28.1.2013 | 07:00
ICEsavedómurinn mun aðeins dæma eitt.
Hvort Evrópa er réttarsamfélag, eða hvort stríðið um evruna hafi breytt því í alræðissamfélag þar sem dómar lúta pólitísku boði en ekki ákvæðum laga og réttar.
Ákvæði laga og réttar eru skýr.
Evrópusambandið setti reglur um innstæðutryggingar sem íslensk stjórnvöld fóru í einu og öllu eftir við setningu laga um Tryggingasjóð innstæðna. Um þetta er ekki deilt, ESA er eftirlitsaðili samkvæmt EES samningnum og stofnunin gerði ákveðnar athugsemdir við fyrstu lögin sem íslensk stjórnvöld tóku tillit til.
Í lögum um Tryggingasjóð kemur skýrt fram að Tryggingarsjóðurinn sé sjálfseignarstofnun, fjármagnaður af framlögum fjármálafyrirtækja, hann má taka lán ef hann lendir í greiðsluerfiðleikum, en hann er ekki baktryggður af ríkissjóði.
Íslensk lög gilda á Íslandi.
Það er skýrt í EES samningnum að Ísland er sjálfstætt ríki með sjálfstæða löggjöf.
Ef EFTA dómurinn setur út á íslensku lögin, þá þarf hann um leið að rökstyðja hvernig lögin hefðu átt að vera öðruvísi, og er þá um leið að setja fordæmi fyrir öll lönd evrópska efnahagssvæðisins, sem munu í kjölfarið þurfa að taka tillit til niðurstöðu dómsins.
Og íslensku lögunum er þá aðeins breytt fram í tímann.
Röng framkvæmd þeirra í góðri trú skapar íslenskum stjórnvöldum ekki skaðabótarábyrgð aftur í tímann, meint skaðabótaábyrgð verður ekki nema þau heykist á að breyta núverandi löggjöf innan ákveðins umþóttunartíma, og þá í kjölfar áminningar ESA.
Telji breta og Hollendingar á sér brotið þá er ekki við íslensk stjórnvöld að sakast heldur þá aðila sem bera ábyrgð á eftirliti með að reglum ESB sé framfylgt.
Því hefur einnig verið haldið fram að EFTA dómurinn geti dæmt íslensk stjórnvöld fyrir meinta mismunun við framkvæmd neyðarlaganna, en slíkt er rangt, EES samningurinn er skýr um neyðarrétt EFTA þjóðanna sem aðilar eru að samningnum, og enginn dómsstóll getur dæmt gegn því skýra ákvæði.
Það eina sem EFTA dómurinn gæti véfengt er alvarleiki málsins, að tilvísun í neyðarrétt hafi verið skálkaskjól en slíkt er fjarstæða, fátt er alvarlegra fyrir þjóðir en hrun bankakerfis þeirra, og þann alvarleika hefur EFTA dómurinn viðurkennt í öðrum málum.
Lagalega liggur því ICEsave málið ljóst fyrir.
Um pólitískan dóm er ekki hægt að fullyrða á þessari stundu.
Við eðlilegt ástand væru slíkar umræður út í hött því Evrópa er réttarsamfélag en algjör stuðningur ESB samfélagsins við hótanir og fjárkúgun breta og Hollendinga í ICEsave bendir til þess að í dag lúti Evrópa stjórn manna sem virða ekki leikreglur lýðræðis og réttar.
Íslensk stjórnvöld, sem studdu fjárkúgun breta með ráðum og dáðum, eru undir hælnum á þessum andlýðræðislegum öflum. Evruöflunum.
Þau hafa gefið í skyn að vafi leiki um dóminn, það er að dómurinn verði pólitískur.
Og Snatar breta hafa verið sendir út á örkina að undirbúa þjóðina fyrir slíkan dóm.
Ríkisútvarpið hefur bæði logið og blekkt í fréttaflutningi sínum af málinu, eins og aldrei komi sá dagur að starfsmenn þess verði látnir sæta ábyrgð gjörða sinna.
Níðmyndbandi hefur verið dreift um Ólaf Ragnar, þar sem hans helsti glæpur er að hafa farið gegn ríkisstjórninni í ICESave.
Gildir lögfræðingar hafa komið fram og látið hafa eftir sér að ekkert sé hægt að spá um niðurstöðu dómsins, sem út af fyrir sig bendir til þess að þeir sjái ógnina sem blasir við réttarríkinu.
Og ekki hvað síst, ríkisstjórnin hefur tilkynnt að hún ætli að gefa sér góðan tíma í að skoða dóminn, sem þýðir á mannamáli, að hún ætli sér að semja í enn eitt skiptið við breta og Hollendinga.
Langlíklegast niðurstaðan er samt sú að dómurinn dæmi eftir lögum og rétti. Fjórða ríkið er ekki runnið upp.
Þar með er ljóst að meintir tukthúslimir sitja á Alþingi og þjóðin mun sækja þá til saka.
Því eins og maðurinn sagði.
Glæpir borga sig ekki.
Ekki heldur á Íslandi.
Kveðja að austan.
Dómur kveðinn upp í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1655
- Frá upphafi: 1412769
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1475
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar
Verði dómurinn á þann veg að íslenska ríkið verði að borga öllum aðilum í ESB/EES innistæður sem þeir töpuðu hér í hruninu sem voru yfir ESB tryggingarlágmarkinu svo jafnræðis sé gætt sem skal greiðast í evrum.
Verði íslenska ríkinu gert að innheimta til baka það fé í íslenskum krónum sem það tryggði aðilum hér á landi í hruninu sem áttu meira fé en lágmarksviðmiðið sagði til um samkvæmt ESB/EES reglunum. Íslenska ríkið ber fyrir sig almannahagsmunum vegna innheimtunar
Aðilar sem fá svo kröfunna inn um lúguna innanlands fara í prófmál við íslenska ríkið fyrir íslenskum dómstólnum og vinna það eftir 3 til 4 ár þá erum við á upphafsreit en lausir við dóminn sem fellur í dag langsótt en kannski vel þess virði.
Verðum við dæmd til að ganga inn í ESB? Kemur í ljós í dag!!
Kveðja, Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 08:26
Getur tekið mánuði að túlka dóminn
B.N. (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 08:52
Flottur pistill Ómar. Flysjar utan af hinum rammpólitíska kjarna málsins.
Össur var á RÚV í morgun og talaði fjálglega um hver áhrifin af dómnum gætu kannski orðið fyrir Ísland.
En svo sagði hann hreint út að hann ætlaði alls ekki að tala um hver áhrifin af dómnum gætu orðið fyrir ESB (þið vitið, sambandið sem hann vil að við göngum í).
Icesave er nefninlega bleiki fíllinn í evrópsku stofunni. Ef það er ríkisábyrgð, þá hækka bókfærðar skuldbindingar ESB ríkja um að meðaltali 85% af VLF. Ef það er hinsvegar ekki ríkisábyrgð, og þar sem evrópskir bankar eru gjaldþrota, myndu sparifjáreigendur ókyrrast mjög.
Með öðrum orðum. Niðurstaðan getur annaðhvort orðið allsherjar gjaldþrot þjóðríkja Evrópu, eða allsherjar áhlaup á bankakerfi álfunnar. EFTA-dómstólnum er vorkunn að þurfa að velja þar á milli.
Þá þurfum við ekki að kvíða því fyrir okkur hver áhrifin verði á Ísland þar sem öllum innstæðum úr íslenskum bönkum hefur þegar verið bjargað, og áhlaup á þá núna myndi ekki hafa mikil neikvæð áhrif á landið.
Kveðjur úr neðanjarðarbyrginu.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2013 kl. 08:52
Baldvin, hér að ofan í fyrstu færslu.
Ef eitthvað af þessum fullyrðingum þínum gengur eftir þá eru íslensk stjórnvöld undir hæl alræðisvalds og þjóðin hlýtur náttúrulega að gera uppreisn gegn því.
Ísland hefur ekki afsalað sér fullveldi sínu til EFTA dómsins, hann getur aðeins dæmt um hvort íslensk lög séu í samræmi við reglugerðir ESB. Og síðan hvort það sé framkvæmt eftir þessum lögum.
Í þessu tilviki getur EFTA dómurinn aðeins dæmt um hvort íslensku lögin séu í samræmi við lög ESB, og ef hann telur svo ekki vera, þá þarf hann að útskýra hvar ósamræmið sé, og hvað íslensk stjórnvöld þurfi að gera til að bæta úr.
Og menn bæta úr fyrir framtíðina, ekki aftur á bak.
Íslensku lögin gilda um Tryggingasjóðinn, ekki reglugerð ESB, sem skiptir svo sem ekki máli því það ber ekkert á milli. Samkvæmt íslensku lögunum var ekki ríkisábyrgð, og það gildir.
