29.1.2013 kl. 11:31
Blessaður Skúli, þegar meira að segja flónið skilur hvað felst í Nei, þá ættum við hinir að gera það líka.
Málið er alvarlega en það en menn verji sína menn með blinda auganu.
Að verjast ofbeldi og kúgun er ekki eftirá skýring, hún er kjarni mennskunnar, og þær leiðir sem alþjóðakerfið býður uppá er ekki ímyndun, þær eru real.
Gordon er ekkert issjú i þessu máli, það erum við og okkar viðbrögð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.1.2013 kl. 12:54
Takk fyrir innlitið Jón flón og Eggert.
Það er ekkert meir um málið að segja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.1.2013 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.