Liljur Vallarins fölna.

 

 En vonin lifir í afskekktum dal þar sem Valkyrjur vallarins hlúa að henni og fóstra.

Orðin sem tjá von okkar um betri framtíð.

Framtíð sem Steinn Steinar lagði Jesú ungum í munn.

 

Og þá verða allir menn svo góðir,“

sagðir þú, ,,svo góðir,

eins og blómin.

Og þá þurfum við ekki framar að hræðast myrkrið

því þá verður aldrei nótt

þegar búið er að frelsa heiminn.”

 

Þetta er vonin, sem lifir í afskekktum dal á tímum þar sem dýrkendur Mammons fórna fólki á altari fjármagnsins, fórnarhnífur vaxta og verðtrygginga sýgur hvern blóðdropa úr heimilum landsins, eftir er örvæntingin og ótti, örvænting  um skjólið, ótti um hvernig hægt er að fæða og klæða börnin svo vel séð.

Á tímum hjáguðanna, á tímum miskunnarlaus fjármagns, á tímum grimmra peningaafla, þá er vonin um hið góða, um hinn góða heim, það ljós sem að lokum mun vísa hinum örvænta, hinum óttaslegna veginn í átt að Samstöðu, og Samhygðar, sem að lokum  mun yfirbuga hina grimmu dýrkendur Mammons.

 

Þessi von var kveikt í fjarlægu landi fyrir um 2.000 árum og hefur lifað í hjörtum manna síðan. 

Hún er kveikjan, hún er uppsprettan, hún er hin óendanlega orka sem býður þess að vera virkjuð af fólki, sem á sér aðeins eina ósk, að sakleysið sem það skóp fái tækifæri til að lifa og dafna í samfélagi þar sem friður og sáttin eru öxullinn sem allt mannlíf hverfist um.  Aðeins þannig getur það verið visst um að lífið sem það ól geti vaxið og dafnað og sjálft alið af sér líf.

Af fólki sem sameinast um lífið, myndar Samstöðu um lífið.

Samstaðan um lífið, sem mun kvikna í okkar litla landi fyrst allra, mun móta Hagfræði lífsins, Aðferðafræði lífsins, Leiðarljósin sem lýsa upp myrkrið, leysa upp myrkrið, sem siðblind græðgi og sérhyggja Mammons óf um allt þjóðlíf, um allt mannlíf hér á landi eftir Hrun. 

Okkar harmur er brot af heimsins harmi kvað Steinn, ljósið sem vinnur á okkar harmi, mun líka vinna á heimsins harmi.

 

Ekkert verður til af sjálfu sér, allt á sér sína sköpun, sitt upphaf.

Samstaðan um lífið sprettur ekki upp af sjálfu sér, hún á sér sitt upphaf, raddir sem töluðu um frelsi á meðan rödd Mammons talaði um skuldaok, raddir sem töluðu um fagurt mannlíf, meðan rödd Mammons bauð upp á niðurskurð, fátækt, örbirgð, jafnt efnis sem huga.  

Á skarnhaugnum sem seldi þjóð sína í hendur á erlendum lánardrottnum útrásarinnar spruttu upp blóm, fegurstu Liljur, önnur benti á leiðir út úr skuldaþrengingunum og gaf tóninn gegn skuldaþrældómnum, "Ég segi Nei barna minna vegna".  Hin talaði rödd réttsýnarinnar og fegurðarinnar með tærri rödd hreinnar sálar.

Tvær Liljur, sitt hvor hliðin á sama peningnum, þegar raddir þeirra runnu saman þá heyrðist ómur þess sem þjóðin þurfti að heyra.  Að myrkur Mammons væri mannanna verk, það væri mannanna að hrekja það á brott með skynsömum leiðum sem hagfræðin þekkti, og það væri okkar mannanna að vefa nýtt þjóðfélag þar sem leiðarljósið væri virðing og umhyggja, fyrir hvort öðru, fyrir landinu okkar, fyrir sögu okkar og menningu og þeim gildum sem áar okkar höfðu að leiðarljósi þegar þeir reistu landið við eftir aldalanga stöðnun og deyfð.

 

Liljurnar blómstruðu og þeir heyrðu sem þráðu að heyra hin tæra tón.

 

Allt er forgengilegt, allt á sér sinn tíma.

Núna hafa Liljur Vallarins fölnað, fnykurinn sem leggur af skarnhaugnum hefur kæft þær.

Græðlingur þeirra lifir í afskekktum dal þar sem Valkyrjur Vallarins hlúa að honum í akri vonar og trúar. 

Græðlingur innan um aðra græðlinga sem munu til samans mynda það afl, þann kraft sem þarf til að hinn venjulegi maður endurheimt samfélag sitt úr höndum Mammons.

 

Þó Liljurnar hafi fölnað þá er það okkar að blómstra.

Því við öll erum innst inni eins og hið fegursta blóm.

Sem býður þess að spretta upp á móti sólinni og lífinu.

Vökvað af almættinu sem er uppspretta kærleikans, verndari sakleysisins.

 

Það er okkar að mynda Samstöðuna um lífið.

Og það munum við gera með hækkandi sól.

 

Allt á sér sitt upphaf.

Okkar upphaf er þegar liðið.

Við erum ekki lengur sáðkorn lífsins, við erum græðlingar sem sprettum upp um allt samfélagið.

Fólkið sem á líf sem þarf að vernda og hefur viljann til að vernda það.

 

Við erum blómin.

Blóm lífsins.

 

Og vonin er okkar.

Samstaðan um lífið.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

goður Omar gleðileg jol

http://www.youtube.com/watch?v=13gwAqOOxgg

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 23.12.2012 kl. 13:17

2 Smámynd: Umrenningur

Sæll félagi Ómar

Það er gott að koma hér og lesa þegar, ef svartnættið verður yfirþyrmandi. Þá er gott að lesa pistla þína þar sem þú virðist alltaf sjá ljós í myrkrinu.

Bestu jóla og nýárskveðjur til þín og þinna frá Noregi

Umrenningur, 24.12.2012 kl. 11:04

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Gleðileg Jól.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.12.2012 kl. 12:37

4 identicon

Um þennan pistil get ég ekkert annað sagt en eitt stykki amen ... eftir andanum:-)

Með kveðju til austurs (og til allra átta) með von um gleðilega hátíð ljóss og friðar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.12.2012 kl. 23:40

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Gleðileg jól Pétur minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.12.2012 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband