Fólk sveltur í ríkisstjórnartíð Jóhönnu.

 

Líkt og fólk gerði í stjórnartíð Kristjáns 7. Danakonungs,  en þá gengu Móðurharðindi í kjölfar Skaftárelda yfir landið.

Þá var engin Mæðrastyrksnefnd, engin Fjölskylduhjálp, enginn Hjálparstofnun kirkjunnar.

Engin biðröð, aðeins vergangur.

 

Í dag er biðröð, enginn vergangur.

En í raun, hver er munurinn fyrir utan framþróun tímans.???

Fólk sveltur í dag, en skrimtir þó.

Þá leið ríka fólkið skort, í dag er það spurning um milljarð til og frá eftir kennitölum, en í neyslu er það flatskjár uppá eina og hálfa milljón sem selst ekki, eða selst illa.

 

Þá var fátæktin raunveruleg, afleiðing eldgosins áþreifanleg.

Í dag líða tekjulægri hópar skort, en þjóðfélagið er ríkt. 

Það greiðir tugi milljarða í óþarfa vexti á meðan velferðin  rotnar innan frá.

 

Og Jóhanna er þakklát.

Gildir það sama um íslenskt félagshyggjufólk???

Kveðja að austan.


mbl.is Þakklæti efst í huga Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Samkvæmt íslenskum lögum hvílir framfærsluskylda á sveitarfélögum.

Á vef Reykjavíkurborgar þar sem ég bý eru upplýsingar um þetta. Mér er ekki kunnugt um hvernig þessu er háttað í þínu sveitarfélagi Ómar. En eftir bloggfærslunni virðist ástandi vera mjög alvarlegt.

Svo segir hjá Reykvíkingum:

,,Fjárhagsaðstoð stendur þeim til boða sem hafa tekjur og eignir undir ákveðnum viðmiðunarmörkum. Rétt á fjárhagsaðstoð eiga þeir sem eiga lögheimili í Reykjavík og getur aðstoðin verið styrkur eða lán. Fjárhagsaðstoð skiptist í tvo meginflokka, framfærslustyrk og heimildagreiðslur.

Framfærslustyrkur er veittur einstaklingum og fjölskyldum sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar. Fjárhagsaðstoð til einstaklings sem rekur eigið heimili getur verið allt að kr. 157.493 á mánuði og kr. 236.240 á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð. Aðstoðin er óháð barnafjölda, þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Vaxtabætur og húsaleigubætur mæta mismunandi kostnaði vegna húsnæðis.

Heimilt er að veita einstaklingum og fjölskyldum aðstoð vegna sérstakra aðstæðna, m.a. vegna heimilisaðstoðar, náms eða óvæntra áfalla, sbr. IV. kafla reglna Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð."

Nánari upplýsingar á síðu Velferðarsviðs

Umsóknareyðublað um fjárhagsaðstoð á Rafrænu Reykjavik

Reglur um fjárhagsaðstoð

Nýárskveðjur frá Reykjavík.

Heimild vefur Reykjavíkurborgar.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.1.2013 kl. 10:37

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Svar Skröggs var nú hnitmiðara Þorsteinn enda Dickens betri penni.

"Er eitthvað að hjá fangelsunum???, er búið að loka vinnuhælunum??".

En hugarfarið hefur lítið breyst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.1.2013 kl. 13:08

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég spyr Ómar, hvernig er framfærslumálum háttað í þínu sveitarfélagi og ég vil fá skýr svör frá þér?

Er margt fólk sem sveltur á Austurlandi?

Kveðja úr Reykjavíkurkjördæmi norðu.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.1.2013 kl. 14:53

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Þorsteinn, hringdu í sveitarfélagið, ef þig langar mjög mikið að vita það, eins er Fjarðabyggð með heimasíðu.  Hvernig sem ég leita í hausnum á blogginu þá finn ég hvergi að hér sé rekin svarþjónusta í anda Já.is. 

Það er örugglega til fólk sem sveltur á Austurlandi.  Mun fleiri en fólk hugsar út í.  

En ég myndi ráðleggja þér að spyrja um vinnuhælin, og fátækrahúsin, það það fangar miklu betur andann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.1.2013 kl. 15:19

5 Smámynd: Addý Steinarrs

"Fjárhagsaðstoð til einstaklings sem rekur eigið heimili getur verið allt að kr. 157.493 á mánuði"

Vefur velferðarráðuneytis - Dæmigerð neysluviðmið:

"Dæmigerð viðmið fyrir útgjöld einstaklings sem býr á höfuðborgarsvæðinu, að undanskildum húsnæðiskostnaði eru 223.031 kr"

http://www.velferdarraduneyti.is/neysluvidmid/nanar/nr/33453

Gleðilegt velferðarár 2013!

Addý Steinarrs, 1.1.2013 kl. 15:38

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ómar, í fyrirsögn á færslunni stendur að fólk svelti, þannig að ég ályktaði að þú værir með einhverjar rannsókir um þetta í þínum fórum sem styddu þessa fullyrðingu. Og þessa vegna væri eðlilgra að snúa sér til þín með fyrirspurnina fremur en hringja í sveitarfélagið.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.1.2013 kl. 15:38

7 identicon

Þakklæti er mér efst í huga ... segir formaður SamFylkingarinnar.

Viðmið 223.031 kr. segir verðandi formaður SamFylkingarinnar, "velferðar"ráðherrann.

Nei, 157.493 kr. er björt velferð ... segir vara-formaður SamFylkingarinnar.

Hvað skyldi gjaldkeri SamFylkingarinnar segja?  Skyldi hann segja já áfram, já Icesave? 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 18:24

8 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þarf rannsóknir-nefndir og ráð til að sjá að fjöldi fólks hefur ekki ráð á bæði mat OG HÚSNÆÐI- KANNSKI ÖÐRU ??? EKKI HVORUTVEGGJA !

Erla Magna Alexandersdóttir, 1.1.2013 kl. 20:05

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ójörnuður hefur minnkað mikið í tíð núverandi ríkisstjórnar samkvæmt gini stuðli og einnig mælist mun lægra hlutfall þjóðarinnar undir fátæktarmörkum en var áður en ríkisstjórnin tók við. Sé fólk að svelta núna þá eru það væntanlega færri sem gera það heldur en var áður en núverandi stjórn tók við og það meira segja í miðju góðæri.

Hið svokallaða "dæmigerða neysluviðmið" sem sjá má á vef velferðaráðuneysisins er einfaldlega miðgildi neyslu í þjóðfélaginu. Helmingur þjóðarinnar er með neyslu undir því marki og helmingur yfir því. Það viðmið segir því ekki neitt um það hversu mikið þarf til að eiga fyrir nauðsynjum. Það er munur á neysluviðmiði og framfærsluviðmiði. Talan í dæmigerða neysluviðmiðinu sýnir því neyslu millitekjufólks í landinu og flestir í þeim hópi eru með þó nokkuð af liðum í sinni neyslu sem vart geta talist til lífsnayðsynja.

Sigurður M Grétarsson, 1.1.2013 kl. 20:23

10 identicon

SamFylkingin er ekki jafnaðarflokkur. 

SamFylkingin er ekki Alþýðuflokkur. 

SamFylkingin er samsafn af skinhelgum tæknikrötum og embættismannaaðli, sem níðir óbreyttan almenning.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 20:32

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Pétur Örn. Hvernig væri að færa rök fyrir þessum fullyrðingum þínum? Eins og ég hef nefnt hér áðan þá hefur tekjujöfnuður í þjófélaginu aukist verulega í tíð núverandi ríkisstjórnar auk þess sem hlutfall þjóðarinnar sem hefur tekjur undir fátæktarmörkum hefur minnkað mikið. Reyndar hafa tekjur allra minnkað vegna hruns sem varð í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en er ekki sök núverandi ríksstjórnar. Þetta hefur óhjákvæmilega leitt til lakari lífskjara hjá þjóðinni en núverandi ríksstjórn hefur séð til þess að sjú kjaraskreðing hefur minnst lent á þeim tekjulægstu og látið hana fyrst og framst bitna á þeim sem meiri hafa tekjurnar.

Hvað meira þurfa stjórnmálaflokkar að áorka í ríkisstjórnarsamstarfi til að falla undir þína skilgreiningu á orðinu "jafnaðarmannaflokkur"? Stenst yfir höfuð nokkur flokkur á Íslandi þína skilgreiningu á þessu orði eða getur þú fært rök fyrir því að einhver annar flokkur hér á landi sé meiri jafnaðarmannaflokkur en Samfylkingin?

Sigurður M Grétarsson, 1.1.2013 kl. 22:28

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Erla, fólk með slæma samvisku heldur að hlutverk í leikritinu, leikum bjána, hjálpi því eitthvað.  En uppsker aðeins bjánaskapinn ofaná hina slæmu samvisku.

Þorsteinn, aulahúmor ferst þér ekki vel úr hendi, annað hvort ertu lítt æfður eða algjörlega án hæfileika á því sviði húmorsins.  Þú ættir að ráða við þá einföldu rökhugsun að sjá að það er ekki samhengi á milli rannsóknar á sulti og upplýsingagjöf um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.  Þar með er aulahúmorinn fallinn um sjálfan sig, verður aðeins aulaskapur.  Ef þú ætlar í debat við mig um hvort fólk svelti á Íslandi, mættu þá hreint til leiks og sýndu spilin svo hægt sé að ræða við eins og fólk.  Hins vegar ef þú ert að safna prikum fyrir framboð hjá Bjartri Framtíð, þá áttu að taka það fram að þú sért að æfa þig í Gnarrisma, að þú sért í gervi.  

Þá er alveg sjálfsagt að aðstoða þig.

Sigurður, ég veit að þú heldur þig við rök og ert sjálfum þér samkvæmur í þínum málflutningi, en ég verð að spyrja þig, í hvaða heimi ert þú þegar þú slærð svona fram að allt sé á réttri leið???

Heyrirðu ekki þjáningarstunurnar allt í kringum þig???

Pétur, það er hægt að draga þetta saman í eina setningu, "Samfylkingin er flokkur án sálar".

En til að fyrirbyggja allan misskilning, þá er ég saddur, var líka saddur í gær.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.1.2013 kl. 22:36

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef allir hafa nóg ofaní sig og á, af hverju eru þá biðraðir hjá hjálparstofnunum þar sem er verið er að úbýta matvöru og fötum?

Var á Íslandi fyrir jólin og sá þar langa biðröð af fólki við gamla Hagkaup við Miklatorg?

Kanski fólk hafi bara gaman að standa í biðröð jafnvel þó svo að veðrið sé ekki gott?

Er það þetta sem Jóhanna er svo þakklát fyrir?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 1.1.2013 kl. 22:41

14 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Hérna í Danmörku ákveður sveitarstjórnin hver fær matvæla aðstoð. Þeir komust að því að margir misnotuðu mataraðstoðina. Sem dæmi þá þykir það ekki réttlætanlegt að reka bíl ef menn eiga ekki fyrir mat. Það er nokkurnveginn tilfellið hér að margir sem þyggja þessa aðstoð eru að leggja bílunum sínum í hlíðarhverfinu og labba síðan spottann til fjölskyduhjálparinnar. Samkvæmt fjármálaskólanum þá kostar það 53.000 krónur að reka bíl á mánuði. Fyrir einstakling með 157.000 til ráðstöfunar og ekur um á bíl þá fara 4 mánuðir af 12 bara í það að greiða fyrir bílinn.

Áhugaverðar umræður, sérstaklega góðir punktar frá Sigurði og Þorsteini.

Andrés Kristjánsson, 2.1.2013 kl. 00:06

15 identicon

Síðan Ísland varð lýðveldi, 17. júní 1944, hefur bilið á milli fátækra og ofur-ríkra sjaldan verið meira Sigurður M. Grétarsson, en á vakt SamFylkingar í bæði Hrun- og Helferðarstjórnum.  Ég er ekki fæddur í gær eins og þú virðist vera.

SamFylkingin er ekki Alþýðuflokkur.

SamFylkingin er samsafn af skinhelgum tæknikrötum og embættismannaðli, sem níðir óbreyttan almenning, til að SamFylkingin geti þjónkað sem best bankaræningjunum, makkerum þeirra og gjaldkerum, ræningjum, hrægömmum og auð-hringadrottnum hins glóbalíska auðræðis.

Allt þetta vissir þú Sigurður M. Gre´tarsson ef þú fetaðir veginn eilífa, í stað krókaleiðanna, sem virðast þér kærari. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 00:19

16 identicon

Þjónkunarlið krókaleiðanna tútnar iðulega út sem púkarnir á fjósbitunum

og gerast illskeyttir þá einhver bendir þeim á að horfa á raunverulegar aðstæður þeirra sem minna mega sín

í stað þess að segja að þetta sé ekki nógu gott og það þurfi að laga.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 00:26

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ómar Geirsson. Ef það hefur farið fram hjá þér þá varð hér hrikalegt hrun fyrir fjórum árum og það er ástæðan fyrir stöðu fólks en ekki björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hún hefur náð miklum árangir í því að láta skell hrunsins sem var í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lenda í meira mæli á þeim sem hafa hærri tekjur en á þeim sem hafa lægri tekjur. Tekjumunur hefur minkað í tíð núverandi ríkisstjórnar og það bendir flest til að hrunið hafi náð botninum og að við séum að fara upp aftur. Bæði hefur kaupmáttur launa hækkað og einnig hefur raunverð húsnæðis hækkað. Bæði eru vísbendingar um að við séum að snúa vörn í sókn. Ástandið í okkar helstu viðskiptalöndum hefur ekki hjálpað til og þaðan af síður stjórnarandstaðan hér á landi.

Þó það heyrst meira í þeim sem hafa það slæmt núna en fyrir hrun þá þarf það ekki að vera vísbending um að fátækt sé meiri núna heldur aðeins að slík umræða á greiðari leið í fjölmiðla núna en fyrir hrun. Þá var einnig mikil fátækt og erfitt hjá mörgum þrátt fyrir góðæri.

Sigurður M Grétarsson, 2.1.2013 kl. 01:10

18 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Pétur Örn. Þetta er einfallega rangt hjá þér enda sýna allar hagtölur annað. Getur þú komið með tölur semsanna mál þitt. Gini stuðull er viðurkenndur stuðull til að mæla misskiptingu tekna og er hann þannig að þeim mun hærri tala sem kemur út þeim mun meiri er misskiptingin. Þessi stuðull er mun lægri núna en hann var áður en núverandi ríkisstjórn tók við.

Sigurður M Grétarsson, 2.1.2013 kl. 01:12

19 identicon

Ertu nú kominn í Gin og klaufaveikis stuðla og staðla, ykkar reglugerðarpésanna, Sigurður minn?  Annað hvort sérðu eymd, eða þú sérð hana ekki.  Kannski er það vegna þess að þú kýst að afneita henni?  Kannski skortir þig samhygð með þeim sem minna mega sín? 

Mundu að ég hef sagt þér áður að lesa Bókina um veginn.  Fyrr ert þú ekki viðræðuhæfur um hinn dýpri skilning anda og efnis.  Þangað til ert þú bara á villigötum krókaleiðanna.  Gerðu þetta nú fyrir mig Sigurður minn, að lesa Bókina um veginn og það amk. tíu sinnum og læra utan bóka og þá fyrst n´rð þú þeim þroska að geta kallað þig jafnaðarmann.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 01:44

20 identicon

Og bara þetta að lokum Sigurður, þar til þú hefur lesið þér til um siðferði, heimspeki og hinn eilifa veg, sem er hreinn og beinn og án krókaleiða hrun- og helferðarstjórnar SamFylkingar:

SamFylkingin er samsafn af skinhelgum tæknikrötum og embættismannaðli, sem níðir óbreyttan almenning, til að SamFylkingin geti þjónkað sem best bankaræningjunum, makkerum þeirra og gjaldkerum, ræningjum, hrægömmum og auð-hringadrottnum hins glóbalíska auðræðis. 

Finnst þér virkilega eðlilegt að Viljálmur Þorsteinsson, makker Björgóls Thor, skuli eiga að setja íslenskri þjóð nýja stjórnarskrá? 

Finnst þér eðlilegt að maður sem skammtar sér hundruðir milljóna í arðgreiðslur , sem dv.is hefur upplýst um, sé sá rétti til að setja þjóðinni nýja stjórnarskrá? 

Finnst þér það til merkis um jafnaðarmennsku að Vilhjálmur Þorsteinsson einn hafði efni á því að birta heilsíðuauglýsingu um uppdiktað ágæti, daginn fyrir stjórnalagaþings-kosningarnar, sem síðar voru reyndar dæmdar ólöglegar? 

Finnst þér það vera til að efla tiltrú íslensk almennings á nýrri íslenskri stjórnarskrá þegar þannig menn sem Vilhjálmur véla um?   

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 02:27

21 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Samfylkingin var í stjórn hrunárið svo að því sé haldið til haga.

Önnur ríkisstjórn Geirs H. Haarde var ríkisstjórn Íslands ríkisstjórn Íslands frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Í henni sátu ráðherrar frá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingunni. Hún tók við völdum 24. maí 2007 í kjölfar þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ákváðu að slíta samstarfi sínu vegna naums þingmeirihluta eftir Alþingiskosningarnar 2007. Ríkisstjórnin hafði einn rúmasta meirihluta sem ríkisstjórn hefur haft á Alþingi, 43 menn en einungis 20 þingmenn voru í stjórnarandstöðu.

Í boð hvers og hverra er þessi andskotans baksýnisspegill sem er verið að reyna stýra eftir þessa dagana??

Svaraðu því Sigurður M.

Sindri Karl Sigurðsson, 2.1.2013 kl. 02:43

22 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ómar, ertu búin að hringj í sveitarfélagið og spyrjast um fátækt á Austurlandi?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.1.2013 kl. 07:02

23 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að menn hér að ofan ætti að kanna hvernig bætur voru fyrir tíð Jóhönnu í félagsmálaráðuneytinu 2007. Síðan googlaði ég svona upp á grínið hvernig þetta var hjá hjálparstofnunum í góðærinu og þá voru langar biðraðir nú bara líka. Fjölskylduhjálpin var jú stofnuð fyrir hvað um 10 árum þ.e. 2003 og um það segir á heimasíðu þeirra:

Um Fjölskylduhjálp Íslands

Fjölskylduhjálpin var stofnuð árið 2003 af fimm konum, Ásgerði Jónu Flosadóttur, Guðrúnu Magnúsdóttur, Önnu Auðunsdóttur, Rögnu Rósantsdóttur og Guðbjörgu Pétursdóttur, saman höfðu þær 80 ára reynslu sem sjálfboðaliðar í góðgerðarstörfum. 
Í upphafi var starfsemin stofnuð til að úthluta klæðnaði til fólks sem átti ekki efni á slíku, en fljótlega fóru að berast til þeirra matvæli vegna gríðalegra tenginga inn í atvinnulífið þær konur höfðu.


Erfitt var í upphafi að fá sjálfboðaliða til starfa og fékk starfsemin meðal annars hjálparhendur í gegnum fangelsismálastofnun. Í dag getur starfsemin þó valið úr góðum hópi sjálfboðaliða, 70% þeirra sem aðstoða í dag eru öryrkjar. Einnig eru margir vel menntaðir og velstæðir einstaklingar að aðstoða sem vilja láta af sér gott leiða. Allir starfsmenn Fjölskylduhjálparinnar eru sjálfboðaliðar og úthluta þeir matvælum, notuðum og nýjum fatnaði, ungbarnavörum, notuðum og nýjum leikföngum.


Fjölskylduhjálp Íslands starfar í þágu kvenna, karla og barna í neyð. Fjöldi fólks og fjölskyldna eru á skrá sem þurfa aðstoð í mismiklu mæli, en árið 2006 aðstoðaði Fjölskylduhjálpin yfir 15.000 manns. Til þeirra leita öryrkjar, atvinnulausir, einstæðar mæður og feður, eldri borgarar, fátækar fjölskyldur og einstæðingar.

Takið sérstaklega eftir að 2006 hjálpaði hún um 15 þúsund manns. Ég endurtek 2006!!!!!! Á þeim tíma sem Íslendingar böðuðu sig í erlendu lánsfé. 

Alveg örugglegar hægt að gera betur við þá sem eru öryrkjar og ellilífeyrisþegar eða hafa ekki vinnu {sem eru reyndar ekki "nema um 7 Þúsund manns og af þeim  kannski um 3 þúsund manns eða meira sem vilja ekki vinnu eða vinna svart] og reyndar um 20% af atvinnulausum einstaklingar sem eru aðfluttir frá örðum löndum.  En til þess að gera betur þurfum við sem höfum vinnu að borga fyrir það með hærri sköttum. Þetta kjaftæði um að það megi redda öllu með aukinni fjárfestingu er náttúrulega nokkuð hæpin. Því fyrir það fyrsta  þá skilar hún sér ekki strax í hærri sköttum.  Það þarf ekki að auksta svo mikið vinnuframboð þar til að þurfi að flytja hingað fólk til að vinna. Þau laun fara þá að mestu úr landi aftur. Fyrirtæki eru skattlítil þar til að þau hafa borgað upp aukna fjárfestingu. 

Fyrirtæki hafa í dag öll tækifæri á að auka fjárfestingu, Mörg búin að fá mikla skuldaniðurfellingu en þau forðast að taka lán hér í krónum með þeim háu vöxtum sem henni fylgja. 

Það eina sem breytist til skamms tíma ef að Sjálfstæðismenn komast til valda er að álögur í formi skatta og þjónustugjalda verða fluttir af eignarmönnum og fyrirtækjum yfir á almennig. Man engin eftir því þegar að Friðrik Sófusson gerði þetta. Hann hélt ræður um að skattar hefðu ekki verið hækkaðir en þegar það var skoðað þá stóðst það ef horft var á heildarupphæðina. En skattar á fyrirtæki, fjármagn og eignarmenn voru lækkaðir en hækkaðir á móti á okkur. Þá fór staðgreiðslan upp í 42% á öll laun fyrir ofan skattleysismörk sem voru lækkuð eða stóðu í stað lengi. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.1.2013 kl. 09:10

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Enn og aftur takk fyrir innlitið, og afsakið hvað ég kem seint inn.

Jóhann, heitir þetta ekki að útvega fátæku fólki ókeypis afþreyingu???  Spurning hvað fátækt fólk hefur gaman að henni en Jóhanna er kát, er það ekki aðalatriðið??

Andrés, ég held að þú hljótir að búa í Danmörku????  En er ekki farið að snjóa hjá ykkur???

Sindri, þú spyrð fróðlegrar spurningar, hver kostar kíkið í baksýnisspegilinn??  Blasir svarið ekki við, hverjir eiga hagsmuni að gæta við að blóðmjólka almenning??

Þorsteinn, ég er ekki búinn að hringja í sveitarfélagið, er að leita mér að kostunaraðila svo ég sjái ekki neyðina.

Sigurður, nákvæmlega það varð Hrun, og það eru viðbrögð við Hruni sem skilja á milli hvort fólk er mennskt eða ómennskt.  Í hungursneyðinni miklu í lok 19. aldar á Indlandi féllu milljónir á milljónir ofan vegna þess að þá var það ekki "arðvænlegt" að lina þjáningar hungraða, ómennskan ættuð úr herbúðum leisý feristanna.  Öld áður féll fólk við svipaðar aðstæður, en þá var leisý fer ekki mættur á svæðið, til voru kornbirgðir og annað sem notaðar voru til að draga úr þjáningum fólks.  Kallast siðferðisleg skylda stjórnvalda að reyna.  

En jú, það þarf víst mennsku til að skilja muninn, mæli með leið Péturs.

Magnús, ef þú áttar þig ekki á hvað gerist þegar allar nauðsynjar hækka um 40-80% en bætur vel innan við 20% á móti, þá ertu annað hvort ákaflega lélegur í reikningi, eða þér er alveg sama.

Þú ræður hvorn möguleikann þú tekur.

Að lokum þetta, á dauða mínum hefði ég frekar átt von, öll mín fullorðinsár en að ég ætti að upplifa tíma þar sem félags og jafnaðarfólk verji óhæfu með tilvísan í Hrun pappírsviðskipta eða ástandið hafi ekki verið nógu gott þegar frjálshyggjan muldi undir auðsníkjur.  

Ef það hefði orði hrun í útflutningi þannig að þjóðin hefði átt í erfiðleikum með að fjármagna nauðsynlegan innflutning eða matvælaframleiðsla lagst af að stórum hluta vegna náttúruhamfara, þá hefði ég skilið einhverja réttlætingu.  Samt ekki eftir fordæmi Skúla fógeta þegar hann lét opna verslanir svo sveltandi fólk fengi satt sárasta hungrið.  

Hungur er smán á nútímaþjófélagi og sérstaklega til skammar þeim sem á einn eða annan hátt reyna að réttlæta það vegna pólitískra hagsmuna eða pólitískrar fylgispektar við þá sem ábyrgðina bera.

Þið ættuð alvarlega að íhuga ykkar innri mann, Magnús og Sigurður.  Vörn ykkar byggist ekki á því að benda á það sem gert er til hjálpar, heldur á afneitun á raunveruleikanum.

Og slíkt gerir félagshyggju fólk aldrei.

Aldrei.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.1.2013 kl. 13:54

25 Smámynd: Jón Óskarsson

@Þorsteinn:  Það þarf ekki rannsóknir þegar menn þekkja persónulega til fólk sem sveltur.  Slíkt segir meira en opinberar rannsóknir.

@Sigurður M:  Gini-stuðullinn mælir vissulega misskiptingu tekna.  En hér á landi færðust fátæktarmörkin niður þegar hæstu launin féllu bæði af völdum hrunsins og með aðgerðum forsætisráðherra sem vildi lækka þau laun sem gáfu tekjur í ríkiskassann.  Gini-Stuðullinn er því vita gagnslaus þegar kemur að því að mæla fátækt.  Þetta ættir þú að vita.

Til fróðleiks er rétt að halda því til haga að brúttómánaðarlaun Jóhönnu Sigurðardóttur hækkuðu frá vordögum 2009 til 1.mars 2012 um kr. 257.341.  Ég persónulega þekki marga sem fá heildar laun eða bætur á mánuði sem eru vel undir þessari krónutölu.

Jón Óskarsson, 2.1.2013 kl. 15:59

26 identicon

Starfsferill Jóhönnu Sigurðardóttur, skv. hennar eigin stjórnarráðsvef:

  • Flugfreyja hjá Loftleiðum 1962–1971. Skrifstofumaður í Kassagerð Reykjavíkur 1971–1978.
  • Skipuð 8. júlí 1987 félagsmálaráðherra, lausn 17. september 1988, en gegndi störfum til 28. september Skipuð 28. september 1988 félagsmálaráðherra, lausn 23. apríl 1991, en gegndi störfum til 30. apríl. Skipuð 30. apríl 1991 félagsmálaráðherra í þriðja sinn, lausn 24. júní 1994.
  • Í stjórn Flugfreyjufélags Íslands 1966–1969, formaður 1966 og 1969. Í stjórn félagsins Svölurnar 1974–1976, formaður 1975. Í stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur 1976–1983. Varaformaður Alþýðuflokksins 1984–1993. Formaður í stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra og öryrkja 1979–1983. Í nefnd til að undirbúa frumvarp um tilhögun og framkvæmd fullorðinsfræðslu og endurskoðunar laga um almannatryggingar 1978. Í tryggingaráði 1978–1987, formaður þess 1979–1980. Sat á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins 1980–1985. Formaður Þjóðvaka 1995.

Önnur störf

  • Alþingismaður Reykvíkinga 1978–2003 (landskjörin 1979–1987) (Alþýðuflokki, utan flokka, Þjóðvaka, þingflokki jafnaðarmanna, Samfylkingunni), alþingismaður kjördæmisins Reykjavík suður síðan 2003 fyrir Samfylkinguna.
  • Félagsmálaráðherra 1987–1994.
  • 2. varaforseti neðri deildar Alþingis 1979, 1. varaforseti neðri deildar 1983–1984, 4. varaforseti Alþingis síðan 2003.
  • Utanríkismálanefnd 1995–1996, iðnaðarnefnd 1995–1999, sérnefnd um stjórnarskrármál 1995–1997 og 1999–2000 og 2004–2007, allsherjarnefnd 1996–1999, efnahags- og viðskiptanefnd 1999–2007, kjörbréfanefnd 1999–2003 og félagsmálanefnd 2003–2007.
  • Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 1996–2003, Íslandsdeild ÖSE-þingsins 2003–2007.
  • Félagsmálaráðherra frá 24. maí 2007.
  • Forsætisráðherra frá 1. febrúar 2009.

Semsagt Jóhanna er búin að vera þingmaður í 34 ár rúm.  Félagsmálaráðherra 1987-1994 og aftur í Hrunstjórninni og sat þá einnig í ráðherraráði um ríkisfjármál, í innsta hring með Ingibjörgu Sólrúnu, Árna Mathiesen og Geir Hilmari Haarde, sem endaði með hruni haustið 2008. 

Bjögvin greyið er víst alltaf metinn ósjálfráða, en kannski það gildi einnig um Jóhönnu,

sem allur hinn skinhelgi samfylkti kór tæknikrata og embættismannaðals hamast enn við að byggja skjaldborg um Jóhönnu forsætisráðherra ... og sjálfa sig í leiðinni?  Þannig valdar það hvað annað, samfylkt og siðlítið, en fullt af sérgæsku sinni og atvinnugóðmennsku sinni.

Lítilla sanda reigir það sig og tvístrar hópum og falsar raunverulegar atvinnuleysistölur með því að kasta fólki út af skrá og flytja hluta þess frá ríki til sveitarfélaga og þeir sem eru hálf-atvinnulausir og eru að reyna að skrimta eru ekki einu sinni taldir með, þeir eru bara ekki til í bókum og excel töflum hinna gin og klaufaveiku jórturdýra á jötu eigin aumingjagæsku og atvinnu"góðmennsku".       

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 16:18

27 identicon

Mér þætti fróðlegt að vita hvort þeir Sigurður M. Grétarsson og Magnús H. Bjögvinsson,

talsmenn SamFylkingarinnar og sér í lagi Jóhönnu og tæknikratar í í gin og klaufaveiki, 

séu menn til að upplýsa okkur um það, hver verði opin-ber lífeyrir Jóhönnu Sigurðardóttur?

Hún er jú orðin nú þegar 70 ára, er hún kannski á margföldum launum síðan 2009, þá hún varð 67 ára.

Á það ekki vera allt upp á borðum, gegnsætt?  Hvað segja tæknikratarnir um það?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 16:33

28 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hér hefur því verið haldið fram af síðuhaldara að fólk svelti eins og á tímum Móðurharðindanna og Skaftáreldanna, eins og ritað er í fyrstu setningu færslunnar.

Sú samlíking er yfirdrifin og fjarri öllum raunveruleika og fellur því dauð og afvelta niður.

Ég hef upplýst að framfærsluskylda er á sveitarfélögunum samkvæmt íslenskum lögum.

Í Reykjavík, mínu sveitarfélagi  er einstaklingi  lagt til 157.49-kr þegar öll sund eru lokuð svo sem atvinnuleysisbætur og þess háttar og hjónum 236.240-kr og er þá ekki upptaldar barnabætur, barnalífeyrir, vaxtabætur, og húsaleigubætur sem koma frá ríkinu.

Ekki hefur verið upplýst hvernig þessu er háttað í öðrum sveitarfélögum t. d. Austurlandi, heimabyggð færsluhöfundar.

Af þeim sökum hef ég ekki möguleik á að rengja það að þar svelti fólk og eru það því mjög alvarlegir atburðir ef satt reynist.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.1.2013 kl. 17:10

29 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Ég hélt að þú ætlaðir aldrei að koma þér út úr aulaskápnum, ironía krefst notkunar á vinstra heilahveli, og þeir sem geta ekki notað það, ættu að láta hana alveg eiga sig.

Ef þér fannst myndlíkingin yfirdrifin, þá gastu alveg sagt það og ég hefði alveg nennt að ræða hana við þig, en þú kaust að láta eins og auli, og uppskerð eftir því.  Lestu hann Sigurð hér að ofan, og sjáðu muninn á rökræðu hans og þinnar, hann skýrir málin með ákveðnum rökum í þeim tilgangi að draga úr áhrifamætti líkingarinnar, sem er samt að ég held ástæða þess að að hann kom inná síðuna. 

Taldi ástæðu að verja sitt fólk.

Tilgangur myndrænna líkinga er að vekja umhugsun, umræðu, ná athygli eða annað sem menn kjósa með þeim, en það felst í eðli þeirra að þær eru líkingar, ná eins langt og efni standa til.

Þú taldir þig umkominn að segja mér til um efnistök mín og framsetningu en kaust að gera það með háði sem afhjúpar firringu þína gagnvart því ástandi sem ríkir í þjóðfélaginu í dag.  Það er eins og þú áttir þig ekki á því að ef skotið er yfir markið, þá er skotið yfir marki og svona grein nær ekkert lengra.  Þú áttar þig ekki heldur á því að ef þú telur þig geta tjáð þig betur um þetta mál, að þá er þér fullkomlega heimilt að gera það á þínu bloggi, eða í athugasemdarkerfi mínu, og þú gætir meir að segja dregið fram samanburðinn á skrifum okkar ef þú vildir draga úr mínum.

Hvort grein sem ég henti inn seint á gamlársnótt á meðan ég var að klára úr whiský glasi mínu hitti í mark eður ei má svo sem deila um.  Það eru 28 athugasemdir, þó ég hafi verið óvenjulega mikið til friðs, gestir voru 433 á hana í gær, flettingar sem mæla hvort grein sé lesin, voru 595.  Hafi fólki ofboðið þessi umræða mín, þá ætti það ekki að koma aftur.

Í dag eru þegar komnir 721 gestur og 1.069  flettingar.

Svo að?????

Víkjum svo að hneykslun þinni sem lætur þig mæta hér í trúðsbúning.

Ég hefði hugsanlega getað skilið þig ef ég hefði einhvers staðar slegið því fram að ástandið í dag væri alveg eins og á dögum Skaftárelda, að þjóðin sylti heilu hungri og það væri mannfellir.

Það er vissulega tvíræðni í fyrirsögninni og en þú þarft ekki nema 2 sem svelta vegna afleiðingar fjármálahamfaranna til að þú getir talað um að fólk svelti, og ef þú veist um eitthvað annað ár þar sem fólk, fleiri en einn, hafi soltið, þá ertu kominn með samlíkingu, "fólk sveltur eins og það svalt", í þessari fullyrðingu felst enginn fjöldi, aðeins sú fullyrðing að fleiri en einn hafi soltið.

Einnig er hægt að hártoga, ef menn vilja mjög nota hægra heilahvelið, skilgreiningu á orðinu sultur, sumir vilja skilgreina hana þröngt og segja að enginn svelti nema hann líti út eins og beinagrind í Auswitch, aðrir benda réttilega á að sultur er það ástand þar sem fólk finnur til hungurs og er ekki í aðstöðu til að seðja það hungur.  Það getur fengið magafyllingu sína við að borða drulluköku eins og börnin á Haiti eða étið hrísgrjón og pasta í öll mál, eða gamla góða hafragrautinn, en slíkur matur einfaldlega mettar ekki fólk.

En svona hártogun er eins og þegar barnið svaraði afa sínum sem líkti því við fegursta blóm, "já en afi ég er ekki blóm".  Sumir komast aldrei af þessu þroskastigi, og ættu að hafa vit á því að lesa aldrei myndlíkingar.

"Þú lýsir upp eins og stjörnur himinsins" er algjör rökleysa því engin manneskja getur lýst upp eins og stjarna, hvað þá stjörnur.  Samt nota menn þetta til að ná fram ákveðnum hughrifum, að líkja saman ólíkum hlutum, því menn sjá ákveðin líkindi, og nota því orðalagið; "eins og" eða "líkt og" eða "alveg eins og" þegar mönnum finnst líkindin sterk.

Myndræn líkingu lýtur ekki lögmálum rökhyggjunnar, það sem einn sér, þarf ekki annar að sjá.

Ég dreg fram ákveðin líkindi hér að ofan, bendi á samsvaranir sem eru sláandi.  Ræði annars ekki efnislegar staðreyndir, það er ekki viðfang pistilsins.  Ég hefði getað farið út í beinan samanburð, til dæmis deilt hausatölu fólks í próteinmagnið sem hagkerfið 1783 hafði til ráðstöfunar og reiknað síðan út prótein per haus í dag.  Sá samanburður kemur til dæmis ekki vel út fyrir þessa kreppu, því fólk svalt í Móðuharðindunum vegna þess að það var ekki til nægur matur, ekki vegna misskiptingar hans.  Einnig er hægt að bera saman tölur um heimili sem leystust upp, borið saman við fjölda nauðungaruppboða.  Og svo framvegis.

Vissulega voru hlutirnir dramatískari í Móðuharðindunum, en ef reiknað er út hlutfallsleg áhrif, til dæmis um alvarleika þeirra atburða, annars vegar stærsta gos á sögulegu tímum (mælt í gosefnum, að mig minnir reyndar) og hins vegar fall þriggja banka þá er ljóst að afleiðingarnar fyrir almenning eru hlutfallslega miklu alvarlegri í dag en þá.  

Þá var skýring á hörmungunum, í dag er það ekki.

Svona er hægt að ræða þessi mál, ef fólk hefur á annað borð áhuga að spá í aðstæður í dag miðað við fyrri tíma.

En að láta eins og fífl, að reyna afneita því að fólk svelti ekki á Íslandi í dag, það er firring, og segir margt um þann sem svoleiðis lætur.  

En ég þekki til skrifa þinna og ég veit að þér varð á.

Ég ræddi þessi mál í síðasta pistli dagsins, og ætla ekki að endurtaka rökin hér.  Vil aðeins hafa eftir orð Þóris Kjartanssonar, sem kom inní athugasemdarkerfi mitt fyrr í dag.  Við Þórir höfum oft tekist á, sérstaklega á fyrstu árum þessa bloggs.  Hann verður seint sakaður um að vera óvilhallur núverandi ríkisstjórn svo að orð hans ættu að geta skorið úr um alvarleika málsins.

"... en enginn minnist á öryrkja og eldri borgara sem lifa nú nánast við hungurmörk."

Það lifa margir við hungurmörk í dag og eiga ekki fyrir brýnustu lífsnauðsynjum.  Eða eins og konan sem lýsti kjörum móður sinnar sagði, "Þessi kona er svöng frá 15. hvers mánaðar", það er orðhengilsháttur að rífast um hvort þessi líðan hennar er sultur eða eitthvað annað.

Það eina sem ég veit, að þeir sem rífast um það, myndu ekki vilja deila kjörum með þessari konu.

Ekki einu sinni Pétur Blöndal með alla sína grjónagrauta.

Og ekki þú Þorsteinn, ekki þú.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.1.2013 kl. 20:11

30 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Það má kannski bæta því við að Gin stuðullin er að koma mjög sterkt inn í Grikkland, fyrir evruhrun voru þeir með normal fátækt, kringum 15% eða svo.

Núna á yfir helming grísku þjóðarinnar kominn í fátækrabaslið, svo jöfnuður hefur stóraukist.  

Og fer vaxandi þar í landi.

En eru Grikkir ánægðir með þann jöfnuð sem Gin stuðull þeirra mælir??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.1.2013 kl. 20:21

31 identicon

Almenn helferð þykir best til framtíðarhorfa Gin stuðulsins.  Svakaleg velferð það. 

Steingrímur J., simmsalabimm ESB ráðherra SamFylkingarinnar þykir svo góður í svoleiðis,

að hann var tekinn fram fyrir Gylfa og Villa sem óskakandídat AGS í Grikklandi, sem frægt varð. 

Hefði Gin stuðullinn verið notaður innan útrýmingarbúða 3. ríkisins hefði það talist almenn velferð

og allir tæknikratarnir verið alsælir með árangurinn, þeas. hinir þýsku, svo það fari nú ekki á milli mála.

Það hefði verið svo mikil velferð, að mas. Voltaire hefði risið upp úr gröfinni og breytt Birtingi snimhendis

og sagt að aldrei hafi neitt verið svo hið allra besta í heimi, sem þá, ekki skv. Spinoza, heldur SS.

En Einstein var þá reyndar að grufla í afstæðiskenningunni og Schrodinger var að skifa um köttinn

og að hann væri nú samt dauður, hvenig svo sem Einstein reiknaði. 

Einstein áttaði sig síðar á hinum mikla siðræna boðskap Schrodingers og kattamyndlíkingu hans

og fræg eru bréf þeirra í milli þar sem Einstein ber mikið lof á Schrodinger fyrir að benda á þá einföldu staðreynd,

að hvað sem líði afstæðinu og hvað menn kjósi sér að sjá eða ekki, þá er dauður köttur ... dauður.

De facto.  Hvernig skyldu skinhelgir tæknikratar annars mæla dauðan kött skv. excel töflu og Gin stuðli?   

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 21:25

32 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sindri Karl Sigurðsson. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis þá var þegar orðið of seint að afstýra hruni árið 2006. Í sumum vitnisburðum fyrir Landsdómi vegna kæru á Geir Haarde kom fram að staðan hafi verið orðin þannig enn fyrr. Það var því klárlega þegar orðið of seint að afstýra hruninu þegar Samfylkingin kom inn í ríkisstjórn árið 2007. Þær ákvarðandir sem leiddu til hrinsins voru því teknar fyrir þann tíma eða í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það eru því þeir flokkar sem bera ábyrgð á hruninu en ekki Samfylkingin sem kom ekki inn í ríkisstjórn fyrr en eftir að það var orðið útilokað að afstýra hruni.

Sigurður M Grétarsson, 2.1.2013 kl. 22:41

33 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Pétur Örn Björnsson. Þú hefur ekki skilið skrif mín ef þú hefur fengið út úr þeim að ég hafni því að hér sé eymd og fátækt. Það eina sem ég hef bent á er að það er ekki núverandi ríkisstórn að kenna, er ekki meira en var áður en ríkisstjórnin tók við og svo má bæta við að ástandið er ekki verra hér en í okkar helstu nágrannalöndum. Samt er í greininni hér að ofan verið að vísa sérstaklega í Steingrím og Jóhönnu varðandi það að hér svelti fólk. Menn þurfa einfaldlega að horfa annað vilji þeir horfa á sökudólgana í því máli.

Það ber nú ekki vitni um mikinn þroska í umræðum þegar menn gera grín að alþóðlega viðurkenndum mælitækjum þegar niðurstöður þeirra mælinga henta ekki þeirri mynd sem þeir vilja draga upp. Vissulega eru engin mælitæki fullkomin enda ekki hægt að hanna slík mælitæki en þessi mælitæki hafa orðið ofan á vegna þess að þau eru einfalelga þau bestu sem menn hafa náð að hanna. Hvernig væri að færa frekar rök fyrir því sem þú ert að halda fram í stað þess að gera grín að viðurkenndum mælitækjum.

Sigurður M Grétarsson, 2.1.2013 kl. 22:51

34 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Óskarsson. Gini stuðull og fátæktarmörk eru sitthvor hluturinn. Það er alveg rétt hjá þér að gini stuðullinn er gagnslaus til að mæla fátækt enda er honum ekki ætlað það heldur aðeins til að mæla hversu jöfn tekjuskiptingin er. Fátæktarmörk eru mæld út frá miðgildi tekna en ekki meðaltali og því lækka þau ekki þó tekjuhæstu einstaklingarnir lækki í launum. Þau lækka fyrst og fremst ef miðtekjuhóparnir lækka í launum.

Ástæða þess að ég nefni gini stuðulinn er sú að hér eru menn að halda því fram að núvernandi ríkisstjórn sé um að kenna að hér svelti fólk. Ég er bara að benda á það að ríkisstjórnin hafi þvert á móti jafnað tekjudreifinguna eftir hrun og þar með fækkað þeim sem svelta frá því sem annars hefði verið.

Og hvað varðar svar þitt til Þorsteins þá er það nú einmitt svo að opinberar hagtölur segja mikið meira um ástandið en staða þeirra sem við þekkjum öfugt við það sem þú heldur fram. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að við þekkjum aðeins brot af þjóðinni en opinberar hagtölur ná til hennar allrar. Sá hluti þjóðarinnar sem við almenn þekkjum það vel að þekkja hagi þeirra er svo lítill að hann gæti ekki talsit marktækt úrtak í neinni könnun.

Sigurður M Grétarsson, 2.1.2013 kl. 23:02

35 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ómar Geirsson. Vissulega er það rétt að það skiptir miklu máli hvernig unnið er úr hruninu hvað það varðar hversu margir svelta. Það er rangt hjá þér að ég og Magnús séum að afneita ástandinu enda vitnar nú Magnús í tölur um 15 þúsund skjólstæðinga fjölskylduhjálparinnar í miðju góðærinu. Það sem við erum einfaldlega að segja að þú sért að hengja bakara fyrir smið þegar þú kennir núverandi ríkisstórn um það. Staðreyndin er sú að núvefrandi ríkisstjórn hefur jafnað mjög lífskjörin og henni hefur tekist að verja velferðarkerfið mun betur en náðst hefur í þeim nágrannalöndum okkar sem hafa orðið fyrir skelli þó þær hafi lent í minni skelli en við.

