Þjóðarvörn.

 

Er rétt heiti á þeirri frétt að EFTA dómurinn hafi kveðið upp lögfræðilegan dóm en ekki pólitískan.

Það var vörn þjóðarinnar sem skilaði þessum áfangasigri, því stríðinu er ekki lokið.

Og sönnun þess eru vörn þeirra sem sviku þjóð sína á ögurstund hennar. 

 

Nú á að fagna, ekki leita sökudólga, segir sökudólgur númer eitt sem beitt öllu sínu pólitíska afli og öllum sínum pólitískum trúverðugleika, sem var þá töluverður, til að fá óséðan Svavarssamning samþykktan innan ríkisstjórnar, og á Alþingi.  

Engin auðmýkt, engin afsökun, enginn lærdómur.

Enda til hvers ætti það að vera, þessi atlaga að þjóðinni mistókst, en það er langt síðan að sú næsta var hömruð.

Evruskuldabréfið, yfir 1.000 milljarðar, verður látið falla eftir næstu kosningar.  "Gjöreyðing efnahagslífsins" blasir við þjóðinni, vogunarsjóðirnir eru langtum meiri ógn en ICEsave var nokkurn tímann.  

Og þegar viðbrögð valdaklíkunnar við ICEsave dómnum er íhuguð, þá læðist að mér sá grunur að ICEsave ferlið allt hafi verið rekið svona klaufalega til að halda þjóðinni upptekinni frá hinni raunverulegri ógn.

Vogunarsjóðunum.

Ég er ekki að tala um meint axarsköft og afglöp þeirra Jóhönnu og Steingríms, heldur um það fólk sem stendur þeim að baki og hefur tengslin við hið myrka afl fjármálamafíunnar.  Að Steingrími og Jóhönnu hafi verið att út í foræðið, og þurfti ekki mikið til, af þeim sem höfðu meiri hagsmuni að gæta en þá að bretar gætu fjárkúgað landsmenn.

 

Hvarflar að mér en skiptir ekki öllu máli.

Það sem skiptir máli er sú einfalda spurning; Hvaða þjóð sameinast um glæpalýð???

Áttu Norðmenn að fagna með Kvisling þegar Þjóðverjar voru hraktir úr landi.  Endurreisa aftur ríkisstjórn þeirra sem sviku þjóð sína á ögurstundu þegar erlent ógnarvald sótti að þeim????

Varnarræða Jóhönnu í Ruv í gær hefur verið flutt áður, aðeins meir syngjandi, en næstum sömu orðin.

 

"Hvað áttum við að gera?  Alþjóðasamfélagið þrýsti á okkur, við gátum ekki varið okkur, við gátum ekkert gert annað en gefist upp!"

En sleppt því að minnast á hið raunverulega, að þau hefðu ekki  haft kjark til að verja þjóðina, og haldin slíkri valdagræðgi að þau viku ekki fyrir fólki með manndóm, að þá var ekkert sem réttlæti beinan stuðning þeirra við hið erlenda vald sem réðist á þjóðina.

Kvisling og félagar voru ekki réttaðir fyrir uppgjöfina eða aumingjaskapinn, þeir voru réttaðir fyrir samvinnuna.

 

Og það sama þarf að gerast hér á Íslandi.

Það verður engin þjóðarsátt fyrr en fólkið sem sveik, axlar ábyrgð á gjörðum sínum.

Sú ábyrgð er ekki að segja af sér, það dugði ekki Kvisling, heldur að mæta réttarkerfi þjóðarinnar og verja mál sitt þar gagnvart þeim lagargreinum sem banna hegðun þeirra.

Aðeins að uppkveðnum dóm er hægt að sættast, er hægt að fyrirgefa.

 

En aðeins heimsk þjóð lætur illvirkja halda áfram illvirkjum sínum.

Það er ekki til alvarlegri glæpur en að selja náungann í þrældóm.

Hvað þá að selja þjóð sína.

 

Salan til breta mistókst.

Salan til vogunarsjóðanna hefur verið handsöluð.

 

Og þjóðin verður afhend í þrælabúðir þeirra eftir kosningar.

Ég fagna því ekki.

Kveðja að austan. 

 

 

 


mbl.is Þjóðarsigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Ómar það sveik engin þjóð sína í þessu máli nema ef vera skyldu glæpamennirnirn sem stofnuðu Icesave reikningana.  Allir aðrir reyndu sitt besta til að leysa þetta mál og ég veit ekki um einn einasta Íslending sem ekki fagnar þessari niðurstöðu.  Þú og fleiri virðast þvi miður enn fastir i skólpræsunum og viljið rífast svolítið lengur um þetta.   Í mínum huga er þetta frá en fyrir þá sem endilega vilja finna sökudólga þá bendi ég á Davíð Oddsson sem gaf glæpamönnum Landsbankann, stjórnendur og eigendur gamla Landsbankans, t.d. Kjartan Gunnarsson stjórnarformann Landsbankans og framkvæmdastjóra sjálfstæðisflokksins.  Ómar þessir menn komu þjóðinni í þennan skít, allir aðrir reyndu að moka skítinn eftir þá og eins og gengur og gerist höfðu menn mismunandi skoðanir á því hvernig ætti að gera það.  En Ómar , enginn sveik þjóðina nema þeir glæpamenn sem stóðu fyrir þessu í upphafi.    Ég veit ekki betur en að eftir Nei-ið hafi ríkisstjórnin sett mikla vinnu í að verja málið á sem allra bestan hátt og í stað þess að samfagna þá notið þið sigurinn til að berja á sigurvegurunum!  Hve lágt geta menn lagst Ómar..?

Óskar, 29.1.2013 kl. 09:07

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Óskar, segðu þú mér hve lágt menn geta lagst??

Frá fyrstu hendi hefur þú varið þína menn gegn staðreyndum, í þágu hernaðar gegn þjóðinni, skeytt engu um rökin á móti, aðeins þulið bábilju handritsins sem foringjar þínir hafa rétt þér og þínum.

Þú ert svo aumur að þú hefur ekki einu sinni manndóm að koma hér inn og biðjast afsökunar á öllu því sem þú hefur sagt um varnarmenn þjóðarinnar.

Hvað þá að þú hafir beðið þjóð þína afsökun.

Ef þínir menn eru sigurvegarar þessa máls þá ertu að segja að öll réttarhöldin yfir samverkamönnum nasista eftir seinna stríð hafi verið réttarhöld yfir sigurvegum.  

Því sigraði andspyrnan ekki að lokum þrátt fyrir samstarf og stuðning hinna réttaða samverkamanna.  Töpuðu ekki Þjóðverjar stríðinu???

Einmitt þeim að þakka sem studdu þá allan tímann.

Óskar, reyndu þennan bjánagang annars staðar en hér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2013 kl. 09:26

3 Smámynd: Óskar

Ómar þú ert við sama heygarðshornið, enda í sveitinni.  Það að ég og fleiri hafi viljað samþykkja Icesave 3 gerir okkur ekki að svikurum.  Þú getur ekki leyft þér Ómar að kalla 40% þjóðarinnar svikara.  Staðreynd málsins er sú að við þessi 40% töldum farsælla að samþykkja Icesave 3 fyrir Ísland,  ekki Holland eða Bretland!  Það var tekin gríðarleg áhætta með Nei-inu og sem betur fer fyrir alla borgaði hún sig.  Hvernig væri hljóðið í þér Ómar hefði dómurinn farið a versta veg?  Mundir þú skríða ofan í holu og ekki segja orð meira um málið þrátt fyrir gífurlegt tjón sem Nei gæti hafa valdið þjóðinni ?  Staðreyndin er sú að ENGINN gat verið viss um þessa niðurstöðu enda greindi færustu lögfræðinga á um hana.  -- Svo verður sá kostnaður reyndar aldrei metinn til fjár hvað Nei-ið raunverulega kostaði því vissulega tafði það endurreisn landsins og olli verra lánshæfismati.  Það eru líka peningar en það skilja því miður ekki allir.  

Óskar, 29.1.2013 kl. 10:15

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Óskar , við íslendingar áttum ekkert í Icesave.  Það voru þeir sem þú kallar Glæpamenn sem það áttu og ætluðu okkur aldrei neinn hlut í hagnaði af því. Ég held hinsvegar að þessir menn hafi ekki endilega verið glæpamen, heldur mun fremur hamfara klaufar. 

Það voru svo Íslensk stjórnvöld sem lögðu sig mjög fram um að láta okkur borga fyrir axarskafta smíði þessara hamfara klaufa.  Og þar fóru fremst í flokki þau Jóhanna og Steingrímur með því líku offorsi að friður til vitlegri verka var ekki í boði í maga mánuði.      

Hrólfur Þ Hraundal, 29.1.2013 kl. 10:48

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Reyndu þetta ekki Óskar.

Það var ekki þýska þjóðin sem var dregin fyrir dóm í Nurnberg, það voru þeir sem ábyrgðina báru á blekkingunum og lygunum sem leiddi hana út í foraðið.

Hún var hins vegar sek um blinda fylgispekt um hugmyndafræði alræðis og kúgunar, og játaði þá sekt.

Það er meira en þú gerir Óskar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2013 kl. 12:49

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Hrólfur.

Per se á ekki að ræða við Óskar fyrr en hann biðst afsökunar, en þar sem hann er nú gamall kunningi, og skemmtilegur því ekki er lognmollan í skrifum hans, má svo sem lesa honum föðurlega til.

En ég held að það dugi ekki.

Hér dugar aðeins ærleg hirting.

Þess vegna látum við ekki Jóhönnu og Steingrím sleppa með lygar sínar og blekkingar.

Þau vissu betur, en gerðu samt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2013 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 2019
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1772
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband