Atlaga að þjóðinni.

 

 Hvenær urðu víxlhækkanir verðlags og launa

"unnið verði markvisst að því með raunhæfum aðgerðum að halda verðbólgu í skefjum og reynt verði að ná samstöðu um meginþætti atvinnustefnu til að glæða hagvöxt og skapa störf.".

raunhæf aðgerð til að halda verðbólgu í skefjum.

Og hvenær ætla brandarakallarnir sem sömdu þessa klausu að átta sig á að þjóðfélag í helgreipum verðtryggingarinnar skapar ekki innlendan hagvöxt, innlend störf.

Það gerir aðeins erlend fjárfesting þar sem hagvöxtur mælist en arðurinn fer úr landi og þegar sú fjárfesting ræður öllu sökum mikilvægi sitt, þá leita störfin í að verða láglauna störf mönnuð erlendu farandvinnuafli.

 

Það er útaf fyrir sig forgangssök að aðilar vinnuaflsins sjái sér hag í að knésetja þjóðina í þágu evrutrúar sinnar en það er lágmark að þeir vanvirði ekki vitsmuni þjóðarinnar við þá iðju.

Það á að vera hægt að gera þá kröfu að losna við svona bull í yfirlýsingum frá þeim.

Til of mikils að ætla að þeir segi satt, en svona nauðgun á skynsemi fólks á ekki að sjást.

 

Er til of mikil ætlast???

Kveðja að austan.


mbl.is Náðu saman um tillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir ná vel saman Villi vitlausi og Gylfi gondola. Kvantanamera.

Petro Alvares (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 07:41

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Enda síamstvíburar.

En Villi er margt, en ekki vitlaus.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.1.2013 kl. 08:12

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Ómar þetta er skrítin staða sem upp er komin núna, staða þar sem allt virðist eiga að fara í bið fram yfir kosningar og ekki laust við að þjóðin fái það á tilfinninguna að kosningarnar séu á næsta horni en ekki í Apríl...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.1.2013 kl. 08:30

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ingibjörg.

Sem betur fer eru þær ekki handan við næsta horn, því ef fer sem horfir þá eru þetta síðustu kosningar okkar sem sjálfstæðar þjóðar.

Það er öllu frestað vegna þess að það á ekki að ögra þjóðinni meir en búið er.  

En það er búið að taka allar ákvarðanir, og þær koma til framkvæmdar eftir kosningar.

Eigum við ekki að segja að vogunarsjóðirnir hafi alla þræði stjórnmálanna í hendi sér, núna eftir ræðu Bjarna og hið mikla fylgi sem Björt framtíð fær.

Og við vitum hvað þeir vilja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.1.2013 kl. 08:48

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hvaða máli skiptir það um gengi krónunnar eða kaupmátt launa hvort að samningar renni út 30.nóv 2013 eða 31.jan 2014?

ENGU.

4,15% hækkun vísitölu neysluverðs (des2011 til des2012) á 3,5% hækkun launa er dulítið skrítið. Þar sem að við erum í gjaldeyrishöftum og sveifla krónunnar á sama tíma er í heild (styrking fyrri hluta 2012 en veiking seinni hluta árs) nánast engin eða um 1,2% (165 í 167 kr á EUR) að þá er verið að presentera að hlutfallslegur kostnaður launa í rekstri sé 110%

Raunin er sú að þó að við gerum ráð fyrir því að hlutfall launa í rekstrarkostnaði hérlendis sé 50% (Hagar eru t.d. með um 10% og Grandi 18%)að þá ber 3% hækkun neysluverðs um 6% hækkun launa per ár til að halda sama rekstrargrundvelli.

SA mætir til viðræðna með tölur frá verst reknu fyrirtækjum á landinu og tölur fyrirtækja þar sem hlutfallslegur kostnaður launa er hár. Raunin er að lægstu launin eru í vinnslu og verslun þar sem aðð hlutfallslegi kostnaðurinn er um 10-20%.

ASÍ mætir með tölur frá stórum verslanaeiningum og svo er rifist um tölur útfrá ítargildum en ekki rauntölum.

Hvernig væri að ath fyrst hver raunverulegur hlutfallskostnaður launa er í hinum ýmsu starfsgreinum og leggja þær á borðið?

Óskar Guðmundsson, 15.1.2013 kl. 16:09

6 identicon

er sammála óskari, það á að setja forgang á íslendinga, það er

óverjandi að ráða erlent farandverkafólk í miðri kreppu og þegar

fólk er að missa bótaréttinn. Svo er evrubullið ekki lausn á einu eða

neinu hér, það dúkka upp bara ný vandamál í staðinn. Auk þess er sú

leið ekki raunhæf nema að 10 árum liðnum, þegar ESB samningur er kominn

og þjóðin hefur náð þokkalegum tökum á eigin gjaldmiðli.

ragnar (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 06:01

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Þessi mál þarf að ræða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.1.2013 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.10.): 170
  • Sl. sólarhring: 171
  • Sl. viku: 231
  • Frá upphafi: 1377205

Annað

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 203
  • Gestir í dag: 149
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband