19.1.2013 | 18:56
Hverjar eru þessar Raddir??
Sem kenna sig við fólk??
Fyrir hvað hafa þær barist???
Börðust þær gegn ICEsave?? Uhh, Nei.
Börðust þær gegn velferð auðmanna eftir Hrun? Uhh, Nei.
Börðust þær gegn verðtryggingunni?? Uhh, Nei.
En þær börðust gegn ríkisstjórninni sem samdi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um gjaldþrot þjóðarinnar (greiðslubyrði af lánum allt að 60%) á meðan Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórn.
Um leið og honum var skipt út fyrir VinstriGræna, án þess að ríkisstjórnin skipti um stefnu, því eins og Jóhanna fullvissaði þjóðina um á fyrsta blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar, að þá yrði efnahagsáætlun AGS hryggjarstykkið í stefnu ríkisstjórnarinnar, þá hættu hinar svokölluðu Raddir sem kenna sig við fólk, að berjast.
Baráttan snérist því um flokk en ekki stefnu.
En mikil ógn steðjar að þjóðinni, vogunarsjóðir ætla að sjúga til sín gjaldeyrirstekjur þjóðarinnar um ókomna framtíð með tilheyrandi skerðingu á lífskjörum almennings.
Efnahagleg gjöreyðing orðaði þingmaður Sjálfstæðisflokksins þann raunveruleika sem blasir við.
Og Raddir fólks sem kennir sig við fólk boðaði til útifundar, .... um stjórnarskrána.
Já, stjórnarskrána.
Og fékk þekktan stuðningsmann ICEsave fjárkúgunar breta til að halda ræðu.
Og þessir bláfátæku einstaklingar sem kenna sig við Raddir fólksins, óðu alltí einu í pening til að auglýsa þennan útifund.
Sem aftur vekur spurning um, hverjar eru þessar Raddir.
Fyrir hvað stendur þetta fólk?'
Hver réði það í vinnu??
Því ekki eru þetta menn sem tengjast almenningi sem er hrjáður af verðtryggingu og lífskjaraskerðingu frjálshyggju Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Almenningur borðar ekki stjórnarskrána, almenningur borgar ekki lánin sín með stjórnarskránni.
En til er auðfólk sem sér hag í umræðu um stjórnaskrá á meðan vogunarsjóðirnir yfirtaka bankakerfið og ræna síðan almenning inn fyrir hold og bein. Það á líka pening til að kosta svona fundi, til að auglýsa og borga málaliðum þóknun fyrir að dreifa umræðunni um víðan völl.
Raddir fólksins eru líklega raddir þessa auðfólks.
Það skýrir líka þögnina á meðan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur endurreisti velferð auðmanna á kostnað almennings.
Raddir fólksins eru greinilega svangir menn sem eiga erfitt með að afla matar.
Mjög svangir menn. Mjög, mjög, mjög svangir menn.
Því aðeins mikið og langvarandi hungur getur útskýrt núverandi vinnuveitendur þeirra.
Það eða hungurmorð hlýtur að vera valkosturinn.
Eða hvað skýrir þennan fund??
Kveðja að austan.
Vilja að stjórnarskrármálið sé klárað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 282
- Sl. sólarhring: 818
- Sl. viku: 6013
- Frá upphafi: 1399181
Annað
- Innlit í dag: 240
- Innlit sl. viku: 5095
- Gestir í dag: 229
- IP-tölur í dag: 226
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kemur ekki á óvart að þú spyrjir þig réttmætra spurninga! Spurninga sem varða okkur öll. Hér má sjá myndir frá Dóra Sig sem varpa einhverju ljósi á það hverjar þessar raddir eru: http://www.facebook.com/photo.php?fbid=10151174348987251&set=pcb.10151174353292251&type=1&theater og svo líka hér: http://www.facebook.com/photo.php?fbid=362709893836829&set=a.362709787170173.88318.100002934649748&type=3&theater
Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.1.2013 kl. 19:54
Það má líka vera að þú sjáir einhverja hér sem tilheyra þessum röddum: http://www.facebook.com/photo.php?fbid=10151675294184128&set=a.10151675293759128.614863.691679127&type=1&theater
Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.1.2013 kl. 19:56
Erum við ekki fólk með rödd, sem ekki erum með í ESB-misnotkun á Herði Torfasyni, og hans beiskju-blindaða baráttumáli?
