Það lækar enginn þessa frétt, um kreppujól á Spáni.

 

En það lækuðu margir fréttina um ummæli utanríkisráðherra Eistlands sem kvað stuðning við ESB vera mikinn meðal þjóðar sinnar.  

 

Ekki ætla ég að draga í efa að maðurinn hafi sagt satt til um það, en hins vegar efast ég alvarlega um veruleikaskyn hans þegar hann sagði umsjónarmanni Spegilsins að ákvarðanataka væri sameiginleg í sambandinu og að smáþjóðir kæmu að málum við ákvarðanatöku.  Rödd þeirra heyrðist, þær hefðu áhrif.  

Eina skýringin sem mér datt í hug var að maðurinn hefði alist upp í Sovéska kommúnistaflokknum en þar lærðu menn svona rullu utanbókar því að forminu til var Eistland sjálfstætt ríki sem hafi eigin stjórn á sínum málum.  

Vera landsins í Sovéska ríkjasambandinu var sjálfstæð ákvörðun því þar var hag þess best borgið.  Og þar höfðu smáþjóðir svo sannarlega áhrif á ákvörðunartökuna í Kreml.  

 

Þá urðu menn ungir að læra þessa þulu utanbókar því ef ske kynni að þeir fengju metorð innan flokksins og yrðu sendir erlendis, til dæmis sem ráðherrar hins frjálsa eistneska sovétlýðveldis, að þá urðu þeir að geta flutt þessa þulu án þess að stama, en slíkt er alltaf hættan ef menn þurfa að ljúga miklu upp í opið geð á öðru fólki.  Sem glottir þegar það hlustar á fjarstæðuna.

Og samt held ég að það sé minni fjarstæða að smáþjóð hafi haft minni áhrif innan Sovétríkjanna en að Eistar komi nálægt einhverri ákvörðun innan ESB.  

Jafnvel Frakkar standa svo illa að þeir hlýða Þjóðverjum möglunarlaust.  

 

En íslenska evrutrúboðið lækar á svona bull, því það vill sjálft trúa að einn fyrir alla og allir fyrir einn gildi í Brussel.  

Það lækar hinsvegar ekki á raunveruleikann, á  svona frétt um kreppujól.  

Um þjóðfélag sem er á heljarþröm vegna evrunnar.  

Um mannlegar þjáningar, um mannlega niðurlægingu. 

Um brotið samfélag.  

 

Ástandið er ennþá verra í Grikklandi, þetta hefur blaðamaður Wall Street Journal eftir grískum eftirlaunaþega, manni sem upplifði hernám Þjóðverja á sínum tíma, er að upplifa annað hernám í dag.

Hernám evrunnar.

Ég ætla að hafa orð hans sem mín lokaorð í þessu átakabloggi mínu þar sem ég hef fylgst vel með fréttum og látið "hina" röddina heyrast.  

Það hefur gengið  mjög vel, ég duglegur að blogga, fólk duglegt að lesa, um 750 ip tölur að meðaltali á dag, síðustu viku.  

Núna er jólin að koma og ófriðurinn að kominn í jólaskap.  Ég hendi kannski inn einhverjum gömlum pistlum um verðtrygginguna, þarf að finna þá og rifja upp hvað ég sagði fyrir 2- 3 árum síðan. 

Það hefur kannski einhver gaman að lesa þá ef hann nennir ekki að þurrka af eða skúra gólf, eða annað sem húsbóndinn á heimilinu skipar.  

Ég myndi samt þurrka af.  

 

Takk fyrir mig og gleðilegan jólaundirbúning.  

 

Já þetta sagði Grikkinn, sárara og beiskara getur ein lýsing ekki orðið, ekki í byrjun 21. aldar, aldar sem átti að vera upphaf nýrra og betri samfélags, betri heims þar sem mannréttindi og lýðréttindi væru virt. 

 

"No one talks or laughs anymore' on the metro. 'It's like a cemetery,' said Sotirios Tzovaras, a retired civil servant.".

 

Það hlær enginn lengur í Grikklandi í dag.

Og það er ekkert gleðilegt við það.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Spánverjar herða sultarólina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það brosa fáir í dag. Engin gleðileg jól framundan og ljósið dofnar.

Hrakin og smáð og svöng þurfum við umbera útbelgna móðgunargjarna stjórnlagaráðsfulltrúa sem ræna allri athygli og umræðu. Umræðan ætti að snúast um þá hættu sem hefur skapast vegna skuldavanda heimilanna og tilgang þeirra sem henni leyna í skugga gagnslausrar umræðu. Og aðgerðir gegn hvoru tveggja.

Toni (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 23:03

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

íInnilegar jólakveðjur til þín Ómar og c/o með þökk fyrir pislana þína góðu og sterku, Halli Gamli að sunanan!!

Haraldur Haraldsson, 20.12.2012 kl. 00:19

3 identicon

Takk fyrir alla þína þörfu pistla Ómar.  Tek undir þá heils hugar og við erum blessunarlega fleiri og fleiri að vakna og byrja að átta okkur á því að Samstaða um lífið er ekki val, heldur beinlínis skylda okkar sem höfum líf að verja.

