22.1.2013 | 18:09
Korteri fyrir kosningar.
Á að hífa upp fylgi ríkisstjórnarflokkanna, VinstriGræna yfir 5% og Samfylkinguna yfir 20%.
Eftir tvær skoðanakannanir í viðbót verður verðtryggingin afnumin, og eftir þá þriðju verða lán fólks leiðrétt.
Nema með því smáaletri að framkvæmd verði eftir kosningar.
En hinsvegar finnst mér fyrst að ríkisstjórnin er farin að opna budduna, rannsaka eða átaka, eða hvað þetta heitir á félagshyggjumáli, að hún ætti að láta leita uppi það fólk sem ennþá kýs VinstrGræna.
Hvort það sé ekki alltí lagi með það???
Hvort það sé ekki farið á taugum að vera svona sífellt í felum, óttast að samborgara þeirra fái vitneskju um flokkstryggð þeirra. Því engan hef ég hitt sem viðurkennir í dag að kjósa þennan flokk svika og undirferla. Og fólk sem ég hef talað við segir sömu söguna, sá síðasti sem spurðist til, flutti úr landi fyrir síðustu jól, ekki það að hann sætti aðkast, fólk er betra en það en að láta svona fötlun bitna á fólki, heldur vegna þess að hann var svo þreyttur á að biðjast sí og æ afsökunar á Steingrími og ESB fylgisspekt hans.
Allavega það er ekki hollt að vera inní skápnum til lengdar, það þekkir fólkið sem hóf baráttu samtaka 78 fyrir opnun skápa.
Þetta er þarfaverk og mun merkilegra en enn eitt loforðið sem stendur ekki til að efna.
Látum ekki sögu síðasta Geirfuglsins endurtaka sig, látum ekki síðasta kjósanda VinstriGrænna enda uppstoppaðan á safni.
Hann mætti vera lifandi.
Kveðja að austan.
Hlutur kvennastétta verður réttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 21
- Sl. sólarhring: 629
- Sl. viku: 5605
- Frá upphafi: 1399544
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 4778
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.