Fyrir hverja ert þú eiginlega að berjast: herra Hörður Torfason?
Eru brennandi jólatré ekki lengur í tísku hjá hernaðar-leiðbeinendum ESB? Hvað ætla baráttumenn ESB-klíkunnar að brenna næst? Það er búið að brenna heimilin ofan af saklausum fórnarlömbum ESB-stýrðra banka!!!
Þegar ég var unglingur, hélt ég að einungis raunverulegur eldur gæti rænt mig bæði móður og æskuheimili. Nú veit ég betur. Bankarnir hafa fundið upp nýja aðferð við að brenna húsnæðið ofan af fólki, og sundra fjölskyldum.
Ættingjar þurfa ekki lengur að deyja, til að fólk missi þá! Þannig er ísland.is í dag. Vanþróunin er sorgleg og skelfileg, hjá fjármálafyrirtækjum, embættis-kerfum, SA og ASÍ.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.1.2013 kl. 21:11
Ég hef sjaldan lesið annað eins kjaftæði og hér er sett fram, Ómar Geirsson. Þú ert aumi FLokkshundurinn að ýlfra svona ósóma og ímynda þér að þú komist upp með það.
Staðreyndin er að Raddir fólksins börðust með InDefence- samtökunum frá upphafi vega. Talsmenn Radda fólksins gengu á fund þáverandi forsætisráðherra (Geirs H. Haarde) í byrjun janúar 2009 til að vekja athygli á baráttumálum InDefence.
Raddir fólksins stóðu fyrir útifundum á Austurvelli í júní 2009 til að mótmæla IceSave. Ræðumenn á þeim útifundum voru m.a. félagsmenn InDefence!
Á útifundum Radda fólksins á útmánuðum 2009 voru settar fram kröfur um að afnema bæði verðtrygginguna og kvótalögin!
Barátta Radda fólksins hefur ævinlega snúist um réttlæti og sanngirni fyrir íslenskan almenning - eitthvað sem rugludallar eins og þú vita greinilega ekki hvað er.
Svona skítaskrif, eins og þú ástundar, dæma sig sjálf.
N1 blogg, 20.1.2013 kl. 00:30
Hissa að þú, Hilmar Þór, fáir að hanga inni í Moggablogginu 1 sekúndu lengur. Það voru ekki allar raddir fólksins að berjast gegn ICESAVE, bara svo villuskrifin komi fram.
Elle_, 20.1.2013 kl. 00:44
Þorvaldur Gylfason var 1. ræðumaður og hann var ekki að berjast gegn kúguninni ICESAVE. Þorvaldur Gylfason er enn 1. ræðumaður og hann er enn ekki að berjast gegn ICESAVE. Þorvaldur sagði það hollt fyrir okkur að borga ICESAVE.
Elle_, 20.1.2013 kl. 00:55
"Hissa að þú, Hilmar Þór, fáir að hanga inni í Moggablogginu 1 sekúndu lengur", skrifar nafnleysinginn (hann, hún. það) Elle_. Hvaða fyrirbæri er annars "Elle_"? "Óháður og óflokksbundinn kjósandi og styð enga pólitíska flokka. Get ekki þolað forsjárhyggjupólitík sem ætlar að hafa vitið fyrir fullorðnum mönnum. Vil beint lýðræði, ekki flokka- og foringjaræði. Vil efla vald forsetans og halda synjunarvaldi hans."
Og þá á auðvitað að byrja á því að henda þeim út úr umræðunni sem eru ekki Elle_ þóknanlegir!
N1 blogg, 20.1.2013 kl. 01:24
Svo þykistu vera klár og kennir Ómar við Sjálfstæðisflokkinn.
Raddirnar og skítaskrifarinn þú, mættuð líka skilja að þjóðin bað aldrei ALDREI um nýja stjórnarskrá. Þorvaldur og FLokkur Össurargengisins (þar með talinn Eiríkur Bergmann og Vilhjálmur Þorsteinsson, allt Brussel og ICESAVE dýrkendur), vilja eyða gömlu stjórnarskránni svo þau geti troðið okkur óviljugum inn í Brusselveldið og bannað kosningar um milliríkjasamninga (111. gr. líkl.) eins og ógeðið ICESAVE. Það yrði þannig alræði stjórnmálamanna.
Elle_, 20.1.2013 kl. 01:38
Af hverju skrifar N1 ekki undir réttu nafni?
Ef N1 heitir Hilmar Þór af hverju notar hann ekki sitt eigið nafn?
Skammast Himar Þór (ef það er rétta nafn N1) sín fyrir nafnið eða mástaðinn sem hann skrifar um?
Kveðja frá Saudi Arabíu
Jóhann Kristinsson, 20.1.2013 kl. 04:56
Blessuð Rakel.
Innan um er fólk sem vill vel en dómgreind þess er sorgleg, að láta níðinga fjármagnsins útbúa handa sér bein og elta það niður á Austurvöll.
Þú manst að ég sagði þér frá spænsku myndinni um konurnar í spænska borgarstríðinu, sem trúðu að þær voru að berjast fyrir betri framtíð, betra samfélagi, betri Spán. En þær töpuðu vegna alls þess ágreinings sem valdinu tókst að skapa með svona beinum. Og það voru karlarnir sem létu spila með sig, og þar vó þyngst annarlegir hagsmunir kommúnista sem hiklaust fórnuðu byltingunni að skipan Stalíns.
Myndin hét Libertarias og það má sjá hana á þessum tengli.
Ómar Geirsson, 20.1.2013 kl. 08:48
Blessuð Anna, þeir eru bara svangir, það skýrir svo margt.
Það skýrir þjónkun þeirra við valdið sem brennir húsnæði ofan af fólki.
Eða vanþroski, veit það ekki, skiptir ekki máli.
Það skiptir ekki máli á hvaða forsendum menn vinna fyrir peningavaldið, það er alltaf rangt, sama hvaða réttlætingu menn gefa sér.
Takk fyrir innlitið Anna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2013 kl. 08:52
Blessuð Elle, vertu ekki að ergja þig á Skrám, núna er hann kominn í vinnu hjá N1 og þarf að skila sínu verki eins og aðrir starfsmenn þess auðhrings.
Allir þurfa að lifa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2013 kl. 08:54
Blessaður Jóhann.
Skýringin er öllu praktískari og heitir skortur á umburðarlyndi fyrir Hilmari.
Hann virðist eitthvað fara í taugarnar á umsjónarmönnum Moggabloggsins, skil ekki af hverju.
Allavega fannst mér Skrámur skemmtilegur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2013 kl. 08:56
Viltu bara ekki kannast við eigin lygi Ómar minn, í stað þess að hlaupa frá henni út og suður - vestur og austur?:
Börðust þær gegn ICEsave?? Uhh, Nei. = lygi
Börðust þær gegn velferð auðmanna eftir Hrun? Uhh, Nei. = lygi
Börðust þær gegn verðtryggingunni?? Uhh, Nei. = lygi
Viðurkenndu heimsku þína og fáfræði og reyndu að hugsa áður en þú skrifar!
N1 blogg, 20.1.2013 kl. 10:01
Hilmar, ég nenni ekki að tala við úbú frá Bjarna Ben, ef þú vilt að ég virði þig viðlits þá skaltu láta Skrám koma, fyrir utan að vera sniðugur, þá hafði hann ekki selt sálu sína.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2013 kl. 10:33
Er þér eitthvað illa við talsmann meðalhófs í þjóðarmorðum Ómar minn?
N1 blogg, 20.1.2013 kl. 11:11
Nei, svo sem ekki meir en aðra í þeim bransa.
En ég nenni ekki að elta ólar við þá sem hafa selt húsbændum Bjarna sálu sína, þeir eru óværa sem kalla á lúsarkamb.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2013 kl. 11:36
Ert þú að halda því fram að ég hafi "selt húsbændum Bjarna sálu mína" Ómar? Er ekkert lát á óráðshjalinu í þér?
N1 blogg, 20.1.2013 kl. 12:20
Já.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2013 kl. 12:52
Viltu ekki rökstyðja það gæskurinn?
N1 blogg, 20.1.2013 kl. 13:11
Sú virðing sem ég sýni þér með þessari fullyrðingu stafar af væntumþykju minni til eins af hliðarsjálfum þínum, Skráms, sem er skemmtilegur fýr.
Þess vegna kaus ég að ætla þér sálarsölu en ekki einfeldningshátt eins og Hamsun kaus á sínum tíma þegar hann réttlætti samstarf sitt við erlent ógnarafl.
En þú mátt svo sem alveg velja Hilmar, hvort þú þykist ekki hafa frétt af árás erlendra fjármálaafla á íslensku þjóðina og hvað þessi öfl ætla sér með íslensku þjóðina.
Að þú hafir bara skroppið niður af fjalli og séð Jóhönnu eiga í basli við íhaldið með stjórnarskrána.
Þú um það, þú ræður hvað þú lítillækkar sjálfan þig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2013 kl. 13:25
Enn og aftur rukka ég þig um röksemdir er ekki innihaldslaust röfl gæskurinn. Hvað hefur þú fyrir þér í því að ég hafi "selt húsbændum Bjarna sálu mína" Ómar?
Ps. Palli (Skrámur) mun koma með að hrella FLokksdóna fyrr en seinna.
N1 blogg, 20.1.2013 kl. 13:38
Ææ, æ, viltu vera einfeldningur, finnst þér það virkilega skárra??
Þú spyrð um rök, ætli þeim hafi ekki öllum verið svarað síðla árs 1945 og svo 1946 þegar réttað var yfir fólki sem vann með erlendu ógnarafli að eyðingu þjóða sinna.
Það er sama hvað rök þetta fólk notaði til að réttlæta gjörðir sínar, það vann með árásarliðinu.
Það er sama hvað stjórnskráarmálið er gott og gilt, sem það er reyndar ekki, þá ert þú að vinna með ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir. Þetta er hennar mál, hennar vinnubrögð sem þú ert að styðja.
Og ef þú þykist ekki vita fyrir hverja Jóhanna og Steingrímur starfa, þá ertu að reyna að setja nýtt met í einfeldningshætti Hilmar.
Og veistu, ég er ekki heimsmetabók Guinness.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2013 kl. 13:52
Það er þá eitthvað nýtt að ég sé að vinna með fjórFLokknum gæskur! Ég er að vinna með þjóðinni - Íslendingum sem kusu um nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þú manst eftir þjóðaratkvæðagreiðslunni Ómar, er það ekki? Nú liggur það fyrir, sem reyndar hefur alltaf verið augljóst, að fjórFLokkurinn kærir sig ekki um að þjóðin hafi neitt um nýja stjórnarskrá að segja.
"Norræna velferðarstjórnin" ætlaði sér aldrei áfram með málið. Allt tal um annað er sýndarmennska. Þau ætla sér hins vegar að nota stjórnarskrármálið í pólitískum hrossakaupum við framsókn og FLokkinn. Ég kýs lýðræði ofar flokksræði, ég berst fyrir nýju Íslandi í stað þess að ríghalda í það gamla eins og mér sýnist þú gera gæskurinn.
N1 blogg, 20.1.2013 kl. 14:33
Já, auðvita eiga hagsmunir ykkar óvart samleið, þú ert á þínum eigin vegum Hilmar, að berjast við hvað??
Gegn fjórflokknum með því að vinna með Jóhönnu Sig??
Gegn vogunarsjóðunum með því að boða til fundar með Illuga og Þorvaldi um stjórnarskrána.
Vegna þess að þú kýst lýðræði ofar flokksræði.
Í hvaða heimi ertu Hilmar fyrst þú ert ekki í Stundinni okkar??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2013 kl. 15:04
Úr því við erum farnir að skiptast á skoðunum gæskur, hvernig væri þá að þú svaraðir nú einfaldlega eftirfarandi:
Viðurkennir þú að eftirfarandi staðhæfingar þínar séu rangar:
Börðust þær gegn ICEsave?? Uhh, Nei.
Börðust þær gegn velferð auðmanna eftir Hrun? Uhh, Nei.
Börðust þær gegn verðtryggingunni?? Uhh, Nei.
Þú hlýtur að skilja að jafnvel Austfirðingar geta ekki byggt málstað sinn á lygi. Ef þú ert ekki maður til að viðurkenna að hafa haft rangt fyrir þér með þessum staðlausu staðhæfingum ber eftirleiðis að skoða skrif þín í því ljósi.
N1 blogg, 20.1.2013 kl. 15:36
Það er gott að þú skulir sjá Hilmar að þér fer ekki vel að leika einfeldning og ekkert mál að skiptast á skoðunum fyrst að þetta með sálarsöluna er frá.
Varðandi ICEsave var ég ekki var við Raddir "fólksins" í þeirri varáttu, og var ég þó mjög invinklaður í þá baráttu. Sé enda ekki samhengið við þá baráttu og ræðumenn eins og Þorvald Gylfason, Gylfa Magnússon, Láru Hönnu Einarsdóttir eða Katrínu Oddsdóttir. Þið hafið örugglega minnst á ICEsave einhvern tímann, en að þið hafið sett það mál á nokkrum tímapunkti á oddinn, það er fyrir utan mitt minni.
Leiðréttu þá það minni Hilmar en svarið er einfalt Nei.
Ég man ekki að þið hafið barist gegn ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir en það er sú stjórn sem endurreisti velferð auðmanna. Tunnurnar felldu hana haustið 2010, íhaldið kom til bjargar, en ykkar lóð hafa þá verið í öðrum heimi, kannski í Stundinni okkar??? Svarið er því Nei.
Hvenær hafið þið barist gegn verðtryggingunni?? Var það þess vegna sem þið fenguð þekkta talsmenn hennar til að tjá sig á fundum ykkar???
En ef þú telur annað, komdu þá með sögu sem stenst raunveruleikann Hilmar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2013 kl. 17:07
Það er sjálfsagt mál að leiðrétta rangfærslurnar þínar Ómar minn:
#23 – Laugardagur 14. mars
Samtökin Raddir fólksins, undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu, standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 14. mars. Þetta er 23. vika útifundanna og 29. fundurinn á Austurvelli.
Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki Íslendinga sem blöskrar aðför bankastjórna, fjárglæpamanna og stjórnmálamanna að sjálfstæði þjóðarinnar.
Kröfur samtakanna eru skýrar:
Ræðufólk dagsins er:
Fundarstjóri: Gunnar Sigurðsson
#24 – Laugardagur 20. júní
Samtökin Raddir fólksins, undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu, standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 20. júní. Þetta er 24. vika útifundanna og 30. fundurinn á Austurvelli.
Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki Íslendinga sem blöskrar hlutdeild banka, fjárglæpamanna, stjórnmálamanna og eftirlitsstofnanna ríkisins í efnahagshruni þjóðarinnar.
Kröfur samtakanna eru skýrar:
Ræðufólk dagsins er:
Andrea Ólafsdóttir, stjórnarkona í Hagsmunasamtökum Heimilanna
Jóhannes Þ. Skúlason, sagnfræðingur og grunnskólakennari
Fundarstjóri er Hörður Torfason.
Laugardagur 27. júní
Samtökin Raddir fólksins, undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu, standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 27. júní kl. 15:00. Þetta er 25. vika útifundanna og 31. fundurinn á Austurvelli undir merkjum samtakanna.
Ítrekað er að Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki Íslendinga sem blöskrar hlutdeild banka, fjárglæpamanna, stjórnmálamanna og ríkisstofnanna í efnahagshruni þjóðarinnar.
Kröfur samtakanna eru skýrar:
Ræðumenn dagsins eru:
Fundarstjóri er Hörður Torfason. (http://raddirfolksins.info/)
Ég vann náið með InDefence-samtökunum 2009 og 2010 og tók m.a. þátt í blysförinni á Bessastaði. Ekki minnist ég þess að hafa orðið var við þig gullið mitt.
Ef þú ert ærlegur maður þá biðst þú afsökunar á staðleysunum og bullinu sem þú hefur klifað á. Ef ekki þá situr þú uppi með æruleysið.
N1 blogg, 20.1.2013 kl. 18:37
Ásthildur úr VG er þarna í 1. linknum að ofan (no. 1) og ýtir þar með undir pistil Ómars. (Og minni á að Helgi Áss settist seinna við hlið Steingríms og vildi ICESAVE). Planið og ætlunin mikla var að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn.
En á þessum sömu nótum hagar Hilmar Þór Hafsteinsson sér í Moggablogginu, leggur menn, sem hann heldur að gætu kannski verið í Sjálfstæðisflokknum, í ógeðslegt einelti: Núna eru það Ómar Geirsson, Páll Vilhjálmsson, hvorugur í Sjálfstæðisflokknum; Halldór Jónsson og enn Halldór Jónsson, Jón Ríkharðsson og guð einn veit hverjir líka. Þessvegna ætti að loka manninn úti (og mér sýnist að blogginu hans hafi verið lokað nokkrum sinnum og hann gangi alltaf aftur undir öðru heiti). Það á ekki að líða einelti.
Elle_, 20.1.2013 kl. 19:44
Elle_, 20.1.2013 kl. 19:44: Vitleysingurinn Elle_ enn við sama heygarðshornið. FLokkurinn er búinn að leggja landsmenn í einelti áratugum saman og fíflið kvartar undan því að ég bendi á nokkra FLokksdóna!
N1 blogg, 20.1.2013 kl. 20:05
Ha, ha ha ha, af hverju ertu að koma svona upp um þig Hilmar.
Sérðu ekki dagsetningarnar á þessum fundum, hvenær þessi meinta barátta ykkar gufaði upp?? Og sást aldrei aftur.
Og ræðumennirnir sem þú vitnar í, þetta er fólk sem var á móti afarkostum Svavars samningsins, en sveik lit á einhverjum tímapunkti.
Baráttan á móti verðtryggingunni?? Er það Hjálmar Sveinsson??? Þórður og Andrea í orði, en þegar á reyndi, þá komu þau stjórnvöldum til bjargar á ögurstundu ríkisstjórnarinnar, svo hún lifði af.
Eina sem var rétt hjá þér er að þú varst alltaf heill í ICESave, og met ég það mikils. En Hörður missti sig í tuð út af einhverju fortíðarrugli þegar seinni ICEsave bylgjan gekk yfir.
Þið sáust aldrei meir, hvorki í ICESave, eða þegar tunnurnar voru næstum því búnar að fella ríkisstjórnina. Hefðu hugsanlega gert það ef þú hefðir verið eina Röddin.
Málið er það Hilmar að þið föttuðu ekki umskiptin sem urðu þegar VG sviku. Þið festust í fortíðartuði þegar sótt var að þjóðinni í nútíð. Og í stað þess að hafa vita á að láta ykkur hverfa, þá dúkkið þið upp núna þegar Steingrímur getur haft smá not af ykkur.
Og þú kannt ekki að skammast þín, þykist vera á móti kerfinu og þess vegna ertu að þessu brölti.
Ef þú ert á móti fjórflokknum þá berstu á móti vogunarsjóðunum, þá berstu gegn fyrirhugaðri skuldaþrælkun þjóðarinnar.
Þú ert eins og maðurinn, sem var ekki til, sem sagði í miðju umsátrinu um Sarajevo, "hey strákar, núna yfirgefum við skotgrafirnar, förum í verkfall, við fengum ekki kaffitíma í síðustu viku".
Og það er engin afsökun Hilmar að þú ert svangur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2013 kl. 21:10
Ef þið farið inn í linkana, Ómar, fyrir Halldór Jónsson og Jón Ríkharðsson, takið eftir appelsínugula logo-inu. Hef verið að taka eftir þessu sama logo-i lengi út um allt og kemur fram fyrir fjölda, fjölda nafna, nokkra sem hafa verið lokaðir út úr Moggablogginu. Logo-ið kom ekki fram í síðum Halldórs og Jóns fyrr en eftir að síðu svokallaðs Hilmars Hafsteinssonar var lokað fyrir skömmu.
Nún er ég farin að stórlega efast um að maðurinn heiti nokkuð Hilmar Þór Hafsteinnsson, eins og samt kemur fram í höfundarsíðu 'N1-bloggsins' sem hann notar núna. Það er þá enn verra en bara eineltið, ef maðurinn opnar bloggsíður í nafni annarra og lætur eins og dólgur undir þeirra nafni. Það væri þá væntanlega orðið lögreglumál.
Undir þessum nöfnum hefur 'maðurinn' í það minnsta skrifað:
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 14:51
http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/entry/868753/
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 17:14
http://jonsullenberger.blog.is/blog/jonsullenberger/entry/953173/
http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/entry/1000668/
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 10:00
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/874608/
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 08:22
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1036791
Elle_, 20.1.2013 kl. 21:21
Ómar Geirsson, 20.1.2013 kl. 21:10: Þú kannt ekki að skammast þín Ómar. Að þessu leytinu samsvarar þú prýðilega FLokkshyskinu - týndur í eigin sjálfi - ónæmur fyrir rökum og sannleika. Svínin urðu að mönnum og mennirnir að svínum. Velkominn til Valhallar fíflið þitt.
N1 blogg, 20.1.2013 kl. 21:32
Ef allt þetta er lagt saman; innslög N1 á blogg annarra, hans eigið blogg og að lokum innslag Elle nr. 32, er erfitt að mínu mati að álykta annað en að bloggarinn N1 er siðblindur, i.e. sociopath.
Toni (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 21:33
Takk fyrir það Hilmar minn.
Elle og Toni, ég held að þetta sé Hilmar, allavega kannast ég við strákinn Tuma frá því í árdaga og til þessa dags.
Og þó ég ætli ekki að afsaka orðbragð hans á nokkurn hátt, þá verður að halda því til haga að þessi færsla mín hér að ofan, fyrir utan að draga fram fáráð þess að halda fund um stjórnarskrá, þegar vogunarsjóðirnir eru korteri frá yfirtöku efnahagslífsins, að hún eitt samfellt at í Hilmari.
Og ég hefði verið ákaflega illa svikin ef hann hefði ekki látið sjá sig.
Því verður líka að halda til haga að Raddirnar reyndu og ég hef aldrei efast um einlægan vilja forsprakka þeirra. En það er þetta með ytri stýringuna sem okkur Hilmar greinir á um.
Og hann liggur undir ámæli alveg þar til hann beinir spjótum sínum frá Valhöll að stjórnarráðinu, því Valhöll var hrakin á flótta. En valdið sem öllu stýrir, og lífi hins venjulega manns ógnar, það skipti bara út, og nýir böðlar tóku upp merkið þar sem frá var horfið.
Eitthvað sem róttæklingar hafa ekki ennþá getað kyngt, nema með örfáum undantekningum.
Gleymum aldrei að vélarbrögð óvinarins eiga sér ýmsar myndir. Og fá góða drengi að berjast fyrir valdið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2013 kl. 22:28
Ómar, mér finnst þú vægur við manninn. Hvað þú skrifaðir afsakar ekki níðingsskapinn í honum. Hann var líka eins og hina. Þið voruð ekki sökudólgarnir.
Hinsvegar sættist ég alveg á að þú takir síðasta commentið mitt með öllum notandanöfnunum út, ef og eftir að maðurinn dregur níðið til baka og ekki bara að ofan, heldur líka gegn hinum, og stoppar. Hann er ekki einn um að skrifa undir allavega heitum en að nota full nöfn manna er ekki það sama.
Elle_, 20.1.2013 kl. 23:17
Hann var líka eins við hina, meinti ég nú.
Elle_, 20.1.2013 kl. 23:19
Elle, það sem þú bentir á er fróðlegt og vekur upp grunsemdir. En erfitt fyrir okkur að skera úr um.
Einnig er erfitt að stjórna þeim orðum sem menn nota til að lýsa sjálfum sér.
Ég er hins vegar ekki saklaus um að hafa ergt manninn, og það verð ég að kljást við.
Við verðum að sætta okkur við að sumu fáum við ekki breytt, en þurfum samt að halda áfram að lemja á valdinu.
Dómsdagur nálgast.
Kveðja að austan.
PS, hann er 28. janúar.
Ómar Geirsson, 21.1.2013 kl. 06:57
Þú átt lof skilið fyrir þetta blogg þitt, Ómar. Þetta hristir vonandi upp í sem flestum.
Það er ágætt að vita til þess að Íslendingar eru að opna augun í meira mæli gagnvart þeirri stórhættu sem ríkir þegar vogunarsjóðir eiga heilt fjármálakerfi. Tala nú ekki um í verðtryggðu fjármálakerfi. Um leið og þeir fá frelsi til að gera eitthvað munu þeir gera sitt besta til að verðtryggðar eignir þeirra hækki sem mest í verði. Ef til vill mætti jafnvel draga þá ályktun að svo lengi sem vogunarsjóðir eiga fjármálakerfið, þá munu ströng fjármangshöft ríkja hér. Seðlabanki Íslands hlýtur að gera sér grein fyrir þessari hættu en lausnin mun aldrei koma þaðan og ekki kemur hún frá vanþróuðum stjórnmálum okkar Íslendinga.
Safna liði? Já takk. En gera hvað með liðinu? Pottar og pönnur aftur? Það minnkar ekki vægi vogunarsjóða í fjármálakerfinu þegar næsti fjórflokkurinn tekur við völdum. Hvað er til ráða? Vakna allir Íslendingar, vakna! Í þetta sinn skulum við ekki taka ,,íslensku" leiðina á þetta og reyna að laga vandræðin þegar skellurinn hefur gerst. Nei, nú þurfum við að beita forvörnum svo að skellurinn gerist ekki, því þessi skellur gæti verið svo stór að Íslendingar missi stjórn á sínu eigin landi.
Flowell (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 07:48
Já, Flowell, það er smokkurinn sem gildir, það er hann sem hindrar smitið.
Það er ekkert flókið í því hvernig á að verjast, menn hafa varist yfirgangi í þúsundir ára og saga árangurs og árangursleysi hefur verið skráð frá því að menn muna.
Menn sameinast út frá hagsmunum og eða hugsjón.
Mitt mat er að menn tvinni þetta saman, því það þarf svo sterkt afl til að leggja að velli sjálft fjármálakerfið, og það er ekki andskotalaust, við munum ekki fá frið með okkar lausnir frá hinum stóra heimi. En það er aðeins mitt mat, sem skiptir engu í hinu stærra samhengi.
En staðreynd um hvernig sameinast heppnast er hins vegar ekki hægt að hundsa, og menn sameinast aðeins um það sem sameinar, ekki það sem sundrar, augljós hlutur sem fólkinu á móti er fyrirmunað að skilja, liggur sjálfsagt í eðli þess að vera á móti.
Og það er aðeins eitt sem sameinar ólíkt fólk, það er að verja tilveru sína, og þá ná menn aðeins saman um það sem er.
Menn verja það þjóðfélag sem er, með kostum sínum og göllum. Menn þekkja það, og þrátt fyrir allt, þykir fólki vænt um það.
Það er aðeins eitt vandamál í þessu dæmi, að þeir fyrstu stigi fram, restin er aðeins fingraleikfimi rökhugsunarinnar.
En þeir fyrstu hafa ekki stigið fram og spurt, "Hvað get ég gert?", og á meðan er ekkert sem hindrar að það verði sem verði.
Það er þannig, það bjargar sér enginn í björgunarbáta ef enginn nennir að sjósetja þá.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.1.2013 kl. 08:10
Ómar, ég óttast því miður að enginn muni stíga upp fyrr en það verður of seint. Þá fyrst munum við horfa upp á landsflótta.
Flowell (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 19:16
"Dómsdagur nálgast"(!?) - Ómar Gúrú Geirsson týndur í Austfjarðaþokunni.
N1 blogg, 21.1.2013 kl. 20:57
Blessaður Flowell, það verða ekki margir staðir til að flýja á, þeim fækkar stöðugt þeim löndum sem búa við stöðugleika.
Norðmenn verða ekki lengi eyland, því þeir búa ekki á eyju.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.1.2013 kl. 21:15
Japp, Hilmar, hefur ekki lesið blöðin.
28. janúar, hvorki meira eða minna.
Gaman að sjá að þú hafir ekki misst húmorinn í þjónustu þinni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.1.2013 kl. 21:16
Tölum saman eftir 28. janúar nk. um dómsdagslygina þína, Ómar Austfjarðagúru. Hún bætist við þinn víðkunna lygastafla!:
Börðust þær gegn ICEsave?? Uhh, Nei. = lygi
Börðust þær gegn velferð auðmanna eftir Hrun? Uhh, Nei. = lygi
Börðust þær gegn verðtryggingunni?? Uhh, Nei. = lygi
ps. Er Skrúður ekki laus til búsetu fyrir skrúðmæltan Austfirðing?
N1 blogg, 22.1.2013 kl. 09:32
Alltaf gaman að spjalla við þig Hilmar.
Bið að heilsa vinum þínum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.1.2013 kl. 10:05
Góð ábending hjá þer á aðalatriðin.
Ég las í gegnum "kommentaflauminn" hérna hjá þér og mér sýnist að þessi nafnlausi N1 sé að austan.
Það get ég mér til vegna orðs, sem hann notar um þig, og er sérstaklega notað á austfjörðum. Það er orðið "gæskur, gæskurinn"
Eggert Guðmundsson, 22.1.2013 kl. 16:20
Þú ert iðjusamur Eggert.
En við Austfirðingar segjum greyið, nema Sandvíkingar, þeir notuðu mikið orðið gæskur. Og reyndar fullt að öðrum orðum sem enginn skilur.
Hilmar er því ekki Sandvíkingur, því ég skil hann alveg ágætlega þó mér þykir Skrámur mun skemmtilegri, hann er ættaður úr Stundinni okkar.
Þannig að það passar ekki heldur, gæskur var aldrei nefndur þar á nafn.
Þannig að eina sem mér dettur í hug er að hann gæti verð Seyðfirðingur, það er ef hann er að austan.
Þeir voru alltaf dálítið sér á báti.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.1.2013 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.