24.1.2013 | 18:29
Gylfi fer með rangt mál, Jóhanna hugsar ekki verðtryggt.
Svo ég vitni í hana sjálfa í ágætri grein í Morgunblaðinu frá 1996 þá sagði hún;
Það mæla bæði efnahagsleg rök og sanngirni með því að verðtrygging á lánum til heimilanna verði alfarið bönnuð á næstu misserum. Við viljum ekki endurtaka leikinn frá 1983 að kippa úr sambandi verðtryggingu launa en ekki lána. Ríkisstjórnin kemst ekki hjá því að svara af hverju Ísland, sem býr við svipað efnahagsumhverfi og þjóðir sem við berum okkur saman við, hafi eitt landa verðtryggingu á lánum til heimilanna. Og það sem verra er. Ætli að viðhalda henni. Því verður að breyta.
Skýrar er ekki hægt að orða einn hlut.
Það er Gylfi sem sér ekkert annað en verðtrygginguna.
Kveðja að austan.
Allir hugsa verðtryggt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 483
- Sl. sólarhring: 710
- Sl. viku: 6214
- Frá upphafi: 1399382
Annað
- Innlit í dag: 409
- Innlit sl. viku: 5264
- Gestir í dag: 376
- IP-tölur í dag: 371
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þannig að, það sem hún sagði 1996 (sem er í dag heilum 17 árum seinna) vegur meira en þær gjörðir sem hún er að gera 2013?
Eða er ég að misskilja þetta inlegg þitt?
Sindri Viborg, 24.1.2013 kl. 20:12
Batnandi manni er bezt að lifa. Kannski þeir Darri, sá ágæti maður, hafi lesið heima og séð ljósið:
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast
Ekki er þetta tóm Gylfaginning?
Almenningur (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 20:13
Gylfi Arnbjörnsson er örugglega einhver slakasti íslenski hagfræðingur sem hefur mikið vægi í opinberri umræðu. Annað hvort það eða þá að hann lýgur einfaldlega að almenningi í hvert skipti sem hann talar um verðtrygginguna. Forsenda þess ná verðbólgu niður er afnám verðtryggðra neytendalána. Ef það verður ekki gert mun há verðbólgan alltaf vera vandamál hér, fólk getur reitt sig á það.
Flowell (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 20:48
Þetta er þín útlegging Sindri, ég er bara boðberi skynsamra orða.
Almenningur, ahhhh, held ekki.
Þetta er spurning Flowell, ef þú þyrftir að svara, hvort vilt þá vera heimskasti hagfræðingur í nútímasögu hagfræðinnar, eða ómerkilegur lygari sem lýgur í þágu evrutrúboðsins???
Spáðu í svarið, kannski mun Gylfi nýta sér það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.1.2013 kl. 20:57
Er ekki nóg að hafa heilbriggða skynsemi til að vilja losna við krabbaneinið. Af hverju þarf höfuðstóll að hækka þegar staðið er í skilum? Ég losaði mig undan þessu oki á einfaldann hátt. Ég flutti einfaldlega úr landi með allt hafurtaskið og vill ekkert af þessu samfélagi vita.
Hitt er annað mál, að Jóhanna mætti vera heiðarlegri persóna, en ég geri engar kröfur á það, þar sem hún er krati.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 23:29
Hún gerir það í dag. Enda hagnast ríkissjóður á verðbólgunni.
KIP (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 08:52
verðtryggingin er nauðsynleg til að moka upp í gjána
sem lífeyrissjóðirnir skildu eftir sig, 500 milljarða tap í bankabólunni
er lagað með 400 milljarða tilfærslu frá heimilum til þeirra. Finnst
ykkur svo skrítið að þeir vilji ekki afnema hana, þetta er þeirra gullgæs.
jón (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 16:36
Þetta er frekar spurning hvað okkur finnst eðlilegt jón, ekki hvað handhafar gullgæsarinnar vilja.
KIP, kallast þetta ekki að haga seglum eftir vindi valdanna??
V., flótti er ekki valkostur fyrir þá sem eiga líf sem þarf að vernda.
Takk fyrir innlitið félagar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.1.2013 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.