Já, það er húmor í þessu hjá Hollendingunum.

 

Menn eiga að kunna að geta gert grín að aðstæðum.

En það var enginn húmor í kröfum samlanda okkar í samtökunum, Já-borgum ICEsave.  

Þar er fólk sem vill fórna innviðum samfélags okkar fyrir pólitískan rétttrúnað Evrópusambandsaðildar.

Það er fólkið sem sagði, Við borgum, en átti við að samborgari þess borgaði.  Hélt að slík skylda fælist í orðinu samborgari

 

Þetta fólk vill borga, og það ætlar sér að láta náungann borga.  

Það veittist að forsetaembættinu með framboði Þóru Arnórsdóttur og það veittist að stjórnarskránni með framboði Dögunar, og það veitist að Alþingi með Bjartri framtíð um Neyð í Evrópusambandinu.

Eftir því sem fleiri fréttir berast til landsins um hungur í löndum Evrópusambandsins, því ákafar er það að skapa slíka manngerða hungursneyð á Íslandi. Það er eins og kommúnistarnir sem undu sér ekki hvíldar fyrr en landar þeirra voru hluti af þrælabúðakerfi kommúnismans.  Enda að hluta til sama fólkið eða afkomendur hinna gömlu hugsjónamanna Gúlagsins.

 

Stóri dómur þessa fólks verður kveðinn upp næstkomandi mánudag. 

Þá verður annað hvort það afhjúpað, eða sambandið sem það trúir á.  

Annað hvort verður það dæmt landráðafólk eða Evrópusambandið dæmt úr réttarsamfélagi siðaðra þjóða.  Fer þá miður góðan félagskap þriðja ríkisins sem einmitt kvað upp dóma án þess að byggja þá á leikreglum réttarríkisins, að fyrst séu sett lög, og síðan dæmt um framkvæmd þeirra.

 

Ef þetta fólk er tryggt sínum málstað, þá fagnar það landráðadómi, því hver vill að draumur sinn sé í félagsskap með þriðja ríkinu???

En sá sem hrópar Borgum, og ætlar að láta samborgara sinn borga, hann er ekki mjög heil persóna.  

Svo það er spurning um tryggðina.  Hún ristir kannski það grunnt að þetta fólk fagnar skapadómi ESB.

Að ESB verði dæmt úr samfélagi siðaðra þjóða.  Að það þurfi ekki að hafa réttarheimild til að fjárkúga þjóðir, aðeins hnefa hins sterka líkt og foringinn forðum.

 

Þetta skýrist 28. janúar.

Þegar örlagadómurinn verður kveðinn upp.

 

Án gríns??

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Vilja rafmagn upp í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég verð að viðurkenna að ég skelti upp úr þegar ég las fréttina.  Það er umtalsverður munur á skilningi okkar og Hollendinga á stöðu þessa máls.

Ég á nú svona heldur von á því að við töpum a.m.k. einhverjum hluta málsins á mánudag ef ekki því öllu einfaldlega að vegna þess að ég treysti ekki dómsstólnum. Í framhaldinu á ég svo von á að ESB-sinnar froðufelli um allan veraldarvef og heimti að farið verði strax í að semja um skuldina á eins óhagstæðum kjörum og mögulegt er, á meðan við hin reynum að berjast fyrir því að í málinu verði dæmt í héraðsdómi og þar á eftir í hæstarétti.

Er ég sá eini sem hefur áhyggjur af því að velferðarstjórnin muni strax á þriðjudag draga fram sína allra taugaveikluðustu stuðningsmenn til þess að hefja massívan hræðsluáróður og reyna að koma nýju Icesave frumvarpi í gegnum þingið áður en við náum að kjósa í vor?    

Seiken (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 13:30

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þínar áhyggjur er mín tilhlökkun Seiken.

Ég óttast ekki þann slag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2013 kl. 14:03

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Seiken mikið asskoti ertu svartsýnn maður.

Eyjólfur G Svavarsson, 21.1.2013 kl. 16:34

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Maður rétt vonar að helferðarstjórnin gefi ekki tilefni til þess að endurræsa vefsíðuna kjósum.is ... ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2013 kl. 16:40

5 identicon

Að öllu jöfnu ekki Eyjólfur.

En þegar kemur að því að treysta velferðarstjórninni þá verður hugur minn jafn svartur og dimmustu skúmaskot helvítis.

Það hefur vonandi einhver geymt afrit af skapalóni kjosum.is Guðmundur  

Seiken (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 17:04

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei strákar, núna er það sjálf alvara lífsins.

Núna verður réttað yfir þeim sem lugu, sviku, blekktu.  Og seldu þjóð sína í skuldaþrælkun ESB.

Hinn möguleikinn, fjórða ríkið, er of skelfilegur til að leiða hugann að fyrr en þar að kemur.

En það verður ekki tekist á við hann í netheimum, þá er að duga eða drepast við vörn þjóðarinnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2013 kl. 19:00

7 identicon

Megi einhver öfl hjálpa þessari þjóð ef önnur ESB-sinnuð ríkisstjórn kemst aftur til valda nk. 4 ár. Skemmdarverk þessarar ríkisstjórnar vegna eymdar á meginlandi Evrópu, einungis svo ESB-áhugi Íslendinga hverfi ekki, eru með öllu ófyrirgefanleg. Nk. 4 ár á meginlandinu verða vægast sagt döpur, a.m.k. í efnahagslegu ljósi, þannig að ef ESB-sinnuð ríkisstjórn kemst til valda, þá má búast við áframhaldandi eymd hér á landi líka. Allt skal gera til að áhugi Íslendinga hverfi ekki.

Ég vona svo sannarlega að einhverjir sérfræðingar séu að skoða þessi mál ofan í kjölinn, það er ef til vill hægt að sanna þessi augljósu skemmdarverk og það vonandi fyrir dómi.

Flowell (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 19:03

8 Smámynd: Ómar Geirsson

ICEsave málið liggur hreint fyrir, en varðandi kreppuna í Evrópu, þá svipta menn ekki heila kynslóð framtíðinni, án afleiðinga.

Menn munu ekki tala um kreppu í Evrópu eftir 4 ár, sundrung, upplausn og átök verða hið daglega brauð.

Því sálarlaus óskapnaður tókst á við kreppuna og uppsker eftir því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2013 kl. 21:13

9 identicon

Sæll.

Menn gleyma því alltaf að það skiptir engu máli hvað þessi EFTA dómstóll segir vegna þess að hann getur bara komið með ráðgefandi álit. Við eru ekki bundin af því sem þaðan kemur enda höfum við ekki afsalað okkur lögsögu í málinu.

Ef kúgararnir vilja fá bætur eða annað slíkt frá okkur verða þeir að stefna okkur fyrir héraðsdóm og það væru þeir löngu búnir að gera ef þeir héldu að þeir gætu unnið. Bretar og Hollendingar skynja glöggt við hvers konar heybrækur er við að eiga fara því þessa leið.

Fólk á ekki að gefa þessu áliti nokkurn minnsta gaum enda er það ekki papprísins virði sem það er skrifað á!

@Seiken: Ég held að þú verðir sannspár!

Helgi (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 22:04

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er algjörlega rangt hjá þér Helgi, mætti halda að þú værir farinn að taka þátt í undanhaldi samkvæmt áætlun.

Þetta er örlagadómur, augljóst ef menn hugsa um það.

Ætli ég verði ekki að finna gamla pistilinn minn þar sem ég dró upp þá sviðsmynd sem blasir við eftir dóminn.

Birti hann á morgun, lestu hann og hugsaðu nú aðeins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2013 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband