19.1.2013 | 07:52
Ögmundur vill ræða margföldunartöfluna.
Er búinn að gleyma hvað tveir sinnum tveir eru.
Nýtir ráðherrarétt sinn til að fá ókeypis kennslu þar um.
Mun sjálfsagt halda öðru fram en honum verður kennt, vísar þar örugglega í pólitísk rétttöflunarfræði þar sem tveir sinnum tveir eru jafnt og Rétt útkoma með stóru Erri.
En rétthugsun breytir aldrei staðreyndum, yfirgnæfandi hópur fólks sem flakkar á milli landa undir yfirskyni þess að vera pólitískir flóttamenn, er fólk í leit að betra lífi. Og lái það því svo hver sem vill.
En á meðan eykst vandi raunverulegra flóttamanna.
Þeir daga uppi.
En ráðherra er ekki að hugsa um þá.
Heldur ímynd sína.
Þess vegna mun hann kenna þegar honum á að vera kennt.
Og á meðan eykst vandi hinna raunverulegu flóttamanna sem sæta ofsóknum hinnar pólitísku rétthugsunar.
Þeir eiga fáa vini.
Kveðja að austan.
Kallar forstjóra Útlendingastofnunar á teppið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 33
- Sl. sólarhring: 631
- Sl. viku: 5617
- Frá upphafi: 1399556
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 4790
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.