Var ekki gengið að falla??

 

Kemur það ekki fram í verðhækkunum???

Nei, ekki þegar jákvæð spá er pöntuð.

Var ekki kaupið að hækka??  Kemur það ekki fram í verðhækkunum??

Nei, ekki þegar er verið að spá jákvæðri spá???

Eru ekki tekjur að dragast saman í sjávarútveginum??  Veikir það ekki gengið sem síðan leitar út í verðlagið??'

Nei, ekki þegar þarf að spá jákvætt fyrir kosningar??

 

Hefur einhver spá um hjöðnun verðbólgunnar staðist frá Hruni??

Og þar með varð mér á að spyrja eins og bjáni, eins og það sé eitthvað markmið í sjálfu sér???

 

Eins og einhver borgi fyrir rétta spá???

Kveðja að austan. 


mbl.is Spá verðhjöðnun í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sæll

Ég held að þetta gæti verið rétt ég tel mig hafa tekið eftir að öll verslun og umssýsla fyrir þessi jól var mun minni en fyr. það þorir bara engin að minnast á það Verslanir voru farnar að keyra útsölur í desember. Eina sem í raun hélt verðgildi sínu var matur því að allir borða jú eitthvað um jólin. Held að nú sé sá tími komin að fólk sé komið að þolmörkum og því lækki vísitala því að fólk einfaldlega kaupir ekkert

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.1.2013 kl. 15:30

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Það hefur verið mikil magnminnkun í mörgum greinum verslunar frá Hruni, en samt mælist verðbólga, og það mikil verðbólga.

Sumir spáðu verðhjöðnun á þeim forsendum sem þú rekur, en hún hefur einfaldlega ekki komið.  Gengisbreytingar vega þyngra, síðan leita launahækkanir án innistæðu út í verðlagið. 

Svo virðist bara hluti þjóðarinnar hafa það helv. gott og bara kaupir og kaupir.  Það er þensla í rukkun, í ferðaþjónustu, svo bötnuðu kjör sjómanna mikið við gengisfallið.

En ekki hvað síst, þá hafa vildarvinir bankanna, þessir sem skulduðu mest, fengið mikið afskrifað, og þeir halda náttúrulega uppteknum hætti, enda af hverju ekki, geta alltaf treyst á hina norrænu velferð.

Allavega tek ég ekki mark á svona spám fyrr en allir þættir eru metnir, afborganir af erlendum lánum, til dæmis áhrif LÍ bréfsins, verri viðskiptakjör og svo framvegis.

Þegar aðeins hálfur sannleikur er sagður, þá er menn ekki að segja sannleikann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.1.2013 kl. 15:54

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Spár manna um verðhjöðnun eru á rökum reistar, enda hefur orðið mikill samdráttur á einkaneyslu. Hann mælist bara því miður ekki sem vísitölulækkun, og hefur því engin áhrif á verðtrygginguna.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2013 kl. 17:28

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nákvæmlega Guðmundur, þegar tekjur aukast ekki, þá dregst magnneysla saman því menn eyða ekki meir en þeir afla.

En vísitalan mælir það bara ekki, og er því þjófatæki af svæsnustu gerð.

Og það ætti að stinga þeim inn sem mæra hana (djók en þetta er samt ekki fyndið hvernig hún fer með samfélagið).

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.1.2013 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 396
  • Sl. sólarhring: 748
  • Sl. viku: 6127
  • Frá upphafi: 1399295

Annað

  • Innlit í dag: 335
  • Innlit sl. viku: 5190
  • Gestir í dag: 309
  • IP-tölur í dag: 305

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband