Verður næsta rugl á dagskrá umræða um aðild að ESB???


Svona eftir þessa frétt sem má lesa um á Ruv.is " Börn svelta vegna fátæktar".

Þar sem segir meðal annars;

 

"Fjármálakreppan hefur haft alvarleg áhrif í Portúgal og þúsundir barna eiga í erfiðleikum með nám vegna hungurs. Yfirvöld leggja því aukna áherslu á að börn fái næringaríka fæðu í skólanum og taki jafnvel mat með sér heim.   ......

Í skólum landsins finna kennarar fyrir þeim áhrifum sem kreppan hefur á börnin. „Það leið yfir einn nemanda af hungri. Ég spurði hann hvað væri að gerast, hvort hún hefði borðað morgunmat. Hún sagði ne, vegna þess að það væri enginn matur til heima, ekki einu sinni þornað brauð,“ sagði Anabela Amaral kennari. Diana Silva námsráðgjafi þekkir fleiri dæmi um erfiðleika nemenda. „Þegar við hringjum í nemendur eða foreldra þeirra komumst við að því að ástæðan fyrir skrópi, eða því að börnin fylgist ekki með, er oft vegna fjárhagslegra erfiðleika heima fyrir. Ef nemandi fær ekki nóg að borða fylgist hann ekki nógu með í tímum.“

Yfirvöld halda skrá yfir 13 þúsund börn sem þurfa nauðsynlega á mataraðstoð að halda og þau verst settu fá mat til að taka með sér heim. „Þetta er ekki nóg fyrir okkur en þetta hjálpar,“ segir Fátima Brás, íbúi í Elvas í Portúgal. „En nú get ég í það minnsta keypt þau föt og skó sem ég þarf á að halda en gat ekki gert áður vegna þess að ég þurfti að kaupa mat.“".

 

Hér hrundi heilt fjármálakerfi, í Portúgal varð samdráttur.  

Ef Ísland hefði verið í ESB, þá væri hungurvofan farin að berja á dyr, almenningur hefði ekki í sig og á, tekjur þjóðarinnar færi í að borga út erlenda kröfuhafa útrásarbankanna.  Sem gátu verið í sinni útrás vegna regluverks ESB.

Hver sækir um aðild að hungri og neyð????   Vitfirringar, veruleikafirrt fólk???

 

Væri ekki nær að Alþingi ræddi alvarlega að veita þessu fólki hjálp, bæði læknisfræðilega og sálfræðilega.  

Er það ekki bara næsta stóra samfélagsverkefni, að hjálpa fólki að öðlast vitið sem evrutrúin hefur firrt???

Er það ekki bara mannúðarmál að hjálpa þessu fólki, og rífast ekki um kostnaðinn sem þeirri mannúð fylgir.  

Allavega yrði kostnaðurinn við aðild miklu meiri, hungur og vesöld kallar alltaf á fjármuni þeirra sem mega missa.  Betra að hjálpa í dag á meðan við getum öll misst eitthvað, áður en hin líknandi hönd ESB rústar þjóð og þjóðfélagi líkt og hún hefur gert í Grikklandi og stefnir í í Portúgal, Spáni og víðar.

 

Ef Alþingi ræðir ESB, þá skulum við vona að það verði ekki á forsendum hins vitfirrta sem sér ekki hvað er að gerast í Evrópu, og af hverju neyðin þar stafar, heldur á forsendum mannúðar þess sem vill hjálpa og linna þjáningar þeirra sem tengjast ekki veruleikanum á neinn hátt.

Nóg eigum við til af sálfræðingum og geðlæknum, sumir hverjir atvinnulausir vegna niðurskurðar hinnar norrænu velferðastjórnar, svo við ættum að geta hjálpað þeim sem eru hjálpar þurfi.

Og losnað við þessa ESB umræðu í eitt skipti fyrir allt.

 

Hjálpum þeim til að hjálpa okkur.

Kveðja að austan. 

 


mbl.is Stjórnlagafrumvarp fallið á tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Evrublindnin á sér engin takmörk. Ef við hefðum verið í ESB og evrunni þegar hrunið átti sér stað, þá hefðum við verið dæmd til eilífrar fátæktar. Nú verður athyglisvert að horfa til Kýpurs. Fámenn þjóð, bankakerfi sem fékk að blása ótrúlega mikið út og eiga mikið af náttúruauðlindum. Hvernig fer fyrir þeim á nk. árum gæti verið svipað því eins og hefði farið fyrir okkur hefðum við verið í þessum gasalega fína klúbbi sem ESB og evran er. Ætli það séu einhvers konar tengsl milli hversu ríkar þjóðir eru af auðlindum og hversu mikið bankakerfi fengu að blása út á bóluárunum? Fjármála-fasisminn er rétt að byrja.

Flowell (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 19:22

2 Smámynd: Ómar Geirsson

"Fjármála-fasisminn er rétt að byrja.", og endar aðeins á einn veg.

Og sá vegur var lagður á fjórða áratug síðustu aldar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2013 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1225
  • Frá upphafi: 1412779

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1084
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband