28.1.2013 | 20:19
Maðurinn sem á æðstan heiður skilið.
Er Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands.
Hann, ásamt félaga sínum, Lárusi Blöndal hæstaréttarlögmanni, sem líka á æðstan heiður skilið, risu upp gegn lygum valdaelítunnar sem hafði breitt út þann orðróm að þjóðin yrði að borga vegna þjóðréttarskuldbindinga sinna, það er EES samningsins, og mótmæltu þeirri sögn að tilskipun ESB um innstæðutryggingar innfæli ábyrgð ríkisins ef allsherjar bankahrun yrði.
Þeir voru hæddir, svívirtir, gert lítið úr þeim af lélegum lögfræðingum í Kastljósi eða Speglinum, fengu sjálfir aldrei færi á að útskýra rök sín fyrir þjóðinni.
Því þjóðin les ekki greinar, hún trúir lygum Ruv.
Það var bloggheimurinn, netheimurinn sem hélt orðum Stefáns og Lárusar lifandi, og smán saman náðu rök þeirra í gegn.
Og þeim stjórnmálamönnum sem lugu beint um greiðsluskyldu þjóðarinnar fækkaði, þó Steingrímur og Jóhanna hafi varið málstað breta fram á síðasta dag.
Vendipunkturinn var líklegast þegar Sigurður Líndal kom þeim til varnar þegar honum ofbauð skrif Jóns Baldvins Hannibalssonar um þá félaga og rassskellti Jón opinberlega í grein sem hét Úr þrasheimi stjórnmálamanns. Orð hans um Jón Baldvin ná kjarna málsins og eiga allt eins við önnur handbendi breta, sem notuðu stöðu sína og áhrif til að blekkja þjóðina til fylgist við ICEsave fjárkúgunina.
"En Jón Baldvin hefur kosið að taka sér stöðu með harsvíruðustu öflum í Bretlandi, með Brown forsætisráðherra og Darling fjármálaráðherra í fremstu röð, sem láta einskis ófreistað að knésetja íslenzku þjóðina. Og þetta gerir hann af slíkum ákafa að hann skirrist ekki við að styðja mál sitt við uppspuna og ósannindi málstað þeirra til stuðnings. Hér verður að hafa í huga að maðurinn er fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands og sendiherra sem hafði þá æðstu starfsskyldu að gæta hagsmuna Íslands. ".
Uppspuni og ósannindi einkenndi málflutning íslenskra stjórnvalda.
Á þetta bentu Stefán og Lárus í eftirminnilegustu grein sinni, Í hvaða liði eru stjórnvöld.
"Við undirritaðir höfum ítrekað sett fram þessar gagnstæðu skoðanir og engin rök hafa enn komið fram sem hnekkja þeim. Í máli sem varðar hagsmuni fyrir okkur Íslendinga upp á 650 milljarða króna er ekki boðlegt að láta við það sitja að fullyrða að til séu þungvæg rök gegn því sem við höldum fram en ekki sé hægt að segja frekar frá þeim rökstuðningi.".
Þungbær rök, færustu sérfræðingar, en aldrei nöfn, aldrei röksemdir þeirra.
Íslenska þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við þá félaga, og ætti að sýna þeim fyllsta sóma.
Þeir eru mennirnir sem risu upp meðan aðrir þögðu.
Þeir þorðu að segja satt, meðan stjórnvöld lugu.
Þökkum þeim fyrir.
Þeir eiga alla þökk skylda.
Kveðja að austan.
Víðtækt vald til að ráða bót á hruni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 2023
- Frá upphafi: 1412722
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1776
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ellefu (11) bullblogg um IceSave á einum og sama deginum - og það síðasta slær öll met í ruglinu!
Nú á íslenska þjóðin að falla á hné fyrir Lárusi Blöndal hæstaréttarlögmanni og þakka honum "afrekið" þegar hann sem fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd IceSave 3 mærði nýjan samning við Breta og Hollendinga og varaði þjóðina við að fella hann í þjóðaratkvæðagreiðslu!
Lárus sagði nefnilega að verði ekki gengið frá samningi þá blasi dómsmál við. Kostnaður við nýjan samninginn sé brot af kostnaði sem hlytist af töpuðu máli. Núna deili viðsemjendur ábyrgð og kostnaði. (http://www.visir.is/domsmal-margfalt-ahaettusamara/article/2011346590159)
Já, íslenska þjóðin stendur í svo mikilli þakkarskuld við Já-manninn Lárus Blöndal, og ætti að sýna honum fyllsta sóma - að mati Austfjarðaþokuaulans Ómars Geirssonar, sem er þá Já-maður eftir allt saman!
N1 blogg (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 21:10
Voff, voff, kannski smá von að þú svarir minni einlægu spurningu ef þú ert spurður á hundamáli þó ég hélt að Snatar notuðu mannamál.
En hver veit?
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 21:11
Það voru margar hendur og sjálboðaliðar sem stóðu að þessu að koma IceSave í þjóðaratkvæði og eiga þeir/þær miklar þakkir fyrir.
Einig má þakka Herra Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir að taka pólitízka áhættu og neita skrifa undir ekki bara einu sinni heldur tvisvar.
Seinni neitunin hlýtur að hafa verið erfið ákvörðun með svo miklum meirihluta þingmanna sem sögðu "JÁ" við IceSave 3.
En allt gekk þetta upp og íslendingar ættu að halda upp á EFTA dómsorðið hvort sem fólk var með eða á móti IceSave ferlinu.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 28.1.2013 kl. 21:14
Já vissulega, en þetta eru mennirnir sem hófu vörn þjóðarinnar á meðan aðrir þögðu, þar á meðal þeir sem fá heiðurinn í dag.
Ólafur hóf ekki ferlið, hann lauk því.
En hann á líka æðstan heiður skilið.
Og er ennþá að vinna fyrir meiri heiðri.
Hann er betri en enginn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 21:57
Sæll.
Ég vil að nokkru taka undir orð N1 varðandi Lárus Blöndal. Það er minn skilningur að hann hefði samið lögsögu í málinu til útlendinga - leiðrétti mig einhver ef ég fer með rangt mál.
Varnarþing landa er alltaf dómstólar þess lands, ef einhver telur sig eiga eitthvað sökótt við stjórnvöld í Bretlandi, Danmörku eða Jórdaníu stefnir maður stjórnvöldum þess lands fyrir dómstól viðkomandi lands. LB vildi að dómstólar í Bretlandi og Hollandi hefðu lögsögu í þessu máli - alveg ótrúlegt að maðurinn skuli hafa látið sér detta þetta í hug. Þetta er slík della að ef ég þarf á aðstoð lögmanns að halda mun ég aldrei tala við LB.
Helgi (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 22:14
Það eru menn eins og þú, Ómar, sem eiga æðstan heiður skilið í þessu Icesave máli.
Þú hefur verið óþreitandi og barist hér á mbl.is síðustu fjögur ár fyrir þessum sigri.
Þú er ein á hetjum dagsins.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.1.2013 kl. 23:56
Ómar, alveg rétt. Þetta var ég að reyna að segja fólki í dag, en fáir virtust muna.
Kv. B
Birnuson, 29.1.2013 kl. 00:27
Þetta er hárrétt. Ég man meira að segja eftir fundi sem við áttum með Stefáni Má þar sem við fengum hraðnámskeið í Evrópurétti með hliðsjón af hugsanlegri skaðabótaskyldu. Það var ómetanleg fræðsla.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2013 kl. 01:46
Helgi, láttu ekki afskræmingu Snata villa þér sýn.
Og láttu ekki heldur tímalínu villa þér sýn.
Stefán og Lárus skrifuðu greinar sínar á þeim tíma sem enginn marktækur maður þorði. Greinar þeirra voru grundvallarvörn þjóðarinnar og fyrir þær sættu þeir miklum kárínum af hendi bretasnata.
Fyrir þær eiga þeir æðsta heiður.
Það er margt annað sem þeir hafa gert sem þeir eiga ekki æðsta heiður skilið, en það er ekki verið að ræða um það.
Varðandi Lárus á seinni stigum, þá svaraði hann skyldu Blöndals ættarinnar að gagnast sínum flokki, og ekkert nema gott um það að segja. Honum tókst, það einum manna sem kom nálægt Bucheit nefndinni að fjalla um þau svik, án þess að ljúga neinu sem hönd á festi. Ég veit það því ég sat um hann.
Þannig séð varð hann vörn þjóðarinnar að gagni með sannsögli sinni, því þar með voru lygar Bucheit augljósari.
En fjöllum það sem fjallað er um.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.1.2013 kl. 09:41
Takk fyrir innlitið félagar, Guðmundur, Birnuson og Friðrik.
Verk þessa manna má ekki gleymast.
Friðrik, ég þakka fyrir en menn eins og ég eru menn eins og þú. Ég man hvað ég nýtti mér mikið pistil þinn þar sem þú barst saman ICEsave og stríðskaðabæturnar sem lentu á Weimar lýðveldinu og eyðilögðu efnahag þess. Ásamt mörgum góðum pistlum.
Við vorum hluti af hópnum sem háði þetta stríð í netheimum og sköpuðu forsendurnar fyrir að góða fólkið þorði að mæta og taka upp keflið. Það gerði síðan gæfumun, og fær hrósið. Sem er okkar besta hrós, barátta okkar gekk upp.
En ég sé þetta ekki fyrir mér á ákveðnum tímapunkti ef þeir Stefán og Lárus hefðu ekki skrifað greinar sínar.
Þær skiptu mig allavega mjög miklu máli.
Til hamingju með sigurinn strákar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.1.2013 kl. 12:47
Til hamingju sömuleiðis. Við erum mörg sem komum að þessu með einum eða öðrum hætti, og allir eiga hrós skilið sem það gerðu að mínu mati.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2013 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.