Ríkisstjórn hrægammanna.

 

Er ríkisstjórn sem gerir ekkert til að vernda þjóð sína fyrir því versta af því versta sem mannleg græðgi og siðblinda hefur skapað  í sögu mannsins.

Kuldinn við að kaupa afskrifaðar skuldir á hrakvirði, og halda svo skuldaranum í ár og áratugi í helgjargreipum er ekki þessa heims, þetta er ómennska engu betri en sú ómennska sem þegar hefur verið lýst sem glæpur gegn mannkyni.

Ríkisstjórn Íslands bauð þessari ómennsku til landsins.

 

Ég vil minna á orð Tryggva Þórs Herbertssonar.

 
Til að borga kröfuhöfum þyrftum við að hafa í handraðanum á næstu árum um 1.200 milljarða króna aukalega í erlendum gjaldeyri. Við þá upphæð bætast síðan árlega um 70 milljarða vextir og arður af hlutbréfum í bönkunum. Upphæðin fer því hækkandi eftir því sem tíminn líður bak við gjaldeyrishöft. ....
Lífskjör myndu versna eftir því. Í mínum huga er sú leið algjörlega ófær. Hún myndi leiða til efnahagslegrar gjöreyðingar og fólksflótta. Þetta eru stór orð en því miður sönn.
 

Og ég vil vitna í grein Lilju Mósesdóttir um af hverju engin vettlingatök duga til að bjarga þjóðinni frá hinni efnahagslegri gjöreyðingu.

 

Nú standa yfir nauðasamningar við kröfuhafa Glitnis og Kaupþings en stór hluti þeirra eru að öllum líkindum hrægammasjóðir. Upphafleg hugmynd stjórnarflokkanna var að leyfa slitastjórnum að gefa út skuldabréf í erlendum myntum sem útborgun fyrir eignir gömlu bankanna. Ég hef ítrekað varað við þessari óraunhæfu lausn þar sem hún mun gera erlendar skuldir þjóðarbúsins ósjálfbærar. Þessi lausn þýðir í raun að hrægammasjóðir fá Ísland eða útflutningstekjur okkar um ókomna framtíð á silfurfati.

Í Morgunblaðinu hafa sérfræðingar hvatt til þess að Seðlabankinn fái yfirráð yfir erlendum eignum þrotabúanna, sem eru um 1.800 milljarðar króna, til að knýja fram hagstæða samninga eða viðunandi lausn á 850 milljarða króna innlendri eign búanna sem er hluti snjóhengjuvandans. Hættan við að láta þrotabúin greiða kröfur hrægammasjóða með íslenskum krónum er að mikið fé fer í umferð sem kynda mun undir verðbólgu og óstöðugleika. Hrægammapeningar munu flæða um hagkerfið í leit að skjótfengum hagnaði og glufum á gjaldeyrishöftunum.

Réttum hrægammasjóðum ekki hjálparhönd!

Hrægammasjóðir munu við slit þrotabúa Glitnis og Kaupþings, eignast Arion banka og Íslandsbanka. Það dugar ekki að keyra þrotabúin í gjaldþrot því hrægammarnir munu kaupa hlut þrotabúanna og ríkisins í nýju bönkunum til að tryggja stöðu sína. Á Alþingi er frumvarp til umfjöllunar sem veitir fjármálaráðherra leyfi til að selja eignarhlut ríkisins í nýju bönkunum. Frumvarpið er skýrt merki um að stjórnvöld átta sig ekki á hættunni sem stafar af hrægammasjóðum. Á meðan hver og einn hrægammasjóður er minnihlutaeigandi í nýju bönkunum eru þeir hæfir eigendur samkvæmt íslenskum lögum. Hins vegar er ljóst að bankar í eigu margra hrægammasjóða munu ógna fjármálastöðugleika þjóðarbúsins. Hrægammasjóðirnir munu sem eigendur bankanna beita öllum tiltækum ráðum til að hámarka endurheimtur og flýja með fé sitt út úr hagkerfinu um leið og tækifæri gefst.

Ég er þeirrar skoðunar eftir að hafa kynnt mér sögu hrægammasjóða að það þjóni engum tilgangi að semja við þá. Þeir munu ekki fást til að semja um að fá aðeins rétt rúmlega það sem þeir greiddu fyrir kröfurnar þar sem þeir hafa engra hagsmuna að gæta hér á landi. Ef alþjóðaþrýstingur myndast á þá að semja við okkur, þá er alltaf hætta á að þeir flyti kröfurnar sem þeir hafa samið um lækkun á yfir í nýtt eignarhaldsfélag (sbr. Líbería). Nýja eignarhaldsfélagið kemur svo með kröfu um fulla endurgreiðslu krafnanna. Marinó G. Njálsson hefur lagt til að ríkið yfirtaki kröfur á þrotabú föllnu bankanna með eignarnámi. Eignarnámsvirðið sem ríkið þyrfti að greiða fyrir kröfurnar yrði sennilega mun hærra en verðið sem hrægammasjóðirnir greiddu fyrir þær. Eignarnámið fælir hrægammasjóðina frá bankakerfinu en ekki frá landinu, þar sem þeir eiga kröfur á önnur fjármálafyrirtæki, aflandskrónur og ríkisskuldabréf sem borið hafa háa ávöxtun frá hruni. Ísland losnar ekki undan hrægammasjóðunum nema með því að taka upp nýkrónu. Hrægammarnir sitja þá uppi með kröfur og eignir í gömlum krónum sem þeir þurfa að skipta yfir í nýkrónu á gengi sem endurspeglar verðið sem þeir greiddu fyrir upphaflegu kröfuna og lita sem enga ávöxtun eftir hrun.

 

Það dugar ekki að borga þeim út í krónum nema það séu gerðar ráðstafanir að þær krónur komi hvergi nálægt íslensku efnahagslífi. 

Lilja kemur með athyglisverða lausn sem tæklar allan vandann. 

Aðrar lausnir gætu gert það sama, en það dugar ekki að þær gangi aðeins hálfa leið, nái ekki utan um allan vandann.

 

Alþingi sem ræðir ekki ógnina af hrægömmunum og leiðir til lausnar fyrir land og lýð, er Alþingi hrægamma.  

Lýtur stjórn þeirra, bugtar sig fyrir valdi þeirra.

Þeir þingmenn sem það gera, allir sem einn, án undantekninga, eiga aldrei að fá að stíga aftur inn fyrir dyr Alþingis, þeim á að henda á dyr við næstu kosningar.

Því menn selja ekki þjóð sína.

 

Jafnvel ekki fyrir 30 silfurpeninga.

Kveðja að austan.


mbl.is Stórbankar meðal kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir Ómar, ágætan pistil. Þetta eru og eiga að vera aðalatriði þjóðmálaumræðunnar.  Það er synd hversu Lilju Móses gengur illa að koma pólitískum fótum undir sínar annars ágætu hugmyndir. 

Tryggvi Þór má eiga það að hann afneitar ekki vandanum  og reynir að benda á hann.  

Það á að vera sama hvaðan gott kemur í þessari umræðu.

Fólk virðist heldur vilja stinga höfðinu í sandhrúgur aukaatriða ( http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/1278244/#comments   sjá aths. 21) í stað  þess að horfa á hinn hroðalega sannleikann um skuldastöðu þjóðarinnar og þá hákarla er sveima rétt utan við skerjagarðinn meðan skipbrotsmenn þjóðarskútunnar svamla í hafrótinu og berjast fyrir lífi sínu.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 10:01

2 Smámynd: Ómar Geirsson

"Það á að vera sama hvaðan gott kemur í þessari umræðu. "

Blessaður Bjarni, stundum hefur verið núningur okkar á milli, ekki um framtíð barna okkar, heldur leiðir að markmiði.

Get ekki verið meir sammála þér í þessari setningu, og það sem meira er, skynsamt fólk þarf að taka af skarið um hvað það í alvöru vill.

Vandinn er ekki Lilju, hann er okkar.

Ef hún nær ekki að vígbúast gegn ógninni miklu, þá er hún aðeins úr leik.

En hvar stöndum við???

Þrælar????

Þetta samhengi fattar ekki fólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2013 kl. 13:56

3 identicon

Af hverju hefur Tryggvi H. ekki lagt fram frumvarp sem tekur á þessum vanda?

Flowell (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 02:20

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Ætli svarið í sinni einföldustu mynd sé ekki það að hann er í Sjálfstæðisflokknum.

Í Sjálfstæðisflokknum fara menn ekki gegn forystunni, og forystan fer ekki gegn fjármagninu.

Þess vegna hef ég líkt sjálfstæðismönnum við jarmandi sauði stillandi sér uppí röð við færibandið í sláturhúsinu. 

Valdið sem ógnar þjóðinni, sérhæfir sig í að ræna raunverðmætum, frá þeim sem eiga.  Sem eftir minni bestu vissu eru 95% í flokknum.

Það er svo sem skiljanlegt að lyfta ekki litla fingri til að verja náungann, en að verja ekki sjálfan sig, það er háttur sauða.

Hver skyldi hafa gelt þá???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2013 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband