2.1.2013 | 11:58
Skortur.
"Það á að vera forgangsmál að útrýma fátækt. Það er óásættanlegt að í jafnríku landi og Íslandi búi stöðugt fleiri við fátækt."
Skortur á sér ýmsar myndir.
Þann efnislega sem orðin hér að ofan vísa í köllum við fátækt.
Þegar fátæktin er svo mikil að fólk verður að neyta sér um mat, þá tölum við um sult, eða við tölum um hungur.
Á Íslandi í dag sveltur fólk, það hefur ekki efni á að kaupa sér mat.
Á Íslandi er til fólk sem afneitar þessum hrollköldum raunveruleik.
Rök þess eru að tvennum toga.
Það vísar í tölfræðirök, tölfræðileg fátækt mælist ekki á Íslandi, heldur tölfræðilegur jöfnuður. Og þennan tölfræðilega jöfnuð getur fólk borðað.
Dugi þessi tölfræðirök ekki til að slá á efasemdir, þá spyr það hvort einhver hafi séð grátandi barn með útstæðan maga slá frá sér flugur? Vísar þá í þekkta staðalmynd um sult í Afríku. Rökvillan er sú að við búum ekki í Afríku, hér eru ekki sveimandi flugur á vetrarlagi. Fólk hírist heima hjá sér svipt allri mannlegri reisn, bíður eftir næstu mánaðarmótum til að slá á sultinn.
Málflutningur þessa fólks, hin hroðalega afneitun á raunveruleika fátæks fólks á Íslandi í dag, afhjúpar annan skort, skort á samúð, skort á samhygð.
Eins og það sé sálarlaust, það finni ekki til með neinu nema pólitísku skoðunum sínum og þá sérstaklega flokksforingjum sínum sem verða fyrir ómaklegri gagnrýni að mati þessa fólks.
Þessi kuldi, þessi algjöra firring gagnvart kjörum og aðstæðum náungans er sá skortur sem leikur manneskjuna verst. Hann fyrirgerir sálarheill fólks, sviptir því mennskunni, breytir því í eitthvað sem enginn vildi vera þegar ævintýri lífsins voru samin á unga aldri. Vonda stjúpan, nirfillinn, blóðsugan, eða það sem verst er, sá sem gekk framhjá litlu stúlkunni með eldspýtuna þegar hún var að frjósa í hel.
Þessi skortur á samkennd er alvarlegasti skorturinn sem íslenska þjóðin glímir við.
Hann hrjáir næstum allt félagshyggjufólk landsins, það er hætt að berjast fyrir réttlæti og bættum heimi, í dag berst það við raunveruleikann, afneitar honum, eða reynir að réttlæta hann með tölfræði.
Það hætti að vilja vel um leið og það fékk tækifæri til þess. Það vildi aðeins vel fyrir hönd annarra.
Sálarlaust, ærulaust, verjandi fátækt og örbirgð því þeirra fólk stjórnar.
Þegar á reyndi hafði það ekki hugrekki til að breyta rétt, að standa við lífsskoðanir sínar og hugsjónir.
Skortur þess á hugrekki útskýrir fátæktina á Íslandi í dag.
Það skilur ekki hvað felst í þessum orðum Lilju Mósesdóttur að fátækt á Íslandi sé óásættanleg í svona ríku landi.
Skilur ekki hvað orðið óásættanlegt þýðir.
Það skilur ekki neitt nema völd, sín eigin völd.
Sá skilningsskortur útskýrir fátækt á Íslandi í dag á því herrans ári 2013.
Á dögum Steingríms og Jóhönnu.
Megi þeir dagar líka líða skort.
Og dagar mennsku og mannúðar taka við.
Á Íslandi á því herrans ári 2013.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enn og aftur hafðu þakkir fyrir óbilandi skrif og þor til handa samlöndum okkar :)
Sigurður Haraldsson, 2.1.2013 kl. 22:42
Takk Sigurður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.1.2013 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.