28.1.2013 | 17:16
Menn selja ekki landa sína í skuldaþrældóm.
Og sleppa með afsökunarbeiðni.
Rifjum upp Örlagadóm.
Eins er ljóst að það innlenda stjórnvald, sem samþykkti óséðan samning við breta um greiðslu á lögleysunni, að það hefur bæði brotið ákvæði hegningarlaga um fjárkúgun sem og ákvæði hegningarlaga um landráð.
Eins er ljóst að þeir innlendu fræðimenn, til dæmis hjá Lagastofnun Háskóla Íslands, sem tóku undir það sjónarmið breta að krafa þeirri byggðist á EES samningnum, að þeir eru allavega sekir um yfirhilmingu, og að öllum líkindum hafa þeir brotið þetta ákvæði landráðakafla hegningarlaganna; "Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hát.". Í ICEsave samningnum voru skýr ákvæði um slíka skerðingu, bæði var dómsvald framselt til breskra og hollenskra dómsstóla sem og að stjórnvöld viðkomandi ríkja fengu íhlutarrétt yfir fjármálastjórn íslenska ríkisins. Eins voru eigur ríkisins lagðar að veði vegna ICEsave skuldbindinganna.
Og að lokum er það ljóst að þeir innlendu aðilar sem vegna annarlegs stuðnings við breta fullyrtu að kröfur þeirra byggðust án vafa á lagalegum grunni, að þeir haf brotið 86. gr, 87 gr. og 88. gr hegningarlaganna sem fjalla um meint landráð. Sérstaklega má nefna 88. gr, þar sem stendur; "Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess".
Um túlkun á þessari grein þarf ekki að deila, brotið er augljóst, það er aðeins spurning hvar á að hýsa allt brotafólkið eftir að dómur hefur fallið.
Í þessu samhengi er rétt að minna á þá fréttamenn sem lásu upp fréttatexta sem innhélt þessa fullyrðingu, "... samkvæmt ICEsave skuldbindingum vegna EES samningsins ....".
Falli dómur með íslenska ríkinu, þá þurfa þeir að sæta ábyrgð, annars gilda ekki lög í landinu.
Dómur sem sýknar íslensk stjórnvöld af kröfu ESA er því örlagadómur fyrir marga landa okkar, þó íslenska þjóðin fagni slíkum dómi.
Það er ljóst að eitthvað af hinum nýju framboðum mun kæra hina seku þingmenn, hina seku ráðherra, hina seku elítu, og öll þau handbendi sem bretar notuðu við að fá fjárkúgun sína samþykkta.
Samtökin Já Ísland munu leysast upp, hætt verður við aðildarumsóknina að ESB, ekki nema menn ætli að halda áfram aðlögunarferlinu úr fangaklefum Litla Hrauns, skipta þarf um forystu hjá Samtökum Atvinnulífsins, Samtökum verslunar og þjónustu, hjá Alþýðusambandinu auk þess sem Samfylkingin og VinstriGrænir hljóta að verða lögð niður.
Afsökunarbeiðni án athafna sem sýna sanna iðrun, er einskis verð.
Það eina sem Samfylkingin og VinstriGrænir geta gert, er að leggja niður starfsemi sína eða breyta flokkunum í góðgerðarfélög sem einbeittu sér að safna fé handa fórnarlömbum Hrunsins, þeim sem ríkisstjórnin neitaði um réttlæti.
Aðeins slík gjörð myndi milda dóm þjóðarinnar.
En ekkert fær mildað ákvæði laga um landráð, ekkert fær mildað ákvæði laga sem banna fjárkúgun.
Lögin munu hafa sinn gang, réttlæti er líka fyrir háa líkt og lága súpuþjófa.
Gleymum því ekki að við erum réttarríki.
Kveðja að austan.