Ég tek heilshugar undir það sem Toni segir í athugasemd sinni, en jafnframt er ekkert annað að gera í stöðunni þessa örfáu daga til jóla, annað er að segja í stíl Haraldar, sem ég geri nú með þurrkklút í annarri hendi og grenigrein í hinni:

Mínar bestu jólakveðjur til þín Ómar, Guðnýjar og glókollanna ykkar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 01:12

4 identicon

Þökk fyrir þína pisla Ómar. Óska þér gleðileg jól!

Tek undir með þeim gríska lífeyrisþega: Það hlær enginn á "Spáni" í dag. En gera þeir það í Eistlandi???? Eina sem þeir hafa losnað við er Rússneski björninn. Fátæktina hafa þeir ennþá.

Kannski væri rétt að bjóða fleirum í heimsókn frá Eistlandi Hversu mikinn sannleika framleiða þeir froðusnakkar utanríkisráðherra Íslands og Eistlands. Kveðja

jóhanna (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 06:56

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert alltaf góður Ómar. Takk fyrir þína skeleggu baráttu okkar allra sem ekki viljum inn í þetta apparat.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2012 kl. 12:07

6 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

það er búið að skipta um eigendur á flestu í baltísku löndonum.. nokkur prósent þjóðarinnar hefur verið að selja allt sem koma má í verð fyrir slikk og efnast svolítið.. einsog hér og allstaðar þar sem kreppur herja og þær eru skipulagðar í NY og framhvæmdar í Deutse Bank og peningaræningjar sækja í fátæktina og ódýrt vinnuafl og eignir og haugur af fólki er að drepast´og drepa sig, hefur engann tilverurétt í eigin landi.. aðeins erlendir peningar ráða ferðinni.. rússar drepa sig í drykkju í hálfhrundum húsum og fólk drepst úr kuldum á götum úti og meira en helmingur er fluttur úr landi eða dauðir og væru nær allir dauðir ef þeir hefðu ekki garðholur frá sovéttímanum er Krusjov svaraði hungursneið með því að leyfa fólki að hafa eigin matjurtagarð og þannig hafa menn lifað af frá 1956 af elju..  mikil var gleði austursins er sovét féll.. mikil var sorg fólksins nokkrum árum síðar þegar hin vestræna "lausn frjálshyggunnar" barst þeim.. allir urðu óvinir og hættu að heilsast... allir urðu að refum í lausátri... þessi landsala og eigna og ræningjaháttur peningaliða er að eyðileggja og sjúga kraft úr öllum löndum og "evrópa" er orðin er ein af aðferðum þessara afla til að skipta út fólki.. hreinlega drepa þá félagslega þenkjandi og bústa frekjuganginn og óhugnað úr gleri og stáli.. valdið... þetta er stríð með lýgi og mútum og hótun sem er að drekkja því besta og upphefja alla verst lesti manna... bandítahátt

Tryggvi Gunnar Hansen, 20.12.2012 kl. 16:05

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll Ómar og Gleðileg Jól

Mér finnst nú það miklu eðliðegra að gera Like á þessa góðu grein þína og er búinn að því. 
Við tökum baráttuna saman að réttlátu og kærleiksríku þjóðfélagi.

Guðni Karl Harðarson, 20.12.2012 kl. 16:39

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Langar að hnykkja á þar sem þessi ágæti utanríkisráðherra Eista var í viðtali í fjölmiðlum og sagði ýmislegt, að ástæða þess að ég er að hnykkja á samsvöruninni sem hann segir um meint áhrif Eista og þá smáþjóða innan ESB, og við það sem fyrirrennarar hans sögðu ósköp keimlíkt innan Sovétsins sáluga, að sá sem telur sig knúinn til að fara rangt með til að styggja ekki "valdið" eða stóra bróður, að hann fer frjálslega með staðreyndir í öðru.

Hjúu, löng setning, en svo dragi hana saman, sá sem lýgur í einu er mjög líklegur til að ljúga í öllu öðru þegar það hentar hagsmunum hans eða málflutningi.  Sá sem byrjar samtal á svona augljósri lygi, er ekki að fara segja satt í áframhaldinu.

En vil vekja athygli á, og minna frábæran bloggara og yndislegan pistils hans í dag, bloggarinn heitir Einar Björn, og hann tætir í sig málflutning íslensku lygahlaupanna.  Það er að segja að ef við ætlum þessu fólki ekki hið algjöra vanvit, þá hlýtur það að vera skreytið í þágu hagsmuna sinna.  Ekki illa meint, aðeins lýsing á staðreyndum þar sem þau eru gerendurnir.

Pistillinn heitir:

Er aðild leið til efnahagsframfara? Sjá áhugaverða umræða í Speglinum 20/12?

og hann er snilld.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.12.2012 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 446
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 385
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband