22.1.2013 | 14:52
Sjávarútvegurinn þarf frelsi frá braskinu.
Kvótabraskið kemur fiskveiðistjórnun og hagkvæmum rekstri ekkert við.
Það hefur leitt til ofurskuldsetningar sjávarútvegsins og leiðir til þess að megin hluti arðsins fer í vasa lánardrottna. Græðgin leiðir alltaf til þess að sá sem býður mest, eignast kvótann, og það er spilaborg sem hrynur alltaf þegar tekjur dragast saman.
Í dag eiga margir kvóta sem hafa lítið borgað í honum vegna þess að lán þeirra voru afskrifuð af stórum hluta eftir Hrun. Svo veit enginn hvort þeir geta borgað restina þegar tekjur dragast saman líkt og útlit er fyrir núna.
Kvótabraskið er næst mestu afglöp fjórflokksins á eftir EES samningnum.
Og það er tímabært að leiðrétta vitleysuna án þess að sú leiðrétting bitni á fólki sem er að reka fyrirtæki á forsendum rekstrar og hagkvæmni.
Tillögur HægriGræna virðast vera í þá áttina.
Mogginn á heiður skilinn fyrir að kynna þær.
Eins ætti hann að kynna ágætar tillögur Dögunar, og fá síðan fram umræðu um kosti og galla.
Þjóðin lifir á fiski, það er hann sem fjármagnar eyðslu hennar.
Hagkvæmni greinarinnar kemur því öllum við.
Meir af þessu Moggamenn.
Kveðja að austan.
Vilja banna framsal og veðsetningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.