Bara svo við tökum tölurnar sem þú skellir hér fram í einni athugasemd þinni. Þar segir þú að nauðsynjavörur hafi hækkað um 40-80% á meðan bætur hafi hækkað um 20%. Staðreyndinrnar eru einfaldlega allta aðrar.

Hvað varðar hækkun á verði nayðsynjavara þá hefur vísitala neysluverðs hækkað um innan við 50% frá hruni. Þær hækkanir eru fyrst og fremst vegna gengisfalls krónunnar og því hafa innfluttar vörur hækkað meira en þær vörur sem framleiddar eru hér innanlands. Hlutfall innlendrar framleiðsu í nauðsynjavörum er hærra en er almennt og því hafa þær hækkað minna en þetta. Vissuleg eru til dæmi um meiri hækkanir en að meðaltali er um minni hækkun að ræða.

Hvað bætu áhrærir þá má benda á að bætur elli og örorkulífeyrisþega hafa hækkað mun meira en um 20%. Strax í september 2008 hækkuðu þær talsvert hjá þeim tekjulægstu og í mörgum tilfellum í kringum 10% hjá þeim sem engar aðrar tekjur hafa en bætur almannatrygginga. Í janúar 2009 voru bætur til þeirra sem engar aðrar tekjur hafa en bætur almannatrygginga hækkaðar um 20%. Þessi 20% sem þú nefnir voru komu því inn þeiriri hækkun einni. í janúar 2011 voru þær bætur hækkaðar um rúm 2%. í júní 2011 voru lífeyrisbætur hækkaðar um 8,1% og um 12.000 kr. á mánuði hjá þeim sem einungis hafa bætur almannatrygginga. Í janúar 2012 hækkuðu bætur almannatrygginga um 3,5%. Nú í janúar í ár hækkuðu þær um 3,9%.

Í dag fá þeir sem engar aðrar tekjur hafa en bætur almannatgrygginga um 210 þúsund kr. á mánuði ef þeir búa einir en um 181 þúsund ef þeir deila húsnæði með öðrum. Samkvæmt mínum upplýsingum er grunnupphæð almannatrygginga hærra hlutfall af meðaltekjum en hér.

Vissulega hafa þeir lífeyrisþegar sem hafa umtalsverðar tekjur annars staðar frá en frá almannatryggingum fengið minni hækkun á bótum sínum en þeir sem lítið eða ekkert annað hafa. Það er einmitt þannig sem ríkisstjórnin ákvað að hafa þetta. Hún hefur þurft að takast á við það mikinn fjárlagahalla sem hún fékk í arf að það var útilokað að gera það með öðrum hætti en að lækka útgjöld til velferðamála. Því var tekin sú ákvörðun að láta þá lækkun koma niður á þeim sem hafa það best fjárhagslega meðal lífeyrisþega en hlífa þeim sem lítið eða ekkert annað hafa.

Það er því ómakleg fullyrðing þín í garð okkar Magnúsar og líka í garð ríkisstórnarinnar að hagsmuni þeirra sem hafa það slæmt séu látnir sitja á hakanum af pólitískum ástæðum. Ríkisstjórnin hefur gert það sem unnt hefur verið að gera fyrir þá sem verst standa miðað við það fjárhagslega svigrúm sem hún hefur haft. Vissulega eru verk hennar ekki fullkomin og örugglega hefur verið hægt að gera betur í einhverjum tilfellum. Þingmenn og ráðherrar eru hins vegar mannlegir og gera stundum mistök. Heilt yfir hefur þó tekis mjög vel að verja velferðarkerfið miðað við fjárhagslegt svigrúm og það mun betur en í nágrannalöndum okkar og svo vel að eftir er tekið erlendis.

Það er því út úr öllu korti að kenna núverandi ríkisstjórn um ástandið.

Hvað getur þú bent á marga sem hafa hlotið varanlegan skaða á heilsu sinni eða látist af matarskorti hér á landi. Þá er ég ekki að tala um óreglufólk sem notar peninga sína í vímuefni í stað matar.

Hvað getur þú bent á mörg ríki þar sem engin er í þeirri stöðu að eiga ekki alltaf fyrir mat í lok mánaðar? Hvað getur þú bent á mörg lönd þar sem lægra hlutfall en hér á landi er í þeirr stöðu?

Það er allt í lagi að gagnrýna stjórnvöld en það er ekki til of mikils mælst að gera raunhæfar kröfur til þeirra eða að ekki sé verið að kenna þeim um hluti sem eru sök annarra.

Sigurður M Grétarsson, 2.1.2013 kl. 23:32

36 Smámynd: Ómar Geirsson

Auðvitað þýðir ekkert annað en að gera góðlátlegt grín að þér Sigurður því þú ert að reyna að verja hið óverjanlega.  En á faglegum nótum eins þér er tamt að gera.

Ástandið í dag er án fordæmis, og þú veist af hverju.  

Það varð hér efnahagslegt hrun og það er ekki verið að deila hverju er um að kenna, heldur verið að gagnrýna harðlega hvernig brugðist var við þessu hruni. 

Hverjir voru látnir bera byrðarnar.  

Öryrkjabandalagið lýsir staðreyndum málsins mjög vel.

"Við samanburð á hækkun bóta almannatrygginga og vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2008 til dagsins í dag sést að vísitala neysluverðs hefur hækkað um 42,5% á tímabilinu á meðan bætur almannatrygginga hækkuðu einungis um 27,5%. Hækkun bóta á tímabilinu heldur því engan veginn í við verðlagsþróun."

Og þú rífst ekki við þessar einföldu staðreyndir, kjaraskerðingin er án allra fordæma, og ekki hægt að verja hana á neinn hátt. 

Svo ég orði þetta einu sinni enn, sá sem rétt skrimti fyrir hrun, hann skrimtir ekki eftir slíka skerðingu.  Og það má bæta við að þessar verðbólgutölur segja ekki alla söguna um hækkun á nauðsynjavörum, húsnæðisliðurinn kemur til lækkunar, og þó húsnæði sé ágætt, og illt að vera án þess, þá étur enginn húsið sitt.

Þeir sem benda á þessar einföldu staðreyndir eru allt félagshyggjufólk, fólk sem hafði þagað því það reyndi alltaf að réttlæta stöðu mála með tilvísun í efnahagshrunið, en núna er neyðin orðin það mikil, að það getur ekki lengur þagað.

Ég fékk góða athugasemd inn á blogg mitt í dag, ætla að endurtaka hana hérna.  Hún segir um hvernig viti borið siðað fólk hefði brugðist við ástandi sem er ekki gott, en það vill bæta úr.

"Eitt af því sem stjórnvöld þurfa að gera er að viðurkenna að vandinn sé fyrir hendi. Að sýna vilja til þess að vinna með fólki að því að leysa málin. Í stað þess að tala allt upp og lofgera sín eigin verk sem kannski eru ekki byggð á raunveruleikanum. Enda vitum við að orð standa gegn orði. Þetta endalausa hjal þeirrar ríkistjórnar sem ræður, um að allt sé svo gott og fínt, því þau hafi verið svo dugleg við að leysa málin. Sama hvort það sé rétt eða ekki. Sama þá hverjir eru við stjórn. Raunveruleikinn er jú sá sem við finnum fyrir en ekki sá sem okkur er sagður að sé." (Guðni Karl Harðarson).

Þetta er svo einfalt að skilja þetta Sigurður, jafnvel tæknikrati eins og þú ættir að ráða við það.

Mundu að fyrsta ICEsave greiðslan var 60 milljarðar í beinhörðum gjaldeyri, fyrsta árið, menn töldu sig geta borgað bretum og Hollendingum hann.  

Aðeins brotabrot af þeirri upphæð dygði til að öryrkjar og aldraðir hefðu í sig og á.

Aðeins brotabrot Sigurður, aðeins brotabrot.

Það er meinið, í því er ómennskan fólgin.

En jú, það krefst mennsku að skilja það.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 2.1.2013 kl. 23:43

37 identicon

Sigurður M. Grétarsson. 

Það ber ekki vitni um mikinn þroska ef menn afneita því sem Schrodinger benti Einstein á og varðaði bæði eðlisfræði og siðfræði og af spunnust bréfaskrifti á milli þeirra sem eru mun meira á dýptina en það sem þú hefur upp á að bjóða, með fullri virðingu samt fyrir Gin i þekkingu þinni, lepju frá Stefáni Ólafssyni. 

Kannski þú, Sigurður M. Grétarsson þykist meiri maður en bæði Schrodinger og Einstein, að maður minnist nú ekki á Voltaire og Lao Tze..  Ég mæli enn eindregið með því að þú kynnir þér eðlisfræði, siðfræði, æðri stærðfræði, að ég minnist nú ekki á heimspeki.  Þó ekki væri nema bara grunnatriðin.  Nei, mér ekki hlátur í huga, síður en svo.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 23:53

38 identicon

Sigurður M. Grétarsson.

Kannski þú viljir láta svo lítið að byrja á að svara spurningum þeim sem ég beindi til þín í aths. nr. 20:

Finnst þér virkilega eðlilegt að Viljálmur Þorsteinsson, makker Björgóls Thor, skuli eiga að setja íslenskri þjóð nýja stjórnarskrá? 

Finnst þér eðlilegt að maður sem skammtar sér hundruðir milljóna í arðgreiðslur , sem dv.is hefur upplýst um, sé sá rétti til að setja þjóðinni nýja stjórnarskrá? 

Finnst þér það til merkis um jafnaðarmennsku að Vilhjálmur Þorsteinsson einn hafði efni á því að birta heilsíðuauglýsingu um uppdiktað ágæti, daginn fyrir stjórnalagaþings-kosningarnar, sem síðar voru reyndar dæmdar ólöglegar? 

Finnst þér það vera til að efla tiltrú íslensk almennings á nýrri íslenskri stjórnarskrá þegar þannig menn sem Vilhjálmur véla um?

Eins þætti mér vænt um að þú svaraðir spurningu minn í aths. nr. 27, þar sem þú virðist vera talsmaður SamFylkingar Jóhönnu Sigurðardóttur

... að upplýsa okkur um það, hver verði opin-ber lífeyrir Jóhönnu Sigurðardóttur?

Hún er jú orðin nú þegar 70 ára, er hún kannski á margföldum launum síðan 2009, þá hún varð 67 ára.

Á það ekki vera allt upp á borðum, gegnsætt?

talsmenn SamFylkingarinnar og sér í lagi Jóhönnu og tæknikratar í í gin og klaufaveiki, 

séu menn til að upplýsa okkur um það, hver verði opin-ber lífeyrir Jóhönnu Sigurðardóttur?

Hún er jú orðin nú þegar 70 ára, er hún kannski á margföldum launum síðan 2009, þá hún varð 67 ára.

Á það ekki vera allt upp á borðum, gegnsætt?  Hvað segja tæknikratarnir um það?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 00:02

39 Smámynd: Ómar Geirsson

Sigurður, var að lesa innslag þitt eftir að ég pikkaði mitt inn.

Hef litlu við að bæta nema  þetta um hækkanir.  

Undantekningarlítið hafa þær vörur sem keyptar eru á heimilið mitt hækkað um 50-100%.  Þess vegna hef ég aldrei skilið þessa mælingu verðbólgunnar.

Dæmi sem ég þekki, túnfiskur Euro, úr 89 krónur í 180, yfir 100 %.

Kaffið mitt úr 640 í 980, um 50%.

WC pappírinn úr um 600 krónur í 980-1050, yfir 50%.

Bensínið, úr 115-120 í 250-266, eða rúmlega 100%.

