19.12.2012 | 10:08
Rökrétt niðurstaða að hækka lánshæfiseinkunn Grikkja.
Bæði eru þeir búnir að endursemja um hluta skulda sinna, fengu eitthvað afskrifað, sem og hitt, evrópski seðlabankinn ætlar að borga restina.
Evrópski seðlabankinn hefur gefið það út að hann ætli að kaupa skuldabréf ríkja sem geta ekki greitt sínar skuldir sjálf, og þar með ættu kröfuhafar að geta andað rólega.
Þar með er ljóst að viðkomandi ríki eru ekki sjálfstæð lengur, ekki í fjármálalegu tilliti og sá sem stjórnar ekki sínum fjármálum, er háður þeim sem það gerir, verður að lúta vilja hans í öðrum málum.
Evran var sem sagt 10 ár að gera það sem skriðdrekum mistókst á 5 árum.
Svo gera menn grín að pappírspeningum, að þeir séu ekki verðmæti eins og gull. En þeir eru sterkari en stál ef það tekst að pranga þeim inná þjóðir og fá þær til að afsala sér sínum eigin gjaldmiðli.
Eftir stendur sú spurning, af hverju var þetta ekki gert strax.
Af hverju þurfti að beygja grísku þjóðina í duftið með tilheyrandi hörmungum fyrir grískan almenning.
Lærðu menn ekkert af Auswitch??? Eru útrýmingarbúðir leyfilegar ef menn sleppa gasinu en setja þess í stað heila þjóð í slíkar aðstæður. Er hægfara útrýming mannlífs leyfileg ef gerandinn er gráðugt siðlaust fjármagn??? Er slíkt aðeins bannað ef menn ganga gæsagang og segja Heil????
Vita menn ekki að gasið var endastöð, að Auswitch hófst ekki þegar búðirnar voru reistar 1940??
Auswitch átti sér sitt upphaf, þegar hópur fólks taldi sig hafa rétt til að níðast á öðrum hópi og hlaut til þess samþykki heillar þjóðar. Auswitch var endastöð ferlis sem hófst 1933 með ofsóknum, kúgunum, eyðingu mannlífs.
Og Auswitch var endastöð vegna þess að annað fólk þagði, gerði ekkert, leit bara undan.
Auswitch átti sér sína byrjun, og ef við sleppum hinum brotnu gluggum kristalnæturinnar, þá sjáum við sama ferlið og á sér stað í Grikklandi í dag. Grískur almenningur er hæddur, hann er sagður spilltur, gefið í skyn að þarna sé "óæðri" menning, að fólk eigi þetta skilið á einhvern hátt.
Það þarf ekki mikla söguþekkingu til að vita að allt þetta hefur verið sagt áður.
Og þeir sem vörðu við á þeim tíma, sögðu að ofsóknirnar væru aðeins upphaf af einhverju ennþá hörmulegra, að illskan léti ekki staðar numið fyrr en hún væri komin á endastöð, þeir voru líka hæddir og fordæmdir, fyrir að skilja ekki að þetta væri allt "eðlileg afleiðing" af framkomu og atferli hinna óæðri, að valdið væri aðeins að gera það sem það þyrfti að gera. Og mætti gera.
Þeir voru ekki hæddir og fordæmdir af gerendum óhæfuverkanna, þeir áttu nóg með sínar ofsóknir og undirbúning frekari óhæfuverka, nei, það voru þeir sem litu undan sem hrópuðu hæst.
Alveg eins og í dag, það voru þeir sem litu undan því í hjarta sínum voru þeir sammála ofsóknunum, sáu ekkert rangt við að öðrum væri gert illt í nafni einhvers isma eða hugmyndafræði.
Það einkennir nefnilega þá sem styðja isma, þeir vilja öðrum illt, annars væru þeir ekki sífellt að styðja illvirkin, að styðja aðfarir að saklausu fólki sem hefur ekki gert þeim neitt.
Næst þegar við heyrum einhvern réttlæta herferð Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á hendur saklausu fólki, með tilvísun í spillingu, að fórnarlömbin eigi taksteríngarnar skilið vegna eigin vanhæfis, erfðagalla eða annað sem evrutrúboðið á Íslandi notar til að réttlæta óhæfuna, munum þá að fyrir innan dragtina eða jakkafötin býr spillt sál, illgjörn, sál sem finnur ekki til með öðru fólki, er sama þó fjármagnið leiki það grátt.
Munum að allt á sitt upphaf, og í því upphafi mátti spá fyrir endalokin.
Auswitch átti sitt upphaf sem var afskiptaleysi gagnvart kúgun og ofríki valds gegn ákveðnum hópi. Það var í upphafinu sem hægt var að stöðva Auswitch, það var of seint þegar fyrsti gasklefinn var byggður.
Í dag erum við vitni að öðru upphafi sem mun enda með ósköpum því illskan lætur ekki stöðvast fyrr en á endastöð.
Endastöð illskunnar er þegar hún er stöðvuð með valdi. Hún stöðvar sig ekki sjálf, hún á sér ekki takmörk.
Það er rangt að níðast á heilli þjóð vegna vanhæfni stjórnenda hennar. Þjóð í fjárhagserfiðleikum á að hjálpa, ekki kúga, ekki ræna, ekki svipta hana tilverugrundvelli sínum.
Evrópusambandið afhjúpaði sig þegar það beitti íslenskan almenning fjárkúgunina kennda við ICEsave. Afhjúpaði sig sem verkfæri siðblindra manna sem bera enga virðingu fyrir lífi og tilverugrundvelli fólks.
Aðfarir sambandsins í Grikklandi koma því ekki á óvart, og það kemur ennþá minna á óvart að íslenskir stuðningsmenn ICEsave fjárkúgunarinnar tali sífellt um spillinguna og vanhæfnina sem átti að hafa verið til staðar í Grikklandi. Þeir réttlæta aðförina að grísku mannlífi, eru ónæmir fyrir þjáningum hins venjulega Grikkja.
Enda vildu þeir íslensku þjóðinni sömu örlög.
Sagan þekkir þetta fólk.
Þegar skriðdrekar Stalíns eða Hitlers lögðu undir sig ríki, þá mætti það alltaf til að leggja hinu erlenda valdi lið við að ofsækja og níðast á náunganum, samborgurum sínum. Sagðist gera það í nafni hugsjóna en í raun þjónaði það aðeins sínu innræti.
Það þarf mjög sérstakt innræti til að styðja fjárkúgun gegn sinu eigin landi. Það þarf mjög sérstakt innræti til að hlakka yfir þjáningum grísks almennings.
Innræti sem hefur alltaf komið þessu fólki á spjöld sögunnar.
Í spjaldskrá sem enginn hampar seinna meir.
Þessi pistill fór út um víðan völl, átti að vera stuttur, en spurningin sem spurð var í upphafi hans kveikti þessar hugrenningar sem á eftir fylgdu.
Því stjórnmál í dag eru sögð snúast um fjármál, efnahagsmál, að þetta verði að vera svona eða hins veginn, það þurfi verðtryggingu, niðurskurð, lækka laun þeirra sem lág laun hafa fyrir, svo gangverkið, hið alþjóðlega hagkerfi gangi.
En þetta er röng nálgun, þau snúast ekki tæknilega nálgun efnahagslegra vandamála, þau snúast um hvað máttu gera öðrum í nafni einhvers, nafni einhverra hagsmuna, í nafni einhverra stjórnmálaskoðana.
Og þegar menn gera öðrum það sem þeir vilja ekki að þeim sé sjálfum gert, þá eru þeir á rangri braut.
Rangri braut sem á sér aðeins eina endastöð, að þeir sem vita að það má ekki gera náunganum hvað sem er, þó það sé réttlætt með einhverri nauðsyn, stöðva hina röngu vegferð.
Rangur verknaður leiðir alltaf til einhvers verri.
Við þekkjum hvernig síðustu vegferð illskunnar lauk.
Látum hana ekki endurtaka sig.
Stöðvum hana í tíma.
Við verðum að stöðva hana í tíma.
Það er svo mikið í húfi.
Sjálf framtíð barna okkar.
Við eigum öll líf sem þarf að vernda.
Kveðja að austan.
Hækka lánshæfiseinkunn Grikkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki veit ég hvað margir nenntu að lesa sig niður þessa grein en sé það á IP tölum að þeir voru fáir.
Enn síður veit ég hvort þeir sem lásu hafi skilið baun eða bala í innihaldi hennar.
Okkur er ekki tamt að hugsa að slæmir hlutir eigi sér upphaf. Þessi grein er samt, fyrir utan byrjunina, lykilgrein sem útskýrir af hverju ég tel vá fyrir dyrum og vandinn liggi ekki í bankahruninu eða öðru sem herjar á landsmenn, dæmið er stærra, ógnaraflið er alþjóðlegt, og það er illt í eðli sínu.
Það telur að það megi gera öðrum allt sem því dettur í hug, ef það hefur einhver jákvæð áhrif á gróða þess eða pappírsgjaldmiðil sem því þykir vænt um.
En helförin byrjaði einmitt á þessum hugsunarhætti.
Hún byrjaði ekki þannig að fórnarlömbin væru gösuð, hún endaði þannig.
Þá var það of seint að stöðva hana, það var hægt í upphafi. Og hefði verið gert ef þeir sem voruðu við hina illa, hefðu ekki verið hundsaðir.
Það sama er að gerast í dag, fólk lítur undan.
Ég sá þessa klausu í grein á WSJ sem ég las eftir ábendingu Einars Björns, bloggara, sem er eini upplýsandi fréttaskýrandinn í dag um ástandið á evrusvæðinu.
Upphafið af endinum í gyðingahverfum Varsjá var að fólk hætti að hlæja.
Maður skrifar ekki svona pistil af gamni sínu, hún er ekki til vinsælda eða útbreiðslu fallin.
En þetta er spurning um að vera manneskja. Manneskja þegir ekki þegar illt vald pínir náungann eða skaðar samfélög fólks.
Manneskja lítur ekki undan.
Hún segir frá, hún segir satt, hún segir að henni er ekki sama.
Eða eins og segir í kvæðinu um ungfrú Maríu Farrar, "sérhvert líf heimtar samhygð þína".
Menn gleymdu því einu sinni og virðast ætla að gleyma því aftur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.12.2012 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.