25.1.2013 | 09:00
Spegillinn og ICEsave.
Frá fyrsta degi ICEsave málsins hefur fréttaskýringarþátturinn Spegillinn tekið einarða afstöðu með bretum í fjárkúgun þeirra á íslenskan almenning.
Aðeins þar voru hryðjuverkalög Brown varin, aðeins þar var fullyrt án fyrirvara að íslenska ríkið væri í ábyrgð fyrir skuldum einkabanka, aðeins þar var ákæra ESA studd frá fyrsta degi.
Framkoma Spegilsins gagnvart þjóðinni á sér enga hliðstæðu á friðartímum en nútímasagan kann eitt slíkt dæmi, og það var á dögum seinna stríðs þegar breskir þegnar stóðu fyrir dagsskrá gerð sem var útvarpað til Bretlands og innihélt þýsk sjónarmið í stríðinu. Þessi þýska útgáfa af BBC, Berlin Broadcasting Corporation, vakti ekki mikla hrifningu í Bretlandi, eitt var að hlusta á þýskan áróður, annað var að heyra breska þegna flytja hann.
Það þarf ekki að taka fram hvað varð um þessa breta í stríðslok. En á íslenskur almenningur fjármagnar hinn breska áróður.
Spegillinn í gær var við sama heygarðshornið, fræjum ótta og efasemda var útvarpað til þjóðarinnar. Pistillinn hét ESA vinnur nánast öll mál og fjallaði um hvað gæti gerst ef við töpuðum málinu.
Það var ekki rætt við fulltrúa íslenskra stjórnvalda, það var ekki rætt við þá fræðimenn sem haldið hafa uppi vörnum fyrir þjóðina, það var fundinn einstaklingur sem var tilbúinn að taka þá í leiknum þó manngreyið reyndi ítrekað að taka fram að við værum ekki búin að tapa málinu.
Annars endurtók umsjónarmaður Spegilsins orð breska málaliðans athugasemdarlaust, orð sem hún hefur endurtekið í síbylju frá upphafi ICEsave málsins þó eitthvað sé hún farinn að draga úr svona í ljósi þess að dómur er að falla.
En vitnum í Spegilinn.
"Viðmælendur Spegilsins hafa almennt verið á því að það sé næstum útilokað annað en að dómurinn dæmi gegn Íslandi um brot á jafnræðisreglunni. Þjóðir hafa býsna víðar heimildir til að verjast aðsteðjandi vá og slíkt er almennt viðurkennt í alþjóðarétti. Þess vegna mætti halda því fram, eins og íslensk yfirvöld hafa gert, að það að bjarga aðeins innstæðueigendum á Íslandi hafi verið slíkur neyðarréttur. Það sem dregur úr vægi þeirra röksemda, í huga erlendra viðmælenda Spegilsins, er að það gafst nægur tími eftir á til að borga lágmarkstrygginguna. Ísland er ekki bláfátækt þróunarland og getur því illa slegið á slíka strengi. Í öðru lagi er nefnt hvað íslensk yfirvöld lofuðu miklu og fögru á erlendum vettvangi, fyrir hrunið, um styrk íslenska bankakerfisins til að standast áföll. Einmitt þetta er rakið ítarlega í kæru ESA. - Sama hvað, þá verður áhugavert að lesa sjálfan dóminn, sjá hvaða atriði úr röksemdum beggja málsaðila dómararnir taka upp. Ef dómurinn fellur gegn Íslandi - og með því formi sem áður er rakið, brot á ESB tilskipun og EES samningnum og ekkert meir - hvað gerist þá? Sólin hnígur til viðar þann dag eins og ekkert hafi í skorist - og þá segja kannski einhverjir: fínt að fara í mál, fínt að fá dóm - og nú er málið búið. Nei, tæplega. Þó eftirmál dómsins komi ekki fram fyrr en seint og um síðir þá koma þau vísast fram. Bæði bresk og hollensk yfirvöld vilja klárlega fá Icesave skuldina greidda. Dómur gegn Íslandi styður þeirra málstað. Þau geta bent á að Íslendingar hafi viljað láta reyna á þetta fyrir dómi, nú sé kominn dómur og þá hljóti að hylla í greiðsludaginn."
