Steingrímur mannasættir.

 

Segist ekki ætla að hnjóða í "fyrrverandi samstarfsmenn í þingflokknum eða annars staðar".

Enda til hvers, á meðan Björn Valur sér um slíkt hnjóð fyrir hann.  

Þú þarft ekki að reka rýting á bak fólks á meðan þú átt sérfræðing sem skýtur fallbyssukúlum í bak þess.

 

En alþekkt saga, óþarfi að rifja upp.

Nema, heyra ekki fleiri en ég þögnina??

Hvar er Björn Valur??

Það heyrist ekki í honum???

 

Það er sagt um útgerðamann einn að hann sé vinalaus, en slíkt hefur aldrei verið hægt að segja um Steingrím, hann hefur alltaf átt Björn Val.

En svo fór að Björn Valur vildi innheimta launin, vildi öruggt þingsæti út á tryggðina einu við formanninn svikula.

Og komst að því að formaðurinn er svikull.

 

Núna er Snorrabúð stekkur, enginn hnjóðar í Jón Bjarnason.

Á fleyi Steingríms er enginn eftir í áhöfn.

 

Þannig urðu örlög Steingríms aleina.

Kveðja að austan.


mbl.is Telur úrsögn Jóns litlu breyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband