20.1.2013 | 09:17
Rangt, það er frjálshyggjan sem skilar lægra menntunarstigi.
Búferlaflutningarnir eru afleiðing af stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem Samtök atvinnulífsins báðu sérstaklega um.
Væla núna og skæla vegna afleiðinganna eins og maðurinn í Ástralíu sem kveikti eld sem átti að brenna hús nágrannans og sér nú hús sitt í ljósum logum.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sérhæfir sig í að skera niður innvið samfélaga svo fjárbraskara fái sitt með vöxtum og vaxtavöxtum.
Afleiðingin er landflótti þeirra sem geta flúið. Til landa þar sem innviðirnir eru í lagi eða endurgjald verkkunnáttu þeirra er það hátt að fólk hefur efni á að kaupa sér þessa þjónustu af einkaaðilum.
Þess vegna er svo óumræðilega fyndið að sjá hina foringjahollu Sjálfstæðismenn jarma Me meeeee á fundum flokksins fyrir foringja sínum, sem ætlar að leysa aðkallandi vandamál þjóðarinnar með kökubakstri.
Hann ætlar bara fyrst að hundsa skuldavanda heimilanna, láta ameríska vogunarsjóði ryksuga upp eignir og tekjur þjóðarinnar og svo ætlar hann að ná jafnvægi á ríkisfjármálum eins og gert er með svo góðum árangri í Evrópu, álfu stöðugleika og vaxtar.
Hvernig heldur fólk að heilbrigðiskerfið og skólarnir verði eftir hinn 80 milljarða niðurskurð Bjarna á næsta ári???
Og hverjir fást að baka kökuna með Bjarna þegar börnin fá þriðja flokks menntun og fimmta flokks heilsugæslu???
Jafnvel ekki tær fáviska útskýrir þetta jarm sjálfstæðismanna.
En máttur frjálshyggjunnar er mikill.
Hún breytir fólki í sauði.
Kveðja að austan.
Flutningar skila lægra menntunarstigi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Ég ætla nú ekki að taka að mér að verja Sjálfstæðisflokkinn enda sá flokkur sósíalistaflokkur í minni bók en þú ferð alveg einstaklega ónákvæmlega með hugtök.
Hvernig breytir frjálshyggjan fólki í sauði? Hvernig er máttur hennar mikill?
Hérlendis var engin frjálshyggja fyrir hrun, þess vegna varð hrunið. Þú þarft að átta þig á því að hið opinbera bæði hér og erlendis beinlínis bjó til þetta hrun sem og eftirköst þess.
Hvernig skilgreinir þú frjálshyggju? Þú hlýtur að styðjast við allt aðra skilgreiningu en er viðtekin.
Helgi (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 21:54
Jæja, Helgi, hélt að ég ætlaði aldrei að finna þessa færslu, en hef ekki mátt vera að því að spjalla við þig fyrr.
Ég er búinn að skilgreina frjálshyggjuna, og þarf ekki að gera það aftur.
Varðandi sauðina þá eru þau öfl sem gera út frjálshyggjuna, öfl sem tengjast beint valdakerfi hinna ofurríku, sérhæfð í að ræna samfélög og þjóðir. Forsenda þess að það sé hægt að ræna þig er að þú eigir eitthvað. Þar með er millistéttin og smáatvinnurekendur helstu fórnarlömb innheimtustofnunar fjármálamafíunnar, AGS, og þetta er helsti kjósendahópur Sjálfstæðisflokksins.
Svo augljóst að ég hélt að það þyrfti ekki að spyrja.
Síðan er það þetta með að hér hafi ekki verið frjálshyggja fyrir hrun, rétt svo eins langt og það nær. Hugmyndafræði frjálshyggjunnar réði, og stóð fyrir reglubreytingunum ásamt því að verja auðsöfnun hinna ofurríku.
En þjóðfélagið var ekki frjálshyggjuþjóðfélag, ekki frekar en Sovétríkin voru kommúnískt þjóðfélag. Þar réðu kommar og þeir töldu sig vera að koma á kommúnisma, og þess vegna er talað um kommúnistaríki.
Hér réðu öfl frjálshyggjunnar öllu, þess vegna er talað um frjálshyggju.
En þeir gátu ekki breytt rótgróinni siðmenningu í vargöld, einn tveir og þrír, þó þeir hafi samviskusamlega lagt drög að vargöldinni og ránsskapnum.
Það fyndna er að eftir Hrun voru þeir drengir sem réttilega voru frjálshyggjumenn án málamiðlana, í hópi helstu andstæðinga ránskapar fjármálamafíunnar, reyndust þá vera heilli gagnvart þjóðinni en nokkurn tímann en hinir svokölluðu vinstrimenn.
Sem sýnir að það er ekki allt sem sýnist.
Loks varðandi þetta með hið opinbera og ábyrgð þess, þá gafst þú upp í miðri umræðu þegar þér var ljóst að þú hafðir engar staðreyndir til að vitna í til að rökstyðja mál þitt.
Og þú ættir því að sleppa því að halda þessu fram á minni síðu.
Ég veit betur, ég er ekki jábróðir þar sem menn geta bullað að vild, hvorki um ICEsave, Evrópusambandið eða orsakir fjármálakreppunnar.
Og veistu Helgi, það er alveg hægt að hafa pólitískar skoðanir án þess að þurfa að afneita staðreyndum. Slíkt gera menn aðeins í þágu hagsmuna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.1.2013 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.