24.1.2013 | 08:51
Hvaða góðu verk styður Jón áfram??
Aðförina að heimilum landsins??
Aðförina að heilbrigðiskerfinu??
Aðförinni að löggæslunni??
Yfirtöku vogunarsjóðanna á bönkunum???
Algjör yfirráð vogunarsjóðanna á efnahagslífi landsins???
Þessar spurningar og fleiri koma uppí hugann þegar maður hlustar á réttlætingu Jóns Bjarnasonar fyrir að yfirgefa VG á þessum tímapunkti.
Allt það slæma, allt það illa sem þjóðinni hefur verið gert af ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins virðist vera aukaatriði í hans huga.
Það eru svikin í ESB málinu sem eru hans ásteytingarsteinn, samt voru þau svik forsenda ráðherradóms hans.
Hélt Jón að það ætti að svíkja það líka, eins og allt hitt??? Að Steingrímur skyldi ekki geta svikið þetta loforð eins og öll önnur. En það gat Steingrímur ekki, þetta loforð var hans helga vé, það var forsenda valda hans.
Í raun afhjúpar Jón tvískinnung ESB andstöðunnar, allt það slæma sem gert er þjóðinni, er alltí lagi, á meðan við erum sjálfstæð þjóð. Samt er það þetta slæma sem fóðrar ESB stuðninginn, eignaupptökutæki eins og verðtryggingin kallar á lausn, jafnvel lausn eins og evruna ef ekkert annað býðst.
Sem aftur vekur upp spurningar um eðli þessara andstöðu.
Eru hrægammasjóðirnir að starta enn einu framboðinu til að tvístra vörn þjóðarinnar gegn yfirtöku þeirra á eignum og framtíðartekjum þjóðarinnar?? Sjá þeir að Björt Framtíð og Dögun duga ekki til, á nýtt vinstra framboð gegn ESB að ná restinni af því fylgi sem hefur fengið nóg af ráðsmennsku fjórflokksins.
Hugsandi fólk, fólk með þá náttúrugáfu að hafa það sem kallast heilbrigð skynsemi, sér að það er ekki nóg að benda á eitt sem er rangt, en styðja um leið annað sem er ekki síðra eða verra í rangindum sínum.
Það þarf að fara alla leið, annað hvort erum menn á móti rangindum eða ekki. Það er enginn valkvíði í þessu vali, eða gildismat, að rangindi fari eftir því hvar flokkar þínir standa í viðkomandi máli.
Hugsandi fólk, fólk með þá náttúrugáfu að hafa það sem kallast heilbrigða skynsemi, er mikill meirihluti þjóðarinnar.
Það vita vogunarsjóðirnir og því leggja þeir mikið kapp á að þyrla upp nógu miklu moldviðri til að hylja sýn á valkost hinnar heilbrigðu skynsemi.
Valkost sem segir, við ætlum að verja land okkar og þjóð gegn allri ásælni, gegn öllum ræningjum og þjófum þessa heims, og við ætlum að byggja upp gott samfélag hér á Íslandi.
Samfélag sem mælir þjóðarauðinn sem samtölu velferðar allra heimila landsins, því þau ala upp framtíðina. Velferð þeirra er velferð þjóðarinnar.
Þar með erum við þjóð með framtíð, ekki skuldaþrælar, ekki eign annarra, hvort sem það er skrifræðisins í Brussel, innlendrar stóreignaklíku eða erlendra vogunarsjóða.
Hvort moldviðri vogunarsjóðanna heppnist á eftir að koma í ljós.
Allt sem bendir til þess í dag, umræðunni er markvisst stýrt frá kjarna þeirrar ógnar sem blasir við þjóðinni í dag, af þeim sem ógna henni.
En í því er vonin fólgin, það líður engum vel í moldviðri og fólk sér einn æpandi sannleik.
Það er enginn að berjast við vogunarsjóðina, leppa þeirra og skreppa.
Það eru allir að tala um eitthvað allt annað.
Nema þegar skynsamt fólk bendir á vandann, þá er ekkert talað.
Þögn, þöggun.
Segir allt sem segja þarf um hverjir stýra Íslandi í dag.
Og þeir eru ekki til húsa við Austurvöll.
Kveðja að austan.
VG sveik stefnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 450
- Frá upphafi: 1412812
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 389
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.