Össur elskar alla en hver elskar Össur??

 

Þar skal fyrst telja vogunarsjóðina því hagsmunir þeirra og Össurar fara saman.  

Össur er vitur maður og veit að fyrst þarf að brjóta þjóðina á bak aftur efnahagslega til að hægt sé að þröngva henni inní ESB.  Hefur svikalaust unnið að því allt kjörtímabilið og það hefði tekist ef Ólafur hefði ekki vísað ICEsave til þjóðarinnar.  

Einnig kom dómur Hæstaréttar í gengistryggingunni illa við Össur.

Og það sem tókst ekki á þessu kjörtímabili, eiga vogunarsjóðirnir að redda fyrir Össur á því næsta.  Það þarf ekki að taka það fram að þeir hafa ekkert á móti því og það er örugglega mjög sjaldgæft fyrir þá að hitta stjórnmálamann sem selur þjóð sína í skuldaþrældóm, án þess að þiggja greiðslu fyrir.

Ánægja vogunarsjóðanna með Össur er því gagnkvæm.

 

Bankarnir elska líka Össur. 

Þeir fengu að innheimta ólögleg gengislán óáreittir allt kjörtímabilið.  Þeir losnuðu við að leiðrétta forsendubrestinn, þeir máttu haga sér eins og þeir hefðu aldrei komið nálægt Hruninu og bæru enga ábyrgð á því ástandi sem varð eftir Hrun hjá heimilum landsins.

Og bankarnir vilja í ESB, það auðveldar fjármálabrask þeirra, undir kjörorðinu, "ég vildi að það væri árið 2007 alla daga".

 

En elskar einhver annar Össur??

Steingrímur, en hann er að þurrkast út af þingi.  

Björt framtíð???, varla þar eru menn sem vilja losna við hann úr Samfylkingunni, kallast að yngja upp.  Svo er Össur vitur, eitthvað sem er ekki gott fyrir egóið hjá framvarðasveit Bjartrar framtíðar.  Einnig getur hann verið fyndinn án þess að vera auli um leið.  Sem er heldur ekki gott fyrir egó þeirra.

Björt framtíð mun vilja Samfylkinguna, en ekki Össur.

 

Þar með er augljóst hvert Össur ætlar í hjónabandshugleiðingum sínum.  

Vogunarsjóðirnir elska Bjarna Ben, hann segir að þeir séu ekki til.

Bankarnir elska Bjarna Ben því hann telur verðtrygginguna stuðla að sátt og stöðugleika í þjóðfélaginu, vinni gegn verðbólgu og tryggi hagvöxt.  Hún sé lyftiduftið í þjóðarkökubakstrinum.

Bestu vinir Össurar hafa því ekkert á móti því að hann daðri við Bjarna.  ESB verður ekkert vandamál í tilhugalífinu, eins og Össur bendir réttilega á þá má Bjarni segja hvað sem hann þarf að segja til að tryggja völd sín í flokknum fram yfir kosningar.

Eftir kosningarnar er það vilji vogunarsjóðanna sem ræður, og þeir vilja í ESB.  Þar með mun næsta ríkisstjórn fara í ESB.  Þeir sem eiga, þeir ráða.  Þetta veit Össur, hefur engar áhyggjur af þeim tilbúna ásteytingarsteini.

 

Össur og Bjarni verða fín hjón.

Allir vinir þeirra verða ánægðir.  

 

En þjóðin, hún kaus, og sættir sig vonandi við það sem hún kaus.

Heitir lýðræði.  

 

Framtíðin, hún er allavega ekki mjög Björt.

En hverjum er ekki sama??

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is „Ég elska alla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 457
  • Frá upphafi: 1412819

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 396
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband