18.1.2013 | 18:55
Mikill er máttur ESB.
Á Íslandi.
Það getur keypt 13% fylgi án þess að kosta öðru til en að ráða nokkra skemmtikrafta.
Segja svo ekkert, og útkoman er þriðji stærsti flokkur landsins.
Hver segir svo að ekki sé hægt að kaupa lýðræði???
Kveðja að austan.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur - Björt framtíð í þriðja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 132
- Sl. sólarhring: 612
- Sl. viku: 5716
- Frá upphafi: 1399655
Annað
- Innlit í dag: 113
- Innlit sl. viku: 4877
- Gestir í dag: 112
- IP-tölur í dag: 112
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og VG með 7%. Það skyldi þó aldrei vera að það tækist að koma þeim undir 5% þröskuldinn?
En ætli það komi ekki að því að Guðmundur neyðist til þess að opna munninn? Og þó veit maður ekki, hvaða blaðamaður ætti svo sem að spyrja drenginn út í efnahagsáætlun bjartrar framtíðar. Það yrðu að minnsta kosti stuttar samræður.
Seiken (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 19:13
Bíddu nú við,hvernig getur þú varpað þessu fram án þess að sanna það? Það virðist vera áhrifamest í dag að segja sem minnst, allavegana hafa þeir sem gasprað hafa mest, ekki haft mikið að segja nema þá að upphefja sig á kostnað andstæðingsins
thin (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 20:17
Blessaður thin.
Það er hægt að benda á þyngdaraflið og nota það sem rök fyrir því að þú fallir til jarðar, þegar þú hendir þér fram af kletti. ´Án þess að koma í hvert skiptið með stærðfræðilega sönnun á tilvist þess.
Ég hef pistlað um Bjarta framtíð, og fært rök fyrir eðli flokksins, geri það eðli málsins ekki í hvert skipti sem ég minnist á flokkinn.
Það eina sem er stílfært í þessari færslu, er þetta með skemmtikraftana, þeir eru til staðar, en flestir eru nú bara flatir í Birtunni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.1.2013 kl. 21:09
skiptir það nokkuð máli hvaðan gott kemur - þeir eiga sennilega mitt atkvæði
Rafn Guðmundsson, 18.1.2013 kl. 22:31
Sæll.
@1: Vonandi detta Vg undir 5%, það væri hið besta mál enda flokkurinn búinn að valda hrikalegum skaða. Einnig þarf að hreinsa til innan stjórnar LV og HA þarf að fara - hann er ómögulegur.
Fylgið hlýtur að rjúka af flokknum hans Guðmundar þegar hann opnar munninn enda er hans eina stefnumál að sitja áfram á þingi.
Helgi (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 22:51
hvað er LV og HA
Rafn Guðmundsson, 18.1.2013 kl. 22:56
þeir boða ný vinnubrögð á alþingi
fólk er ekki beint sátt við vinnubrögðin þara einsog er
Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2013 kl. 00:03
Blessaðir félagar og takk fyrir innlitið.
Seiken, þú reiknar sem sagt með að eitthvað verði sagt??
Helgi, ef það væri nú bara svo gott, þá mætti hann fara inn mín vegna á atkvæðum Rafns og Sleggjunnar.
Rafn, það má deila um þetta góða en atkvæði þitt til Guðmundar staðfestir eiginlega þau orð sem thin minn gamli bloggvinur dró í efa.
Blessuð Sleggja mín, langt síðan þrumuhljóð þín hafa heyrst á þessari síðu. Það er rétt að fylgið á sér sínar skýringar, en það afsakar ekki kaup ESB á lýðræðinu. Þá á ég ekki við að ESB reyni að kaupa, heldur að hluti þjóðarinnar sé tilbúinn að selja.
Spurning hvort menn ættu ekki sjálfkrafa að missa kosningaréttinn við þá gjörð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.1.2013 kl. 08:51
ég hef allavega ekki fengið neitt frá ESB
skemmtileg sýn á heiminn ómar
áhugavert
Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2013 kl. 21:14
Blessuð Sleggja mín.
Er ekki ráð að senda reikninginn??, þú gætir hafa gleymst!!!
Bara smá djók, þó ég sé farinn að efast um fattara þinn fyrst þú aðhyllist innantóma froðu, annað að tveggja ætti að kveikja á aðvörunarljósum hjá þér.
Það er liðin tíð að silfur skipti um hendur, þykir of þungt í vöfum í stærðum nútímans. Í dag móta hagsmunur valkost, eða tæki fyrir sína hagsmuni. Það er séð til þess að peningar streymi í þennan valkost, almennari áróður er látinn falla saman, hagur fólks sem vinnur að framgang mála er tryggður og svo framvegis.
Þetta var æpandi fyrir framan nefið á okkur í aðdraganda hrunsins, þegar ungliðadeild Sjálfstæðisflokksins var eins og lagði sig komin í vinnu hjá Björgólfi, málflutningur "frjálsræðisins" fór algjörlega saman við hagsmuni hins nýja fjármagns, það var byrjað að skipta út stjórnmálamönnum sem tilheyrðu hinu gamla fjármagni og svona má lengi telja.
Ískrið sker ennþá meir í eyru varðandi Bjarta Framtíð, sjaldan hefur markaðstæknin verið nýtt betur við að markaðssetja umbúðir án innihalds.
Þetta eru staðreyndir, vitiborið fólk rífst ekki um þetta. Rætnin hjá mér er að tengja þetta við Samfylkinguna, en Björt Framtíð snýst um sjálfa sig.
Samfylkingin er flokkur með sínum kostum og göllum, en Björt framtíð er ekkert, nema þá mælitæki á heilastarfsemi fólks. Ofsalega margir afhjúpa sig með stuðningi sínum við hana, ég er ekki þá að tala um krakkana sem veita hana athygli út af umbúðunum, heldur fólkið sem þykist vera á móti.
En hvað um það Sleggja mín.
Gaman að heyra í þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2013 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.