18.1.2013 | 17:00
Hvenær verður næsta óvissustig???
Vegna niðurskurðar??
Vegna þess að það tekst ekki að manna spítalann???
Vegna þess að þjóðin notar margfalda upphæð í vaxtagreiðslur sýndarfjármagnsins en rekstur Landspítalans???
Svarið við spurningunni er mjög einfalt.
Styttra en fólk grunar.
Þökk sé ríkisstjórninni sem sló skjaldborg um fjármagn og fjármagnseigendur og situr núna í skjóli Bjartrar framtíðar og Dögunar.
Skyldi það vera tilviljun að stjórnarskráin sé málið sem allir ræða í dag??
Kveðja að austan.
Óvissustigi lýst yfir á Landspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 463
- Sl. sólarhring: 711
- Sl. viku: 6047
- Frá upphafi: 1399986
Annað
- Innlit í dag: 419
- Innlit sl. viku: 5183
- Gestir í dag: 405
- IP-tölur í dag: 400
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hlýtur að vera Sjálfstæðiflokknum að kenna.
Allt sem hefur farið illa hjá þessari ríkistjórn er honum að kenna.
Við völd hér sitja kommar og ekki von á góðu. Sem betur fer með hækkandi sól munum við kjósa þetta lið af þingi.
Það hefði átt að sjá villu sína og farið sjálft.
Það hefði þó haldi reisn sinni með því
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 17:16
"Styttra en fólk grunar" er sennilega rétt en að trúa því að xD/xB hefðu gert betur eða komi til með að gera betur er óskhyggja
Rafn Guðmundsson, 18.1.2013 kl. 17:42
Rafn.
Þess vegna að kjósa eitthvert annað framboð !
Samfylking og VG fengu séns. þeir eyddu miljörðum í vonlausa umsókn í ESB. Ekki hefðu xB/xD gert það !
Hefði ekki verið betra að láta LSH njóta þess fjármagns ?
afb (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 17:55
Það eru hverfandi líkur á að þetta lið verði kosið af þingi og hvernig sem allt veltist mun þjóðin sitja uppi með "ríkisstjórnina" eftir næstu kosningar rétt eins og áður.
Það hefur stundum verið talað um það sem skort á lýðrðislegum þroska hjá íbúm Bandaríkana að hátt í helmingur þeirra nenni ekki á kjörstað en sannleikurinn er sá að þetta er skinsemi. Þeir eru fyrir löngu búnir á átta sig á að þeir koma til með að sitja uppi með ríkisstjórnina.
Magnús Sigurðsson, 18.1.2013 kl. 18:50
Þó ég sé sammála flestu hér ofangreindu megum við ekki gleyma niðurskurði til heilbrigðismála árið 2002.
Þráinn Jökull Elísson, 19.1.2013 kl. 02:21
Takk fyrir innlitið félagar.
Þú mátt ekki skamma kommana svona mikið Birgir, þeir reyna aðeins sitt besta við að framfylgja samkomulaginu við AGS. Sem betur fer fyrir þjóðina er þeirra besta frekar klént.
Rafn, það er ekki flókið að sjá hvernig ástandið væri ef Bjarni hefði fengið í gegn viðbótar niðurskurð uppá 80 milljarða.
Magnús, þetta er þversögn, þú situr uppi með ríkjandi ástand vegna þess að þú bregst ekki við því. Aðgerðarleysið skapar þá niðurstöðu sem menn gáfu sér sem forsendu fyrir aðgerðarleysi.
Þráinn, nei við megum ekki gleyma því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.1.2013 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.