19.12.2012 | 14:02
Enda ekki góðu vanir.
Það er aumt að Evróputrúboðið finni ekki aðra til að dásama sælu ESB aðildar en útkjálkaríki sem þekkja fátt annað en aðra sælu, sælu Sovétsins.
Þegar búið er að drepa alla döngun úr fólki, þá er gott að komast í náðarfaðm aumingjastyrkja, að telja það rök að fá styrki úr sameiginlegum sjóðum sambandsins.
Og innri markaðurinn hefur reynst ákveðnum þjóðfélagshópi Eystrasaltsríkjanna mjög vel, en vekur minni hrifningu þar sem þessi hópur ber niður.
Af hverju er enginn fenginn frá þeim löndum sem lent hafa illa út úr evrukreppunni, af hverju er fenginn frá löndum þar sem fylgi við ESB er í sögulegu lágmarki??
Nú þegar í upphafi evrukreppunnar sem enginn sér fyrir endann á.
Bata er spáð, ef hann verður, í fyrsta lagi 2015, raunsærri spár gera ráð fyrir 2018, raunsæ spá spáir ekki bata, Evrópa er föst í ónýtum miðstýrðum gjaldmiðli og alla hagvísitölur eru á fallandi fæti.
Hvernig verður stuðningurinn við ESB þegar kreppan verður farin að bíta, þegar hinn stöðugi niðurskurður markar allt mannlíf. Þegar síðasta ungmennið verður án vinnu????
Það er fokið í flest skjól þegar eini stuðningurinn mælist á landsbyggð í landi sem þekkir ekkert annað en kúgun og arðrán, fyrst undir stjórn Rússakeisara, síðan undir stjórn Stalíns, það þarf ekki mikið jákvætt svo samanburðurinn komi jákvætt út.
En Eistar höfðu það einu sinni gott, það var þegar þeir voru sjálfstæð þjóða á millistríðsárunum, í um 30 ár. Þá báru þeir sjálfir ábyrgð á örlögum sínum, voru ekki styrkþegar eða í því hlutverk að útvega ríkari þjóðum ódýrt vinnuafl.
Þeir voru sínir gæfusmiðir, og uppskáru gæfu.
Þeir höfðu annan metnað en að vera láglaunavinnuafl undir stjórn herravalds.
Og ég er viss um að það sé ekki einu sinni að marka skoðanakannanir sem sýna hinn jákvæða stuðning, menn fengu ekki styrkinn nema vera tölfræðilega jákvæðir.
Þessi stuðningur er tölfræðileg jákvæðni, ekki raunveruleg.
Því það er ekkert jákvætt við það að eiga allt sitt undir brauðmolum úr hendi hins ríka.
Ef svo væri þá hefði alþýða Evrópu ekki gert uppreisn gegn því þjóðskipulagi.
Og hún mun rísa aftur upp ef svo fer sem horfir.
Því við erum frjáls, fæddumst frjáls, og munum deyja frjáls.
Það má hið skítuga fjármagn vita.
Kveðja að austan.
Sáu kostina við aðildina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr Heyr!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2012 kl. 18:03
Takk fyrir innlitið Ásthildur.
Það má bæta því við að ég var að hlusta á viðtal við utanríkisráðherrann í Speglinum núna rétt áðan. Þegar hann fór að tala um áhrif og sameiginlega ákvörðunartöku, þá fékk ég flassbakk, það kom hérna til lands á Sovéttímanum Eisti sem bar einhvern titil, því Sovétlýðveldin voru að nafni til sjálfstæð.
Hann hafði líka áhrif og Sovétlýðveldin voru frjáls og tóku þátt í ákvörðunarferlinu og ég veit ekki hvað og hvað, en þá hlógu allir, því allir vissu að hann var leppur.
Og svipaður talsmáti í dag fékk mann til að spyrja spurninga, þeir sem geta ekki sagt satt orð, hvað er að þeim???
Leppar???
Eitthvað er það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.12.2012 kl. 18:51
Það er allt reynt til að koma okkur inn í þetta kerfi, stærstu sökina ber íslendingurinn Össur Skarphéðinsson, ég vona að við fáum að sjá hann settan í fangelsi fyrir landráð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2012 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.