Það er vitnað í einhverja ótilgreinda tilmælendur og rök þeirra ekki tilgreind. En út frá því er mikill spuni, þar sem orð eins og "fá ICEsave skuldina greidda" koma fyrir.
Já, ríkisfjölmiðill þjóðarinnar talar um ICEsave skuld án fyrirvara.
Í öðrum pistlum er talað beint um að Íslendingar hafi mismunað á grundvelli þjóðernis þegar þeir vörðu bankakerfið sitt, og svo framvegis.
Á mánudaginn verður skorið úr um ICEsave, en um leið verður þjóðin að horfast í augun á þeim bitrum staðreyndum að samlandar okkar hafa unnið með breskum stjórnvöldum frá fyrsta degi.
Tekið þátt í að móta linnulausan áróður þar sem sjónarmið breta eru stanslaust reifuð en sjónarmið ICEsave varnarinnar annað hvort þögguð eða afbökuð.
Sjálfstæð þjóð líður ekki svona.
Ekki nema hún sé ekki sjálfstæð, að hún lúti stjórn leppa erlends valds.
Dómurinn á mánudaginn er örlagadómur.
Dómur sem ræður úrslitum um sjálfstæði þjóðarinnar.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Vil nefna hér að niðurstaða EFTA dómstólsins er ekki bindandi fyrir okkur vegna þess að dómstóllinn getur bara komið með ráðgefandi álit. Þetta álit hans er í raun ekki pappírsins virði sem það er skrifað á og því á fólk ekki að gefa þessu áliti nokkurn gaum því það er ekki bindandi fyrir okkur. Varnarþing okkar er héraðsdómur Reykjavíkur og við höfum hvergi afsalað okkur lögsögu í málinu. Varnarþing lands er ávallt dómstólar viðkomandi lands. Moldviðri verður þyrlað upp en svo deyr þetta mál drottni sínum - þótt fyrr hefði verið.
Annars þurfa ný stjórnvöld að taka til hendinni innan RÚV, svona fréttaflutningur eins og þú nefnir er lögbrot en í raun nánast venjan þarna. Sparka þarf útvarpsstjóra, fréttastjórum og skipta út útvarpsráði - það verður að hafa afleiðingar að brjóta lög. Helst ætti að dæma þetta lið fyrir athæfi sitt.
Gott hjá þér að vekja athygli á þessari lágkúru útvarps allra landsmanna.
Ég horfi aldrei á þessa áróðursstöð, hef fengið mig fullsaddan af vitleysunni þarna. Legg til að fleiri hætti alfarið að fylgjast með þessari áróðursstöð.
Helgi (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 09:52
Það er löngu ljóst og afar greinilegt að Spegillinn er ekkert annað en áróðursmiðill fyrir ESB innlimun, og Sigrún Davíðsdóttir gegnir þar lykilhlutverki. Það er svo mikil skömm að þessu fólki að það hálfa væri nóg. Enda er þessi fréttatími ónýtur fyrir mér í dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2013 kl. 10:52
Sæll, Ómar. Getur þú útskýrt fyrir okkur hin af hverju þú telur þennan dóm vera örlagadóm um sjálfstæði þjóðarinnar?
Flowell (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 11:05
Það er spurning hvort ESB er ekki búið að ónýta málið með því að gerast aðili að því.
Málið snýst í grunninn um það hvort Ísland hafi ekki farið rétt að við setningu neyðarlaganna. og valdið með því bretum og hollendingum tjóni. En þar sem þetta snýst um túlkun á lögum sem ESB setur ríkjum innan EES þá getur ESB ekki orðið aðili málsins því það samdi lögin.
Þetta er eins og ef Alþingi setur lög um að ekki megi stela, svo kemur maður tekur eitthvað frá öðrum og sá fer í mál. Ef Alþingi gerðist aðili að málinu með öðrum hvorum aðilanum, og dómarinn leyfði það. Þá væri búið að ónýta málið því Alþingi væri að reyna að hafa áhrif á túlkun laga sem það setti sjálft.
Sem sagt það skiptir ekki hvernig málið fer, því það er búið að ónýta það, og kannski viljandi.
Sigurjón Jónsson, 25.1.2013 kl. 11:52
Já, það töluverður her af fólki í landinu sem er svo uppfullt af sjálfsfyrirlitningu að það verður ekki stífað af með sverustu girðingarstaurum svo það geti staðið í lappirnar í mótvindi. Hjá þessum mannskap er óskin um að tapa þessu máli er öllu yfirsterkari því þá opnast því óendanlega djúp matarhola til þess að næra sjálfshatrið. Frasar eins og: "Við verðum að borga þetta því að sjallarnir stálu þessu" munu þá verða skrifaðir inn í tillögur að nýrri stjórnarskrá.
Við hin sem hvorki elskum efnið (sjallana) né andefnið (velferðarliðið) þurfum fyrst og fremst að passa upp á að draga skilmerkilega næstu varnarlínu í sandinn, fari svo að málið tapist á mánudag. Í þeirri baráttu verður allt fólk að taka þátt, sem á annað borð gerir sér grein fyrir því að gjaldeyrir sem er ekki til verður ekki notaður í að greiða skuldir einkabanka.
Seiken (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 11:58
Jón Jón Jónsson segir alltaf sannleikann umbúðalausan og minnir fólk á hann:
Ástin kviknaði yfir Icesave
„Fréttastofan hefur eignast nýjan tengdason,“ segir Óðinn Jónsson fréttastjóri RÚV í DV í dag. Samsett mynd DV
Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 13:29
Já, það er margt sem var aldrei einleikið, heldur var þetta "ástar"þríhyrningur og það í svo víðum skilningi að fólk þarf að sjá allar hliðar píramídans til að skilja þetta til fullnustu, en hér segir bara frá hinni beru hlið þríhyrningsins:
"Sigrún Davíðsdóttir fréttaritari RÚV í London og Lee Bucheit ráðgjafi íslenskra stjórnvalda um Icesave málið hafa fellt hugi saman og hafa samkvæmt heimildum DV átt í sambandi um nokkurra mánaða skeið.
Sigrún hefur flutt fréttir frá London síðustu misseri og vakið athygli fyrir greinargóðan fréttaflutning og viðtöl um efnahagshrunið. Lee Bucheit, bandarískur sérfræðingur í samningatækni og alþjóðalögum, hefur verið gestur hér á landi og gefið stjórnvöldum ráðgjöf vegna Icesave málsins.
Samstarfsfólk látið vita
Nánasta samstarfsfólki Sigrúnar var tilkynnt fyrir nokkru síðan um samband hennar og Lee og þeim sagt að vitanlega myndi hún ekki fjalla um viss mál vegna stöðu sinnar. Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, staðfesti þetta í samtali við blaðamann.
„Mikið ertu nú leiðinleg að spyrja mig að þessu,“ segir Óðinn og hlær. „En þetta er rétt, hún lét mig vita af sambandinu um leið og það hófst og samstarfsfólk hennar í Speglinum látið vita. Hún mikil skynsemiskona hún Sigrún. Hún er líka góður blaðamaður, einn af okkar bestu og þekkir vel sín mörk.“
Nýr tengdasonur RÚV
Óðinn segir hann og aðra starfsmenn RÚV samgleðjast Sigrúnu. „Ég samgladdist henni og það gerði samstarfsfólk hennar líka. Fréttastofan hefur eignast nýjan tengdason.“"
Heimild: dv.is 13. október 2011.
Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 13:40
Eins og allt er þá þrennt er, að sagt er, þá skal á þetta bent á ánægju Óðins Jónssonar, fréttastjóra RÚV, "ríkisútvarps allra landsmanna", í þriðja sinn:
„Fréttastofan hefur eignast nýjan tengdason,“ segir Óðinn Jónsson fréttastjóri RÚV
Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 13:44
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Eins og þið merkið þá hef ég verið að sinna öðru og ekki mátt vera að því að sinna blogginu. Skýring þess er einföld, Hreyfing lífsins blæs í herlúðra sína eftir helgi, og það þarf að undirbúa.
Og ég er ekki að djóka, alveg satt.
En Flowel, þú berð upp keimlíka spurningu og Helgi gerði í athugasemd hér í gær, og ég lofaði honum að birta færslu mína um þennan örlagadóm.
Hendi henni inn á eftir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.1.2013 kl. 13:49
Ha! hvernig getur Sigrún þá verið afkastamesti fréttaritari landsins um Icesave og tengd mál. Þetta mál er ekki skárra en Þóra og Svavar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2013 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.