19.12.2012 | 15:28
Er fólk ekki orðið leitt á svona fréttum???
"Lokaaðvörun til Íslands."
"Íslensk stjórnvöld verða að innleiða tilskipun ..." .
Hvernig getur sjálfstætt ríki búið við svona sífelldar hótanir???
Sérstaklega þar sem þær eru síðan notuð sem rök af Evrutrúboðinu um að landið sé hvort sem er ekki sjálfsætt, og því sé það aðeins formsatriði að sækja um.
EES samningurinn var gerður á sínum tíma svo latir útflytjendur þyrfti ekki að leita sér nýrra markaða þar sem vörur þeirra voru ekki tollaðar.
Einhverjar hundruð milljónir voru í húfi, uppfært í dag, einhverjir milljarðar.
Menn gleyma oft að fyrir EES höfðum við fríverslun við Evrópusambandið í gegnum EFTA, aðeins örfáir tollflokkar voru undir, tengdust helst einhverri sérvisku í sjávarútvegi.
Hvað hefur áunnist annað en allsherjar hrun fjármálakerfisins sem má alfarið rekja til heimskulegra reglna ESB um fjármálaviðskipti.
Hvernig halda menn að frjálst flæði fjármagns milli landa gangi upp, þegar ekki er hægt að flytja meir úr landi en þjóð aflar með útflutningi sínum????
Er þetta frjálsa flæði ekki meginskýring á hávaxtastefnu Seðlabankans sem hefur þegar kostað þjóðina hærri upphæðir í gjaldeyrisútstreymi en hinn meinti tollaávinningur af EES samningnum mun skila í 100 ár???
Af hverju spyrja menn ekki svona spurninga??
Vantar vit eða vantar vilja???
Eða eru allir sáttir við þessar lokaaðvaranir???
Kveðja að austan.
Lokaaðvörun til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 486
- Sl. sólarhring: 707
- Sl. viku: 6217
- Frá upphafi: 1399385
Annað
- Innlit í dag: 412
- Innlit sl. viku: 5267
- Gestir í dag: 379
- IP-tölur í dag: 374
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nokkuð ljóst að þrælseðlið er ansi ríkt í þjóðinni sem kennir sig við VIKINGA.
hvar eru nú garpar vorir ? Stjórnmálamenn sleikja vöndinn í von um peninga- ser til handa og fínar stöður.
kv
Erla Magna Alexandersdóttir, 19.12.2012 kl. 17:11
Það hefur eitthvað þynnst með aldrinum Erla.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.12.2012 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.