27.1.2013 | 22:48
ICEsave skapadægur Ríkisútvarpsins nálgast.
Síðasta hræðslufrétt þess var flutt í kvöld.
Um sumt ágætis umfjöllun, um annað verri.
Það var logið.
"Hið meinta brot fólst í því að eigendum Icesave reikninga voru ekki bættar innstæður þeirra við fall Landsbankans þó allar innstæður bankans hér á landi hafi verið tryggðar. "
Svo marghrakið að innstæður á Íslandi hafi verið tryggðar. Hér var bankakerfið endurreist, og innstæður bankanna jafn trautar og hinir nýju bankar.
Þetta vita allir, líka lygarar sem láta ekki komast upp um lygavef sinn með svona augljósu. Liggur við að þetta sé aumlegra en þegar Jóhann lýgur uppá sjálfa sig að hafa lesið ICEsave samning Svavars.
Vekur ekki einu sinni upp spurningar um faglega hæfni fréttamannsins, en ætti að vekja upp umræðu um blóðprufur.
Það var gamli góð hræðsluáróðurinn með matsfyrirtækin, þessi sem spáðu heimskautavetri ef við samþykktum ekki Svavars samninginn, þennan sem væri langt kominn í þúsund milljarða vegna gengisfalls krónunnar.
Hvaða tilgangi þjónar svona bull þegar réttilega er bent á að "EFTA dómstóllinn getur einingis svarað því hvort reglur hafi verið brotnar eða ekki, hann getur ekki dæmt um skaðabætur, sektir, vexti eða annað. ".
Varla er verið að gefa í skyn að stjórnvöld ætli að svíkja okkur enn einu sinni.
Í fréttinni er einnig afhjúpuð augljós vanhæfni, eða vanvit, hvernig sem menn vilja túlka, málaflutningsmanns ríkisstjórnarinnar, Jóhannesar Karls Sveinssonar.
"Mögulega ná menn saman um það hvað þarf að gera á Íslandi, lagfæra innstæðutryggingakerfið, bankaeftirlit eða hvað sem það gæti verið. Ef það næst ekki saman um hver réttu viðbrögðin eru þá þyrfti ESA að grípa til einhverra aðgerða sem gætu falist í nýju samningsbrotamáli,".
ESA fer ekki í mál, Ísland fer í mál við ESA, því ESA kvað innstæðutryggingakerfi okkar standast ákvæði tilskipunar ESB um innstæðutryggingar.
Jafnvel nautheimskir menn ættu að skilja þetta samhengi, íslensk stjórnvöld voru í góðri trú, með sín lög, og lögum er breytt fram í tímann, ekki aftur á bak.
Það gilda íslensk lög á Íslandi, ekki lög ESB. Að lögfræðingur skuli ekki vita þetta bendir til þess að hann hafi fengið prófgráðu sína í bréfaskóla í Nígeríu, og þó ekki, jafn vel þar hafa menn sinn standard.
Og ef EFTA dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ESA hafi brugðist, og blekkt íslensk stjórnvöld, þá þarf EFTA dómurinn að benda á hvernig kerfið átti að vera, og þá verður það að samræmast tilskipun ESB, ekki hvernig EFTA dómurinn hefði viljað að reglur ESB væri.
Enginn bréfaskóli heims útskrifar lögfræðing sem áttar sig ekki á þessu. Enginn.
Hvernig áttu íslensk stjórnvöld að útbúa kerfið á annan hátt en þann sem stóð í reglugerðinni, og er skýring þess að ESA gerði engar athugasemdir???
Svari hver fyrir sig.
En athyglisverðast í fréttinni var óvænt uppljóstrun um væntanleg svik íslenskrar stjórnvalda ef EFTA dómurinn fellir ómarktækan dóm. Pólitískan dóm í anda alræðis þriðja ríkisins.
Þá verður ekki mótmælt og dómurum dómsins stefnt fyrir almenna dómsstóla fyrir meinta mútuþægni og afglöp, nei, þá verður gefist upp og undirlægja send til Bretlands til að spyrja þarlenda hvað þeir vilja.
"Bretar og Hollendingar kunna að banka upp á hjá Íslendingum ef dómur fellur okkur í mót með ósk um viðræður eða með kröfur um bætur og þá yrði bara að sjá hvaða kröfur þeir yrðu með í farteskinu og þurfa stjórnvöld á þeim tíma að taka á því, segir Jóhannes."
Bretar verða ekki látnir sækja, við þá verður samið.
Og þarna tókst sjónvarpinu að afhjúpa það leikrit sem er í gangi og þingmenn flestra flokka virðast samsekir um.
Ef þeir væru ekki samsekir, þá myndu þeir benda á allar þessar staðreyndir, og ekki hvað síst, á grundvallar staðreynd málsins.
Sem er, Hver er réttarheimild ESB til að ákveða ótakmarkaða ríkisábyrgð íslenska ríkisins á innlánum einkabanka???
Sá sem spyr ekki þessarar spurningar ætlar sér á einn eða annan hátt í náðarfaðm ESB.
Líka ritstjóri Morgunblaðsins, ef hann þegir.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 6
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 1658
- Frá upphafi: 1412772
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1477
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.