Ætlið þið að biðjast afsökunar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 280
- Sl. sólarhring: 822
- Sl. viku: 6011
- Frá upphafi: 1399179
Annað
- Innlit í dag: 238
- Innlit sl. viku: 5093
- Gestir í dag: 227
- IP-tölur í dag: 224
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrir hvað á ríkisstjórnin að biðjast fyrirgefningar? Fyrir að sitja uppi með Icesave samninginn frá 11.10.2008?
Ljóst var allan tímann að miklar vonir voru að útistandi kröfur þrotabús Landsbankans skiluðu sér. Af þeim ástæðum var reynt að fá betri samninga.
Við hefðum getað losað okkur við Icesave martröðina fyrir 3 árum og þá notið betri viðskiptakjara og lægri vaxta. Auk þess hefði hagvöxtur orðið meiri og erlendar fjárfestingar meiri.
Þetta Icesave mál hefur dregið þann dilk á eftir sér að hag heimilanna var fórnað á altari sýndarmennsku, áróðurs og lýðskrums. Því miður verður að segja þetta eins og er.
Sannleikanum kann hver að vera sárastur. Við græddum því miður ekkert á að vísa þessu í dómstólameðferð. Akkúrat ekkert.
Kannski við sitjum uppi með dýrustu stjórnarandstöðu fyrr og síðar!
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 29.1.2013 kl. 17:28
Guðjón, ríkisstjórnin á ekki að biðjast fyrirgefningar, hún á að segja af sér, eða vera neydd til þess.
Síðan á að kalla saman landsdóm þar sem atferli hennar er vegið og metið út frá ákvæðum laga um landráð.
Ef hennar málsbætur eru ICEsave samningurinn frá 11.10.2008, þá metur Landsdómur það. Svo einfalt er það.
Hins vegar bæta lygar og afneitun ekki málsvörn hennar.
Það er ekki deilt um upphæfð og innihald fyrsta ICEsave samningsins, þó þú kjósir að þurrka hann úr minni, þá er hann skjalfestur, í gögnum Alþingis, og á hann var lagt mat. Bæði Seðlabankinn, og Hagfræðistofnun Háskólans.
Allar fullyrðingar sem þú setur fram Guðjón og á skjön við raunveruleikann.
Það rífst ekki vitiborið fólk um það að skuldir í erlendum gjaldmiðli sem þjóðfélag ræður ekki við, að þær skaða lánakjör þjóða, og það eru hreinar lygar að einhverjar fjárfestingar hafi verið í húfi.
Þeir sem hafa ætlað fjárfesta á Íslandi, hafa fjárfest, annað eru hreinar og klárar lygar. Hvað rekur þig áfram að ljúga svona Guðjón??
Og þessi klausa þín hér, "Þetta Icesave mál hefur dregið þann dilk á eftir sér að hag heimilanna var fórnað á altari sýndarmennsku, áróðurs og lýðskrums. Því miður verður að segja þetta eins og er." er meira rugl en maður les á síðum nýnasista sem afneita helförinni.
Það er hægt að segja hvað sem er, en þegar það er ekki heil brú í því, þá dæma menn sjálfa sig með orðum sínum. Hvort sem þeir eru að ýta undir kynþáttaofsóknir eða fjárkúgun erlends vald á samlöndum sínum.
Sagan er búinn að dæma allt sem þú sagðir Guðjón, og sá dómur var.
Rangt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.1.2013 kl. 17:43
Fleiri en eg hafa efasemdir:
Ice save: Tafirnar hafa kostað þjóðarbúið mikið
Slóðin er:
http://gudmundsson.blog.is/blog/bjorgvin_gudmundsson/entry/1279839/
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 29.1.2013 kl. 23:08
Elsku Guðjón minn.
Það er himinn og haf á milli þessarar nálgunar þinnar, að hafa efasemdir sem hverjum manni er gefið, og fara rangt með í þágu málsstaðar.
Hafir þú ekki forsendur til að skilja hvað hugsun er í grundvallaratriðum röng hjá Björgvin, þá gætur þú alveg fallið í pytt hundalógíkur hans.
Ég væri búinn að blogga um þessar rökleysur hans ef góð frétt á Mbl.is gæfi tilefni til.
En það þjónar ekki ennþá tilgangi á meðan viðhorf hans þrífst aðeins í skúmaskotum Samfylkingarinnar.
Það þurfa stærri kanónur að falla í fúlapyttinn til að ég eyði ótengdum pistli í að taka þær fyrir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.1.2013 kl. 06:26
Við gátum rétt úr kútnum fljótlega eftir staðfestingu Icesave samninganna. Traustið hefði byggst aftur. Lánshæfismatð haft þau áhrif að viðskiptakjör og þar með vextir yrðu okkur hagstæðari. Hagvöxtur og jafnvel erlend fjárfesting í landinu verið meir.
Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur telur 3ja ára töf á Icesave hafi kostað 60-100 milljarða.
Sennilega eru 60-100 milljarðar jafnvel of varfærnisleg tala. Hagur okkar hefði verið betri.
Þeir sem stóðu gegn þessari þróun voru fyrst og fremst áróðursmeistarar með Sigmund Davíð sem einn meginforystumann og Ólafur Ragnar.
Það voru braskaranir sem græddu mest á töfinni á kostnað þjóðarinnar!
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 30.1.2013 kl. 06:42
Með fullri virðingu fyrir Björgvin þá eru fullyrðingar hans byggðar á sandi, ekki réttri notkun hugtaka, ekki skilningi á orsakasamhengi þeirra hugtaka sem hann notar.
Og hann gerir ekki tilraun til að útskýra hvernig hann fékk út þá tölu sem hann sló fram. Þetta er sama bábilja eins og að halda því fram að kostnaðurinn hafi verið 2.000 milljarðar eða milljón eða jólasveinn.
Orð án rökstuðnings,marklaus orð.
Enda getur Björgvin ekki rökstutt þau, þá afhjúpar hann sig og hann gamli pólitíkusinn er ekki svo skyni skroppinn að láta hanga sig á því.
Það var hægt að bulla svona í upphafi en sagan hefur afhjúpað þetta.
Rangt.
Þú bætir aðeins í Björgvin, kemur með áþreifanlega fullyrðing sem er röng.
Viðskiptakjör ráðast á markaði, út frá framboði og eftirspurn. Milliríkjadeilur hafa ekki þar áhrif á nema það sé beitt viðskiptaþvingunum. Og þá verður alltaf að taka tillit til þess hvort nýir markaðir taki við.
Þegar ESB beitti Argentínu viðskiptaþvingunum í þágu spákaupmanna, þá fór Argentína einfaldlega annað með vörur sínar, tapaði ekki krónu en ESB tapaði, viðskiptum.
Það er ekkert einfalt í svona málum Guðjón, og ef þú ræður ekki við orsakatengslin, þá áttu ekki að blanda svona rökum í málflutning þinn.
Ekki nema þú sért innan um jábræður sem kasta sig á hvaða rugl sem er til að réttlæta rangar skoðanir sínar.
Vegna þess að þegar menn byggja skoðanir sínar á traustum rökum, þá nýta þeir sér ekki bullrök.
Augljóst öllu hugsandi fólki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.1.2013 kl. 08:34
Eitthvað ertu að draga í land Ómar. Auðvitað byggjast viðskiptakjör af markaðnum. En byggjast viðskipti ekki á trausti? Ef traustið vantar, þá ganga viðskipti ekki eins vel og vænst er. Það er einmitt þessi punktur: Með samningunum var verið að kveða niður þennan draug í eitt skipti fyrir öll. Þessi ákvæði um skuldsetningu og vexti eru ætíð sett í vandaða samninga til tryggingar ef til vanskila eða vanefnda koma. Þegar þessir samninbgar voru gerðir, þá var vitað að útlánasafn þrotabús Landsbankans var gríðarlega mikið. Áhættan var fyrst og fremst spurningin um hversu mikið yrði að afskrifa´af þessum útistandandi kröfum.
Áróðursmeistarar þeir sem komu þessum Icesave draug af stað og hræðsluáróðri byggðum á óttanum gagnvart óvissunni spiluðu á tilfinningar þjóðarinnar. því miður sáu ekki allir við þessu.
Við getum verið gáfaðir eftir á og sagt: þetta slapp. En það hefðum við getað sagt einnig fyrir 3 árum og búið við betri efnahag nú ef ekki hefði þessi áróður komist að.
Kannski við höfum haft betri og skynsamari stjórn en við áttum skilið!
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 30.1.2013 kl. 09:35
Veistu það Guðjón minn, þú ert óborganlegur, mættu fleiri taka þig til fyrirmyndar hér í netheimum. Mig vantaði einmitt þennan hlátur til að koma mér að því verki að skrifa síðasta vel orðaða pistil minn um forsendur andspyrnunnar gagnvart ógnarvaldi fjármagns sem ætlar að selja okkur vogunarsjóðunum.
Ef ég næ neista, þá er það þér að þakka.
En efnislega þá muntu ekki fá háa einkunn á prófi á skilgreiningu þinni á eðli viðskiptakjara. Ég held að þú sért að rugla við lánskjör, og þar með kominn í allt aðra umræðu.
En farðu nú og lestu þér til um Svavars samninginn.
Ef þú vilt þá skal ég linka á álit Seðlabankans, en þú getur líka kynnt þér það sjálfur.
Þú ferð í engu rétt með forsendur þess samnings.
Og gættu að einu, útkoman úr þrotabúinu í dag, er til komin að enginn hafði hag af að neyða skilanefnd í brunaútsölu, líkt og var gert með önnur íslensk útibú.
Þar sem ég veit að þú ert lesinn maður Guðjón, þá bið ég þig að íhuga aðeins muninn á ástandinu á Slóveníu og Bosníu eftir fall Júgóslavíu.
Slóvenía varðist árás Serba í upphafi og þar með varð ekki upplausn í landinu.
Bosnía gerði það ekki, þess vegna urðu fjöldamorðin í Sebrínca. En það hefðu einnig getað orðið slíkir harmleikir í Slóveníu ef til styrjaldar hefði komið.
Ef Svavarssamningurinn hefði verið samþykktur, þá hefðu bresk stjórnvöld getað í kraft fjármálaeftirlits síns krafið þrotabú LÍ um að selja allar eigur strax, og borga út. Þetta er engin bábilja, þetta var gert með önnur þrotabú, til dæmis í Skandinavíu.
Það góða sem við höfum í dag, er afleiðing þess að við stóðumst þrýsting fjárkúgunarinnar.
Og Evrópa hefði betur fattað þessa lógík áður en hún lét undan Hitler í málefnum Tékkóslóvakíu, sem er eina dæmið á undan ICEsave sem þekkt er í vestrænni sögu.
Ef vesturveldin hefðu sagt nei, þá hefði Stalín ekki samið við Hitler, þá hefði Hitler ekki fengið hergögn til að heyja sitt stríð. En vopnaverksmiðjur Tékka voru þar lykilatriðið.
Taktu þig nú taki Guðjón, og hugsaðu. Þú hefur allt til sem þarf. Vel lesinn, þekkingu, góðvilja.
ICEsave er aðeins angi af ógnarvaldi sem þjóðir heims sáu síðast á fjórða áratugnum.
Og sagan mun endurtaka sig á meðan ógnarvaldið nær að brengla huga góðs fólks, sem á að verjast, en í raun berst fyrir það.
Lífið er þess virði að verja það Guðjón.
Trúðu mér.'
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.1.2013 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.