3.1.2013 | 08:11
Skálkaskjólið "þjóðarvilji".
Öfgamenn og fjármálaöfl sérhæfa sig í að útbúa svokölluð æsingarmál til að ná stjórn á þjóðum.
Hvort sem Þjóðverjum líkar það betur eða verr þá hafði Göbbels rétt fyrir sér að það var "þjóðarvilji" að ofsækja gyðinga eftir valdatöku nasista, enda juku þeir fylgi sitt vegna slíkra ofsókna.
Krafan um dauðrefsingar var eitt af vopnum hægri öfgamanna til að ná völdum í Repúblikanaflokknum úr höndum kristilegra íhaldsmanna.
Stalín notaði rótgróna andúð Rússa á stórjarðeigendum til að murka lífið úr smábændastétt Úkraínu.
Apartheid naut alltaf meirihlutastuðnings hjá hvítum íbúum Suður Afríku.
Og þetta orð meirihluti, oft ekki nema 51%, er bakland fullyrðingarinnar um meintan "þjóðarvilja".
Oft er einnig vísað í hávær hróp karla með of mikið magn testósteronhormón i pungnum, bókastafstrúmorðingjar vísa oft í slík hróp þegar þeir réttlæta ódæði sín.
Spurning er, hefur þessi meinti "þjóðarvilji", afkvæmi áróðursmeistara fjármagns og öfga rétt fyrir sér gagnvart rökstuddum ábendingum um að hann sé algjört bull og ofstæki.
Verða augljós rangindi, augljóst bull, rétt við það eitt og sér að hinn svokallaði "þjóðarvilji" hefur tekið hann upp á arma sína.
Er dauðrefsing réttlætanleg bara vegna þess að hinn svokallaði "þjóðarvilji" styður ósvinnuna???
Má útrýma heilum minnihlutahópum ef um slíkt myndast "þjóðarvilji" líkt og gerðist í Rúanda eða Þýskalandi á sínum tíma??
Má meirihluti þjóðar skuldaþrælka barnafjölskyldur með tækjum eins og verðtryggingu???
Hvar eru endamörk valds 51% þjóðar???
Takmarkast ofríkið við dráp og morð??? Að slíkt sé ekki leyfilegt?? Kannski en mörgum finnst það í góðu lagi að Bandaríkjamenn sprengi í loft upp brúðkaup í Afganistan eða myrði úr launsátri eins og hverjir aðrir hryðjuverkamenn. Slík gjaldfelling siðmenningarinnar nýtur víðtæks stuðnings "þjóðarviljans" á Vesturlöndum.
Hvað með annað ofríki gagnvart náunganum, má allt bara ef hann heldur lífi sínu og limum??? Eignaupptaka, sjálfkrafa þjófnaður eins og verðtryggingin, er hún í góðu lagi ef meirihlutinn segir svo.
Var réttlætanlegt að gjaldfella eignir tugþúsunda á landsbyggðinni í nafni hagræðingar??? Var það nægjanlegt skilyrði að réttlæta slíkt rán með því að lofa hinum svokallaða "þjóðarvilja" hluta af ránsfengnum með aukinni veltu í neysluhagkerfinu???
Hvað má og hvað má ekki???
Mörgum finnst alltí lagi að rústa stjórngrundvelli þjóðarinnar, stjórnarskránni, með tilvísun í hinn meinta þjóðarvilja sem fjölmiðlar útrásarinnar og ESB miðillinn í Efstaleiti tókst að móta með gegndarlausum áróðri þar sem engu var til sparað.
Þó er vitað að eini tilgangur með þeirri eyðileggingu er einmitt sú hindrun sem hinn meinti þjóðarvilji er gagnvart alræði valdaklíkunnar sem er í vasa fjármagnsins. Fjármagnið vill inn í ESB en treystir sér ekki til að fá þann gjörning samþykktan í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna var hjáleiðin framhjá þeirri hindrun, Ný stjórnarskrá, fundin upp.
Og eitt stykki "þjóðarvilji" pantaður.
En má augnablikið, augnabliksæðið, rústa hinu varanlega sem grundvöllur þjóðarinnar byggist á.
Má rústa velferðarkerfinu ef á ákveðnum tímapunkti tekst að virkja nógu mikið af hormónum villiapans hjá ungum og miðaldra karlmönnum???
Eru engin takmörk fyrir öfgum, bulli, valdníðslu, ef aðeins tekst að höfða til hins frumstæða sem ennþá blundar í genum okkar og breytir okkur úr mönnum í apa??
Þessarar spurningar þarf vitiborið fólk að svara fyrr en seinna, áður en eitthvað virkilega skelfilegt gerist hjá þjóð okkar.
Því allar hörmungar síðustu aldar byrjuðu á þessari setningu;
"Lúti þjóðarvilja".
Þegar þetta andsvar heyrist hjá valdagráðugum stjórnmálamanni gegn ítarlegum rökstuðningi "tiltekinna fárra manna" sem vill svo til að hafa þekkingu á umræðuefninu, þá er stutt í endalok lýðræðisins og alræði öfganna tekur við.
Það á ekki þurfa að ganga í flasið á hvíta birni til að skilja að maður sé í mikilli hættu.
Það á að duga að sjá spor hans út um allt til að fyrri þekking um örlög þeirra sem slíkt gerðu kveiki á aðvörunarbjöllum.
Þú heilsar ekki upp á hvítabjörn á förnum vegi og bíður honum góðan daginn. Jafnvel þó þú sért kurteis og vel upp alinn. Ef þú samt ert svo firrtur viti að gera slíkt, þá er það hin endalega ákvörðun, þú gerir ekki slíkt aftur, yfir höfuð gerir þú ekkert aftur.
"Lúti þjóðarvilja" eru slík spor.
Spor sem hræða.
Spor sem bera að taka mark á.
Annað er óefni.
Kveðja að austan.
Lúti þjóðarviljanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 12
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1664
- Frá upphafi: 1412778
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1483
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk, fyrir þennan sterka og viskufulla pistil!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.1.2013 kl. 13:46
Það þarf einhver að benda á hina sögulega samsvörun Rakel, það er eins og sagan, jafnvel saga síðustu aldar, sé ekki lesin lengur á Íslandi.
Allt sem er að gerast hérna er aðeins ýkt skrípamynd af því sem áður hefur gerst í Evrópu.
Það er eins og við höldum að við höfum fundið upp Mússólíni.
En svo er því miður ekki, og ef svo hefði verið, þá hefði hann betur verið ófundinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.1.2013 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.