14.1.2013 | 20:37
Evrópa er neyðarsvæði.
Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaráðs Rauða krossins.
Og Rauði krossinn, sem starfar á neyðarsvæðum Evrópu, varar við að óeirðir brjótist út líkt og gerðist í einræðisríkjum Arabaheimsins.
Ástandið er ekki til komið vegna náttúruhamfara, ekki vegna stríðsástands, ekki vegna stórfelldra truflana og samdráttar í framleiðslu, heldur vegna gjaldmiðils, evrunnar.
Og það sér ekki fyrir endann á þessu ástandi. Atvinnuleysi ungs fólks er í sögulegum hæðum, efnahagslíf jaðarsvæða dregst saman og samdráttur er einnig hafinn í Þýskalandi og Frakklandi, kjarnaríkjum sambandsins.
Evrópa í dag er tifandi tímasprengja.
Á Alþingi Íslendinga er ekki verið að ræða þetta alvarlega ástand í Evrópu.
Það er ekki verið að ræða hvaða áhrif það hefur á viðkvæma gjaldeyrisstöðu landsins ef samdráttur eykst í Evrópu. Eða hvað verður ef óeirðir brjótast út? Hvað þá ef barist verður á götum Evrópu'
Verður flóttamannastraumur til Íslands??
Hvert flýr fólk neyðina, óeirðirnar, átökin.???
Nei, Alþingi Íslendinga ræðir það ekki. Ekki frekar en vanda heimilanna eða yfirvofandi yfirtöku ameríska vogunarsjóða á efnahagslífi landsins.
Ríkisstjórn Íslands á í aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið og hyggst ganga í sambandið.
Að ganga inn í neyðina.
Og stjórnarandstaðan tekur þátt í skrípaleiknum eins og hún sjái ekki heldur hið alvarlega ástand í Evrópu.
Hún ræðir hvort það eigi að nota ís eða klaka til að hægja á viðræðunum, svona fram yfir kosningarnar.
Hún spyr ekki hvort fólk sé vitfirrt. Hvort það eigi að kalla á lækni, eða fjárfesta í spennitreyjum.
Hún ræðir ekki lygina, vitfirringuna.
Hún upplýsir þjóðina ekki um hvað er að gerast í Evrópu, segir ekki frá neyðinni sem eykst með hverjum deginum, frá líkunum á að óeirðir brjótist út, að götur stórborga Evrópu breytist í vígvöll.
Hún ræðir ekki reiðina, örvæntinguna, sem býr sig um í huga unga fólksins sem er svipt allri framtíð, er án vinnu, er án framtíðar.
Hún talar ekki um ástandið í fátækrahverfunum, hjá atvinnuleysingjunum, hjá fólkinu í matarbiðröðunum.
Hvort að þetta sé sú framtíð sem Alþingi Íslendinga vilji virkilega íslensku þjóðinni??
Nei, um þetta þegir stjórnarandstaðan.
Alveg eins og hún þegir um heimili landsins og hún þegir um vogunarsjóðina.
Var Sjálfstæðisflokkurinn stofnaður um þessa þögn??
Var Framsóknarflokkurinn stofnaður um þessa þögn??
Að þegja þegar á að leggja landið niður??
Hvar er manndómurinn, hvar er kjarkurinn, hvar er vitið???
Og hvar er fólkið sem treysti þessum flokkum fyrir atkvæðum sínum, af hverju þegir það líka??
Og hvar er þjóðin sem á að innlima í þessa neyð???
Um hvað ræðir þjóðin, hvað er hún að hugsa??
Er öllum virkilega sama?? Hefur enginn döngun til að verja sig og sína??
Elta allir í blindi vitfirrt fólk fram af hengifluginu??
Hvenær urðu við svona??
Það er langt síðan að við hættum að hugsa um náungann, en hvenær hætti fólk að hugsa um sinn eigin hag???
Hvenær ákvað það að eymd og neyð skildi marka framtíð barna þeirra???
Hvenær var það svipt sjálfsbjargarhvötinni??
Ég bara spyr og er ekki einn um það.
Og á meðan neyðin eykst í Evrópu með hverjum deginum, tæmist úr stundarglasi þjóðarinnar.
Tími hennar er á þrotum.
Evrópusambandið er handan við hornið.
Kveðja að austan.
Ekki ákvörðun korteri fyrir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 506
- Sl. sólarhring: 679
- Sl. viku: 6237
- Frá upphafi: 1399405
Annað
- Innlit í dag: 428
- Innlit sl. viku: 5283
- Gestir í dag: 393
- IP-tölur í dag: 387
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vell mælt hér. En það er víst að flóttamennirnir koma ekki til Íslands. Þeir munu ekki hafa efni á því og við höfum ekki að taka á móti þeim. Það er verið að drepa allt líf hér með aðgerðarleysi í nafni 4ra ára skells, sem Ísland varð fyrir, með þeim orðrökum að menn fengu fangið fullt. Fangið var greinilega ekki stórt því mikið hefur verið misst niður og því skolað burtu með regninu.
Vonin þverr með hverjum deginum hjá venjulegu fólki á meðan Ríkisstjórn okkar ber sér á brjóst.
Eggert Guðmundsson, 14.1.2013 kl. 21:23
Blessaður Eggert.
Þetta er nú bara svona súrealismi þetta með flóttamennina, minna á að í kjölfar óeirðanna í Arabalöndunum komu flóttamenn.
Vonin þverr en það versta er að hún á ekkert skjól.
Það er það sem fólk sér ekki, og mun ekki sjá.
Þess vegna kýs það valkost sem stendur fyrir það sama, því hann er angi af sama valdi sem hefur gríðarlegan arð af núverandi ástandi.
Það var til fólk sem græddi óhemju á seinna stríði, að megninu til er það sama fjármagnið, auk fjármagns af svipuðum rótum, sem græðir á núverandi eymd og neyð, á arðráni og blóðmjólkun almennings.
Þetta er ekki vinstri eða hægri Eggert, þetta erum við versus þeir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.1.2013 kl. 08:17
Það er rétt - við getum ekki skipt þessu upp í flokkadrætti. Samtakamáttur þjóðarinnar er það sem þarf til að reka óvættina í burtu.
Eggert Guðmundsson, 15.1.2013 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.