Það er engin þjóðarsátt nema verðtryggingin sé slegin af.

 

Hvenær ætla menn að fatta það, að skilja það.

Að eyðingaráhrif hennar verða ekki lengur liðin. 

Að fólk sættir sig ekki við tæki sem sjálfkrafa rænir það vegna verðlagsbreytinga sem koma meintri verðbólgu ekkert við.

Þetta þjófatæki hefur þegar rænt heimilin um 400 milljarða frá Hruni, hlutfallslega stærsti þjófnaður mannkynssögunnar. 

Allar kjarbætur fara strax í hít hennar, allar verðhækkanir heimsins fara í hít hennar.

Það verður ekki unað við hana lengur, og það verður ekki sátt fyrr en ránsfeng hennar er skilað.

 

Það er hin nýja þjóðarsátt.

Kveðja að austan.


mbl.is Fyrstu skref að nýrri þjóðarsátt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gleymdu þessum hugórum.

Núverandi Ríkisstjórn kemur ekki til með að afnema verðtryggingu neytendalána.

Það sem verra er, að næstkomandi Ríkisstjórn kemur ekki til að afnema verðtrygginguna heldur.

Af hverju verður verðtryggingin áfram?

Auðvaldið og lífeyrissjóðirnir stjórna þessari verðtryggingu, þessvegna breytist þetta ekki.

Kveðja frá Saudi Arabíu.

Jóhann Kristinsson, 21.1.2013 kl. 07:28

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er ekki hugarórar Jóhann, þetta er sjálfur lífsháskinn.

Þú lifir tíma að það sem hefur verið, verður ekki, að það sem er, verður ekki.

Það sem verður, er það sem kemur út úr því uppgjöri sem er framundan.

Forspá um framtíðina er aðeins byggð á öðrum þekktum átakaferlum, ekki því þjóðfélagi friðsældar sem við ólumst báðir upp í.

Sturlunga er betri spámiðill í dag en Saga 20. aldar.

Það er ekkert val fyrir elítuna að halda í verðtrygginguna, eina spurningin er hvernig hún vill fara út úr því uppgjöri.

Þess vegna þarf svona góða gæja eins og mig til að benda henni á að hún hafi ennþá tíma til að hafa stjórn á atburðarrásinni, en tímaglas hennar er að renna út, það styttist í að atburðarrásin mun taka ráðin af henni.

Og við sem nenntum að tala fyrir tómum sölum uppskerum hinn sígilda endi að fá að segja, "sögðum við ekki".

Og þó sú ánægja sé blendin þá er hún ekki hugarór.

Ég kann söguna Jóhann og þekki ferla hennar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2013 kl. 08:21

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er alshugar á þínu máli en ég óttast að elítan geti staðið í vegi fyrir velgengni heimilina og vonandi hefur þú rétt fyrir þér að verðtryggingin sé að falli komin.

En auðvitað á ekki að gefast upp, því þá fær elítan allar eignir heimilana.

Ég les þína pistla eins oft og ég get og er 100% samála þér yfirleitt svona 95% ef að ég set tölu á þetta.

Vonandi heldur þú áfram að taka upp málstað heimilana þangað til að réttlætið nær fram að ganga.

Kveðja frá Saudi Arabíu.

Jóhann Kristinsson, 21.1.2013 kl. 11:35

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er nokkuð gott hlutfall Jóhann, og sýnir alvarleik málsins því það er ekki í eðli fólks að vera mjög sammála.  Þrasið er mörgum okkar í blóð borið og mér hætti til dæmis að gera ágreining við sjálfan mig ef ekkert betra býðst. 

En maður hefur víst ekki efni á því lengur.

Ég deili alveg sama ótta og þú og orð mín um að hún verði leiðrétt, byggjast á von, ekki köldu mati á aðstæðum.

Kalt mat segir mér að átök séu óumflýjanleg, því fólk kann ekki að verjast.  Telur að mistök séu til að gera þau, en áttar sig ekki á að í stríði hafa menn ekki efni á mörgum mistökum.

Og sá kvóti er að tæmast, ef hann er ekki þegar tæmdur, hjá vörn þjóðarinnar.

Það er ekki vonin sem drífur mig áfram Jóhann, það er skylda.

Það þýðir ekkert að gefast upp, ekki þegar maður á líf sem þarf að vernda.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2013 kl. 12:31

5 identicon

Verðtryggingin tengist lífeyriskerfinu beinum böndum. Ef verðtrygging neytendalána væri afnumin með öllu læðist að manni sá grunur að margt ljótt kæmi í ljós innan lífeyriskerfisins. Öflin í landinu munu ekki leyfa það. Svo munu menn (lesist ESB-sinnar) auðvitað semja um laun langt umfram framleiðni vinnuaflsins hér svo verðbólgan verði meiri. Þá er hægt að kenna krónunni um það og auka þannig stuðninginn við ESB. Flétturnar í þessu landi eru svo hlægilega barnalegar og augljósar.

Flowell (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 19:29

6 Smámynd: Ómar Geirsson

"Flétturnar í þessu landi eru svo hlægilega barnalegar og augljósar.", nema þeim sem ganga um með lokuð augu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2013 kl. 21:18

7 identicon

flowell sér þetta! þetta er ekkert krónunni að kenna, hún er bara eins og skítug

gólfmotta sem allir skíta út á skítugum skónum. Illa með hana farið, það er auðvitað

óstjórn í peningamálum og hagstjórn sem grefur undan henni. Almenningur þarf að skilja

það. Það sem er fyndnast í þessu er að 400 milljarðarnir frá heimilum til lífeyrissjóða er

vinstri og hægri vasa pólitík, launþeginn á peningana en getur ekki nálgast þá í lífeyrissjóðskerfinu!

Svo eru þessir 400 milljarðar skuggalega nálægt þeim 500 milljörðum sem töpuðust í lífeyrissjóðunum

En hvenær ætlar launþeginn að rísa upp og hætta að láta þessa vitleysu viðgangast? Hann á peningana

í lífeyrissjóðunum en segir ekkert og gerir ekkert meðan stjórnendurnir maka krókinn og halda

sukkinu áfram.

brjánn (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 10:50

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað segirðu brjánn, hver er þessi króna??, þekki ég hana? 

Hvar á hún heima, hvernig lítur hún út???

Hún hlýtur að vera mjög öflug fyrst hún getur gert þetta án þess að hafa nokkurn þingmann, notar hún hugarafl til að framkvæma allt það sem þú bendir á??

Og hvernig stjórnar hún þér??, af hverju lætur þú allt þetta viðgangast??

Og hvað með þessa leynisjóði í lífeyriskerfinu??, hvað verður um þá fyrst að launþegar geta ekki nálgast þá??

Það er bara sjaldan sem ég hef lesið svona innslag sem hefur vakið svona margar spurningar hjá mér.  

Vonandi getur þú skýrt eitthvað málið, áður en spurningaflóðið veldur skammhlaupi í heilatetri mínu,.

Það kemur sér illa því ég þarf að nota hann þegar Dómsdagurinn rennur upp.

Svo að???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.1.2013 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 1237
  • Frá upphafi: 1412791

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1087
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband