28.1.2013 | 10:50
Evrópa er réttarríki.
Það er niðurstaða EFTA dómsins.
Evrópusambandið hafði aldrei réttarheimild til að ákveða ríkisábyrgðir fyrir einstakar þjóðir enda var slíka ábyrgð aldrei í viðkomandi reglugerð. Not þýðir ekki.
EES samningurinn skerðir ekki fullveldisrétt þjóða til að bregðast við neyðarástandi, hann er kristaltær, einn af hornsteinum þess samnings.
EFTA dómurinn staðfestir þessi augljósu sannindi.
Hann stóðst þrýsting Brussel valdsins að láta pólitísk markmið ganga fram fyrir ákvæðum laga og réttar.
Þessi dómur er sigur siðmenningarinnar, sigur Evrópu.
Núna er aðeins eitt eftir.
Ekki stórt, ekki mikið, en skiptir öllu máli fyrir okkur sem sjálfstæða þjóð.
Þjóðin verður að skera úr um hvort Ísland sé réttarríki.
Að það gildi lög og reglur í landinu.
Hún á að krefjast að innanríkisráðherra skipi sérstakan saksóknar með það eina hlutverk að ákæra þá ráðherra og alþingismenn sem börðust með bretum í ICEsave.
Beinn stuðningur við fjárkúgun breta er landráð samkvæmt skýrum ákvæðum almennara hegningarlaga þar um.
Það á að lögsækja þetta fólk, og dæma.
Aðeins þá ríkir friður í landinu út af ICEsave.
Kveðja að austan.
Ísland vann Icesave-málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 208
- Sl. sólarhring: 871
- Sl. viku: 5939
- Frá upphafi: 1399107
Annað
- Innlit í dag: 177
- Innlit sl. viku: 5032
- Gestir í dag: 172
- IP-tölur í dag: 169
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér og ég vil sjá rannsókn fara í gang núna strax...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.1.2013 kl. 11:02
mikið er ég sammála þessum orðum hjá þér. þeir ráðherrar og þingmenn sem börðust með kjafti og klóm fyrir þá eiga að sæta ábyrgð
Ingvi Már Guðnason (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 11:05
Sæll Ómar
Ætli nokkur af þeim borgunarsinnum láti heira í sér á þinni síðu, Það er altaf gaman að lesa skrif þín og sannar að íslendingar eiga gloggan mann sem stendur vaktina og veit hvað hann syngur, Já hvenær skyldi sá dómstóll koma sem tæki á slíkum ráðamönnum það væri gaman að lifa þann tíma.
Jón Sveinsson, 28.1.2013 kl. 11:10
Nú er tíminn fyrir sókn og á að draga alla þá þingmenn og ráðherra landsins fyrir dóm sem studdu þessa fáránlegu kröfu breta og hollendinga, næsta skref eftir það er að höfða mál gegn bretum fyrir beitingu hryðjuverkalaga og krefja þá um stórkostlegar skaðabætur! Húrra fyrir Íslandi! Til hamingju allir :)
Charles Geir Marinó Stout, 28.1.2013 kl. 11:19
Nákvæmlega!
Beint fyrir dómstóla með þetta landráðapakk.
Geir (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 11:23
Ég vona að ríkisstjórn Jóhönnu segi af sér í dag. Þetta lið hlýtur að skammast sín þótt Steingrímur og Jóhanna reyni enn einu sinni að ljúga þjóð sína fulla.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 11:27
Vantrú mín á EFTA dómsstólnum var innistæðulaus. Það viðurkennist hér með og biðst ég forláts á því. Þú Ómar, átt hins vegar þakkir skildar fyrir þinn þátt í þessari baráttu. Þú bilaðir aldrei.
Þegar þarf að peppa fólk (stórt og smátt) upp á mínu heimili til þess að berjast af örlítið meiri þrótti í daglegu amstri þá rifjum við hjónin stundum upp síðustu vikuna fyrir seinni Icesave kosninguna. Þá var aðeins einn nei-sinni eftir sem skrifaði pistla fram á síðustu mínútu til varnar landi og þjóð þegar allir aðrir voru búnir að gefast upp. Ég las þá fyrir frúnna fram á föstudagskvöld daginn fyrir kosninguna og orgaði af gleði í hvert sinn. Jú, jú; hann hljómaði eins og brjálaður maður rífandi kjaft þrátt fyrir að vera umkringdur af óvinnandi óvinaher. Þetta var maður með algjörlega takmarkalaust baráttuþrek. Og hann sigraði herinn.
Á mínu heimili er þetta kallað "sigur mannsandans" sem fær mann til þess að taka aðeins meira á þegar á móti blæs.
Seiken (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 11:27
Sæll Ómar og til hamingju sjálfstæðir Íslendingar sem stóðu gegn þessari
kúgunartilraun. Nú verður þetta landráðapakk sótt til saka öll sem einn og það
verðu ekki látið líðast að sleppa þessu hyski við margra ára dóm, ásamt að
strippa þeim öllum hlunnindum og lífeyrisréttindum sem þau telja sjálfsagt að
þiggja áfram þrátt fyrir þessa landráðstilraun sem hún heitir réttu nafni.
Nú reynir á réttarríkið Ísland, er það tilbúið að taka alla þessa þingmenn og
ráðherra og senda í grjótið. Hér gilda lög og ég ætla rétt að vona að þetta
fólk sé ekki yfir þau hafin.
Með allra bestu ánægjukveðju.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 11:34
Takk fyrir innlitið félagar í baráttunni.
Þetta hafðist, en núna er það að moka flórinn.
Það var ekki að ástæðulausu sem ég skrifaði pistil minn um Örlagadóminn, bæði tilbúinn að fara í stríð ef við töpuðum, og í tiltekt ef við ynnum.
Og þetta sagði ég um tiltektina.
Og það er engin málamiðlun í þessu dæmi.
Menn verða að axla ábyrgð.
Aðeins þannig er hægt að leggja steina í götu þeirra sem hyggja náunga sínum illt í framtíðinni, og beita fyrir vagni sínum keypta menn.
Það er ástæða fyrir því að landráð eru bönnuð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 11:44
Heill og sæll Ómar minn æfinlega; sem og aðrir gestir, þínir !
Fullur og ótvíræður sigur; Norður- Ameríkuríkisins Íslands.
Evrópsku ribbaldarnir; lögðu niður rófuna, loksins.
Þrátt fyrir; margvíslegan hugmyndafræðilegan ágreining okkar Ómar minn, átt þú - og þinn drenglyndi baráttukraftur, alla tíð, stóran þátt í þessum málalokum.
Til hamingju; Austfirzki garpur /
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 11:49
Takk Seiken fyrir gefandi orð.
Þetta hafðist vegna þess að fólki var ekki sama, og þjóðin sýndi styrk sinn. Þessi barátta tók á og krafðist margra fórna. En menn eins og ég, og við vorum margir, töldu hana þess virði.
Það versta er að þetta er aðeins byrjun á löngu stríði.
Þjóðin hefur verið seld öðru sinni, og verður seld þriðja sinni, ef fólk einblínir alltaf á þann anga sem ógnarvaldið beitir fyrir sig í það og það skipti.
Sala á framtíð barna okkar verður ekki stöðvuð fyrr en fólk ræðst að kjarna þess valds sem að baki liggur, ógnarvaldinu eða óvininum eina eins og ég kalla hann.
Fyrir mig er þessi dagur fyrst og síðast staðfesting þess að ég hafði rétt fyrir mér frá upphafi, og ég hafði manndóm til að standa við sannfæringu mína, líka þegar málamiðlanir virtust freistandi valkostur.
En það er bara þannig, menn semja ekki við illskuna, hún heldur aldrei samninga.
Og vonandi verður þessi dagur til þess að einhverjir félagar mínir í baráttunni fari að tak mark á dómgreind minni.
Að maður hætti endalaust að vera sannfæra fólk um hið augljósa sem brjóstvit þess veit að er rétt, þó það gangi gegn hefðbundinni hugsun dagsins í dag, en hefur verið rétt á öllum þeim tímum þegar hinn venjulegi maður hefur þurft að verja sig og sína, og fólk fari að ræða það sem þarf að gera.
Því það þarf að verja samfélag okkar og skotgrafirnar manna sig hvorki með sundrungunni eða aðgerðarleysinu.
Nú er lag, en það vantar fólk á árarnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 11:58
Takk kærlega Ómar Geirsson fyrir alla þína ódrepandi og hvetjandi baráttu í þessu máli,
en stríðið er ekki búið, þó stóra orustan hafi unnist.
Við höfum enn verk að vinna í hreyfingu okkar lands og þjóðar til lífsins ... og fyrir lífið.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 13:03
Nei þetta er ekki búið Pétur Örn. Næsta mál á dagskrá hlýtur að vera að hrekja vogunnarsjóðshyskið af höndum okkar.
Og það verður víst örugglega ekki gert með aðstoð frá núverandi stjórnvöldum eða seðlabanka, sem hleyptu þessu liði inn fyrir varnir íslenskra heimila og fyrirtækja.
Seiken (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 13:15
Heill og sæll Ómar. Ég er algjörlega sammála þér!
Guðni Karl Harðarson, 28.1.2013 kl. 14:24
Takk baráttujaxlar fyrir að hjálpa til að lemja á hyskinu sem reyndi að selja þjóðina, og munum að baráttan er ekki búin.
Óskar, núna getum við lagt ágreining okkar í salt, þegar böndum hefur verið komið á alla þjófanna, þá má ræða refsingu.
Ég legg til að það fái að hlusta á sín eigin orð þar til það biðst vægðar.
En þú vilt víst eldri og viðurkenndari aðferðir.
Sjáum til, núna þarf að gera, svo má deila, þegar verki er lokið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 15:08
Niðurstaðan er mikið fagnaðarefni fyrir alla íslendinga. Fólk verður nú samt aðeins að róa sig niður í árásum, og gera sér aðeins grein fyrir undir hvers konar skrúfustykki landið varð sett undir af "vinaþjóðum" og alþjóðargjaldeyrissjóðnum á ögurstundu. Getið þið sagt með vissu að önnur ríkistjórn hefði gert eitthvað öðruvísi?? Ég efast um það.
Svona eftirá að hyggja fengum við bestu mögulegu lausn á málinu, samningsvilji stjórnvalda tryggði okkur áframhaldandi lánagreiðslur, á meðan forsetinn gat leyft sér það sem stjórnvöld höfðu ekki kost á, og synjað frumvarpinu.
Þetta er það sem þeir kalla "having a cake and eating it too"
Til hamingju!
Atli (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 21:14
Niðurstaðan er mikið fagnaðarefni fyrir alla íslendinga. Fólk verður nú samt aðeins að róa sig niður í árásum, og gera sér aðeins grein fyrir undir hvers konar skrúfustykki landið varð sett undir af "vinaþjóðum" og alþjóðargjaldeyrissjóðnum á ögurstundu. Getið þið sagt með vissu að önnur ríkistjórn hefði gert eitthvað öðruvísi?? Ég efast um það. Svona eftirá að hyggja fengum við bestu mögulegu lausn á málinu, samningsvilji stjórnvalda tryggði okkur áframhaldandi lánagreiðslur, á meðan forsetinn gat leyft sér það sem stjórnvöld höfðu ekki kost á, og synjað frumvarpinu. Þetta er það sem þeir kalla "having a cake and eating it too" Til hamingju!
Atli (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 21:36
Atli, ef önnur ríkisstjórn hefði svikið þjóðina á ögurstundu, þá væri hún í dag dæmdur fjárkúgari.
Og rökfærsla þín er skrýtin, síðast þegar ég vissi þá hét handtaka lögreglu á brotafólki ekki árás.
Hættu svo þessu bulli með lánafyrirgreiðslu, Ísland hefur greitt upp lán sín frá Hruni, ekki fengið eða þurft á lánum að halda.
Ef þú átt við AGS lánin þá voru þau fengin til að borga út erlenda krónueigendur á yfirgengi, sem út af fyrir sig eru annar glæpur gegn þjóðinni.
En ríkisstjórnin heyktist á því eftir ICEsave, þorði ekki í annan slag við þjóðina. Lánið safnaði þvi ryki á bankareikning hjá Jp Morgan, ekkert notað, en hefur kostað þjóðina tugi milljarða.
Milljarða sem betur hefðu farið í innviði samfélagsins.
Siðleysi fjármagnsins er algjört og þeim er vorkunn sem reyna að verja það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 21:55
Sæll.
Tek undir með nr. 5 hér að ofan, óskandi að hægt væri að setja þessar þingmannsdruslur sem greiddu atkvæði með Icesave (sama hvaða útgáfu) í grjótið.
Sennilega er það ekki hægt en þegar kosið verður í vor eiga menn miskunnarlaust að beita yfirstrikunum!! Þetta fólk á ekki að fá að sitja áfram á Alþingi enda deginum ljósara að því er ekki treystandi!!
Helgi (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.