Það tók 4 ár að eyðileggja heilbrigðiskerfið.

 

Fjögur ár að eyðileggja áratuga uppbyggingu.

Fjársvelti, fjársvelti, fjársvelti, fjársvelti.

Og uppskeran eftir því.

Uppsagnir, flótti úr landi.

 

Á sama tíma, 80 milljarðar árlega handa fjármagninu úr ríkissjóð.

Sem segir tvennt, að nægir eru peningarnir og fjármagn er tekið fram yfir fólk.

 

Samt er ennþá til  fólk í mannúðarstéttum sem styður þessa ríkisstjórn velferðar.

Líkt og það styður niðurbrot evrunnar á samfélögum Suður Evrópu.

Hvernig fer það saman að vilja líkna og hjálpa, og styðja helför á hendur velferðarsamfélaginu á sama tíma.

Til skamms tíma voru það ungir uppar með skjalatösku í hendi og græðgiglampa í augum, sem mönnuðu helferðarsveitirnar.

Það hefur saxast úr þeim hóp en fólk úr mannúðarstéttum fyllir skörðin.  Býður sig fram fyrir VinstrGræna, býður sig fram fyrir Samfylkinguna.  

Ræðst á það sem það sór að verja.

 

Þetta hefur gerst áður, en það er sorglegt að sjá þetta gerast aftur.

Eins og manneskjan geti ekkert lært.

Að þeir sem vilja öðrum illt geti endalaust fengið fólk í skítverkin fyrir sig.

 

Siðrof er alltaf grafalvarlegt mál.

Siðrof félagshyggjufólks gagnvart íslensku þjóðinni á sér fá fordæmi.

Yfirleitt níðast menn á íbúum annarra landa, annarri stétt, fólki sem það þekkir ekki neitt.

Hér brosa menn framan í skjólstæðinga sína á daginn, bjóða svo Jóhönnu og Steingrími krafta sína á kvöldin.

 

Verðtryggingin, útburður barna af heimilum sínum, skuldaánauðin, aðförin að heilbrigðiskerfinu.

Hvert og eitt atriði sem ekkert ærlegt fólk bendlar sig við.

 

Ef það væri peningaskortur á Íslandi, náttúruhamfarir, hrun atvinnuvega, lokaðir markaðir.

Þá væri hægt að afsaka margt, þó byrðum yrði alltaf að dreifa á sanngjarnan hátt.  

En það er engin svoleiðis afsökun.

Aðeins grímulaus valdagræðgi og siðblinda.

 

Fjögur ár er ekki langur tími, en þegar ríkisstjórnarár Steingríms og Jóhönnu verða gerð upp, þá mun sagan dæma þau sem einn lengsta tíma Íslandssögunnar.  

Aðeins móðuharðindin verða talin lengri.  Þá var ekkert við ráðið, fátækt land, fátæk þjóð varð fyrir búsifjum vegna fordæmalausra náttúruhamfara. 

Í dag varð rík þjóð fyrir áfalli, en lenti í klónum á valdasjúklingum sem plötuðu sig inná hana undir yfirskini velferðar og skjaldborgar um heimili landsins.

Verðtryggingin sló skjaldborgina, velferðin var um þá sem áttu, og vildu ekki missa neitt.

Tjónið lenti á þjóðinni, almenningi, samfélaginu.

 

Fjögur ár er ekki langur tími, en þessi fjögur ár munu munast á meðan einhver man eitthvað á íslenskri tungu.

Árin sem þjóðin var svikin um réttlæti af stjórnvöldum, var rænd af siðblindu fjármagni, var svívirt af fóli sem laug sig til valda.

 

Fjögur ár sem reyndust bautasteinn íslensku vinstriflokkanna, endalok þeirra og smán.

Og til hvers??, til hvers???

Hvað fengu stuðningsmenn þeirra í staðinn??

Annað en óbragð í munninn???

 

Er eitthvað gott sem þeir geta bent á, eitthvað sem gerir þá stolta??

Eitthvað sem þeir geta seinna meir notað til að réttlæta þessi smánarár þegar flokkar þeirra voru snatar fjármagnsins??

 

Ef það er eitthvað, þá er það hulið sjónum siðað fólks. 

Og tengist hvorki mannúð eða mennsku.

Á rætur í sjálfsblekkingu og sjálfsréttlætingu.

 

Fjögur ár.

Senn á enda?

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Maður kemur ekki í manns stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki betra að kynna sér málin áður en farið er að skrifa eitthvað út í lofið ? Hvenær fór að draga úr framlögum til spítalanna ?

"Á síðusta áratug fyrir Hrun drógust framlög til tækjakaupa á Landspítalanum saman um 44%.
Á þetta hefur forstjóri sjúkrahússins bent
á heimasíðu spítalans.
Með það í huga að þá höfðu stjórnmálamenn úr nægu fjármagni að moða, að þá ríkti fjárhagslegt góðæri í landinu að mati stjórnvalda og síðast en ekki síst að þá var fjármálum ríkisins allan þann tíma stýrt af ráðherrum sjálfstæðisflokksins – er deginum ljósara að endurnýjun tækjabúnaðar á LSH var ekki forgangsmál. Þegar það er svo einnig haft í huga að LSH var skilað inn í Hrunið með hátt í þriggja milljarða halla er það hafið yfir allan vafa hvaða hug stjórnvöld þeirra tíma höfðu til þessara mála. Til að undirstrika það enn frekar enn áður þá kom
ráðherra heilbrigðismála úr röðum sjálfstæðisflokksins síðustu árin."

Bóbó (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 20:38

2 identicon

Ef þú ert svo óheppinn, að þurfa að fara í aðgerð og svæfingu, keyptu þér ferðatryggingu og komdu þér úr landi áður.

Hvort er betra að vera uppvís að fjársvikum áður en maður verður ráðherra, eða að verða uppvís um spillingu og fjársvik á eftir?

Það er sami skíturinn undir öllu þessu pakki.

Kv. frá ljúfa Spáni.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 20:45

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ómar

Þú ert sannkallaður friðarspillir. Ég las pistil þinn frá því á Sunnudaginn, sem hét "Þegar fjármálamafían yfirtók andófið" - Sannkölluð eldmessa. Þessi færsla nú um heilbrigðiskerfið sýnist mér vera sú tíunda síðan. Þú ert sannarlega fullur eldmóðs, réttlátrar reiði og viðbjóðs. Það versta við skrif þín er að hvað oft þú hittir naglann á höfuðið - Ááá

Jónatan Karlsson, 22.1.2013 kl. 20:54

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, svei mér þá að það kæmi ekki hér inn úr felum stuðningsmaður VinstriGrænna með hauspoka á hausnum, tilbúinn með peist og allt.

En þú kæri stuðningsmaður óhæfuverka frjálshyggju og fjármagns, hvað kemur þessi tala þín við ástandinu í dag???

Hvert er röksamhengið???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.1.2013 kl. 21:15

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður V.

Þér tókst að setja mig á gat, er þó sjaldan svar vant, ég hreinlega veit það ekki.

Svo ég spyr á móti, hvernig er veðrið þarna suður frá.  Spyr vegna þess að ég var í Albir í nótt, með stórfjölskyldunni, 2 vikur framundan, og það var ekki til skoskt whisky á barnum, vaknaði við það og veit því ekkert um veðrið.

Þú skuldar mér svar fyrir gatið.

Þetta er það næsta sem ég hef komist í sólina frá 2008, hér fyrir austan hefur ekki sést til sólar frá sólarsumrinu sem ég átti drengina mína.  

Og þá klikka ég á sólinni með því að eltast við skota.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.1.2013 kl. 21:20

6 identicon

Sæll, en ég þykist vita að þú meinar mínibarinn, en kosturinn við Spán er, að það eru engin höft og það finnst nóg whisky í hverri búð og það margar tegundir. Þú sérð aldrei vín á spánverja! Menning, þú skilur.

Veðrið er vetrarveður, þó nokkur vindur og breytilegt, hiti 6 á nóttinni og 17 - 20 á daginn. Góða skemmtun öll fjölskyldan!

Pólutík: Hér er mikil spilling eins og annarsstaðar, en munirinn er sá að hér fara stjórnmálamenn beint í steininn ef þeir eru uppvísir að spillingu. Smá siðferði, þú skilur.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 22:08

7 identicon

Ath; Verðlag hér á Spáni hefur nánast ekkert breyst síðustu árin, en íslendingar eiga það til að ruglast í genginu og tala um "hvað allt hefur hækkað" hér á Spáni og reyndar í öllum löndum. Þeir hugsa í íslenskum, ekki evrum.

Það er stundum erfitt að hugsa rökrétt. Ég vill ekki rökræða ellilífeyrinn, sem er smán. Kv. vj.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 22:22

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þitt góða svar V.

En þetta var barinn, þess vegna vaknaði ég, man ekki hvað ég var búinn að skoða margar flöskur af líkjör.  Fyndið að þú skyldir koma inn núna, ég ekki dreymt svona draum í fjölda fjölda ár.

Vona að hann þýði að sólin láti loksins sjá sig á öðrum tímum en veturnar hérna fyrir austan.

Hafðu það gott á Spáni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.1.2013 kl. 22:26

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónatan.

Það er gott að það sé eitthvað vont við skrifin, og þá frá öðru sjónarhorni en þeirra sem verða fyrir barðinu á þeim.

En þetta er ekki alveg eins og það sýnist, æfingin skapar meistarann og flestir pistlarnir eru af færibandinu.  Athugasemdarkerfið tekur mun meiri tíma því ég reyni að sinna því samviskusamlega.

Og hvað fær maður út úr þessu??

Vonandi reynslu sem nýtist í djúpu lauginni.

Tími aðgerðanna er runninn upp, hin hefðbundna leið að stofna flokk til að mótmæla ástandinu er búin að sýna sig að virkar ekki.  Og því miður er það sem þegar hefur gerst, og er ekki gott, aðeins upphaf af miklu miklu verra.  Allavega bendir samsvörun sögunnar til þess. 

