12.1.2013 | 15:46
Stjórnmálastéttin stóð sem klettur með bönkunum.
Þegar efasemdir vöknuðu um lögmæti gengistryggingarinnar.
Snatar flokkanna geystust fram á ritvöllinn og höfðu ekki heyrt meiri fjarstæðu.
Flokksforingjarnir lyftu ekki litla fingri til að aðstoða Hagsmunasamtök heimilanna til að fá úr skorið um hið meinta lögmæti.
Alþingi brást við dómi Hæstaréttar með kolólöglegum lögum sem heimiluðu vaxtaþjófnað.
Framkvæmdarvaldið, með þegjandi stuðningi Alþingis, hefur ekki hafið aðgerðir gagnvart hinum beina þjófnaði bankanna eða sett lög sem hjálpa fórnarlömbum þeirra að ná rétti sínum.
Ákæruvaldið hefur ekki lögsótt vaxtaþjófanna.
Það eina sem stjórnmálastéttin hefur gert er að eigna sér ávinninginn af því að gengislán voru dæmd ólögleg.
Það þurfti 2 dóma til að ná fram réttlæti, í bæði skiptin sló stjórnmálastéttin skjaldborg um hagsmuni fjármagnsins.
Og þetta er fólkið sem þjóðin kýs, sem þjóðin ætlar að kjósa til að þjóna hina nýja valdi, vogunarsjóðunum.
Eigum við ekki að segja að Ágúst Ólafur sé minnsta vandamálið í þessu máli öllu saman.
Kveðja að austan.
Þetta eru ekki verk forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 398
- Sl. sólarhring: 743
- Sl. viku: 6129
- Frá upphafi: 1399297
Annað
- Innlit í dag: 336
- Innlit sl. viku: 5191
- Gestir í dag: 310
- IP-tölur í dag: 306
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað er það matsatriði en ég er samt ekki frá því að norræna velferðarstjórnin hafi sokkið hvað lægst í þessu máli í allri þeirri orgíu dugleysis og ræfildóms sem hún hefur staðið fyrir í hinni svokölluðu endurreisn.
Þá er frammistaða Gylfa Magnússonar á þingi fyrir gengistryggingardómana og í fjölmiðlum eftir dómana, ein skuggalegasta upplifun almennings í eftirmála hrunsins. Í framhaldi af því þá þarf það ekki að koma nokkrum manni á óvart að sami Gylfi telur það sérstaklega mikilvægt að vogunnarsjóðirnir fái núna hið bráðasta greidda út "peningana sína".
Seiken (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 20:32
Ég vona að þessi linkur virki í ykkar vafra.
http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/1087931/
Það hafa allir gott af því að lesa þessa stórgóðu samantekt Þórðar B. Sigurðssonar um frammistöðu stjórnsýslunnar við meðferðina á gengistryggingunni.
Seiken (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 21:32
Blessaður Seiken.
Gylfi lenti í því vanþakklátu hlutverki að verja kerfið. En stjórnmálastéttin stóð að baki honum, enda hafði hún látið þetta viðgangast.
Ef einhver flokkur á Alþingi hefði virkilega fengið áfall eftir að Marínó G. Njálsson birti fyrstu blogggrein sína, og kynnt sér umræðuna í kjölfarið. Að þá hefði viðkomandi flokkur veitt HH alla þá hjálp sem hægt hefði verið að veita.
Þá hefði það ekki bara verið Hrellirinn sem hrellti bankana, viðkomandi flokkur hefði gert það líka, hvatt til varkárni í innheimtu, stuðningsaðgerðir gagnvart fórnarlömbum gengislánanna og svo framvegis.
Umræðan á Alþingi var fyrst og fremst til að koma ríkisstjórninni í bobba, ekki til að hjálpa heimilunum í glímu þeirra við bankakerfið.
Alvöru er fylgt eftir með aðgerðum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2013 kl. 02:07
Já, og takk fyrir linkinn, ég var að leita að þessum blogggreinum Marinós.
Og Þórður á heiður skilinn fyrir þessa úttekt.
Kveðja aftur.
Ómar Geirsson, 13.1.2013 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.