Rík þjóð í tilvistarkreppu.

 

Borgar 80 milljarða í vaxtavasa fjármagnseiganda á sama tíma og hleypir heilbrigðiskerfi sínu yfir ystu nöf. 

 

Hún tók það svo nærri sér hvað þessir fjármagnseigendur töpuðu miklu á bankahruninu og vill gera allt sem hún getur til að lina þjáningar þeirra. 

Hún er meira að segja tilbúin að fórna kerfinu sem linar þjáningar fólks til að fjármagnskerfið nái sem fyrst fyrri styrk.  

Hún hefur líka miklar áhyggjur af vogunarsjóðunum, að þeir fái ekki fjárfestingar sínar í skuldum hinna föllnu banka hundraðfalt til baka.  Ætlar þess vegna að fórna lífskjörum sínum og velmegun svo þeir beri ekki skarðan hlut frá borði.

 

Því íslenska þjóðin var einu sinni þjóð meðal þjóða, átti milljarðamæringa sem skruppu á þyrlu út í sjoppu, fóru í einkaþotum milli landa, og gerðu sig gildandi meðal hinna ofurríku út í hinum glansandi heimi auðs og valda.

Þá var hún stolt af sínum mönnum.

 

Og hún þráir þessa tíma aftur.

Er tilbúin að leggja allt sitt í vasa fjármagnsins svo þessi glæsti tími Séð og Heyrt komi aftur.

 

Skítt með heilbrigðiskerfið, skítt með lífskjörin, skítt með framtíða barnanna.

Glansímyndina sama hvað hún kostar.

 

Þess vegna er Sjálfstæðisflokkurinn með 41% fylgi, Samfylkingin með 32% fylgi, og flokkurinn sem leysti Sjálfstæðisflokkinn af í ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, VinstriGrænir með 7%.

Samtals gerir þetta 80% fylgi hjá flokkunum sem sömdu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um endurreisn dýrð auðmannatímabilsins og slíkt ofurfylgi lýgur ekki til um þrá þjóðarinnar eftir hinum glæsta tíma þegar við voru þjóð meðal þjóða.

 

Við erum rík þjóð í tilvistarkreppu sem mun senn ljúka.

Kveðja að austan.


mbl.is „Erum komin út á ystu nöf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkining með 32 % fylgi ???

Hvaða blöð lest þú ?

Vandamálið hjá heilbrigðiskerfinu er að síðan 2002 hefur það verið svelt. Núverandi velferðastjórn hefði átt að eyða ESB milljörðunum í að gera kerfið betra.

Þá hefði kannski Samfylkingin 32 % fylgi.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 08:31

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Voru það ekki 19 % sem fóru á Samfylkinguna...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.1.2013 kl. 08:37

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Er þetta ekki einfalt reiknisdæmi, 19 +13= 32.  Það eina flókna var að finna jafnt og takkann á tölvunni.

Kveðja að austan.,

Ómar Geirsson, 19.1.2013 kl. 08:40

4 identicon

Ekki eru allir nógu sjálfstæðir í hugsun til að sjá trixið hjá samfylkingu að stofna nýjan flokk, með eigin augum ;o)

Geir (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 08:15

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er spurning Geir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2013 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 556
  • Sl. sólarhring: 647
  • Sl. viku: 6287
  • Frá upphafi: 1399455

Annað

  • Innlit í dag: 474
  • Innlit sl. viku: 5329
  • Gestir í dag: 435
  • IP-tölur í dag: 428

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband