16.1.2013 | 09:57
Allt er betra en íhaldið.
Er frasi á mynd sem flýgur um netheima.
Dreifingaraðilar eru stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar sem nýta sér þekkta taktík þjóðofbeldismanna að fá stuðning við núverandi óhæfuverk sín með því að magna upp múgæsingu gegn gerendum fortíðar.
Sjálfsagt að reyna það, fólk sem var að frjósa í hel í Gúlaginu hélt á sér hita með því að hlusta á ræður um óhæfuverk Rússakeisara á ánauðum bændum á fyrri tímum.
Þjóðverjar urðu steinhissa þegar þeir fundu fjöldagröf í Katynskógi, byssukúlurnar voru sovéskar, ekki þýskar. Þeir kölluðu strax á Rauða krossinn því þeim vantaði hlutlaust vitni að þeir báru ekki ábyrgð á ódæðisverkunum. Ekki þarna, bara annars staðar.
Þeir sögðu reyndar ekki að allt sé betra en íhaldið, heldur sjáið helvítis kommúnistana.
Það sem vekur athygli mína, og ástæða þess að ég blogga um þetta, er að fólk, sem telur sig vera á móti endurreisn fjármálakerfisins á kostnað þjóðarinnar, að það dreifir þessu efni grimmt.
Sem vekur spurningu um, hverju er það á móti??
Ég hélt að það væri á móti hinum löglega þjófnaði sem kallast verðtrygging. Að það væri á móti hinni gífurlegu eignartilfærslu sem hefur átt sér stað í skjóli hennar.
Að það væri á móti því að blóð þjóðarinnar hefði verið notað til að fita fjármálapúkana sem eru nú þegar orðnir feitari en púkinn á fjósabitanum.
Einnig hélt ég að það hefði annan metnað fyrir hönd barna sinna en að láta þau þræla í arðránsnámum amerísku vogunarsjóðanna.
Þetta hélt ég en hef greinilega haft rangt fyrir mér.
Eftir allt saman var það bara á móti íhaldinu.
Það er ekki skrýtið þó vogunarsjóðirnir hrósi sigri og blóðmjólkun verðtryggingarinnar sé komin til að vera.
Þegar þeir sem verja, verja ekki.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 22
- Sl. sólarhring: 679
- Sl. viku: 4446
- Frá upphafi: 1401526
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 3825
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
All er betra en
Bandaríkjamenn sögðu allt er betra en kommúnistar og tóku við af frökkum í Víetnam
Frakkar segja allt er betra en Islamistar og ráðast inn í Malí
til að styðja þar herforingjastjórn sem bolaði fyrrverandi stjórn frá völdum
Grímur (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 10:49
Er fólk ekki einfaldlega á móti því að sama fólk og kom okkur á kaldan klaka við hrunið komist aftur í stjórn. Fólk vill ekki að aðferðir þeirra sem mótuðust fyrst og fremst af spillingu og eiginhagsmunagæslu verði aftur við líði. Persónulega skil ég það afskaplega vel. Það er flest betra en það.
Anna María Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 10:57
Blessaður Grímur.
Ætli fyndnasta birtingarmynd þessa hugræna stjórntækis, og þá fyndið út frá kaldhæðninni, sé ekki deila frjálshyggjunnar við kommúnista hvorir hafi drepið fleiri.
Báðir aðilar eru með samviskusamlegt bókhald yfir óhæfuverk hins.
En mynda stundum vanheilagt bandalag í sameiginlegri fordæmingu á óhæfuverkum nasista. Sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér því þeir njóta ekki tjáningarfrelsis líkt og hinir ismar dauðans.
En valið snýst ekki um hvort eigi að velja snöru eða byssu til að aflífa þjóðina, valið er lífið sjálft.
Og það er þeim sem þykjast vera á móti, fyrirmunað að skilja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.1.2013 kl. 11:02
Alveg örugglega Anna.
En þetta fólk er bara ekki gerendur dagsins í dag.
Og þessi frasi er markaðssettur af þeim gerendum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.1.2013 kl. 11:04
Smá test fyrir vitsmunina.
Það skaut á þig maður fyrir 4 árum, særði þig illa, þó ekki til ólífis.
Í dag er skotið á þig, banvænni skothríð. Þú hefur særst, en tórir ennþá, ekki yfirbugaður.
Þá kemur kall frá þeim sem skýtur, "heyrðu, passaðu þig, ég hef heyrt að sá sem skaut á þig fyrir 4 árum að hann sé kominn í bæinn, og að hann ætli að skjóta á þig aftur".
Og þú svarar, "Nei, djöfullinn maður, hvað á ég að gera??".
Og sá sem skýtur á þig svarar, "þú verður að verjast honum maður, hlauptu úr skjóli þínu, snúðu í mig baki, og miðaðu í hina áttina, hann er að koma úr þeirri átt".
Og þú trúir honum.
Hverjar eru líkur þess að þú náir að verjast hinum ókomna????
Ég veit hvað DúDú fuglinn hefði gert, en hann er útdauður og hefur því ekki tök að svara þessu vitsmunaprófi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.1.2013 kl. 11:17
Hvað meinaru að þetta fólk sé ekki gerendur dagsins í dag? Það er þetta sama fólk sem vill aftur fá að halda um valdataumana og í krafti sömu hugmyndafræði og áður. Þeir sem vilja það ekki berjast gegn því. Varðandi síðustu færslu frá þér þá botna ég ekkert í henni. Ef þú ert að meina að núverandi valdhafar séu að gera okkur það sama og hinir fyrri þá er það fráleitt enda hefur björgunin eftir hrunið verið svo ótrúlega árangursrík að það er rætt um það um allan heim.
Ef þér hins vegar lýst ekki á þá þrátt fyrir það, hvernig stendur þá á að þú vilt endilega fá brennuvargana aftur til starfa? Væri þá ekki betra að reyna að finna eitthvað nýtt og skárra að þínu mati?
Anna María Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 11:29
Síðast þegar ég vissi þá voru í ríkisstjórninni VG, Samfylkingin, og stuðningsflokkar hennar á þingi eru Dögun og Björt framtíð.
Pistill minn fjallar um þá sem
"Ég hélt að það væri á móti hinum löglega þjófnaði sem kallast verðtrygging. Að það væri á móti hinni gífurlegu eignartilfærslu sem hefur átt sér stað í skjóli hennar.
Að það væri á móti því að blóð þjóðarinnar hefði verið notað til að fita fjármálapúkana sem eru nú þegar orðnir feitari en púkinn á fjósabitanum.
Einnig hélt ég að það hefði annan metnað fyrir hönd barna sinna en að láta þau þræla í arðránsnámum amerísku vogunarsjóðanna. "
Og er ekki hugsaður sem ádeila á þá sem eru ánægðir með þetta sem ég taldi upp hér að ofan.
Svo Anna, taktu þetta ekki svona nærri þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.1.2013 kl. 11:35
Ég átta mig ekki á hvað þú ert að segja Ómar. Ég hélt þú værir að tala um þá sem segja að allt sé betra en íhaldið. Kveðja að sunnan.
Anna María Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 11:45
Nú er að ég held búið að stilla upp á listum samfó fyrir næstu kosningar og ef Anna María veit það ekki ætla ég að segja henni að samfó var í þessari svokölluðu hrunstjórn.Getur hún sagt mér hvað verður mikil endurnýjun hjá samfó eftir næstu kosningar?Verður ekki allt sama hrun fólkið? Ég get ekki séð að það verði neinn nýr þingmaður hjá samfó.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 16.1.2013 kl. 11:56
Anna María Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 11:29
Ef þú ert að meina að núverandi valdhafar séu að gera okkur það sama og hinir fyrri þá er það fráleitt enda hefur björgunin eftir hrunið verið svo ótrúlega árangursrík að það er rætt um það um allan heim.
Þú ert væntanlega að grínast er það ekki?
Þú gerir þér grein fyrir því að samfylking var í stjórn þegar hrunið kom.
Manstu ekki eftir ríkisstjórninni sem reyndi að skella á okkur auka 700+ milljarða skuld sem við bárum enga ábyrgð á?
Manstu ekki eftir ríkisstjórninni sem gaf vogunarsjóðum nýju bankana?
Manstu ekki eftir ríkisstjórninni sem verndar fjármagnseigendur og gefur skít í restina af þjóðinni sinni á meðan?
Hvað með þetta ógrynni af sköttum og gjöldum sem er búið að bæta við í stjórnartíð VG og SF.
Hvað með alla milljarðana sem núverandi ríkisstjórn er búin að brenna í gegnum til einskis?
Ætlarðu í alvörunni að halda því fram að þessi ríkisstjórn sé eitthvað betri en þeir sem komu á undan, ef eitthvað er þá hefur aldrei verið jafn spillt stjórn við völd (Og þá er mikið sagt).
Varstu ekki búin að sjá myndbandið af Jóhönnu og núverandi stjórn við kosningar á þingi? bleyju málið stóra!!
Það sem er merkilegast af öllu er hversu vel gengur hér á íslandi þrátt fyrir þessa stjórn, því það hefur aldrei verið stjórn sem hefur barist jafn mikið á móti atvinnulífinu og núverandi stjórn.
Ég get sagt þér það að núverandi ríkisstjórn hefur ekkert með uppganginn að gera sem er hérna í gangi í dag, fólk fékk leið á því að bíða eftir því að eitthvað kæmi frá þeim og fór að redda sínum málum sjálft, ástæðan fyrir því að útflutningur gengur vel er út af því að við erum með krónuna, ástæöan fyrir því að ferðamenn koma hingað í meiri mæli er út af krónunni (það er ekki eins dýrt og það var fyrir þá).
Ástæðan fyrir því að það er ekki meira atvinnuleysi hér á landi tengist ekki því að ríkisstjórnin hefur verið að gera svo góða hluti heldur þvert öfugt við það, ástæðan er sú að það hafa svo margir flutt af landi brott.
Ekki halda í eina sekúndu að ég sé að reyna verja fyrri stjórn, en að halda því fram að þessi sé svo miklu betri er alger fásinna, ég get með sanni sagt að það er ALLT betra en núverandi stjórn.
Það þýðir ekkert að kenna alltaf þeim sem komu á undan um eigin klúður og það er það sem þessi ríkisstjórn virðist gera best, réttlæta eigin spillingu og kenna öðrum um.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 16.1.2013 kl. 12:29
Nei, Anna, ekki var ég að því, það er alltaf gott að lesa skrif áður en maður fer að tjá sig um þau.
Ég bendi á í upphafi pistilsins að þeir sem komu þessum áróðri í umferð eru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar, og ég útskýri síðan af hverju þeir nota þessa taktík, hún er þekkt og þrautreynd. En þarfnast óskynsemi til að virka.
Síðan segi ég, "Það sem vekur athygli mína, og ástæða þess að ég blogga um þetta, er að fólk, sem telur sig vera á móti endurreisn fjármálakerfisins á kostnað þjóðarinnar, að það dreifir þessu efni grimmt."
Og ég bendi svo á í rólegheitum að milli þessa slagorðs, og þeirra sjónarmiða sem það telur sig standa fyrir, er óbrúanleg gjá.
Flóknara var það nú ekki Anna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.1.2013 kl. 12:30
Halldór Björgvin. Fyrst þín söguskoðun er svona skaltu endilega kjósa þá sem hönnuðu kerfið sem hrundi og vilja byrja upp á nýtt
Anna María Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 12:38
Takk fyrir innlitið Marteinn.
Blessaður Halldór, mikil og góð samantekt hjá þér, gæti verið gott fyrir mig að eiga hana til að grípa í þegar ég hef ekki mikinn tíma í innslög.
Þegar ég las innslag þitt þá flaug mér í hæðnisaga sem var höfð eftir Rauða kross manni sem skoðaði einhverja skárri gerðin af útrýmingarbúðum og þurfti að glíma við áróðursmeistara nasistana. Til að útskýra það betur þá vil ég nefna að Rauði krossinn lagði það á sig að hlusta á bullið í ómennunum því í staðinn fengu þeir að dreifa matarpökkum og skjólfatnaði, eins bréfum og öðrum skilaboðum.
En þessum nasista fannst það fjarstæða að bera það uppá hans ágætu vinnubúðir að þær væru útrýmingarbúðir, sæju fulltrúar Rauða krossins ekki allt það fólk í búðunum sem væri lifandi???
Heimurinn hefur lítið breyst í þessi 70 ár, menn afneita raunveruleikanum og reyna að draga fjöður yfir það illa. Menn gleyma að öll illska á sér upphaf, mönnum er svo tamt að horfa á endalokin. Í dag er verið að útrýma velferðarsamfélögum Vesturlanda, miskunnarlaust. Fyrst eru einstök ríki brotin niður, íbúarnir gerðir að þrælavinnuafli. Síðan er samkeppnin við það notað sem rök fyrir eyðingu heilbrigðs atvinnulífs í næstu ríkjum sem standa veik fyrir, og svo koll af kolli.
Samnefnari hins lægsta er drifkraftur þessarar hugmyndafræði, markmiðið að gera hina ofurríku allsráðandi og alríka.
Ég er hins vegar ekki sammála þér að " það er ALLT betra en núverandi stjórn.", það er eiginlega hin hliðin af rökvillunni, þeir sem hafa sömu stefnu, en stjórna ekki, þeir eru jafnslæmir þegar þeir komast í stjórn.
Það er valkosturinn sem er betri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.1.2013 kl. 12:47
Mátt bæta við ýmsu í þessa talningu, Halldór.
T.d. því að auðlegðarskatturinn verður dæmdur brot á stjórnarskrá, ef einhver tekur sig til og kærir.
Það er búið að skera niður í trog allt sem heitir grunnkerfi samfélagsins, eins og löggæslu og heilbrigðismál.
Það er búið að búa til ljóta kallinn til að benda á þegar rökin þrjóta (yfirleitt er það gert á milli þjóða þegar þau eru að leita að ástæðu til að fara í stríð), það er minnst á einn þeirra hér að ofan.
Ég get í raun ekki komist að neinni annari niðurstöðu en að sá sem "leiðir" þjóðina er í raun að troða henni í Niflungarfarið og vonast til þess að enginn fatti það fyrr en búið er að ýta úr vör.
Sindri Karl Sigurðsson, 17.1.2013 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.