Enginn dómsstóll fær breytt gildandi lögum, dómsstóll getur dæmt lög ógild, og þá er þeim breytt af löggjafarvaldinu. Ekki dómsstólnum.
Dómsstóll EFTA getur ekki lagt til breytingar sem kveða á um ríkisábyrgð, því sá úrskurður gengur gegn stofnskrá ESB auk þess að ganga gegn skýru ákvæði reglugerðarinnar sem tekur fram að ríkisvaldið sé ekki í ábyrgð enda er reglugerðin sett gegn slíkum ríkisábyrgðum því þær skekkja samkeppnina á fjármálamarkaði.
Þannig að allar forsendur sem þú gengur út frá ályktunum þínum Baldvin eru rangar. En eins og ég segi, þá er ekki hægt að útiloka alræðisdóm en hann er þá árás á löggjafarvaldið og sjálfstæði þjóðarinnar.
Eitthvað sem er bannað í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 09:11
Og Baldvin 2.
Það skiptir engu hvað Össur ætlar að gera, hann er handbendi ef hann snýst ekki gegn alræðisdómi, og hann er sekur um stuðning við fjárkúgun ef dómurinn dæmir rétt.
Hvorutveggja krefst aðgerðar að hálfu dómsvalds, handbendi varða við lög um landráð, stuðningur við fjárkúgun er refsiverður samkvæmt hegningarlögum.
Það er Össur sem lendir í eldlínunni á meðan einhver frjáls maður dregur andann á Íslandi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 09:14
Hér er önnur pæling varðandi Icesave og hugsanlegar niðurstöður. Tekið af http://blogg.smugan.is/fia/2013/01/28/loksins-fattardu-icesave/
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.1.2013 kl. 09:15
Blessaður Guðmundur.
Þetta er alveg rétt hjá þér, Örlagadómurinn
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 09:20
Blessaður Magnús, þar sem þú felur þig á bak við Sofíu þá nenni ég ekki að munnhöggvast við þig.
Rökin sem ég bendi hér á eru skýr öllu hugsandi fólki. Rangfærslur aumingja Sofíu eru augljósar og rökfræðin stenst enga skoðun.
Jafnvel þó þú vitir ekki betur en að tveir plús tveir séu 7, og ætlar að reikna þyngdarlögmálið út frá þeirri speki, þá þarftu samt að kunna að leggja saman 2 plús 2. Það er ef þú vilt að þín fyrirfram ranga niðurstaða sé reiknuð rétt út.
En handbendar hafa ekki einu sinni þann standard.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 09:24
Nei,
það er grein Soffíu sem lýsir málinu betur.
Lögfræðingurinn Ómar Geirsson misskilur málið.
(Ég gef mér að hann sé lögfræðingur, því hann virðist sjá nákv. hvernig þetta flókna mál liggur.)
Skeggi Skaftason, 28.1.2013 kl. 09:32
Æ greyið Skeggi minn, farðu í heimsókn til Sofíu og segði henni það.
Sé ekki pointið í ykkur handbendunum að koma hingað og segja mér að þið styðjið fjárkúgun breta, eins og ég viti það ekki.
Hafir þú hins vegar efnislegar athugasemdir þá skal ég svara þeim, ef það vottar fyrir viti í þeim, hinu nenni ég ekki lengur að svara.
Ekki frekar en ég nenni að rökræða við Klanara eða nýnassa.
Það voru útrýmingarbúðir í Auzwitch, og það gilda lög í Evrópu.
Punktur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 09:37
Maggi vitnar í blogg þar sem settar eru fram hugsanlegar niðurstöður.Sú sem það skrifar þykist loksins hafa fattað Icesave, en gerir það klárlega engan veginn. Here's why:
1) Íslenska ríkið verður sýknað af öllum kröfum um ábyrgð á greiðslu innistæðna á Icesave-reikningunum, bæði lágmarkstryggingu og mismuninum. (Jibbí-jei, en Landsbankinn skal borga samt!).
Hvaða "mismun" og á hverju? Það er ekki alveg ljóst hvað átt er við hér. Og EFTA-dómurinn hefur nákvæmlega ekkert með Landsbankann að gera, endurheimtur úr þrotabúinu eru óumdeildur hluti málsins.
2) Íslenska ríkið verður talið bera ábyrgð á lágmarks innistæðutryggingunni, en ekki meiru. (So what, Landsbankinn borgar þetta hvort sem er!).
Þetta er vissulega möguleg niðurstaða. Reyndar er þetta versta mögulega niðurstaða, því dómsmálið snýst ekki um annað en lágmarkstrygginguna, en það er næstum búið að borga hana og þrotabúið á fyrir rest.
3) Íslenska ríkið verður talið bera ábyrgð á bæði lágmarksinnistæðutryggingunni og því sem umfram er vegna þess að annað væri ólögmæt mismunun. (Dj#$&%, þetta er meira en böns of monní!).
Nei. Þetta getur alls ekki gerst, þar sem eins og áður sagði eru ekki gerðar neinar dómkröfur varðandi það sem er umfram lágmarkstrygginguna, og því getur dómsniðurstaða aldrei gengið lengra en það.
4) Íslenska ríkið er ekki talið bera ábyrgð á gjaldfærni innistæðutryggingasjóðsins og þar með ekki á greiðslu lágmarksinnistæðnanna, en vegna þess að ríkið ákvað að greiða allar innlendar innistæður upp í topp, skal það sama yfir Icesave-reikningana ganga og þar með verður niðurstaðan sú sama og í lið 3. (Og þá getum við aldeilis skemmt okkur yfir því hverjum sé um að kenna!).
Íslenska ríkið ber ekki ábyrgð á gjaldfærni innstæðutryggingasjóðsins. Þetta er reyndar það eina í sjálfu dómsmálinu sem allir málsaðilar eru sammála um!
Svo ákvað íslenska ríkið alls ekki greiða neinar innlendar innstæður. Framkvæmdastjóri innstæðutryggingasjóðs getur væntanlega staðfest að ekki hefur farið ein króna úr sjóðnum vegna bankahrunsins. Það sem íslensk stjórnvöld gerðu hinsvegar var að forða bankaáhlaupi og koma þannig í veg fyrir að innstæður yrðu óaðgengilegar og nokkur greiðsluskylda myndaðist hjá tryggingasjóðnum, enda var hann ekki gjaldfær fyrir slíkri summu og reyndar væri það enginn sambærilegur sjóður í neinu Evrópuríki. Þegar þar var komið við sögu var Landsbankinn hinsvegar búinn að loka vefsíðu Icesave heimabankans, sem þýddi að innstæðueigendur gátu ekki nálgast sparifé sitt og þar með stofnaðist hugsanlega greiðsluskylda tryggingasjóðs, sem íslensk stjórnvöld hefðu líklega þurft að hjálpa í þágu fjármálastöðugleika til að leysa til sín eignir þrotabúsins, líklega á miklu hrakvirði og hefðu þær þannig jafnvel skroppið eingöngu fyrir lágmarkstryggingunni. Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu hinsvegar upp á sitt einsdæmi að grípa inni í þetta ferli með því að greiða strax út innstæður upp að vissu marki og síðar að fullu, og þar með var greiðsluskyldu fullnægt gagnvart innstæðueigendum, en um þá ákvörðun höfðu Íslendingar ekkert að segja. Eftir á hefur komið í ljós að skynsamlegra var einmitt að bíða og selja eignir þrotabúsins á lengri tíma til að fá fyrir þær betra verð, og stefnir nú í að allir hlutaðeigandi fái sinn hlut bættan og gott betur.
En þegar fólk sem hefur ekki hundsvit á málinu setur fram óljósar greiningar á því undir þeim formerkjum að "fatta það". Þá er ekki von á vitrænni umræðu úr þeirri átt. Maður spyr: er þetta áróður?
Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2013 kl. 09:52
Alltaf reynir þú að finna eitthvað jákvætt við þá heimsku fólks að vilja borga fjárkúgun erlendra ríkja Guðmundur, vissulega má kalla hana áróður.
En þetta er bara hrein heimska.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 10:28
Það er spurning hver er þessi Soffía Sigurðar,
upplogin samfylkingarfígúra eða sómakær kona.
Auðvitað kom svo svo í ljós að téð Soffía titluð húsfrú á Árborg er í 17 sæti í suðurkjördæmi.
Og allt sem hefur komið frá Magnúsi og öðru samfylkingafólki varðandi Icesave hefur verið tekið með varúð nú sem endanær
Fridrik (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 10:41
Örlagadómur þeirra er fallinn Fridrik.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 10:52
EFTA-dómstóllinn sýknar Ísland – Icesave-málinu lokið | Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti | Útgáfa | Utanríkisráðuneyti
... Með dóminum er lokið samskiptum við Eftirlitsstofnun EFTA í Icesave-málinu. Lagaleg niðurstaða liggur fyrir og ekki er gert ráð fyrir frekari eftirmálum vegna þess af hennar hálfu. ...
... Gert er ráð fyrir að Icesave-kröfurnar greiðist að fullu af réttum skuldara þeirra, þrotabúi Landsbankans. ...
Mig setur klökkan.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2013 kl. 11:00
Það er satt Ómar,
En sorglegt fyrir Magnús sem er nú aldeilis búinn að hafa mikið fyrir því að sannfæra aðra um yfirburði Samfylkingarinnar, nú er þetta leiðindamál vonandi að baki og menn geta snúið sér að uppbyggilegri hlutum varðandi framtíð Íslands.
Til hamingju "sannir Íslendingar", við unnum málið.
Friðrik Már , 28.1.2013 kl. 11:02
Blessaður Guðmundur.
Nú ættir þú að endurvekja fyrsta pistil þinn þar sem þú komst að þeirri niðurstöðu að íslensku þjóðinni bæri ekki að greiða ICEsave.
Núna þarf að rifja upp þá sögu, hún má ekki gleymast.
Það var til fólk sem sagði þetta allan tímann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 11:11
Takk fyrir innlitið Friðrik.
Ég mun fyrirgefa Magnúsi ef hann er maður til að koma inná bloggið mitt og biðjast afsökunar.
Hann trúði vegna þess að hann var blekktur.
En þeir sem blekktu í þágu bresku fjárkúgunarinnar eiga enga miskunn skilda.
Og munu ekki fá hana.
Ekki fyrr en eftir dóm.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 11:13
Til hamingju Íslendingar. Það er þá eitthvað réttlæti eftir í heiminum. Skömm þeirra sem stóðu á móti þjóðinni í þessu máli er mikil.
Theódór Norðkvist, 28.1.2013 kl. 11:23
Skömmin er meira að segja algjör Theódór.
Til hamingju.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 11:35
Ólafur Ragnar Grímsson neitaði ítrekað að samþykkja vilja merihluta Alþingis og þjóðin staðfesti svo gjörðir forsetans í þjóðaratkvæðagreiðlunum.
Til hamingju Íslenska þjóð
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 11:56
Róaður þig nú aðeins í dramaskrifunum Ómar minn. Niðurstaðan er skýr og engin þörf að rita ólærða bulllanghunda um handa: Íslendingar unnu fullnaðarsigur!
Ég finn mig líka knúinn til að benda Baldvini Nielsen á þá staðreynd að það var meirihluti íslensku þjóðarinnar sem tók sig saman og neitaði ítrekað að samþykkja vilja meirihluta/aukins meirihluta Alþingis og forsetinn staðfesti síðan vilja þjóðarinnar með því að vísa lögunum tvisvar í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Af einhverjum undarlegum (konungsblætis?) ástæðum hafa fjölmiðlar og fávísir bloggarar kosið að snúa sannleikanum á haus í þessu máli og lofsyngja Ólaf 17. fyrir ímynduð afrek. Forsetinn fór einfaldlega að vilja þjóðarinnar. Með þjóðaratkvæðagreiðslu í fjölmiðlamálinu markaði hann stefnu sem hann gat ekki snúið sér út úr í IceSave-málinu. Hann átti í rauninni ekki annan kost en að vísa IceSave í þjóðaratkvæði.
Baráttan var þjóðarinnar - sigurinn var þjóðarinnar, uppklappari útrásavíkinga og handónýtt Alþingi eiga þar engan hlut að máli.
N1 blogg (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 15:45
Æ ertu kominn Hilmar minn.
Núna er dómsdagur og því getur þú ekki vikið þér undan að svara.
Dillaru rófinni þegar þú mætir hér á síðuna.
Gerðu það nú fyrir mig að svara því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 16:12
Þér lá svo mikið á að tæma blaðurskjóðuna þína Ómar minn að þú gast ekki beðið fram á morguninn! Þú ert búinn að yfirspóla á dramatíkinni vikum saman með furðuyfirlýsingum um "dómsdag" og langhundum (með rófu og öllu) sem eru skrifaðir uppi á heiðum í miðri Austfjarðaþokunni.
Það segir bara eitt um menn sem ekki er hægt að rökræða við og taka predikarann á alla skapaða hluti.
Þurftir þú að belgja þig út með blaðri um hugsanlega niðurstöðu kl. 07:00 þegar þú gast beðið í þrjá og hálfan tíma eftir raunverulegri niðurstöðu?
Þú er aumur blogg-besserwisser-blaðrari Ómar minn - og þú kannt að sjálfsögðu ekki að skammast þín.
N1 blogg (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 18:22
Hvað segir þú Snati minn, dillar þú rófunni áður en þú kemur í heimsókn???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 19:39
Eða ertu kannski svangur greyið, fengu húsbændur þínar þungt högg í dag???
Ef svo er, þá skal ég athuga hvort ekki sé hægt að bæta úr, til dæmis þegar þú heldur eins og svo sem einn fund gegn vogunarsjóðunum??
Ekki það að þú fáir marga, en þið virðist fá fjölmiðlaumfjöllun??
Æ, hvernig læt ég, það var bara á meðan þú vannst fyrir vogunarsjóðina.
En samt, það hlýtur að finnast bein hér og þar.
Gengur ekki að láta þig svelta Hilmar minn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 19:42
Hvenær hefur þú haldið svo sem einn fund gegn vogunarsjóðunum Ómar minn?
Og talandi um meinta fundagleði þína, hvenær hefur þú haldið svo sem einn fund gegn IceSave?
Mættir þú í blysförina á Bessastöðum blogggerpið þitt?
Fórst þú í Stjórnarráðið í desember 2008 til að mótmæla linkind Hrunstjórnarinnar gagnvart hryðjuverkalögum Breta?
Vannst þú með InDefence að skipulagningu andófs gegn IceSave?
Hefur þú yfirleitt gert nokkuð annað en að gelta á blogginu vesalingurinn?
Þér ferst að snúa þig úr hálsliðnum í útúrsnúningunum og ritræpunni!
Guð blessi Austfjarðaþokuna...
N1 blogg (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 13:35
Ekki veit ég hvaða mál ég á að tala við þig Snati minn fyrst að voff voff dugar ekki til að fá að vita þetta með skottið.
Finnst það lágmarkið að fá að vita það fyrst að ég sýni þér þessa þolinmæði að bjóða þig alltaf velkominn í bæinn.
Eðli málsins vegna var ég ekki á þessum fundum Hilmar því ég bý hér fyrir austan. Ef þú telur bloggið mitt gelt, hvað ert þú alltaf að koma í heimsókn??
Ekki var ég að biðja þig um það þó mér þykir alltaf vænt um heimsóknir þínar.
Og hvað ertu að sanna með þessari upptalningu þinni??? Að þú hafir komið nálægt einhverju góðu áður en þú seldir sálu þína???
Heldur þú að ég viti það ekki??
Og ég met það mikils sem þú hefur gert, og það er skýring þess að ég þoli þig eins og þú ert.
Hér ertu alltaf velkominn, og átt athvarf löngu eftir að nokkur maður nennir að eiga við þig skipti.
En mig langar samt að vita þetta með rófuna.
Hvað viltu að ég segi??, Gerðu það??
Heyrumst Hilmar minn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.1.2013 kl. 17:50
Þá er aðkoma Ómars Geirssonar að IceSave-málinu staðfest. Þessi austfirska mannvitsbrekka hafði ekki einu sinni manndóm í sér að efna til fundahalda í sinni heimabyggð/héraði, hvað þá að ferðast til Reykjavíkur - þó ekki væri nema einu sinni á fund um IceSave eða tímamótablysför á Bessastaði!
Svo getur þú sleppt þér í dramablogginu um "dómsdag" og klappað fyrir sjálfum þér og tekið á móti heillaóskum um "þinn hlut í IceSave-málinu"!
Þinn hlutur í IceSave-málinu er nákvæmlega enginn Ómar Geirsson. Á sannkölluðum gleði- og fagnaðardegi fyrir alla Íslendinga eru afturgöngur Austfjarðarþokunnar, eins og þú, í ímynduðum aftökuleik, gjörsamlega heilasteiktar á hasarbloggunum sínum.
Þú hefur ekkert fram að færa nema útúrsnúninga og afbakanir. Íslendingar þurfa dugandi fólk sem er tilbúið til óeigingjarnrar baráttu fyrir land og þjóð en ekki liðleskjur eins og þig.
N1 blogg (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 20:23
Vá, þarna bustarðu mig Hilmar, alveg djúpt snortinn.
Og þá er bara eins spurning eftir, dillar Snati nú skottinu af ánægju??
Þú þarft bara að kíkja aftur fyrir þig til að svara spurningunni??
Gerðu það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.1.2013 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.