Ég þurfti fyrst að kaupa sérstaka grasskó á strákana mína fyrir 3 árum síðan, þá kostuðu þeir um 5.000 krónur, núna er sama tegund á um 10.000. Sem er nokkurn veginn sú hækkun á öllu þeim fatnaði sem ég hef þurft að kaupa á þá.

Það er nákvæmlega engar ýkjur að það er keypt helmingi minna á þetta heimili en var fyrir 4 árum síðan, nema whiský kaup lögðust af.

Svo ertu hissa á að maður sé argur???

En hef ekki tíma í lengra andsvar, skil þinn  málflutning alveg ágætlega, en þú gleymir einu, svört sál frjálshyggjunnar sem níðist á fólki í öðrum Evrópulöndum er ekki afsökun fyrir sömu ómennsku hér á landi.

Við erum að tala um rétta breytni Sigurður.

Ekki um hver er minnst verstastur.

En það er rétt, almenningur þarf að ná aftur völdum í Evrópu, tími fjármagnseiganda hefur runnið sitt skeið á enda.

Hvort sem það verður í blóðugri uppreisn eða valdastéttin sér að sér.

En almenningur ber ekki einn byrðarnar af óráðsíu auðstéttanna, hvort sem hún þarf fallexina til að skilja það eður ei.

Hún mun allavega skilja það að lokum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.1.2013 kl. 00:02

40 identicon

Afsakaðu tvítekningu hér að framan Sigurður minn ... hugsunin hjá mér var að þú þyrftir kannski að lesa spurningu mína um opin-beran lífeyri Jóhönnu amk. tvisvar,

svo þú sæir skýrt að ég er bara að spyrja þar um opin-beran lífeyri hinnar rúmlega 70 ára Jóhönnu Sigurðardóttur, enda fjallar pistill Ómars það hvað hún er þjóðinni þakklát ... hún hlýtur þar að vera að meina sjálfskammtaðan opin-beran lífeyri sinn.  Ekki býst ég við að mikið fái hún fyrir störf sín sem skrifstofumaður hjá Kassagerðinni, en kannski hún "kíkji í kassann" líka?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 00:10

41 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ómar Geirsson. Enn ert þú að draga í efa opinberar tölur með því að nefna órfá dæmi sem ekki eru alveg í samræmi við það meðaltal sem þær mæla. Og þú nefnir einmitt innfluttar vörur sem ofan í kaupið geta vart talist til nauðsynjavara. Eins og ég sagði þá hafa innfluttar vörur hækkað meira en innlennd framleiðsla og hlutur nauðsynjavara er hærri en innlendu varanna. Það sveltur engin sem ekki getur leyft sér að kaupa þær vðrur sem þú nefnir.

Það hafa allair orðið fyrir tekjuskerðingu vegna hrunsins en þeir verst settu hafa orðið fyrir mun minni tekjuskerðingu en bæði miðtekjuhópar og hátekjuhópar. Ekki veit ég í hvaða hópi þú ert en ef þú ert í mið- eða hátekjuhópi þá hefur þú orðið fyrir talsverðri kjaraskerðingu samkvæmt hagtölum enda miðuðust aðgerðir stjórnvalda við að dreifa meginhluta þess skells sem við urðum fyrir á þá hópa en hlífa þeim lakast settu.

Stefán Ólafsson hefur farið vel yfir þetta í mörgum faglega unnum greinum. Hér er sú nýjasta.

http://blog.pressan.is/stefano/2013/01/03/fataekt-a-islandi-1991-til-2011/#.UOV68Gz9lss.facebook

Hér kemur smá kafli úr þessari grein.

"Miðað við regluna í sambandi milli fjölda fátækra og fjölda atvinnulausra fyrir fjármálakreppuna þá hefði fátækum þiggjendum fjárhagsaðstoðar átt að fjölga mun meira frá 2009 til 2011 en raun varð á. Þarna gætir einmitt þess að stjórnvöld beittu mótvægisaðgerðum til að milda áhrif kreppunnar á lágtekjufólk. Lífeyrislágmark almannatrygginga, atvinnuleysisbætur og lægstu laun voru hækkuð og skattbyrði lægri tekna var lækkuð (sjá nánar um mótvægisaðgerðirnar hér).

Raunar var upphæð fjárhagsaðstoðar sveitarfélaganna líka hækkuð í kreppunni, þannig að hvati til að sækja um slíka aðstoð var aukinn. Samt varð fjölgunin 2009 til 2011 ekki meiri en verið hafði á tímabilinu 1993 til 1995.

Þetta bendir til að mótvægisaðgerðirnar hafi unnið gegn fjölgun fátækra eftir hrun með árangursríkum hætti."

Þó Öryrkjabandalag Íslands sé góðra gjalda vert enda í réttindabaráttu þá er það svo að þeir fara ekki alltaf með rétt mál í fjölmiðlum um bætur almannatrygginga. Það er einfallega rangt að þær hafi aðeins hækkað um rúm 27% frá janúar 2008. Bara í janúar 2009 hækkuðu þær um 20% til tekjulausra lífeyrisþega og höfðu hækkað þó nokkuð í september 2008. Síðan þá hafa þær hækkað þó nokkuð. Einnig hafa frítekjumörk verið hækkuð umtalsvert frá janúar 2008 en reyndar hafa skerðingarmörk einnig hækkað en á heildina litið hefur skerðing vegna tekna minnkað frá janúar 2008.

Það fer reyndar svolítið eftir því hversu háa aldurstengda örorkuupbót örorkulífeyrisþegar hafa hversu mikil hækkun bóta hefur verið til tekjulágra örorkulífeyrisþega. Þetta stafar af því að aldurstengd örorkuuppbót dregst frá framfærsluuppbót og því hefur sú kjarabót sem framfærsluuppbótin leiddi af sér verið minni til þeirra sem hafa hæstu aldurstengdu örorkuuppbótina en til þeirra sem fá lægri upphæðir úr þeim bótaflokki. En staðreyndin er þó sú að hækkun bóta til tekjulægstu örorkulífeyrisþeganna hefur haldið nokkuð vel í við verðhækkanir og er í nánast öllum tilfellum meiri en nemur hækkun launa. Þeir örorkulífeyrisþegar sem hafa orðið fyrir kjarskerðingu hafa því orðið fyrir minni kjaraskerðingu en launþegar frá janúar 2008.

Hvað varðar Icesave málið þá var það einfaldlega mat stjórnvalda að það yrði á endanum hagkvæmara fyrir okkur að semja um málið heldur en að taka áhættu fyrir dómstólum. Það sem helst stendur okkur fyrir þrifum við að komast út úr kreppunni er hversu litlar fjárfestingar í atvinnulífinu eru. Við vitum ekki hversu milil áhrif það hefur að enn er mikil óvussa í Icesave málinu en það er ellavega ekki að hjálpa til. Nú berast fréttir um að dómur falli í því máli 28. janúar næstkomandi. Vonandi eyðir það óvissunni í málinu og vonandi verður sú niðurstað okkur hagfelldari en samningurinn sem var hafnað en það er engan vegin á vísan að róa í því efni.

Þó er allavega hægt að segja það að á meðan málið er í fullkominni óvissu að það sem samnigurinn hefði kostað okkur hefði verið hægt að nota í annað. Við getun engöngu sagt það ef við vinnum fullnaðarsigur fyrir dómstólum. En í því efni kemur í hugann setningin "það tryggir engin eftrá". Niðurstaðan getur líka orðið sú að við þurfum að greiða mikið meira en við hefðum þurft að gera samkvæmt samningum.

Það er engan vegin svo að lönd ESB búi öll við frjálshyggju. Staðreyndin er einflalega sú að íslensk stjórnvöld hafa staðið sig mun betur en stjórnvöld víðast hvar annars staðar í að milda áhrif kreppunnar á þá sem verst standa en stjórnvöld í nágrannaríkjum okkar.

Niðurstaðan á þessari langloku er þessi. Það er vissulega slæmt ástand hjá mörgum en samt mun minni en annars hefði orðið vegna þerrar miklu kreppu sem við lentum í vegna þeirra mótvægisaðgerða sem stjórnvöld hafa beitt. Vegna þeirra aðgerða er fátæktin mun minni en hún hefði annars orðið vegna kreppunnar.

Að lokum Ómar. Getur þú sagt hvernig stjórnvöld hefðu getað gert betur og hvernig þau hefðu átt að fjármagna það?

Sigurður M Grétarsson, 3.1.2013 kl. 16:54

42 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Pétur Örn Björnsson. Það sem þessir menn sem þú vitnar í haga skrifað kemur því máli ekkert við sem hér er til umræðu. Talandi um siðferði þá ber það ekki vott um gott siðferði að kenna röngum aðila um fátækt hér á landi. Það eru þau stjórnvöld sem ollu kreppunni sem eiga mesta sökina. Fátækt hér á landi er mun minni en kreppann hefði að óbreyttu valdið vegna öflugra og árángursríkra mótvægisaðgerða stjórnvalda.

Það kemur því máli sem hér er til umræðu ekki við hvort eðlilegt geti talist að Viljjálmur Þorsteinsson hafi verið í stjórnlagaráði. Hann var kjörinn af almenningi í kosningu sem reyndar var ógilt vegna formgalla án þess þó að nokkur hafi reynt að halda því fram að sá formgalli hafi haft áhrif á niðurstððuna. Það bendir því flest til að endurtekin kosning hefði leitt til sömu niðurstöðu. Þess vegna var farin sú leið að breyta umboði stjórnlagaráðs þannig að það hefði formlegt umboð frá Alþingi en ekki þjóðinni til að spara tíma og peninga með því að sleppa annarri umferð þjóðaratkvæðagreiðslu sem að öllum líkindum hefði skilað sömu niðurstöðu.

Lífeyrisgreiðslur einstaklinga falla undir persónuvernd og því hef ég ekki hugmynd um það hvað Jóhanna fær í lífeyri. Hvað opinberan lífeyrir frá Tryggigastofnun ríkisins varðar þá tel ég nokkuð víst að hún fá eitt stórt núll frá þeim. Hins vegar er ljóst að hún á umtalsverð réttindi úr lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna eftir áraguta starf á opinberum vettvangi. Það er hins vegar hluti af hennar starfskjörum rétt eins og launin hennar. Hefur þú velt fyrir þér hvaða rétt Davíð Oddson. Halldór Ásgrímsson. Friðrik Sófusson. Guðni Ágústsson og fleiri hafa úr lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna? Grunvallaatriðið er þó það að þetta kemur ekki við þeirri spurningu hverjum er um að kenna að fátækt hefur aukist á Íslandi. Ætli þeir sem eiga mestu sökina á því hafi ekki hæstu greiðslurnar.

Sigurður M Grétarsson, 3.1.2013 kl. 17:05

43 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Vissulega er ég að draga í efa opinbera tölfræði, eða réttara sagt þann grunn sem menn reikna út frá.  Það er sterkur tendance milli ásættanlegra niðurstöðu og þeirrar aðferðafræði sem valin er til að reikna út viðkomandi niðurstöðu.

Þeir sem nenna hafa skemmt sér við að tína til ólíka aðferðafræði milli landa eftir því hvað er "viðkvæmt" í viðkomandi landi.  Vissulega nokkur ár síðan ég las síðast slíka úttekt, en mig minnir að það hafi verið á þeim dögum sem Stefán Ólafsson var í heilögu stríði við Hannes Hólmstein og arftaka Margrétar Tatchers.

Það er staðreynd að úrvinnsla tölfræðigagna varð æ pólitískari þá, og það var ekki bara Davíð sem terroristaða opinberar stofnanir á þeim árum.  Eins þurfti að þekkja fjármögnun fræðimanna og pólitískar skoðanir til að vita hvort nokkuð væri að marka það sem þeir létu frá sér.  Eigum við ekki að segja að frjálshyggjan hafi lært af Sovétinu í úrvinnslu gagna.

Ég hafna því að það hafi verið kaupmáttaraukning hjá mér og þeir sem ég þekki gera það líka.  Síðastliðinn 2 ár hefur fjárhagur míns heimilis versnað mikið, þó við höfum dregið mikið úr neyslu frá því sem þá var, og var hún ekki mikil fyrir.  Samt ná ekki endar saman, sem þeir gerðu.  Ég segi eins og Binni í bókabúðinni, "ég læt engan annan en tékkheftið segja mér hvernig staðan er á rekstrinum".

Ég horfi á hækkanir sem lúta að öllu sem snýr að rekstri heimilis með 2 ung börn, og þar eru hækkanir á bilinu 40-100%.  Bara í fyrra kom hækkunarhrina á föt á bilinu 30-40%.  Skil því ekki verðbólguútreikningana, en veit að húsnæðisliður hefur virkað til lækkunar, sem og að ýmis opinber þjónusta, rafmagn og þess háttar hafa hækkað mun minna.  

En endar ná samt ekki saman, sem þeir gerðu til dæmis 2009, 2010 og fram eftir 2011.

Ekkert að þessu orðum mínum kemur að meintum sulti bótaþega, og þú ert nógu greindur til að vita það, og líka nógu greindur til að vita að þegar þú notar hártoganir til að rökstyðja mál þitt, þá skortir þig rök.

En snúum þá að hinum meinta sulti. 

Frjálshyggjan fór þá leið að réttlæta illvirki sín víða um lönd með þeim rökum að fólk sylti ekki, en henni var bent á móti að sultur væri ekki sama og hungursneyð.  Skilgreininguna sem ég notaði hérna fyrir ofan þegar ég var að argast í Þorsteini er endursögð eftir minni þegar ég las fyrir mörgum árum um afleiðingar stefnu IFM í Indónesíu á sínum tíma.  

"sultur er það ástand þar sem fólk finnur til hungurs og er ekki í aðstöðu til að seðja það hungur.".

Sumir kalla þetta velmegunarsult, en þeir sem slíkar kárínur nota er fólk myndi ekki sætta sig við slíka líðan fyrir sig og sína.  

Þú notar svipaðan rökstuðning í þínu máli, "bent á marga sem hafa hlotið varanlegan skaða á heilsu sinni eða látist af matarskorti hér á landi", ef þú hefur ekki heilaskaða kendan við Hólmsteinsku þér til afsökunar, þá er þetta lásý hundalógík.

Þú ræður hvort þú gerir lítið úr málflutningi Öryrkjabandalagsins, en þú veist að þetta eru orð nema þú vitnir í grein eða annað þar sem fullyrðingar þess eru hraktar.

Ég sjálfur er öryrki, sem útskýrir vel þann tíma sem ég hef fyrir bloggið, og bætur mínar hafa hækkað um 16% frá Hruni, en ég ætla samt ekki að vefengja þessa 27% hækkun, reikna með að þetta fólk viti hvað það er að segja, þó það hafi haldið sér alltof lengi saman út af Samfylkingartengslum sínum.

Samtök eins og ÖBÍ taka ekki svona til orða að gamni sínu, þau nota ekki svona sterkt orðalag eins og að dæma fólk í örbirgð, nema að fyrir því sé full ástæða.

Bréfið sem kveikti í mér getur þú lesið í þessum link, ég ráðlegg þér að gera það, og lesa svo greinina frá ÖBÍ. Þú gætir séð ljósið á eftir.

En hér er linkurinn, meira seinna, fjölskyldan kallar.

 
Á meðan.
Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.1.2013 kl. 18:28

44 identicon

Sigurður M. Grétarsson.

Ólíkt þér þá geri ég engan greinarmun á þeim mönnum sem þú nefnir til sögunnar og Jóhönnu Sigurðardóttur.

Allt saman afætur á þjóðinni. 

En Jóhanna Sigurðardóttir er skinhelgasta nómenklatúru loðhúfan í Kreml.  (en þú skilur víst ekki myndlíkingar).

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 18:34

45 identicon

Sigurður M. Grétarsson, talsmaður SamFylkingarinnar

þú vilt sem sagt ekki ræða um siðferði.  Þér finnst að það komi málinu ekki við.

En telur þú að það komi SamFylkingunni ekki heldur við?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 18:47

46 identicon

"Fjárfestirinn Vilhjálmur Þorsteinsson greiddi sér 240 milljón króna arð, sem hann tók út úr fjárfestingarfélaginu Teton árið 2009, til eignarhaldsfélagsins Meson Holding SA í Lúxemborg. Í DV er greint frá sex hundruð milljón króna arði sem Vilhjálmur tók út úr Teton árið 2009 ásamt Gunnlaugi Sigmundssyni og Erni Karlssyni vegna rekstrarársins 2008.

Teton hafði hagnast um nærri 1.150 milljónir króna á hrunárinu 2008 og byggði arðgreiðslan á því. Framkvæmdastjóri Teton, Örn Karlsson, neitar að upplýsa á hverju Teton græddi svo vel á hrunárinu þegar krónan, hlutabréf og skuldabréf á Íslandi hrundu í verði út af alþjóðlegu fjármálakrísunni.

DV spurði Örn meðal annars að því hvort Teton hefði hagnast á skortstöðum, til dæmis gegn íslensku krónunni, en hann vildi ekki svara spurningum um eðli fjárfestinga Tetons.

Þremenningarnir áttu meðal annars hlutabréf í fjarskiptafyrirtækinu Kögun í gegnum áðurnefnt félag, Teton, sem þeir seldu árið 2006.

Vilhjálmur hefur um árabil starfað sem fjárfestir í tækni- og upplýsingageiranum á Íslandi og hefur meðal annars verið stjórnarformaður í tölvuleikjafyrirtækinu CCP, framleiðanda Eve Online. Þá var hann stjórnarformaður í gagnaverinu Verne Holdings í Reykjanesbæ.

Í október síðastliðnum var Vilhjálmur kosinn gjaldkeri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins.

Hann sat auk þess í stjórnlagaráði."

22.3.2012 (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 18:55

47 Smámynd: Ómar Geirsson

Ákall frá áhyggjufullri dóttur konu á sjötugsaldri: Þarf þetta að vera svona niðurlægjandi líf?

Í dag hringdi móðir mín í mig, reyndi að vera hress og spyrja mig hvað væri að frétta af mér og börnum mínum. Ég fann strax að aðdragandi símtalsins var annars eðlis, móðir mín var með kökkinn í hálsinum, búin að reyna að hringja í systkini mín og betla, ég var endastöð. En um 15. hvers mánaðar á móðir mín ekki fyrir mat. Hver er þessi kona? 

Með þessum orðum hefst pistill ungrar konu, sem ekki vill láta nafns síns getið, en móðir hennar er öryrki á sjötugsaldri og býr við kröpp kjör í samfélaginu okkar. Hún hefur beðið Pressuna að birta greinarkorn sitt til að landsmann fái séð þær aðstæður sem tryggingakerfið okkar býður upp á, þar sem nákvæmlega er sundurliðað hver eyðsla móðurinnar er í hverjum mánuði.

Hver er þessi kona?

Ég skrifa þennan pistil til að vekja fólk til umhugsunar um í hverskonar þjóðfélagi við lifum. Í dag hringdi móðir mín í mig, reyndi að vera hress og spyrja mig hvað væri að frétta af mér og börnum mínum. Ég fann strax að aðdragandi símtalsins var annars eðlis, móðir mín var með kökkinn í hálsinum, búin að reyna að hringja í systkini mín og betla, ég var endastöð. En um 15. hvers mánaðar á móðir mín ekki fyrir mat. Hver er þessi kona?

Fædd í Reykjavík 1947. Ung að árum lauk hún Kvennaskólaprófi, eignaðist 5 börn sem hún ól upp með ást og hlýju þrátt fyrir erfitt hjónaband þar sem ofbeldi kom m.a. við sögu. Þessi kona hafði loks hugrekki til að skilja við mann sinn eftir 20 ára hjónaband árið 1988. Hún fékk alls 1 milljón útúr skilnaði sínum sem dugði skammt.

Hún var heimavinnandi mestmegnis á árunum 1967-1988, gætti barna fyrir aðra og hugsaði um okkur börnin. Hún reyndi að fara á vinnumarkaðinn en var of veikburða. Síðar kom í ljós alvarlegur hjartagalli, skortur á nauðsynlegum næringarefnum kom í ljós um fertugt en þá kom í ljós að hún vann ekki B12 úr fæðu sem hafði haft alvarlegar aukaverkanir í 20 ár, öndunarerfiðleikar með astma og bakflæði hrjá hana. Slæm sjón, skert heyrn, og taugasjúkdómur sem hefur hrjáð hana allt hennar líf í formi kvíða vegna veikinda sinna í hjarta með tilheyrandi sprengitöflum og hjartaflökti.

Réttindalaus

Þrátt fyrir þetta heldur hún höfðinu hátt og gerir það besta úr lífi sínu. Hún hefur engin réttindi í lífeyrissjóðum landsins þar sem hún var eiginkona og sjúklingur mest allt sitt líf. Hún hefur í fyrsta sinn á ævi sinni verið hjá sjúkraþjálfara í vetur sem sagðist aldrei nokkurn tímann hafa fengið konu til sín með jafn alvarlega vöðvabólgu.

Þessi kona býr í 46 fm2 íbúð í fjölbýli fyrir fatlaða. Hún er svo þakklát fyrir vini sína, þakklát fyrir guð, þakklát fyrir börnin sín og barnabörn, þakklát fyrir lífið, þakklát fyrir húsakost sinn og aðstöðu.

Hún er reglulegur gestur í bókabílnum. Fær 16 ferðir í mánuði með ferðabíl fatlaðra til að fara sín erindi eftir að henni tókst að selja 10 ára gamlan bíl sem hún átti, en á vetrum var bíllinn ónotaður því hún sér svo illa að hún var hætt að keyra. Hún nýtur tónlistar í útvarpi og á geisladiskum og kassettum frá fyrri tíð. Saumar og prjónar og reynir að sjá hið bjarta í tilveru sinni. Horfir á Eurovision eins og við hin, tárast yfir fallegum sögum og biður fyrir fólki í vanda. Hugsar vel um vini sína og gætir þess lifa í sátt við aðra.

Svöng helminginn af mánuðinum

Þessi kona er svöng frá 15. hvers mánaðar. Og fæðan sem hún kaupir inn er ekki af hæsta gæðaflokki. Hún hefur leitað eftir mataraðstoð hjálparsamtaka en þau skref eru afar þung. Hún hefur leitað allrar aðstoðar sem mögulegt er í félagslega tryggingarkerfinu sem 75% öryrki. Hún er afar þakklát fyrir það og reynir að halda sjálfstæði sínu og virðingu eins mikið og hún getur. Börnin hennar hafa reynt að styðja hana fjárhagslega eins og þau geta. Á síðustu 30 árum hefur hún ferðast tvisvar til Spánar og þar með eru hennar ferðalög erlendis upptalin.

Móðir mín hefur ekki keypt sér föt að neinu ráði í mörg ár, þau föt sem hún á eru föt sem börnin hennar kaupa með henni og fyrir hana, föt sem vinkonur hennar mega sjá af og föt frá hjálparstofnunum. Hún er löngu komin á tíma með nýjar gervitennur sem kosta fúlgu fyrir hana. En á meðan hún borgar af heyrnartækjum og gleraugum getur hún ekki leyft sér þann munað að líða vel í munninum með heilar gervitennur.

Hún biður fyrir fólki sem á bágt, sýnir mikinn samhug með samfélaginu og er með hjarta úr gulli. Hún er yndisleg amma 12 barnabarna sinna, kennir þeim að meta lestur bóka og gamlar bíómyndir, spillir þeim með ís og nammi þegar þau koma í heimsókn og óskar sér heitt að geta gefið þeim gjafir en þau eru hæstánægð með lopasokka frá ömmu sinni.

Heldur fjárútlátum til haga

Móðir mín hefur haldið fjárútlátum sínum til haga í fjölda ára. Hún er reglusöm, hefur aldrei reykt né drukkið áfengi. Svona lítur venjulegur mánuður út hjá móður minni sem fær öryrkjabætur frá íslenska ríkinu til að lifa sem manneskja.

Útgjöld í meðalmánuði    



Staðan er slæm í dag hjá henni og versnar þegar greiðslur vegna sölu á bílnum hennar hætta að berast, þá getur hún ekki leyft sér þann munað að kaupa sér mat alla daga mánaðarins eða annan „lúxus“ eins og sjúkranudd, kaup á nauðsynlegum hjálpartækjum, fara í klippingu eða slíkt.

Föt, skór, snyrtivörur, húsgögn eða fallegir innanstokksmunir eru vörur sem öryrkjar geta ekki leyft sér nema örsjaldan að litlu leiti. Móðir mín sefur í gömlu rúmi sem er frá árinu 1988, húsgögn keypt notuð að mestu leiti. Nýlega datt hún í lukkupottinn í íbúðarmálum og fékk að flytja úr íbúð sinni í sömu stærð af íbúð, sem var með bakaraofni og viftu, en í 12 ár bjó hún í íbúð með tvær hellur til að elda.

Hvernig verða jólin?

Sjúklingar eins og mamma mín sem borga samviskusamlega húsakost sinn, öryggishnappinn, tryggingar og lyf í forgangi hafa lítið úr að spila með það sem eftir situr. Vill hún borða næringarríkan mat eða kaupa sér nærbuxur og sokka þennan mánuðinn?

Hvernig verða jólin, yfirleitt tvær ferðir í mataraðstoð í desember til að segja afgangsaurinn í jólagjafir. Hvað skyldu börnin geta lagt í púkk þennan mánuðinn? Börnin sem sitja í eignum sínum þar sem eignarhlutinn hefur fuðrað upp í verðbólgu, matarkostnaður barnafjölskyldna rokið uppúr öllu valdi, kostnaður við leikskóla drjúgur partur af tekjum.

Þarna eru uppkomin börn á aldrinum 30-40 ára sem sem hafa upplifað móður sína lifa lífi sínu eins vel og hún getur síðustu 20 árin en þó án þess að lifa því í raun eins og manneskja sem hefur rétt á tilveru sinni á Íslandi.

Móðir mín á marga vini sem eru líka sjúklingar og hafa svipaða sögu að segja. Hvar er ríkistjórnin, getum við ekki í það minnsta hugsað vel um öryrkja, ellilífeyrisþega og þá sem minna mega sín.

Þarf þetta að vera svona niðurlægjandi líf?

Ég hlýt að velta því fyrir hvað það er sem við erum að gera rangt ?

Kær kveðja,

Dóttir öryrkjamóður sem lifir með sorg hjarta yfir aðstöðu móður sinnar

Ómar Geirsson, 3.1.2013 kl. 22:06

48 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja, linkurinn virkaði ekki svo ég peistaði bréfið.

Þetta er nöturleg lýsing á lífi þar sem fólk þarf að velja um mat og algjöra einangrun, eða reyna að taka þátt og neita sér um mat.

Þetta er dæmigerð saga frá Íslandi nútímans, á þetta benda einstæðar mæður sem berjast við að halda húsnæði sínu, fólk sem býr í leiguhúsnæði, bótaþegar sem hafa tekjur langt undir framfærslu viðmiðum.  

Þegar óvænt útgjöld koma uppá til dæmis vegna heilsubrests, þá þarf að velja.  

Auðvita er það fært í stílinn að fólk svelti eins og á árum áður en þegar tekið er tillit til þess sem ég kalla framþróun tímans, þá hefur ekki mikið breyst.  Nema þá voru sannarlega hamfarir, í dag er skorturinn alfarið mannanna verk.

En það þarf að færa í stílinn til að ná í gegnum þagnarmúrinn.  

Þetta ákall til dæmis fékk enga fjölmiðlaathygli, fór um feisbók og síðan málið dautt, aðeins enn eitt kvartið.

Samtök öryrkja og aldraða hafa bent á að það sé æ erfiðara fyrir skjólstæðinga sína að ná endum saman.  Þar innandyra er fólk sem daglega fær svona dæmi á borð til sín.  

Og eina svarið er að skjólstæðingar þeirra hafi það svo tölfræðilega gott.

Það er hinn algjöri kuldi, hin algjöra mannfyrirlitning skrifræðisins.  

Það er rétt að einstök dæmi segja lítt um heildarstöðu, en tölfræði gerir það ekki heldur.  Ekki nema staða þessa hópa er raunverulega rannsökuð.  Það hefur ekki verið gert, aðeins byggt á talnagrunni sem tekur almennt á stöðu mála.

En frá því að ég man eftir mér, og ég byrjaði að fylgjast með þjóðmálaumræðu um 10 ára aldur, þá man ég ekki eftir svona tón áður í talsmönnum þessara hópa.  Sama hvort það hefur verið vinstri eða hægri stjórn.  

Ég hef til dæmis aldrei heyrt áður slegið fram fullyrðingu að vannæring dragi úr batalíkum geðsjúkra.  Ég hef heyrt þetta og lesið frá Bandaríkjunum, en ekki hérna í þessu litla landi okkar.

Þetta er ekki samsæri Sigurður, þetta er bitur raunveruleiki sem blasir við öllum nema þeim sem af einhverjum ástæðum telja sig þurfa að verja ástandið.  Líkt og hægri öfgamenn gerðu í Bandaríkjunum þegar þeir beittu akademíunni til að reikna það út að geðsjúkir höfðu það að meðaltali gott eftir að geðsjúkrahús voru tæmd og sjúklingunum vísað á göturnar.  

Pistillinn hér að ofan er myndræn lýsing á ástandi sem ég tel til skammar, samanburðurinn byggist á þeirri lykilforsendu að taka með framþróun tímans, það er ekki víst að margir hefðu farist í kjölfar Skaftárelda ef Rauði krossinn hefði verið virkur og skipulagt alþjóðlegt hjálparstarf, eða fátækir getað leitað í súpueldhús.  Og ástandið er hlutfallslega miklu verra í dag ef borið er saman umfang hamfaranna.

En þetta er samt aðeins örpistill til að vekja athygli á máli sem þögnin umlykur, og á vanda sem stjórnvöld afneita.  

Stjórnvöld gætu brugðist við  á þann hátt sem Guðni lýsir hér að ofan.  

Ég hef hvergi vikið einu orði að því að stjórnvöld hafi ekkert gert, miðað við að þau eru undir hæl AGS, þá hafa þau gert glettilega mikið.

En það er ekki bara nóg, og nálgun á efnahagsvandanum er röng.

Keynisminn í anda mannúðar og mennsku væri fyrir löngu búinn að starta hagkerfinu og ná tökum á skuldavandanum, án þess að öldruðum og örykjum væri haldið við hungurmörk svo ég vitni aftur í Þóri Kjartansson.

Ráð AGS dýpka kreppur, bitnast harðast á fátækari þjóðfélagshópum, og eru alfarið í þágu fjármagnseiganda.  Staðreynd sem sagan sannar.  

Þau eru svo slæm að það er búið að lýsa Evrópu neyðarsvæði, samt hefur ekkert komið fyrir annað en að pappírsgjaldmiðill á í erfiðleikum.  Það varð ekki stríð, það urðu ekki náttúruhamfarir, það varð ekki hrun í framleiðsluhagkerfinu.

Það sjá þetta allir sem sjá vilja.

Þú spyrð mig Sigurður hvað ég hefði viljað gera, ég ætla ekki að svar því ítarlega hér, hef gert það reglulega í bloggpistlum mínum, en í kjarna byggist það á ráðum Hudson og Stiglitz.  

Sömu ráð og voru notuð til að rífa Evrópu uppúr rústum stríðsins.

Fjármagnið er til staðar, það liggur í prentun gjaldmiðilsins, og í þeim tugmilljörðum sem greiddir voru árlega í óþarfa vexti.  Það þurfti ekki bæði belti og axlabönd orðaði Jón Daníelsson þá staðreynd.  

Fjármagnið var til staðar þegar menn ætluðu að greiða fyrri ICEsave samninginn, líka þann seinni.  Ég held að þú sért búinn að gleyma því að sá fyrri var áætlaður uppá 507 milljarða, Gamma greining mat þann seinni uppá 60-80 milljarða.  Gengisflöktið var stærsta áhættan.

Og Sigurður, í síðasta sinn, það eru ekki rök að segja að síðan samningarnir voru gerðir að þá hafi endurheimtur reynst betri en reiknað var með.

Menn samþykktu samninginn út frá forsendum hans, töldu sig geta greitt þær upphæðir sem gengið var út frá.  

Ég ætla ekki að ræða þetta mál mikið frekar Sigurður, báðir hafa komið sínum sjónarmiðum á framfæri.

Þér er alveg velkomið að kommentera á þetta.

Kallast umræða, rökræða hvað okkar spjall varðar.

Takk fyrir mig.

Kveðja að austan.

Öryrkjar

Ómar Geirsson, 3.1.2013 kl. 22:48

49 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þó svo að það sé búið að grafa það upp eftir á að of seint væri að afstýra gjaldþroti bankanna árið 2006 þá breytir það ekki baksýnisspeglinum. Það er ekki nokkur maður í stjórn þessa lands sem hefur hugmynd um hvert hann er að fara, hvað hans gjörðir koma til með að þýða fyrir framhaldið og hvað þá að hlusta á það fólk sem byggir þetta land um hvað það vill gera og fá hugmyndir þaðan til að vinna úr.

Það er hangið á þessu stjórnaskrármáli og síðan fundinn ljótikallinn úti á landi helst, því það er nógu langt frá þeim sjálfum, til þess að níðast á. Þess á milli er engu svarað nema með því að horfa í baksýnisspegilinn og hrópa upp hér var hrun!! Skilið??

Ef það kemur upp sú staða að þetta fólk og samskonar stefnuleysi verði við lýði eftir kosningar í vor þá er veruleg hætta á að héðan verði meiriháttar spekileki (flótti vel menntaðra manna) og það úr grunnstoðum samfélagsins. Þá á ég ekki við opinberastarfsmenn heldur þá sem borga þeim laun.

Ps. ég skipti mér ekki af hlutum sem ekki er hægt að hafa áhrif á, eins og hvaðan hinir og þessir fengu peninga einhverntíma fyrir löngu. Það á að horfa fram á veginn, ekki í baksýnisspegilinn.

Sindri Karl Sigurðsson, 3.1.2013 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 36
  • Sl. sólarhring: 631
  • Sl. viku: 5620
  • Frá upphafi: 1399559

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 4793
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband