Alþingi svíkur þjóðina.

 

Með tilbúnum farsa um hvað??

Stjórnarskrá!!!, orð á blaði.

Hvað gagnast það heimilum landsins, hvað gagnast það vörn þjóðarinnar gegn yfirtöku vogunarsjóðanna??

 

Hver er æra þessa fólks og sæmd sem bregst þjóðinni svona á ögurstundu í sögu hennar??

Hvernig getur það tekið þátt í svona skrifuðu leikriti þar sem fyrir fram er skipað í hlutverk "með" og "á móti".

Hvaða rétt hefur þetta fólk til að vanvirða Lýðveldið Ísland og stjórnarskrá þess með svona skrípa umræðu þegar þjóðin er að hruni komin?? 

 

Þegar þúsundir manna sæta ofsóknum dusilmanna sem fitna á neyð náungans.  Þegar þúsundir heimila ná ekki endum saman.  Þegar tugþúsundir heimila hafa verið rænd eignum sínum með þjófnaði verðtryggingarinnar.

Þá er það eina sem þingmenn gera að ásteytingarsteini er vitfirringin að ganga í ESB og níð um lýðveldið og stjórnarskrána.

 

Í stað þess að ræða vörn þjóðarinnar, ræða björgun heimilanna.

 

 "Og hvernig geta þingmenn leyft sér að fara í jólafrí, án þess alla vega, að lýsa því yfir að skuldamál heimilanna verða tekin fyrir strax eftir áramót, að það liggi fyrir að leggja algjört bann við fullnustuaðgerðum og útburði sem gildi næstu fimm árin hið minnsta og að tíminn verði notaður til að skrifa niður skuldir sem greiðslugeta er ekki fyrir án þess að heimili fólks fari í sölumeðferð. ".

 

Þessi orð voru rituð af  venjulegum manni sem lifir venjulegu lífi sem ofbýður leikhús fáránleikans við Austurvöll.  Þau voru rituð í athugasemdarkerfi í netheimum nokkrum dögum fyrir jól, þegar að hjálparsamtök vitnuðu um fátækt og neyð þúsunda og Alþingismenn viku ekki einu orði af því ástandi eða öðru sem brann á þjóðinni.

Stjórnarskrá, ESB, stjórnarskrá, ESB, stjórnarskrá, ESB.

 

Þessi vitfirring er ekki einleikin.

Aðeins mikið fjármagn fær hana skýrt.

 

Fjármagn vogunarsjóðanna.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Búast við málþófi um stjórnarskrána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rosalega er ég sammála þér

Stjónarskráin hafði ekkert með hrunið að gera og að svokölluð ríkisstjórn skuli hafa leyft sér að eyða hátt í 2 milljörðum í að gera uppkast að stjórnarskrá á tímun þar sem þúsundir standa í biðröð eftir mat hjá hjálparstofnunum . 

Núna er ljóst að Landspítalinn verður óstarfhæfur vegna manneklu eftir örfáar vikur , vill frú Jóhanna ræða það nei stjórnarskrár málið skal hafa forgang á allt annað

Frumvarp sem okkur helstu lögspekingar gera verulegar athugasemdir við .

sæmundur (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 09:56

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er nokkuð ljóst að ég fer ekki að gera mér ferð í sendiráðið í ósló til að taka þátt í alþingiskosningum.Ef að verður þjóðaratkvæðagreiðsla um þessa stjórnarskrá fer ég að sjálfsögðu til að segja NEI og eins til að segja JÁ ef verður kosið um afnám Verðtryggingar.Annars ekki.

Jósef Smári Ásmundsson, 19.1.2013 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 436
  • Sl. sólarhring: 731
  • Sl. viku: 6167
  • Frá upphafi: 1399335

Annað

  • Innlit í dag: 368
  • Innlit sl. viku: 5223
  • Gestir í dag: 339
  • IP-tölur í dag: 334

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband