15.1.2013 | 08:28
Meinlokan um Alþingi.
Endurspeglast í gagnrýni Ástu.
Að Alþingi eigi að vera kósý vinnustaður þar sem hlutirnir gangi snurðulaust fyrir sig.
Alþingi er vígvöllur þjóðarinnar, þar koma átakafletirnir saman, og ef það eru hatrömm átök í þjóðfélaginu, þá magnast þau upp á Alþingi. Þau eiga að gera það.
Þessi meinloka þjáir mjög fólkið sem þykist vera á móti, fólkið sem telur sig hæft til að sitja á þingi því það getur gagnrýnt það sem miður hefur farið.
Það áttar sig ekki á því að þegar stjórnvöld kljúfa þjóðina í herðar niður að þá eru hatrömm átök á Alþingi nútíma útgáfa af götuvígum byltingaráranna.
Á fólk að sætta sig við að náttúra landsins sé útsöluvara??
Á fólk að sætta sig við ekkert sé virkjað því það má ekki snerta neina þúgu???
Á fólk að sætta sig við að sjálfvirkt tæki sígur allt eigið fé út úr heimilum landsins??
Á fólk að sætta sig við að óðaverðbólga brennir upp allt sparifé þess???
Svo ég nefni andstæða póla sem óhjákvæmilega valda átökum ef naumur meirihluti þjóðar ætlar sér að vaða yfir stóran minnihluta á skítugum skónum.
Málþófið er þá réttur minnihlutans að hamla á móti.
Vilji menn ekki málþóf, þá er reynt að finna fleti sem sættir sem flest sjónarmið, og ef það tekst, þá renna mál í gegn.
En málþóf er alltaf betra en götuvígi, gleymum því aldrei.
Kveðja að austan.
Dapurleg niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Þær eru sumar til þess fallnar að rýra álit þingsins og þingmanna í augum þjóðarinnar, ... "
Það sem rýrir álit þjóðarinnar hvað mest á þingmönnum og þinginu eru ekki gamlar hugmyndir, heldur þingmennirnir sjálfir og slæleg vinnubrögð þeirra, svik, dugleysi og baktjaldamakk. Svona hefur það gengið fyrir sig allan lýðveldistímann.
Pétur (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 08:58
Í dag já Pétur, en þetta hefur ekki alltaf verið svona.
Vendipunkturinn var þegar fjármagn tók völdin á þingi og kosningar skiptu engu máli lengur, þannig séð.
Sami vandi og hrjáir önnur þjóðþing Vesturlanda.
Til dæmis er öldungadeildin bandaríska að mælast með 10% traust, þar er langt síðan að almenningur skynjaði annað en hagsmuni Wall Street.
En þó við séum örg í dag, þá megum við ekki ljúga upp á fortíðina, þetta var ekki svona í den.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.1.2013 kl. 09:36
Það virðist há ansi mörgum uppdubbuðu liði, innan raða flokka, hvað það elskar fundarstjórn, smörebröd og snittur. Fólki er gert eins erfitt og hægt er að fá að tala hreint út um málin. Baráttuglóðin drepin niður og kallað næst á slökkviliðið?
Allt skal vera svo settlegt og allt skal fylgja tilbúnum reglum og margir þessara flokka kenna sig við fínusu gildi. Láttu mig þekkja það Ómar minn. Þau sem vilja og kjósa sér að drepa málum á dreif í krafti fundarskapa og bróderí sauma utan um klæði hirðanna, elska það og allt snýst um þeirra Dale Carnegie bróderí. Það er eins og barn væri getið af róbótum. Engin passion, engin sköpun. Dauði leiftrandi hugmynda sem aldrei fengu litið dagsins ljós vegna formfestu fundarskapanna sem sögðu að þetta mætti ekki gera eða segja, því það bryti gegn ákvæðum helfrosinna og varastífra munnherkja fundarskapanna. Þannig verður líf hugmyndanna ekki til. Það þarf glóð til þess, passion sem blossar upp og krefst þess að heilabúin blómstri.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 00:27
Þetta skiljum við Ómar minn, enda berjumst fyrir lífi komandi kynslóða okkar þjóðar, og það er ísköld barátta, háða f blóðhita púlsandi hjartanna og ekkert annað ætti að ráða för okkar. Við þurfum að leysa úr læðingi eldmóð, kraft og dugnað, svo þjóðin byrji aftur að trúa að það sé eihver von, að hún eigi von í kröftugri réttlætiskennd sem brýst út til samstöðu fólks, okkar óbreyttu og niðurnídda vesalinganna. Hér þarf uppreisn, hér þarf upp-reins þjóðarinnar sjálfrar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 00:35
En á þessu hafa ekki bróderí kerlingar eins og Ásta nokkurn áhuga. Þær vilja bara margar sitja við sitt bróderí og hekl og gera einföldustu mál flókin, alveg skelfilega flókin svo venjulegt fólk fyllist vonleysi. Það þykir mér dapurlegt. Það er svo vélrænt og gelt.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 00:40
Blessaður Pétur minn.
Ég hef alltaf sagt það og segi enn, að það þarf skáld til að knýja fram byltingar.
"Dauði leiftrandi hugmynda sem aldrei fengu litið dagsins ljós vegna formfestu fundarskapanna sem sögðu að þetta mætti ekki gera eða segja, því það bryti gegn ákvæðum helfrosinna og varastífra munnherkja fundarskapanna. Þannig verður líf hugmyndanna ekki til. Það þarf glóð til þess, passion sem blossar upp og krefst þess að heilabúin blómstri. "
" enda berjumst fyrir lífi komandi kynslóða okkar þjóðar, og það er ísköld barátta, háða f blóðhita púlsandi hjartanna og ekkert annað ætti að ráða för okkar. Við þurfum að leysa úr læðingi eldmóð, kraft og dugnað, svo þjóðin byrji aftur að trúa að það sé eihver von, að hún eigi von í kröftugri réttlætiskennd sem brýst út til samstöðu fólks, okkar óbreyttu og niðurnídda vesalinganna. Hér þarf uppreisn, hér þarf upp-reins þjóðarinnar sjálfrar."
Hvað getur maður sagt???
Annað en að taka ofan Pétur??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.1.2013 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.