Aðvörunin frá Rauða krossinum staðfesti þann illa grun sem greip mig haustið 2008, þegar ég fór að setja hlutina í áður þekkt samhengi.  Það voru viðbrögðin við fjármálakreppunni, hinn algjöri kuldi að handrukka þjóð sem benti til að mikil illska hefði grafið um sig í hjarta Evrópu.  Síðan þá hafa allar spárnar gengið eftir, illska stöðvar sig ekki sjálf, hún er stöðvuð.

Og það er það sem þarf að gera  Jónatan. 

Og mun gerast um leið og fólk hættir að hugsa hefðbundið, áttar sig á að það sem var, er ekki lengur.  Að ógnaraflið sem við glímum við stjórnar gömlu flokkum þeirra, aðeins tilviljun réði hverjir eru gerendur dagsins í dag, en allir svöruðu kalli fjármagnsins þegar það kom.  Líka kommagreyin sem ég fæ sérstaka útrás við að skamma, því fyrirfram eru þetta ekki þeirra menn.

Þegar fólk sér þetta, þá myndar það nýtt afl, óháð hægri vinstri, óháð fyrri ágreiningi, og ver það sem það getur sameinast um, þjóðfélagið sem ól það, með sínum kostum og göllum. Við þekkjum það og vitum að það reyndist okkur vel sem börn, og við viljum börnum okkar hið sama.

Það er í eðli manna að verja heimili sín, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, því heimili manns er það eina sem maður í raun á, þar er griðastaður fjölskyldunnar, þar elur maður börn sin upp.

Þess vegna munum við sigra ógnaraflið þegar þar að kemur.

Trúðu mér, ég hef haft rétt fyrir mér ennþá, það eina sem ég get ekki sagt til um, og hef aldrei getað sagt til um, er tímaþátturinn.  Því þekkt saga, og samsvörun við hana, segir ekkert til um tíma endurtekningarinnar, en leiðir sterkar líkur að ákveðinni atburðarrás.

Það er ekkert fyndið við ástand mála í dag, en það er ekkert sem er óyfirstíganlegt.

Og hér verður haldið í stríð þann 28. janúar  næstkomandi.  Hvort einhver haldi með mér, skiptir mig ekki máli, ég ber aðeins ábyrgð á Hver ég er.

Aðrir bera ábyrgð á sjálfum sér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.1.2013 kl. 22:45

10 identicon

Þeim tókst það

undir styrkri stjórn AGS, vogunarsjóða og hrægamma auð-hringa-drottna,
Ömma, Steingrími, Össuri, Jóhönnu og vitaskuld Guð-Bjarti framtíðar "helferðarráðherra":

Þeim tókst það

enda nærðu þau öll drauminn um Hátækni-sjúkrahúss-vaðalinn við Hringbautina
fyrir elítu eigin forræðishyggju og opin-beru lífeyrissjóða, á evrópska efnahagssvæðinu.

Að hjúkra og líkna hefur aldrei komist inn í þeirra kerfislægu heilabú, fólksins sem laug sig til valda
og hefur skorið niður alla þjónustu við almenning þessa lands,

meðan þau tútna sjálf út sem púkar á sínum ríkis-verðtryggða fjósbita.  Já, þeim tókst það.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 00:34

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sumir virðast bara hafa skammtímaminni. Kannski hentar það stundum... pólitískt.   Ég legg til að þú kynnir þér þróun framlaga í heilbrigðiskerfinu síðasta áratug og ef þú nennir kannski eitthvað lengra áður en lagst er í svona skrif. Þá ertu  ekki alveg eins broslegur. 

Jón Ingi Cæsarsson, 23.1.2013 kl. 08:00

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Ha ha, jæja, þetta er orðrétt sem fór um huga minna þegar ég las innslag þitt Jón Ingi.

Ég hélt að þú hefðir dáið í umræðunni eftir ICEsave, hefðir jafnvel lært að skammast þín.

En eftir  ICEsave hef ég ekki fylgst mjög vel með.  Svona ekki almennt í netheimum.

Svo dúkkar þú upp og þykist vera af kyni Gláms, en ert aðeins broslegt Murr sem krakkar fá í andaglasi.

Gastu ekki betur??, mér er spurn.

Látum liggja milli hluta framlög í heilbrigðiskerfið í gamla daga, en ef þau hafa pirrað núverandi stjórnvöld, þá myndu þau bæta úr, eins og er oft gert eftir að fólk tekur við af frjálshyggju.

En þú tekur þér ekki hníf sem er í sári þess sem þú þykist vilja vernda, kippir honum upp, og nærð þér í sveðju, svo það sé öruggt að næsta lag drepi, í stað þess að græða sárið sem fyrir var.

Það liggur við Jón Ingi, eftir að hafa lesið innslag þitt, að ég skammist mín fyrir þá gjörð að hafa fyrir Hrun talað við Samfylkingarfólk eins og það væri fólk.

Samherjar í baráttunni við óvininn eina.

En ég skammast mín ekki því þá hélt ég að þið væruð fólk.

Núna veit ég betur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2013 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 446
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 385
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband