21.1.2013 | 08:31
Veruleikafirrtir stjórnmálamenn væfla um stjórnarskrá.
Á meðan heimili landsins brenna á báli verðtryggingarinnar.
Á meðan "gjöreyðing efnahagslífsins" blasir við eftir kosningar þegar vogunarsjóðir yfirtaka þrotabú gömlu bankanna.
Þessi fáráð hins algjöra vanvits geta aðeins peningar útskýrt.
Miklir peningar.
Í eigu vogunarsjóða.
En fjárfesting í stjórnmálamönnum útskýrir ekki jarmið á fundum sjálfstæðismanna þegar formaðurinn heldur tölu sína um stækkun þjóðarkökunnar eða fíflaganginn þegar fólk segist ætla að kjósa Bjarta Framtíð hinnar tæru heimsku.
Það útskýrir ekki kuldann og tilfinningaleysi okkar gagnvart hlutskipti nágrannans sem blóðsugur bankakerfisins ásækja dag og nótt.
Það útskýrir ekki að við skulum ekki hafa þann manndóm að rísa upp gegn fjárfestingu vogunarsjóðanna og taka örlög barna okkar í eigin hendur.
Að því gefnu að fólk geti ekki framvísað kvittun frá vogunarsjóðunum líkt og þeir þingmenn sem ætla að ræða stjórnarskrána þá á það sér enga afsökun.
Enga afsökun.
Kveðja að austan.
Funda í dag um stjórnarskrána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:32 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.