Góður Steingrímur.

 

Ég er ekki veikur, tek það skýrt fram, fékk ekki heldur högg á hausinn, ekkert slíkt.

Ég einfaldlega verð að hrósa Steingrími fyrir traustan málflutning.  Sýnir að hann kann þetta karlinn þegar hann vill svo við hafa.

Já, ég hefði betur viljað sjá svona takta oftar, en það er sem er.

Og hann á hrós fyrir þetta viðtal, hann afhjúpar frekju ESB í þessari deilu, lygarnar og blekkingarnar.

 

Sem minnir mig á það, hvernig stendur á því að ESB getur aldrei farið rétt með.

Ekki frekar en Jóhanna sem ætlar að fá sérlausnir á sjávarútvegsstefnu ESB.  

Eru blekkingar og hálfsannleikur forsenda evrutrúboðsins í dag???

Þolir það ekki lengur hinn breiða veg sannleikans??

 

En útidúr, takk Steingrímur, mig hefur svo lengi langað að geta sagt eitthvað jákvætt um kallinn.

Hér með er það gert.

Kveðja að austan.


mbl.is „Makríllinn fær ekki ókeypis hádegisverð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta er 45 mínútur fyrir kosningar.

Ættli að karlinn sé kominn með kosningaskjálfta, horfir framm á að komast ekki á þing ef VG fá ekki 5% atkvæða.

Kem aldrei til með að treysta þessum heimilisrústara.

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 24.1.2013 kl. 14:52

2 identicon

Sammála.  Hann stendur sig vel í þessu viðtali.  Þetta er sá SJS sem við héldum að við værum að kjósa yfir okkur snemma árs 2009.

Seiken (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 15:09

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Má ekki segja betra seint en aldrei?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2013 kl. 15:17

4 Smámynd: N1 blogg

Ómar Austfjarðagúrú kominn enn einn hringinn í spunanum!

28. janúar nálgst Ómar minn. Ertu tilbúinn að kokgleypa enn eina lygina?

N1 blogg, 24.1.2013 kl. 15:34

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, ert þú kominn Hilmar minn, segðu mér því ég gleymdi að spyrja þig af því síðast, en langar samt mikið að vita, ég er svo forvitinn, en dinglaðuru skottinu áður en þú kemur hingað inn á síðuna??

Hef aldrei átt Snata áður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2013 kl. 15:39

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk annars fyrir innlitið gott fólk.

Jóhann, hrifinn af þessu orði,"heimilisrústari".

Seiken, verð reyndar að játa að ég hef kosið hann, oftar en einu sinni en þetta var ekki maðurinn sem ég bjóst við í kosningum 2009, þá hafði hann þegar svikið æru sína og hugsjónir fyrir völd.

Hann var kominn í vinnu fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Ásthildur, þó seint sé, þá er ennþá tækifæri fyrir hann að fá annað hrós.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2013 kl. 15:44

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hann má þó eiga það sem hann á.

Sigurður Þórðarson, 24.1.2013 kl. 15:49

8 identicon

Þetta er nú vinnan hans, vissulega er hægt að standa sig svo illa í vinnunni að það verði hrósvert að gera loksins eitthvað vel.

Forsetinn þurfti a.m.k. ekki að sjá um viðvikið í þetta skiftið! (að tala fyrir rétti íslendinga)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 16:20

9 Smámynd: N1 blogg

Bíddu nú við Ómar minn, ég sé ekki betur en að a.m.k. 10 FLokkshundar fylgi þér hvert fótmál undir dálknum "bloggvinir". Ruglið fylgir siðleysinu - og öfugt!

N1 blogg, 24.1.2013 kl. 16:30

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég var nú ekki að spyrja þá Hilmar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2013 kl. 16:53

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Já hann má eiga það sem á Sigurður, og Bjarni, vissulega er það rétt sem þú segir, en svona er Íslandi í dag.

Minni svo á að Jóhanna er líka góð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2013 kl. 16:54

12 Smámynd: Elle_

Hdann á ekkert jákvætt skilið.  Það geta allir verið falskir í skamma stund, það er ekki erfiðara fyrir hann.

Elle_, 24.1.2013 kl. 17:59

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Jú, jú Elle, núna er þetta dagur hrósins, er jafnvel að hugsa um að finna eitthvað til að hrósa honum á morgun, eða hinn, eða einhvern tímann þegar þannig liggur á mér.

Það er nefnilega margt sem Steingrímur hefur sagt sem má rifja upp og hrósa.

Manstu til dæmis eftir grein hans um ICEsave, hún var dásamleg.

Og þarna sérðu, þegar komin gott innlegg í næsta hrós.

Bara spurning um viljann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2013 kl. 18:38

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já grafðu líka upp kosningaræðurnar hans um ekkert AGS og ekkert ESB

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2013 kl. 18:48

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég á dásamlega þingræðu Ásthildur geymda hér í skjalageymslum, leit á hana um daginn, hann var ótrúlega sannspár.

Nema hann sá ekki það fyrir að það væri hann sem sæi um skítverkin fyrir AGS.

En menn geta ekki séð allt fyrir.

Svo er það góða greinin hans um ICEsave, hún er jafn rétt í dag og þá.

Þannig að ég á efni til að hrósa, svo það er alltaf spurning um tilefnið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2013 kl. 19:25

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bíð spennt eftir hrósinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2013 kl. 20:19

17 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ja nú er ég hissa Ómar.

Það þarf ekki nema láta þig fá sleikipinna að þá er maðurinn algjört stórmenni. Sleikjupinninn er metaphor fyrir þetta lítilræði sem heimilisrústarinn sagði um Markrílinn.

Ekki bjóst ég við að það væri hægt að breyta þér svona auðveldlega, en ég vona að þú sjáir að þér og farir ekki að kjósa þessa heimilisrústara.

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 24.1.2013 kl. 22:21

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Ég held að þú hafir verið of lengi innan um Sádana og smitast af þeim.

Lestu pistilinn betur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2013 kl. 22:31

19 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jæja Kallinn minn það má vel vera að ég sé búinn að vera of lengi innan um Sádana, en ég vona að þú haldir áfram baráttuni fyrir heimilin.

En ættli að SJS hafi verið að tala á móti sinni sannfæringu um markrílinn, sem sagt verið að ljúga hann á svo auðvelt með ljúga ræfillstuskan?

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 24.1.2013 kl. 22:53

20 identicon

Mér finnst nú bara að kall eigi hrós skilið fyrir þetta. Og sjálfsagt létt fyrir hann að segja eitthvað frá eiginbrjósti.
Viðlíkingin er góð. Hef notað svipað sjálfur, - "ef að kindur nágrannans eru á beit í garðinum hjá mér þá vil ég steik og hananú!"

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 08:15

21 identicon

 hann kann þetta karlinn þegar hann vill það er rétt hjá þer Ómar en honum verður aldrei aftur treyst það eru fáir sem hafa logið og svikið eins og hann Steingrímur

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 12:28

22 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Að gera vinnuna sína loksins 45 mínútur fyrir kosningar sem hann átti nátúrulega að gera síðustu 4 ár og svo hrósið þið þessum heimilisrústara, ég er bara gáttaður.

En eins og Ómar segaði í athugasemd #18 þá er ég kanski búinn að vera of lengi innan um Sádana og smitast af þeim.

Ég held ég fari bara niður á bar og fái mér einn sterkan hér á Hyatt hótelinu.

Kveðja frá Washington D.C.

Jóhann Kristinsson, 25.1.2013 kl. 22:28

23 Smámynd: Elle_

Hann á nefnilega ekkert jákvætt skilið.  Hann kann þetta, jú, eins og Helgi sagði, en hann er falskur og raðlyginn.

Elle_, 26.1.2013 kl. 00:28

24 Smámynd: Jóhann Kristinsson

100% rétt hjá þér Elle.

Kveðja frá Washington D.C.

Jóhann Kristinsson, 26.1.2013 kl. 02:10

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Jóhann, það er gott að þú sért sloppinn frá Sádum, þeir hafa ekki góð áhrif húmorinn, sérstakt fólk sem í besta falli er hægt að glotta að.

Líkt og félagi Steingrímur, það má glotta af honum annað slagið.

Og hrósa honum þegar maður vill draga fram eymd hans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.1.2013 kl. 11:10

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Væri það ekki bót að hann hraðlygi svona einu sinni fyrir þjóð sína??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.1.2013 kl. 11:11

27 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Helgi og Jón Logi.

Eigum við ekki að segja að mér þætti vænna um að geta hrósað honum fyrir að standa við eitthvað að hugsjónum sínum og stefnu.

Leppur AGS er aldrei rismikill, og aldrei vinstri maður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.1.2013 kl. 11:12

28 Smámynd: Elle_

Já, þú vast að hæðast að honum, Ómar. 

Hann, Steingrímur mikli, í sinni mikilmennsku, mundi hafa haldið að þú værir í alvöru að hæla honum.  Spooky hvað hann notar alltaf orðræðuhæfileikana til að níðast á og skemma fyrir eigin þjóð, innanlands og utan.

Elle_, 26.1.2013 kl. 11:55

29 Smámynd: Elle_

Fyrirgefðu, Ómar, en ég hef svo mikið um þetta að segja:)

Orð hans þarna gegn Brussel, voru ætluð til að hjálpa honum sjálfum við að losa sig úr prísundinni fyrir apríl.  Hann verður jú núna að fara að segja pínulítið neikvætt um Brusselveldið.  Hann ætlar nefnilega að plata okkur einu sinni enn: Hann og flokkurinn ætli sko kannski að vera á móti aftur, eftir apríl.  

Hann var ekki að fræða almenning um neitt sem hann ekki vissi, nema kannski 1 eða 2.  Og Steingrímur vissi um yfirgang Brussel allan tímann sjálfur, ICESAVE etc.

Elle_, 26.1.2013 kl. 12:58

30 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Við eigum að vera góð við Steingrím, hann er að deyja út, blessaður, sama hvað hann spriklar fyrir kosningar.

En hann er ekki íssjú, vogunarsjóðirnir eru það, þeir fá sér aðeins nýtt verkfæri.

Farðu nú að kveikja á þessu Elle, þú ert aðeins að berjast við einn anga á skrímsli, þó þú höggvir einn af, þá spretta aðeins upp þrír í staðinn, Dögun, Björt Framtíð, Sjálfstæðisflokkurinn.  

Það þarf að fella skrímslið, annars er baráttan eilífð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.1.2013 kl. 13:07

31 Smámynd: Elle_

Ómar, pistillinn var um Steingrím, og ég nenni ekki að talaa um alla hina líka í einu.  En bless. 

Elle_, 26.1.2013 kl. 14:00

32 Smámynd: Ómar Geirsson

En ég nenni því Elle, því ég meðal annars geri mér grein fyrir að vogunarsjóðirnir fara með okkur beint í ESb því það auðveldar þeim millifærslur á fjármunum sem þeir ætla sér að hirða.

ESB andstaða sem horfir framhjá því er í raun á sömu vegferð og Steingrímur, að svíkja þjóð sína.

Of seint að nenna að spá í það eftir kosningar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.1.2013 kl. 14:08

33 identicon

Það er virðingarvert að geta hrósað því sem vel er gert. Takk fyrir þetta Ómar.

Við værum í öðrum og betri málum ef núverandi stjórnvöld hefðu gert eilítið af því í stað þess að nýta hvert tækifæri til niðurrifs.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 20:25

34 Smámynd: Elle_

Hvað gerði hann vel nema blekkja og ljúga?  Óþarfi að trúa lygalaupi, en nákvæmlega það sama skýrir hegðun nokkurra í ónefndum stjórnmálaflokki með stórhættulegum Þorvaldi Gylfasyni innanborðs.

Elle_, 26.1.2013 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 450
  • Frá upphafi: 1412812

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 389
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband